Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 19
19 var svo endurnýjaður 1956 og urðu þá Danir, fyrir hönd Grænlendinga, aðilar að honum. Guðmundur Matt- híasson segir að samningur þessi hafi verið grunnurinn að þátttöku íslendinga í alþjóðaflugi. „Samn- ingurinn hafði ómetanlega kosti í för með sér, aðallega hvað varðar tæknikunnáttu þá sem hann gerði íslendingum kleift að afla sér,“ seg- ir Guðmundur. Með tilkomu þotualdar upp úr 1960 fór flugumferð um Norður- Atlantshafið að aukast að mun. Þá var búið að skipta þessu hafsvæði í nokkra hluta og komnar upp efa- semdir um hvort íslendingar ætti yfirleitt að vera með í dæminu. Gerðar voru kannanir á þessu og var niðurstaða þeirra ávallt sú sama, hagkvæmast Væri að hafa ísland með og stöðugt stækkaði flugstjórnarsvæðið sem ísland var beðið að annast. Árið 1974 var síðasta könnunin af þessu tagi gerð og þá athugað hvort ekki væri hægt að annast þá þjónustu sem íslendingar veittu frá til dæmis Kanda eða Bretlandi. Enn'var nið- urstaða sú sama, hagkvæmara var að íslendingar sæju um þjónustuna. NAT-SPG stofnað 1964 NAT-SPG var stofnað 1964 og áttu þá aðild að hópnum Banda- ríkin, Bretland, Kanada, Frakkland, Holland og Irland. Islendingum var boðin þátttaka sem áheymarfulltrú- ar en 1980 urðu þeir fullgildir aðil- ar að hópnum. Höfðu þá Portúgalir bæst við . NAT-SPG fjallar um allt sem viðkemur rekstri flugs yfir Norður- Atlantshafíð. Sem dæmi má nefna að eftir að geimferðir, og þá sér- staklega Tungláætlun Banda- ríkjanna, komust í gagnið urðu miklar framfarir í þróun leiðsögu- tækja. Menn sáu fram á að hægt yrði að koma mun fleiri flugvélum fyrir á þeim leiðum sem í notkun eru. Áður en hin nýju leiðsögutæki komu til sögunnar varð lágmarks- fjarlægð á milli flugvéla að vera 200 km en á eftir var hægt að minnka þessa fjarlægð í 100 km. NAT-SPG tók að sér að skipuleggja hina auknu umferð og ákvarða það loftrými sem ætlað var þeim vélum sem útbúnar eru þessum nýja tækjabúnaði. í dag eru flest allar farþegarvélar í áætlunarflugi með þennan útbúnað en hann byggist á skynjurum sem reikna út, með að- stoð tölvu, allar hreyfingar vélar- innar þannig að leiðareikningar verða mun nákvæmari en áður gerðist. Árið 1983 ákvað Alþjóðaflug- málastofnunin að setja á fót sér- staka nefnd sem fjalla átti um framtíð flugsins í heiminum til árs- ins 2015. Var þetta talið nauðsyn- legt sökum þeirra möguleika sem ný gerfihnattatækni hefur í för með sér í átt til aukninnar flugumferðar og meira öryggis hennar. Nefnd þessi skilaði af sér tillögum 1988 og í framhaldi af því ákvað NAT- SPG að gera sína áætlun um þróun flugs yfir Norður-Atlantshaf til sama tíma. Vinnuhópur NAT-SPG skilaði svo af sér sínum tillögum í París í vor. Verðugt verkefhi Morgunblaðið ræddi við þá Don MacKeegan fulltrúa Kanada og Poul Wood fulltrúa Bretlands í NAT-SPG um þær breytingar sem framundan eru í fluginu. Don MacKeegan segir að um verðugt verkefni sé að ræða. „Það er nauð- synlegt fyrir okkur að taka á þessu máli strax vegna þeirrar miklu aukningar sem framundan er á flugumferð yfir Norður-Atlantshaf- ið,“ segir hann. Poul Wood segir að algjör eining ríki innan NAT-SPG um tillögur hópsins enda hafi þeir sem að hópn- um standa ávallt unnið mjög vel saman. „I raun væri aukin flugum- ferð á Atlantshafi ekki vandamál ef hægt væri að láta flugvélar fljúga yfir það hvar sem er,“ segir Poul Wood. „Vandamálið er að allir vilja fljúga eftir sömu leiðinni, það er þar sem mót-eða meðvindar eru hagstæðastir og það er á mjög þröngu svæði. Því þarf nákvæma skipulagningu á þessu flugi.