Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 2
IUH3 8 _______________________________ijúi. ai MaoAQ'j/.K-JS ai(iAjaK')Oiio> 2 FRÉTTIR/IIMNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ Markaður íyrir sel- skinn er að lifna við BÚVÖRUDEILD SÍS mun að líkindum takast að selja þriggja ára gömul selskinn, sem ógerningur hefur reynst að koma í verð til þessa. Nýlega samdi búvörudeildin við Dani um sölu á kópaskinnum. Verð skinnanna er þó mjög lágt. Frá þessu er greint í fréttabréfi sem Búnað- arsamband íslands sendir selabændum. Ifréttabréfinu segir að grænlensk selskinn seljist í vaxandi mæli í Danmörku. Markaðurinn sé tekinn að glæðast þótt verð sé enn í lág- marki. Skinnin eru notuð í pelsa, föt og ýmsa muni. Heita má að undan- farin ár hafi ríkt ördeyða á markaði fyrir selskinn og er ein orsök þess markviss barátta umhverfisverndar- samtaka gegn selveiðum. Vestmannaeyjar: Guðjón Hjörleifsson líklega bæjarstjóri „MÁLIÐ er ekki frágengið en ég get staðfest það að líklegt er að Guðjón Hjörleifsson verði næsti bæjarstjóri," segir Sveinn Valgeirs- son, fimmti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, um mögulega ráðningu Guðjóns, sem er aðstoðarsparisjóðsstjóri Sparisjóðs Vestmannaeyja. Sveinn sagði að leitað hefði verið til Guðjóns og viðbrögð hans verið jákvæð. Ráðniiigin yrði því að öllum líkindum í höfn í næstu viku. í samtali við Morgunblaðið stað- festi Guðjón að leitað hefði verið til sín en vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um málið. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Stal bíl ogneitaði að stöðva 15 ÁRA piltur stal bíl í Mosfellsbæ um klukkan 6 í gærmorgun og ók áleiðis til Reykjavíkur. Lögreglumenn mættu piltinum við Lágafell þar sem hann ók skrykkjótt á miklum hraða. Hann sinnti ekki stöðvunar- merkjum heldur jók enn hraðann. Lögreglan veitti bílnum eftirför og setti upp tálma við Höfðabakka. Þar beygði pilturinn norður Höfða- bakka. Þar ákvað lögreglan að stöðva aksturinn með því að aka í hlið bifreiðarinnar. Það tókst án þess að meiðsli hlytust af en bíllinn skemmd- ist nokkuð. Pilturinn var handtekinn og færður á lögreglustöð. Hann virtist mjög ölvaður. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ungir skóburstarar í Kolaportinu íslendingar hafa stundum feng- ið orð fyrir að ganga á illa burst- uðum skóm. Tvær framtakssamar ungar stúlkur, þær Sólveig Regína Biard og Arnheiður Bjarnadóttir, hafa nú skorið upp herör gegn þessum ósið og bjóða upp á skóburstunarþjónustu í Kolaportinu á laugardögum, en ekki hefur verið völ á slíku í höfuð- borginni um langt árabil. Að sögn stelpnanna notfæra margir sér þessa þjónustu, sem kostar aðeins 50 krónur. Á laugardaginn fyrir rúmri viku höfðu þær 1.200 krón- ur upp úr deginum, en peningana leggjaþærfyrir. „Súperþjónusta," sagði viðskiptavinurinn, sem beið þess að geta speglað sig í skónum sínum. Ríkisútvarpið býður 70% afslátt af auglýsingum: Samkeppnin við RUV verður sífellt ójafiiari - segir Páll Þorsteinsson útvarpsstjóri Bylgjunnar „ÉG HEF aldrei áður rekið mig