Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 15. JULI MALLORKA FERÐIR 17.t24. Mlí á mann Hjón með 2 börn 2ja—11 ára. Heildarverð 118.000 á mann Hjón með 2 börn 2ja—11 ára. Heildarverð 139.600 á mann Hjón með 2 börn 2ja—11 ára. Heildarverð 158.800 Vikulegt dagflug FERÐASKRIFSTOFAN dTi(MTH( HALLVEICARSTÍG 1, SÍMI 28388 OG 28580 ■; '■FARKCiRT Fir Svava Sigurgeirs dóttir, Akureyri Hún Svava mín Sigurgeirsdóttir er látin. Það þurfti ekki að koma neinum kunnungum á óvart, svo mikla vanheilsu var hún búin að líða í mörg ár. Samt er eins og dauðinn komi okkur alltaf á óvart, eins og við hrökkvum við og förum að hugsa. Oft er þá eins og votti fyrir sam- viskubiti og við spyrjum okkur sjálf: „Gat ég ekki gert meira fyrir hinn látna, haft meira samband?" En þá er það orðið of seint og söknuðurinn situr eftir. Ég kynntist Svövu fyrir rúmum 30 árum, við áttum þá heima í Hafnarfirði og vorum báðar í Kvæðamannafélagi Hafnarfjarðar. Svava var þar ákaflega áhugasöm og mjög virkur félagi. Ég minnist þess, að oft gaf hún verðlaunagripi til að keppa um í vísnakeppni fé- lagsins, slíkt hafði mjög hvetjandi áhrif á félagið og einnig gaf hún því oft gjafir þar fyrir utan. Já, hún Svava var ákaflega gjafmild og vildi alltaf vera veitandi fremur en þiggj- andi, slíkt var eðli hennar, og það má segja að það hafi hún verið fram til síðustu stundar. Svava var mikil hannyrðakona og bera því ljósast vitni útsaumaðar myndir og stóll er hún gaf til ör- yrkjabandalagsins í Hátúni, en hún bjó þar um nokkurra ára skeið. Lífið fór ekki léttum höndum um Svövu, hvorki heilsufarslega né til- fínningalega. Ung að árum fékk hún berkla og þótt þeir læknuðust má segja að hún hafi búið að því alla tíma, hver veikindin ráku önnur, en alltaf stóð Svava upp aftur og rétti við, alltaf sigraði hennar glaðværa lund alla erfiðleika. Svava flutti til Norðui'lands fyrir rúmum áratug, þaðan var hún ætt- uð. Ég rek hér hvorki ættir Svövu né æviatriði, það munu aðrir kunn- ugri gera. Svava bjó fyrst á Húsavík og síðustu árin á Akureyri, hún annað- ist blindan mann og reyndist honum mjög vel og þau hvort öðru og hans er missirinn mestur. Svava var hrein og bein og var ekki að skafá utan af hlutunum, ef því var að skipta. Maður vissi alltaf hvar maður hafði hana, inni fyrir sló gott hjarta, sem mátti ekk- ert aumt sjá, nema koma til hjálp- ai', _ef hún gat. Ég vil að leiðarlokum þakka Svövu fyrir allt gott og óska henni góðrar heimferðar. Guð geymi hana. ' Eiríki og systkinum hennar votta ég samúð mína. Ragna S. Gunnarsdóttir VilhjálmurH. A. Schröder- Kveðjuorð Vilhjálmur Hans Alfreð Schröder vinur minn er farinn úr þessum heimi og í annan betri eins og hann á skilið sá góði drengur. Þessum fágæta elskulega manni kynntist ég í Sjálfstæðishúsinu er hann var þar yfirframreiðslumaður 16. júní 1946 er ég byrjaði þar. Vilhjálmur er besti maður sem ég hef kynnst á allri minni ævi og hef ég þó kynnst mörgum um ævina. Þessi prúði, duglegi og umgengnisgóði drengur var virtur af öllum sem honum kynntust. Hann bar ekki ill- an hug til neins og eins er víst að enginn hefur heldur borið illan hug til hans, því það var bara ekki hægt. Alla tíð hefur Vilhjálmur verið öðrum til fyrirmyndar, góður heimilisfaðir börnum sínum og eig- inkonu. Traustur, atorkusamur og alltaf til að taka að sér öll þau störf hvort sem var á heiinilinu eða í vinnu eða þar sem þörf var fyrir hann. Hann hafði alveg dásamlegt skap, skapgóður og grínisti ef hann vildi við það hafa. Rósemi hans og öryggi fór vart nokkurn tíma úr skorðum. Villi var alltaf síungur, glaður og reifur. Ég þekkti móður Villa vel og kom oft til hennar á Skólavörðustíg er hún átti heima þar. Hún var mér alltaf góð í alla staði. Vilhjálmi þótti vænt um móð- ur sína eins og alla aðra. Það geta þeir borið um sem unnið hafa með honum að hann bar ekki kala til neins. Eg votta öllum börnum hans og afabörnum og öðru tengdafólki innilega samúð vegna fráfalls hins mæta manns, Vilhjálms. Ég kveð Vilhjálm með þessum orðum: „Nú leggst þú til hvíldar þarft þú ekki að hræðast og hvílist þá mun svefninn verða vær.“ Með virðingu kveð ég vin minn uns við hittumst aftur. Jón Mariasson NYTT ARGERÐ’90 VIDEO VHR 5100 • "Instant start” myndsvörun á skjá á einni sekúndu 33.900 stgr. • Fullkomin fjölrása fjarstýring með upptökuminnum • Bandateljari sem sýnir klukkustundir, mínútur og sekúndur • Skyndiupptaka ”Quick start recording” • Haðvirk myndleitun í báðar áttir • Eins árs upptökuminni með 8 skráningum • Truflunarlaus kyrrmynd/ramma fyrir ramma • Endurtekning á atriði ”Lesson repeat” allt að 5 sinnum JAPÖNSK GÆÐI Gunnar Asgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.