Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JULI + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JULI 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Sjálfhelda í húsnæðismálum Stöðugar deilur stjórnmála- manna misserum saman um lánakerfi í húsnæðismálum sýna, að ekki er alit sem skyldi á þeim vettvangi. LangTf biðlistar hjá Húsnæðismálastjórn eru vísbend- ing um hið sama. Sömuleiðis það gamaldags fyrirgreiðslukerfi, sem ríkir við úthlutun íbúða í verka- mannabústöðum. Hins vegar er mjög erfitt að festa hendur á því í hvaða farveg á að beina húsnæð- islánakerfinu. Það hefur verið grundvallar- þáttur í húsnæðismálum hér, að fólk eigi sína íbúð. Raunar hefur það lengi verið forsenda fyrir sæmilegri afkomu fólks. Verð- bólga og neikvæðir raunvextir voru árum saman lykilþáttur í því, að fólk gat eignast eigið hús- næði. A einum áratug hefur orðið bylting í þessum efnum. Nú er nánast ómögulegt fyrir fólk að eignast eigið húsnæði, ef það hef- ur ekki yfir einhvetjum fjármun- um að ráða í upphafi. Þessi grund- vailarbreyting hefur ekki verið undirstrikuð nægilega mikið í þeim umræðum, sem fram hafa farið um húsnæðismál undanfarin misseri. Mörg lánakerfi eru í gangi í húsnæðismálum. Lánakerfi Hús- næðismálastjórnar frá 1986 er mjög hagstætt þeim, sem á annað borð fá lán þar. Biðtími er hins vegar mjög langur — nokkur ár — og erfitt að gera sér grein fyr- ir hver framtíð þess verður. Hús-. bréfakerfið er tvímælalaust hag- stætt þeim, sem ráða yfir tilskildu eigin fé og á því vafalaust framtíð fyrir sér. íbúðir í verkamannabú- stöðum eru mjög eftirsóttar en eftirspurn er meiri en framboð og slíkt býður hættunni heim. Þrátt fyrir mörg lánakerfi og gífurlega fjármuni, sem fara um þetta kerfi, eru stórir hópar fólks í húsnæðisvandræðum. Sumir vegna þess, að þeir hafa orðið illa úti í fjármálabyltingu síðasta ára- tugar og standa uppi eignalausir með umtalsverðar skuldir. Þeir komast ekki inn í húsbréfakerfið og heldur ekki inn í verkamanna- bústaði, ef tekjur eru yfir ákveðnu hámarki. Biðtíminn hjá Húsnæðis- málastjórn er nokkur ár. Niður- staðan verður greiðsla á hárri húsaleigu, sem í flestum tilvikum þýðir, að fólk hefur enga mögu- leika á að safna fé til húsnæðis- kaupa. Þetta fólk er í vítahring. Hið sama á við um stóran hóp einstæðra mæðra, sem skortir nægilegt eigið fé til þess að kom- ast inn-í húsbréfakerfið, hafa enga möguleika á að safna fjármunum til þess vegna lágra launa og verða að bíða misserum saman eftir því t.d. að komast inn í verkamanna- bústaði, ef þess er þá nokkur kost- ur. Kjaraskerðing síðustu tveggja ára hefur farið illa með þetta fólk og í mörgum tilvikum er svo kom- ið, að einstæðar mæður taka sig saman, tvær eða þijár, til þess að leigja íbúð, sem ein getur ekki staðið undir. Deilur stjórnmálamanna um húsnæðismálin sýnast ekki taka mið af vandamálum þess fjölda fólks, sem kemst einfaldlega ekki inn í þessi lánakerfi af fjölmörgum ástæðum. Spyija má, hvort mið- stýringin er orðin of mikil og kostnaður alltof mikill. Það fara miklir fjármunir í gegnum lána- kerfi húsnæðismála en er ekki hægt að nýta þá fjármuni betur og dreifa ákvörðunum um þessar lánveitingar til fleiri aðila? Gera verður ráð fyrir því, að raunvextir verði jákvæðir í fram- tíðinni