á svona mikinn afslátt á auglýs- ingabirtingum. Þetta er ýkt dæmi um hversu ójafn leikurinn er milli einkastöðvanna og Rikisútvarpsins. Einkafyrirtæki hefur engin ráð til að mæta slíkri samkeppni, en Ríkisút- varpið getur auðveldlega skák- að í skjóli afnotagjaldanna," segir Páll Þorsteinsson útvarps- stjóri Bylgjunnar. Ríkisútvarpið bauð fyrr í þessum mánuði fyrir- tækjum auglýsingar með 70% afslætti. Verslunarmannahelgi með gömlu og nýju sniði framundan VERSLUNARMENN og aðrir íslendingar hafa nú um nálægt níu áratuga skeið gert sér glaðan dag fyrstu helgina í ágúst. Skipu- lagðar útihátíðir fóru að njóta vaxandi vinsælda í byrjun sjöunda áratugarins og eru ótaldir þeir staðir sem orðið hafa vettvangur slíkra samkoma. Eftir hefðinni er þar fjölskrúðugt, og höfúgt mannlíf. En ef marka má fregnir af þeirri verslunarmannahelgi sem í hönd fer dagana 4.-6. ágúst er þessi rammíslenski siður nú á nokkru undanhaldi. Raunar láta ótaldir ferðalangar í skemmtanaleit sér nægja að slá upp tjöldum á fjölfömum ferðamannastöðum þessa helgi. Nægir þar að nefna Þórsmörk, Laugarvatn, Húsafell, Þingvelli og Landmannalaugar. Hér er fátt eitt talið því framar öllu er versl- unarmanna- helgin hátíð víðförulla ferðamanna, sem gerast aldrei fleiri á þjóðvegum landsins. Marga fýsir þó í skipulagða skemmtun og hana verður að finna í þremur fjórðungum að þessu sinni eftir því sem næst verður komist. Tvær af rótgrón- ustu útihátíðunum keppa að að þessu sinni um hylli landsmanna: Bindindismótið í Galtalækjarskógi er haldið í þrítugasta sinn og Þjóð- hátíð Vestmannaeyja fer fram í Hetjólfsdal að fomum sið. Gestir á þessum stöðum fylla gjaman tíu þúsund samanlagt og oft ríflega það; mótshaldarar búa að mikilli reynslu og ófáir skemmtifíklar hafa ekki látið sig vanta árum saman. Þessar sam- komur höfða einnig til ákveðinna markhópa, eins og auglýsinga- menn orða það, bindindismótið til fjölskyldu- fólks og þjóð- hátíðin til þeirra sem eru Eyjamenn í anda. í Galtalækjarskógi verður boðið upp á dansleiki fyrir böm jafnt sem fullorðna, leiksýningar og grínleikara. Hljómsveitirnar Grei- farnir, Busarnir, Raddbandið og Elsku Unnur hafa boðað komu sína, að ógleymdum Ingimari Eydal og hljómsveit hans. Eftir- hermur stíga á pall, Halli og Laddi taka syrpur og revíuleikhús verð- ur á staðnum. íþróttafélagið Þór hefur veg og vanda af Þjóðhátíð í Vestmanna- eyjum. Hljómsveitin Stjórnin leiðir dansinn, en meðal annarra tónlist- armanna skemmta Bubbi Mort- hens, Bjartmar Guðlaugsson, Mömmustrákar, Stertimenn, Gömlu brýnin og Bongó Karls Örvarssonar. Þjóðhátíðamefnd Þórs lofar hefðbundinni hátíð með bjargsigi, brennu, varðeldi og flugeldasýn- ingu að ógleymdu þjóðhátíðarlagi ársins sem Olafur M. Aðalsteins- son og Guðjón Weige hafa samið. Stuðmenn hafa veg og vanda af stórtónleikum í Húnaveri þessa verslunarmannahelgi í annað sinn. Jakob Frímann Magnússon leggur áherslu á það að hér sé ekki um hefðbundna útihátíð að ræða, heldur hljómsveitamót í anda Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku. „Við ætlum að gera