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ I máli þeirra beggja kemur fram að á næstu vikum muni þær hug- myndir sem NAT-SPG hefur sett fram verða opinberar er Alþjóða- flugmálastofnunin gefur þær út. Eftir það hefst sjálf vinnan við að koma þeim í framkvæmd og fylgja þeim eftir. „Þetta verður að gerast eins hratt og kostur er vegna þess þrýstings sem þegar er kominn frá flugfélögum um að fá að auka umferðina,“ segir Don MacKeegan. Poul Wood segir að þetta sé spurn- ing um 12 mánuði eða svo. Hinsveg- ar sé erfitt að ákveða nákvæmlega allar tímasetningar þar sem margir þættir verksins eni ekki í þeirra höndum eins og til dæmis gerfi- hnattakerfin. Ferjuflugið veldur áhyggjum Sá þáttur flugsins yfir Norður- Atlantshafið sem Íslendingar hafa orðið hve áþreifanlegast varir við er almennt flug utan áætlunar-og herflugs. Að mestu er hér um svo- kallað fetjuflug að ræða. Slys í feijuflugi hafa verið tíð á undanf- örnum árum við ísland og segir Guðmundur Matthíasson að íslensk flugyfirvöld hafi töluverðar áhyggj- ur af þessu flugi. Það hefur aukist að mun á undanfömum árum og nú fara að jafnaði hátt í 3000 smá- vélar um íslenska flugstjórnarsvæð- ið árlega. Oft á tíðum eru þessar vélar illa útbúnar til þessa flugs og þar að auki flogið af reynslulitlum flugmönnum en á vetmm er flug- leiðin frá Kanda til Evrópu um Is- land ein sú erfiðasta í heimi. Þegar litið er á tölulegar upplýs- ingar um slys feijuflugvéla við Is- land á undanfömum ámm kemur í ljós að frá árinu 1982 til ársloka 1989 hafa 15 flugvélar farist á þessum slóðum og tilfellin þar sem aðstoðar er óskað þannig að fljúga hefur þurft á móti vélunum em orðin 78 talsins. Don MacKeegan segir að meirihluti kostnaðar við björgun, og/eða aðstoð, flugvéla á fyrrgreindri flugleið sé vegna feiju- flugsins. Guðmundur Matthíasson segir að feijuflugið hafi komið til um- ræðu innan NAT- SPG að kröfu íslendinga. í framhaldi af því hafí íslendingar, Kanadamenn og Danir komið sér saman um að samræma reglur sínar um þetta flug. Það helsta sem ákveðið hefur verið er að viðkomandi flugmenn verði að hafa blindflugsréttindi og að hafa að baki ákveðinn lágmarksflugtíma. NAT-SPG ákvað í framhaldi af þessari umræðu að gefa út handbók til handa þeim sem stunda þetta flug. Tóku Bandaríkjamenn að sér útgáfu bókarinnar. í henni er að finna allar nauðsynlegustu upplýs- ingar um flugleiðina og þau örygg- isatriði sem flugmennirnir verða að hafa í huga. Don MacKeegan segir að á fundi sem fyrrgreindir aðilar héldu með sér í Ottowa í desember þar sem ákveðið var að samræma reglur landanna þriggja hvað þetta flug varðar kom fram sú skoðun að stefna bæri að því að hjálpa flug- mönnunum ti! að hjálpa sér sjálfum í stað þess að beita refsingum. Hin- ar samræmdu reglur eru, hvað ís- land varðar, nú til meðferðar í sam- gönguráðuneytinu og búist er við að þær verði gefnar út sem reglu- gerð í haust. Á fundi NAT-SPG þar sem fjall- að var um málið kom fram að allar leitar-og björgunaraðgerðir á veg- um íslensku flugmálastjórnarinnar væru vegna feijuflugsins. Ef litið er á fjölda þessara aðgerða eftir árum kemur fram að árið 1982 voru þær sex en þá fórst ein flug- vél. Hámarki náði fjöldinn 1988 en þá urðu aðgerðirnar 15 talsins og á því ári fórust 3 feijuflugvélar við landið. Feijuflugið er aðeins eitt dæmi um þau mál sem NAT-SPG vinnur að á ári hveiju. Guðmundur Matt- híasson segir að starf Islendinga í þessum hóp hafi skilað sér margt- falt til baka og muni gera svo áfram. Islendingar hafi á undanf- örnum áratug getið sér gott orð á sviði alþjóðaflugmála, og skýrasta dæmið sé hve stórum hluta af loft- rýminu á Norður-Atlantshafi þeim sé treyst fýrir að