og í því felst, að hversu gott, sem lánakerfi húsnæðismála verður, hlýtur eitthvert eigið fé að vera forsenda fyrir íbúðarkaup- um. Þá vaknar sú spurning, hvort gera á nýtt átak til þess að stuðla að sparnaði, t.d. með skattalegum aðgerðum. Skyldusparnaður var umdeildur á sínum tíma, en hann hefur komið mörgu ungu fólki vel. ÞAÐ ER HARLA AT- hyglisvert að líta á kosningaúrslit og árangur kristilegra demókrata í löndum einsog Belgfu, Hol- landi, Vestur- Þýska- landi, Austurríki og Ítalíu þann tíma sem liðinn er frá stríðslokum. Árangur þessara flokka í kosning- um er ótrúlega líkur atkvæðamagni Sjálfstæðisflokksins og árangri hans. Það eitt segir talsverða sögu. Allir hafa þessir flokkar hlotið ná- lægt 40% atkvæða að meðaltali á tímabilinu og hefur það farið eftir sveiflum og tíðaranda, einsog verða vill. Kristilegir demókratar í Belgíu hafa að meðaltali haft 36,4% at- kvæða frá 1945, kristilegir demó- kratar í Hollandi 41,2%, kristilegir demókratar í Vestur-Þýzkalandi 45,1%, kristilegir demókratar í Austurríki 44,3% og kristilegir demókratar á Ítalíu 38,8%. Á sama tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft 38,02% í alþingiskosningum, eða 44,3% ef miðað er við sameigin- legar niðurstöður þessara kosninga til Alþingis og borgarstjórnar. Þetta eru ótrúlega líkar samanburðartöl- ur og geta vart verið tilviljun ein. H f\ SUMIR HAFA TALIÐ I v/»stefna Sjálfstæðisflokksins éigi að einhveiju leyti rætur að rekja til stefnu bréakalhaldsflokks- ins; aðrir að þessi borgaralegu við- horf flokksins -séu fremur sótt til Ðanmerkur. Það ér áð vísu rétt að merkja má brezka mannúðárstefnu í sjálfstæðishugsjpninni og á ég þá ‘éinkum við hveruig. hún birtist í ritum enskra húgsuða á sfðustu öld og áðúr, énda hafa þeír haft áhrif á þjóðplagsléga.vitundialmennings víða iiiíi lörid og viðhorlj manna til borgarálegs umhverfis. Eg á þá að HELGI spjall sjálfsögðu við menn einsog Locke, J.S. Mills og Adam Smith. En stefnumörkun brezkra íhaldsmanna hefur verið miklu þrengri en sá boð- sjálfstæðismenn hafa og framkvæmt hér skapur sem. talað fyrir heima; svoað ekki sé nú talað um stefnu gamla íhaldsins á Norður- löndum, sem var með hægrislagsíðu undir lénstign; landeigendur, skipa- kóngar og aðrir auðkýfingar. Þess- ir flokkar þurftu þá einnig að súpa seyðið af því. Sjálfstæðisflokkurinn hefur blómstrað á sama tíma og hægri flokkar á Norðurlöndum hafa ekki náð neinum markverðum vin- sældum fjöldans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki einungis boðað fijálst markaðskerfi heldur einnig, og ekki síður, velferð- arstefnu sem skandinavískir kratar hafa þótzt eiga eitthvert einkaleyfí á. Þessa borgaralegu velferðar- stefnu sem ég hef gert nokkur skil í Ólafs sögu Thors hefur Sjálfstæð- isflokkurinn ekki sízt sótt í mann- réttindaskrá frönsku stjómarbylt- ingarinnar og svo auðvitað einnig í rit borgaralegra hugsuða vestan hafs og austan, en þó einkum Mills. En það sem skiptir þó ef til vill sköpum er sú staðreynd að sjálf- stæðisstefnan hefur sprottið úr íslenzkri réttlætiskehnd og hug- myndum íslenzkrar álþýðU'Um jafn- vægi milli stétta og höfnun þess kapítalisma sem ýmsir hægri flokk- ar, bæði austan hafs og vestan, hafa verið hallir undir. Þannig h'ef- ur Sjélfstæðísflokkurinn aldrei ver- ið “hreinn“ hægriftekkur. Og þegar nánar er að gætt og farið T saum- ana á,pÐlitískum vefnaði .