þetta að glæsilegustu rokktónleik- um ársins,“ segir Jakob og bætir við að í framtíðinni sé ætlunin að halda hátíðina tvisvar á sumri. Margar af vinsælustu hljóm- sveitum landsins mæta til leiks í Húnaveri. Einar fjörutíu og þrjár höfðu verið skráðar og listinn á jafnvel eftir að lengjast að sögn Jakobs. Auk Stuðmanna má nefna Sykurmolana, Risaeðluna, Mez- zoforte, ‘ Síðan skein sól, Sálina hans Jóns míns, Ný danska, Boot- legs, Todmobile, Sue Ellen, Exit, Grafík og Blauta dropa. Að auki munu um 30 minna þekktar sveit- ir koma fram og keppa um útnefn- inguna „Bjartasta vonin“. Þeim titli fylgja nokkrar vegtyllur að sögn Jakobs, þar á meðal aðstoð Stuðmanna við næstu spor á framabrautinni. Að síðustu víkur sögunni austur í Atlavík, sem áður var einn helsti mótstaður um verslunarmanna- helgina. Dansleikir í skóginum heyra nú sögunni til, en skemmt- unin hefur verið flutt í Hótel Vala- skjálf á Egilsstöðum. Þar verður dansað föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld við undirleik Rokkabillybands Reykjavíkur og hljómsveitarinnar Ýmsir flytjend- ur. Búist er við um þúsund gestum í Atlavík þessa helgi, en hálft átt- unda hundrað sótti dansleikina í Valaskjálf í fyrra. Verðbólga í aðgangseyri þess- ara skemmtana milli ára er að þessu sinni lítil, ef nokkur. Gestir á Þjóðhátíð þurl’a að reiða af hendi 6.000 krónur, í Húnaveri verður krafist 5.000 króna og aðgangs- eyrir í Galtalækjarskógi verður 4.000 krónur ef að líkum lætur. Miðar á dansleikina á Egilsstöðum verða seldir stakir og er verð ekki ákveðið. BflKSVIÐ eftir Benedikt Stefánsson Helgi Helgason auglýsinga- stjóri RÚV segir að tilboðið hafi aðeins staðið dagana 3.-10. júlí. Ætlunin hafi verið að auka auglýsingar í Morgunsyrpu Rásar tvö, frá klukkan níu til ellefu. Fyrirtækjum var gert að kaupa 30 birtingar hið minnsta. Að Helga sögn er slíkur afsláttur ekki leng- ur í boði og verður ekki á næst- unni. Hlustendakannanir hafa sýnt að Bylgjan nýtur hvað mestra vin- sælda frá klukkan níu á morgnana til hádegis, og síðdegis frá klukkan eitt til fjögur. Páll segir að Ríkisút- varpið auki sifellt markaðssókn. Kveðst hann hafa fyrir því heimild- ir að einnig hafi verið boðinn af- sláttur á auglýsingum síðdegis á Rás tvö. Þá hafi auglýsendum í sjónvarpi gjarnan verið veitt þau fríðindi að auglýsa ókeypis í út- varpi. „Hér væri um eðlilega við- skiptahætti að ræða ef ekki væri um ríkisfyrirtæki að ræða. Það skiptir að sjálfsögðu sköpum að Ríkisútvarpið býr eitt að afnota- gjöldunum," segir Páll. Hann bendir á að RÚV hafi ekki stund- að sölu á auglýsingum með þess- um hætti áður en einkastöðvarnar tóku til starfa. Nú sæki það hart fram á öllum sviðum. Með undir- boðum geti það hæglega gengið af keppinautum sínum dauðum. „Ríkisútvarpið sníður sína dag- skrá að þörfum auglýsenda og getur því ekki sinnt því hlutverki sínu sem skyldi að styðja menning- arlíf í landinu. Við teljum að Ríkis- útvarpið eigi að njóta öruggs tekjustofns en ekki að keppa á auglýsingamarkaði,“ segir Páll Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.