stjórna. Gamansemi í helgnm fræðum Bókmenntir Erlendur Jónsson Jakob Jónsson: KÍMNI OG SKOP í NÝJA TESTAMENT- INU. 334 bls. Bókaútg. Menning- arsjóðs. Reykjavík, 1990. Séra Jakob Jónsson var mælskumaður. Hann var líka mað- ur líðandi stundar, predikari fremur en grúskari. í stólræðum gat hann tekið dæmi af því sem var að ger- ast á líðandi stund. Hann var einn- ig maður skáldlega þenkjandi, höf- undur leikrita og ljóða. Slíkum er ekki alltaf lagið að sökkva sér niður í fræði sem ekki sýnast, að minnsta kosti fljótt á litið, snerta hið dag- lega líf samtímans. En á efri árum tók séra Jakob í vaxandi mæli að fást við þess háttar fræði. Árangur- inn varð meðal annars þessi dokt- orsritgerð. Doktorsritgerðir eru gjarnan byggðar upp af tilvitnunum, getgát- um, ályktunum. Og að lokum niður- stöðu. Þessi er ekki öðrum frá- brugðin að því leytinu. En fyrst þarf auðvitað að skilgreina hugtök þau sem fjalla skal um. Það vefst nokkuð fyrir höfundi, meðal annars vegna þess að orðin kímni og skop hafa hvergi nærri ljósa merkingu í íslensku og samsvara ekki ná- kvæmlega hliðstæðum orðum í klassískum fræðum. »Það er sem sé staðreynd, að örðugt hefur verið að greina milli kímni og skops,« segir höfundur. Af þessum sökum er gripið til orða eins og húmor sem hver íslendingur kannast við og telur sig líkast til skilja þó fram- andi sé. Ef til vill stendur húmorinn nær kímninni. Skopið er fremur tengt áreitni. Getgátur eins og »hefir sennilega verið talinn broslegur,« koma all- víða fyrir í ritgerð þessari. Enn- fremur getur höfundur þess að há- alvarlegir atburðir, sem frá er sagt í helgum fræðum, kunni að þykja broslegir nú þó svo hafi ekki þótt á dögum Jesú Krists »vegna þess hve ýkjurnar eru miklar«. Ritningin er vitaskuld alvarleg bók og fráleitlega samin til að skemmta. En alvörumenn bregða stundum málefnum fyrir sjónir í skoplegu ljósi til áhersluauka; ætla að þá sé betur eftir tekið. Og sá hyggur höfundur að sé stundum tilgangur þeirra sem fara með kímni og skop í Biblíunni. Sum orð í frum- máli höfðuðu til tvíræðni eða marg- ræðni sem ekki eru tök á að þýða. Þess háttar orðaleikir kunna að Jakob Jónsson fara framhjá okkur sem nú lesum. Höfundur tilgreinir atriði af því taginu. Þá kunna að felast í textan- um skírskotanir til samtímamálefna sem okkur brestur með öllu skilning á af því að við þekkjum ekki for- sendur. Allt þetta tekur höfundur fyrir í ritgerð sinni sem er hin fróð- legasta fyrir hvern þann sem lesinn er í helgum fræðum. Þó texti höfundar sé hvergi tyrf- inn, heldur jafnvel hið gagnstæða, er ritgerðin fremur erfíð aflestrar, meðal annars vegna hins mikla ijölda smáatriða og tilvitnana sem þar er saman dreginn. 33% AFSLATTUR! SPRMGITILB0Ð XEMEXDA! CAS S8&SX tölm Microtölvan hf. hefur gert samkomulag við CAS Computer um eina sérsend- ingu af CAS 386^SX tölvum og verða þær allar eins útbúnar og fæst með þessu móti hreint ótrúlegt verð! *CAS 386-SX tölva með 80386SX-16 örgjörva * 1MB aðalminni, stækkanlegt í 8MB á móðurborði * 40MB hraðvirkur diskur (28ms - 600KB/s Transfer) * 1.2MB (5.25") drif * 1.44MB (3.5") drif * Hágæða VGA litaskjár og kort * Z-Nix Serial mús * 2 raðtengi og eitt prentaratengi *Nýr lóðréttur kassi (Minitower) getur bæði verið á borði sem gólfi * 102 lyklaborð * 200W aflgjafi * Verð aðeins kr. 169.000 (venjulegt verð 252.290) Til að notfæra sér þetta tilboð þarf að staðfesta pöntun með fullri staðgreiðslu fyrir 18. júlí n.k. og verður tölvan síðan afhent 20. - 29. ágúst n.k. MICROTÖLVAN Suðurlandsbraut 12-108 Reykjavík - s. 688944 Prentað á LaserMaster oeisií

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.