þessarar litskrúðugu aliíar.kemur í ljós að Sjálfstæðisflokkurinhrá'meira sam- eiginlegt með kristilegum demó- krataflokkum í Evrópu en öðrum stjórnmálahreyfingum, Megin- stefna þeirra er svokallað félagslegt markaðskerfi; þ.e. fijálst markaðs- kerfi þarsem opinberir aðilar sjá um velferð einstaklinganna en fyrir- tækin að mestu látin sjá um sig sjálf. Þessir kristilegu demókratar eru einlægt taldir hægra megin í pólitíska litrófinu einsog Sjálfstæð- isflokkurinn, þótt þeir eigi einnig rætur í jarðvegi sem vinstri flokkar hafa sprottið úr. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá fyrsta fari lagt áherzlu á kristilegan siðferðisgrunn þótt hann hafi ekki lagt uppúr honum einsog kristilegir demókratar fyrr á öldinni, en flokk- ar þeirra eiga rætur í kaþólsku trú- boði Rómarkirkjunnar. En Erhard var mótmælendatrúar. Þess má geta hér til gamans að mér þótt stundum dálítil skemmtan að því að ganga framaf Bjarna Benediktssyni, svo traust og einlæg sem vinátta okkar var. Eitt sinn sagði ég við hann, þegar við vorum að skemmta okkur eitthvað í ráð- herrabústaðnum, Ætti ekki að breyta nafni Sjálfstæðisflokksins og kalla hann Kristilega sjálfstæðis- flokkinn, hann er svo líkur flokkum kristilegra demókrata. Nei, nei, sagði Bjarni og hryllti sig í herðun- um. Það mundi bara skapa ný vandainál(!) -Svo fór hann að segja mér frá átökum á landsfundum um kristin málefni qg hvort þau ættu heima í ályktunum flokksins. Þar sýndist sitt hveijum, Jóni’Þorláks- syni leizt t.a.m. illa á'það að blanda trúmálum inní stefnuskíá flokksins. Annað sinn sagði' ég í hálfkær- ingi, Er ekki menntað einvéldi bezta . stjómarformið? Það gafst svo vel fyrr á tfmum. Nei, nei, sagði Bjarni. Það dugfar ekkert neina þingræði. Og þar við sat. M. (meiva nsesta sunnudag.) MIKHAÍL GORB- atsjov hélt völdum sem aðalritari sov- éska kommúnista- flokksiris. Hann sýndi oftar en einu sinni á flokksþing- inu, að hann hefur einstæða hæfileika til að færa sér ágreining hinna ólíku fylkinga innan flokksins í nyt. Ymsir lýsa honum sem hinum dæmigerða miðjumanni sem skjótist úr einu víginu í annað eða fari um hið pólitíska svið eins og svigmaður á skíðum. Einn daginn styðjist hann við harðlínumenn og hinn daginn höfði hann til umbótasinna og síðan koll af kolli. Þá breyti hann flokksreglunum eins og honum henti hveiju sinni og lagi þær að valdi sínu. Hann sýndi styrk sinn á flokksþing- inu hvað best á miðvikudaginn, þegar skjólstæðingur hans bar sigurorð af Jegor Lígatsjov í kosningum um annan æðsta mann kommúnistaflokksins. Úrsögn áhrifamanna á borð við Bóris •Jeltsín úr flokknum veikir hins vegartiltrú almennings til hans og Gorbatsjovs. Þessi sögulegi klofningur gæti gjörbreytt stöðu flokksins og forystu hans á örskömmum tíma. Gorbatsjov hefur síður en svo áunn- ið sér vinsældir almennings í Sovétríkjun- um og honum hefur ekki tekist að halda þannig á málum út á við, að sjö helstu iðnríki heims séu reiðubúin að veita honum hina gífurlega miklu efnahagsaðstoð sem hann æskir. Innan leiðtogahópsins er ágreiningur um málið og ákveðið hefur verið að kanna það frekar og fylgjast með umbótatillögum Gorbatsjovs og fram- kvæmd