Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JULI 7 ánægjuleg því það er gott að vera upptekinn af öðru en sjálfum sér. Hjálparstarfið er mjög gefandi. Þarna eru allt aðrar aðstæður en hér, þægindin færri og minni, en mikið meiri lífsfylling og gleði í starfi á margan hátt heldur en að vera í þessum ys og þys sem hér er,“ sagði Jónas. „Starfíð leggst vel í mig. Mörg verkefni eru í gangi og margar beiðnir bíða úrlausnar. Meðan hjálp- arstofnunin er algjörlega háð vel- vilja almennings þá ráðast verkefn- in -af því hversu vel og mikið fólk vill leggja okkur lið. Við erum til að mynda með sérverkefni í gangi í Indlandi. Þar erum við að byggja dagheimili fyrir fjölfötluð börn. Unnið er að því að reisa sjúkraskýli í samstarfi við Kristniboðssam- bandið og lútersku kirkjuna í Eþíópíu fyrir þjóðflokk sem hefur ekki haft neina heilbrigðisþjónustu fram að þessu. Nýlega höfum við hafið starf í Kenýa sem felst í því að hjálpa fátæku fólki að koma undir sig fótunum og sjá fjölskyldu sinni farborða. í Lesotho vinnum við í samstarfi við kirkjuna þar að forvarnarstarfi vegna áfengis- og fíkniefnaneyslu. Þetta eru þau verk- efni sem við tökum beinan þátt í. Auk þess styrkjum við tvo Afríkubúa til náms hér á landi. Annar er í námi í menntaskóla og hinn er væntanlegur frá Kenýa til náms í Iðnskólanum,“ sagði Jónas. Hann sagði að næstum daglega bærust beiðnir til hjálparstofnunar- innar um þátttöku í ýmsum verk- efnum, bæði frá samstarfskirkjum og Lúterska heimssambandinu. Sagði hann að næsta haust, þegar ný stjórn hefði sett sig inn í starf- semi stofnunarinnar, yrði tekin ákvörðun um áframhaldandi stuðn- ing við þessi verkefni. Hjálparstofn- un kirkjunnar starfar ekki einungis á erlendri grund og sagði Jónas að bæði Sólheimar og Sjálfsbjörg hefðu notið stuðnings hennar. » » » I I I- Kvikmyndasjóður íslands: Sótt um styrk vegna norræns samstarfs Kvikmyndastofnanir Norður- landa.hafa ákveðið að fjármagna sameiginlega fimm kvikmyndir, eina Irá hveiju landi, og tryggja sýningu myndanna í öllum löndun- um. Mun Kvikmyndasjóður ís- lands taka þátt í þessu verkefni, fáist til þess fjárveiting. Danir, Svíár og Norðmenn hafa þegar valið verkefni en Finnar og íslend- ingar munu tilnefna verkefni síðar. Gert er ráð fyrir að heildar- kostnaður verði um 800 milljónir króna. * Ifrétt frá Kvikmyndasjóði segir að þetta sé í fyrsta sinn sem svo mörg lönd taki sameiginlega þátt í að fjármagna kvikmyndaverkefni hvers annars. Verkefnið sé sögulegur atburður og það hafi vakið athygli utan Norðurlandanna, enda sé hér á ferðinni óvenjulegt framtak, sem um leið sé mjög í takt við tíma aukinnar samvinnu í Evrópu. Verkefnin verði kynnt sameiginlega á stærstu kvik- myndahátíðum og þannig fái íslenska verkefnið mikla kynningu. Gert er ráð yrir því að halda opna samkeppni um þátttöku I verkefninu. Fljótlega verður auglýst eftir um- sóknum og þijú verkefni valin af sérstakri dómnefnd til að fá hand- rits- og undirbúningsstyrki. Fram- leiðslustyrkur verður væntanlega veittur í árslok til íslenska samstarfs- verkefnisins. Dómnefndin verður skipuð þremur mönnum úr eftirtöldum félögum; Félagi kvikmyndagerðarmanna, Sambandi íslenskra kvikmyndafram- leiðenda og Sambandi íslenskra kvik- myndaleikstjóra. í fréttinni segir að það sýni stöðu kvikmyndasjóðs í dag að þetta eina verkefni myndi tæma sjóðinn á næsta ári. Þess vegna hafi Kvikmyndasjóð- ur íslands sótt um sérstaka aukafjár- veitingu til verkefnisins. Sláðu til! Öryggisbók - örugg leið til ávinnings Öryggisbókin er einkar efiirsóknarverð bók fyrir þó sem vilja og geta bundið sþarifé sitt í 12 mónuði með því öryggi sem góðri ávöxtun fylgir. Því hærri sem heildarinnstæðan er, því hærri eru vextirnir. Samanburður við verð- tryggð kjör og vexti er gerður tvisvar á ári, 30. júní og 31. desember og sá kostur valinn sem öryggisbókareigendum er hagstæðari hverju sinni. Sþarisjóðirnir hafa ávallt að leiðarljósi að hags- munir viðskiþtavinanna og sþarisjóðanna fari saman. Öryggisbókin er ávöxtur þessarar stefnu. n SPARISJÓÐIRNIR fyrir þig og þína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.