þeirra. Með slíku aðhaldi og þrýst- ingi frá sovéskum almenningi kann að takast að knýja enn frekar á um breyting- ar innan Sovétríkjanna. Á hinn bóginn eru margir þeirrar skoðunar, að undir forystu Gorbatsjovs verði ekki frekari umbylting. Hann hafi náð þeim árangri sem unnt sé að vænta af einum manni í hans stöðu. Nýir menn þurfi að axla ábyrgðina og bijótast út úr vítahring alræðisvaldsi'ns. Jelena Bonner, ekkja Andrejs Sakh- arovs, ritaði nýlega grein í bandaríska tímaritið Freedom at Issue. Þar segir meðal annars: „Það tók 70 ár að eyðileggja goðsögnina um að sósíalisminn væri besta og réttlát- asta þjóðfélagskerfið. Milljónir Sovét- manna sem voru drepnir í borgarastyijöld- inni og vegna samyrkjubúanna, sem dóu úr hungri, sem voru teknir af lífí eða fór- ust í fangabúðum, eyðilögðu ekki þessa goðsögn. Blóðið sem flæddi um götur Búdapest og Berlínarmúrinn, sovéskir skriðdrekar í Prag, milljónirnar sem greiddu atkvæði með fótunum og flýðu Austur-Evrópu í leit að betra lífí, eyði- lögðu ekki þessa goðsögn. Goðsögnin varð loks að engu vegna þess að verslanir höfðu ekki neinn varning og slagorðin reyndust innantóm. Það kom í ljós að súrrealismi er ekki aðeins stefna í listum; hann er lífsstefna - án frelsis, án matvæla og húsaskjóls, sem er neytt upp á þjóðfélagið allt af fámennum minni- hluta... í augum Bandaríkjamanna er Gorbatsj- ov höfundur perestrojku, lýðræðissinni, frelsari Austur-Evrópu, maður áratugar- ins. Þeir tengja nafn hans við frið, framfar- ir, samdrátt í hernaðarútgjöldum og lægri skatta. Hann er góði galdrakarlinn í ævin- týrunum. Önnur goðsögn! Þeir hafa ekki áhuga á því sem þjóðir Sovétríkjanna verða að þola undir stjóm Gorbatsjovs. Einkenni- leg endurtekning á sögunni - ný persónu- dýrkun, en að þessu sinni á Vesturlöndum, ekki í Sovétríkjunum. Bandaríkjamaður var að deila við Rússa á götu úti í Moskvu; orðaskiptunum lauk með því að Rússinn Sagði: „Ef þér geðjast svona vel að Gorbatsjöv, af hveiju hirðir þú hann ekki!““ KALDHÆÐNIN í orðum Jelenu Bonner lýsir and- rúmsloftrnu .rneðal þess fólks í Sov- étrikjunum sem stendur utan við valdabar- Gífurlegar breytingar REYKJAVIKURBREF Laugardagur 14. júlí áttuna innan Kremlar og kommúnista- flokksins. Breytingarnar í stjórnartíð Gorbatsjovs hafa orðið miklu meiri út á við en inn á við. Hagur sovéskrar alþýðu hefur ekki batnað og í Sovétríkjunum ótt- ast menn enn, að til borgarastyijaldar kunni að koma. Heimsveldið hiynji ekki án átaka í einni eða annarri mynd. Þótt ráðamenn sjö helstu iðnríkja heims hafi ekki viljað veita Gorbatsjov umbeðna efnahagsaðstoð, gætir meiri velvilja í garð Sovétríkjanna hjá-vestrænum ráðamönn- um nú en við höfum kynnst allt frá lyktum síðari heimsstyijaldarinnar. Þetta kom skýrt fram á leiðtogafundi Atlantshafs- bandaíagsins í London í síðustu viku. Ályktun fundarins er skýrasti vitnisburð- urinn um hið breytta viðhorf. Þegar ályktunin er lesin vekur strax athygli, hve mikil áhersla er lögð á Evr- ópu. Þeir sem kunnugir eru yfirlýsingum af þessu tagi sjá strax, að innan Atlants- hafsbandalagsins er tekið til við að gera því skóna, að þar séu tvær stoðir, Evrópu- bandalagsríkin annars vegar og ríkin í Norður-Ameríku, Bandaríkin og Kanada, hins vegar. í raun á að túlka þetta á þann veg, að fulltrúar Evrópubandalagsins (EB) og Bandaríkjanna leggi meira kapp en áður á tvíhliða samskipti sín á milli um utanríkis- og öryggismál. Áhrifamenn í Bandaríkjunum hafa lagt áherslu á, að bandarísk stjórnvöld fái að fylgjast með málum á undirbúningsstigi innan Evrópu- bandalagsins til að geta haft áhrif á endan- lega ákvörðun. Þeirri kröfu hefur lengi verið haldið á Ioft innan Atlantshafsbanda- lagins, að Bandaríkjastjórn hefði náið sam- ráð við bandamenn sína innan bandalags- ins, áður en hún tæki ákvarðanir um ör- yggismál eða semdi um þau við Sovétrík- in. Tortryggni margra þjóðarleiðtoga í V-Evrópu vegna fundar Ronalds Reagans og Gorbatsjovs hér á landi haustið 1986 átti ekki síst rætur að rekja til þess að þeim þótti Reagan ganga of langt án sam- ráðs við bandamenn sína. Við fundarborð Atlantshafsbandalags- ins hafa öll ríkin neitunarvald. Að sjálf- sögðu fer það eftir mati á aðstæðum hveiju sinni hvernig slíku valdi er beitt. Verra er að gera það þegar dregur til úrslita í málum en á meðan þau eru á undirbúningsstigi. Fyrir ríki í Evrópu, sem eru utan Evrópubandalagsins, og Kanada getur tvíhliða samstarf EB og Banda- ríkjanna haft í för með sér, að þau verða utangátta og eiga færri tækifæri en ella til að láta að sér kveða. Þetta getur dreg- ið dilk á eftir sér og er áhyggjuefni vegna þess að ríkin sem hér um ræðir eru þau, sem hafa sérstakra öryggishagsmuna að gæta, er tengjast ekki beint fækkun her- afla í Mið-Evrópu. Norðmenn og Tyrkir eru utan EB. Þeir eiga báðir landamæri að Sovétríkjunum á jaðarsvæðum Atlantshafsbandalagsins. Við íslendingar erum í miklu návígi við sovéska flotann á norðurslóðum og Kanadamenn glíma við sérstakan vanda vegna hinna víðáttumiklu heimskauta- svæða sem verða æ mikilvægari í hernað- arlegu tilliti. Að þessu er nauðsynlegt að hyggja, þegar litið er á gjörbreytinguna sem er að verða á samskiptum austurs og vesturs og þróun öryggismála í Évrópu. Breytt að- staða Is- lands ÖRYGGISMÁLA- nefnd sendi nýlega frá sér ritið Evrópu- stefnan, aðlögun Islands að þróun Evrópubandalags- ins, eftir Gunnar Helga Kristinsson. Höf- undur lítur meðal annars á stöðu íslands í ljósi breyttra forsendna í alþjóðamálum og segir: „Sú grandvaUarbreyting hefur orðið í samskiptum íslendinga við Evrópubanda- lagið frá því.um 1970 að hlutur þess í útflutningi landsmanna gnæfir nú yfir hlut allra annarra niarkaða, á sama tíma og hlutur Bandaríkjanna og Austur-Evrópu hefur dregist saman. Þannig fóru 1989 56,4% vöruútflutnings landsmanna til EB, og 67,4% til hins fyrirhugaðá Evrópska éfnahagssvæðis (EES), þ.e. EFTA og EB, Reykjavík á miðnætti. en 51,1% innflutnings kom frá EB og 70,1% frá EES. Þetta þýðir að ísland er nú háðara EB um utanríkisverslun sína en það hefur áður verið einum markaði frá stríðslokum, og að þróunin innan þess hefur meginþýðingu fyrir efnahags- og atvinnuþróun hér á landi. Sennilegt má telja að hér sé ekki einung- is um skammtímasveiflu að ræða heldur séu sterkar langtímatilhneigingar að verki í að auka hlut Vestur-Evrópu í utanrikis- verslun íslendinga. Benda má á fjögur atriði í því sambandi. í fyrsta lagi áttu þorskastríðin nokkurn þátt í því að beina viðskiptum íslendinga frá Vestur-Evrópu í átt til annarra heims- hluta. Líta verður svo á að þorskastríðin hafi tengst afmörkuðu tímabili í þróun alþjóðakerfisins, þar sem deilur stóðu um yfírráð yfir auðlindum hafsins. Þeim deil- um lauk á þann veg að reglan um yfirráð strandríkja varð ofan á, meðal annars til að koma í .veg fyrir ofnýtingu auðlinda. Ekkert bendir til að til nýrra þorskastríða muni koma. í öðru lagi hafa orðið róttækar breyting- ar í hinu alþjóðlega pólitíska umhverfi sem gera það ólíklegra en áður að alþjóða- pólitík verði viðskiptahagsmunum Islend- inga til framdráttar, svo sem í Austur-Evr- ópu. Annars vegar þýða breytingarnar í Austur-Evrópu og sá gífurlegi efnahags- vandi sem ríkin þar eiga við að stríða að minni líkur era á samningum sérstaklega hagstæðum íslendingum, til dæmis af pólitískum ástæðum. Hins vegar gerir þíðan í samskiptum austurs og vesturs það að verkum að mjög ósennilegt er að sagan frá því _á sjötta áratugnum endurtaki sig, og að ísland geti treyst á varamarkað í Austur-Evrópu ef erfiðleikar geri vart við sig annars staðar. Það er jafnvel hugsan- legt, þegar til Iengri tíma er litið, að breyt- ingarnar leiði til þess að Bandaríkin telji sig ekki þurfa að sýna íslenskum hagsmun- um sömu tilhliðranarsemi og áður. í þriðja lagi hafa Orðið gífurlegar breyt- ingar í hinu efnahagslega umhverfi lands- ins. Við lok síðari heimsstyijaldarinnar höfðu Bandaríkin afgerandi forystu á efna- hagssviðinu í heimijaum, meðal annars vegna þess að bæði Evrópa og Japan voru í sarum eftir styrjöldina. Þetta hefur breyst verulega, þar sem bæði Japan -og Evrópu- bandalagið veita nú Bandaríkjunum h'arða samkeppni á efnahagssyiðmu. Aukirin efnahagsstyrkur Vestúr-Evrópu og efling Morgunblaðið/PPJ viðskiptasamvinnu innan hennar, samfara minnkandi yfirburðum Bandaríkjanna og veikari stöðu dollarans, hefur þegar haft þau áhrif á utanríkisverslun íslendinga að viðskiptin við Evrópu hafa aukist en við- skiptin við Bandaríkin minnkað. Innri markaður Evrópubandalagsins, sem ætl- unin er að sé fullbúinn í árslok 1992, mun ekki draga úr þessari tilhneigingu, þar sem honum mun væntanlega fylgja umtalsverð- ur hagvöxtur. Loks er vert að nefna að þróunin eftir alþjóðlega viðurkenningu 200 mílna fisk- veiðilögsögunnar er ekki endiþega mjög hagstæð viðskiptahagsmunum íslendinga á markaði í Nprður-Ameríku. 200 mílurnar hafa eflt mjög sjávarútveg Kanadamanna og Bandaríkjamanna, sem með þeim fengu yfírráð yfir meiri auðlindum en sjómenn þeirra vora færir um að nýta. Það hefur haft í för með sér að staða margra þeirra sem áður kepptu á þeim markaði hefur veikst til frambúðar. Gæði íslenskrar fram- leiðslu eru henni nokkur vernd gagnvart þessari samkeppni, en óneitanlega virðist framtíðarniðurstaðan á markaðnum vera ótryggari en ella. Mikilvægi Evrópubandalagsins og Vestur-Evrópu almennt í utanríkisvið- skiptuin íslendinga gerir það að verkum að þróunin í Vestur-Evrópu hefur óhjá- kvmilega mikil áhrif á íslandi. íslendingar eiga mun meiri hagsmuna að gæta en áður að sú þróun verði þeim hagstæð og í samræmi við óskir þeirra. Þetta er grund- vallarbreyting frá því sem var um 1970, þegar einungis rúmur tíundi hluti útflutn- ings fór til hinna sex ríkja bandalagsins; en jafnvel 1973 - eftir inngöngu Dana, Breta og íra - var hlutur EB innan við 40% af útflutningnum. Undanfarin ár hef- ur sem fyrr þessi hlutur verið 55-60%, og samanlagður hlutur EB og EFTA 65-70%.“ Stefnan lög- ud aö að- stæðum VIÐHORF ÞJÓÐA til umheimsiris byggjast á mismun- andi þjóðlegum for- sendum. A fyrstu áratugunum eftir að ísland varð lýðveldi gætti meiri tor- tryggrii vegiiá samskipta við erlendar þjóð- ir en nú, þegar 50 ára afmæli lýðveldisins nálgast óðfluga. Fyrir marga voru skref þjóðarinnar frá hlutleysi til þátttoku í varn- arbandalagi vestrænna þjóða ákaflega þungbær og ekki hafa allir enn getað sætt sig við þau. Sumir lifa í þeirri villu, að ísland sé hernumið og vilja ekki viður- kenna þá sögulegu staðreynd, að bresku og bandarísku hérmennirnir sem hingað komu á stríðsárunum hurfu af landi brott. íslendingar sömdu síðan sem sjálfstæð þjóð við Bándaríkjamenn um varnir lands- ins og verður þess minnst á næsta ári, að 40 ár verða liðin frá því að sá samningur var gerður. Allar meginákvarðanir íslendinga í ut- anríkis- og öryggismálum hafa verið tekn- ar í skugganum af yfirgangsstefnu komm- únista um víða veröld. Þegar Bretar, hin gamla vinaþjóð, ógnaði okkur með við- skiptabanni í landhelgisdeilu 1953 sneru íslensk stjórnvöld sér til Sovétríkjanna og hófu viðskipti við þau. Á þeim grunni hef- ur verið byggt síðan. Sovétmenn sáu sér tvímælalaust pólitískan hag í viðskiptunum 1953 og allar götur síðan hafa þeir notað viðskiptasamböndin með pólitísku ívafí. Hér innanlands hefur einnig verið rætt um Sovétviðskiptin á pólitískum grunni og oft legið í loftinu, að næðum við ekki að koma ár okkar nægilega vel íyrir borð meðal vestrænna vinaþjóða gætum við bara auk- ið viðskiptin við Sovétríkin. Olíuviðskiptin við þau hafa verið eins og óumbreytanleg staðreynd í orkubúskap okkar og þannig mætti áfram telja. Það er rétt sem kemur fram hjá Gunnari Helga Kristinssyni, að það þjóni litlum tilgangi við’breyttar að- stæður að treysta á Sovétríkin sem vara- markað fyrir okkur. Hitt er einnig umhugsunarefni, sem Gunnar Helgi nefnir, hvort Bandaríkja- menn verði reiðubúnir til að „sýna íslensk- um hagsmunum sömu tilhliðrunarsemi og áður“. Hvað felst hér í orðinu „tilhliðrunar- semi“? Viðurkenna þau íslensku fyrirtæki, sem stunda viðskipti á Bandaríkjamark- aði, að þau njóti forréttinda fram yfir önn- ur? Hefur varnarsamstarf þjóðanna í tæp 40 ár leitt til þess að við njótum einhverra slíkra forréttinda? Þetta er nauðsynlegt að íhuga eins og annað ó breytingartim- um. Við ættum einnig að velta því fyrir okkur, hvers vegna alltaf virðist auðvelt að egna íslendinga til reiði og espa þá til kröfugerðar, þegar eitthvað bjátar á í sam- Skiptunum við Bandaríkjamenn. Annað hefur einkennt óvissu í Sovétviðskiptunum; flestir opinberir aðilar og kaupsýslumenn ' setja upp silkihanskana, þegav Sövétríkjn I eiga í hlut: Á þetta eftir að breytast? „Fyrir ríki í Evr- ópu, sem eru utan Evrópubanda- lagsins, og Kanada getur tvíhliða samstarf EB og Banda- ríkjanna haft í för með sér, að þau verða utangátta og eiga færri tækifæri en ella til að láta að sér kveða. Þetta get- ur dregið dilk á eftir sér og er áhyggjuefhi vegna þess að ríkin sem hér um ræðir eru þau, sem hafa sér- stakra öryggis- hagsmuna að gæta, er tengjast ekki beint fækkun herafla í Mið-Evr- ópu.“ r . i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.