Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 11
og er það kveikjan að þessu greinar- korni. Það verður þó að segjast eins og er að fyrir leikmann í fræðunum getur verið býsna strembið að fylgj- ast með samræðum slíkra manna, þegar andinn er kominn á flug og umræðan farin að snúast um hug- tök og fyrirbæri, sem maður hefur aldrei heyrt nefnd. Hér verður held- ur ekki gerð tilraun til að reyna á þolrif lesenda í þeim efnum heldur stiklað á stóru og umræðan einföl- duð svo sem verða má. Sjálfsagt mun vísindamönnunum þykja sú úttekt heldur þunnur þrettándi og eru þeir beðnir velvirðingar á þeirri meðhöndlun sem fróðleg og bráð- skemmtileg samræða þeirra fær hér á eftir. Ég spurði þá fyrst um þýðingu og stöðu stærðfræðinnar meðal vísindanna nú á dögum og Rubin- stein kvað strax upp úr um það, að stærðfræðin hefði aldrei verið þýðingarmeiri en einmitt nú: „Stærðfræðin hefur vissulega verið notuð dagsdaglega, bæði af almenningi og vísindamönnum, frá örófi alda, en ég held að þýðing hennar fyrir framþróun mannkyns- ins hafi aldrei verið meiri en nú. Með allri þeirri tækniþróun sem átt hefur sér stað á undanförnum árum, í tölvutækni, geimvísindum og raunvísindum almennt, gegnir stærðfræðin lykilhlutverki, sem verður þýðinganneira með hveijum deginum. Og þetta er víxlverkandi því að með tölvunum hafa opnast gríðarlegir möguleikar á sviði stærðfræði og raunvísinda, sem voru óhugsandi áður ...“ Og Sigurður bætir við: „Ef við fjöllum svo um stærðfræðina sjálfa þá eru stærðfræðingar sífellt að fást við ný og ný vandamál. Rann- sóknir varðandi þau byggjast á því að skoða tilgátur og kenningar, sem þegar hafa verið formaðar og sann- aðar, útvíkka þær síðan og bæta með raunhæfum aðferðum. Þannig myndast ný sjónarmið og dýpri skilningur. Það sem gerir stærð- fræðina einstaka meðal vísindanna er að í sérhverri stærðfræðikenn- ingu er samankomin gífurleg hug- arorka, sem hefur verið þjappað saman. Kenning, sem ef til vill hef- ur tekið aldir að forma er kannski útskýrð í einni línu. Það er þessi samþjöppun hugarorku, sem gerir stærðfræðina svo sérstaka. í engri fræðigrein er þekkingin sett fram á jafn nákvæman og einfaldan hátt og í stærðfræðinni. Annað er að í stærðfræðinni eru menn alltaf að rekast á eitthvað sem kemur þeim á óvart. Mestu uppgötvanir í stærð- fræði, og reyndar í eðlis- og efna- fræði líka, eru þær sem koma öllum á óvart. Það er eitt gleggsta merki þess að uppgötvunin er frumleg...“ - Hér finn ég mig knúinn til að grípa inn í með þeirri fullyrðingu að sem leikmanni finnist mér að það hljóti að vera búið að uppgötva alla leyndardóma stærðfræðinnar og reikna flest dæmi til enda. Tök- um margföldun sem dæmi. Það er fjandakornið ekki hægt að bæta við margföldunartöfluna ...? Þeir líta snöggt hvor á annan og brosa góðlátlega yfir þessari frá- leitu staðhæfingu. Síðan segir Sig- urður: „Stærðfræðin er blómstrandi fræðigrein nú á dögum og ástæðan fyrir því er að hún stendur á svo traustum grunni. Það er hægt að byggja á formúlum ur fortíðinni án þess að vera með nokkra fyrirvara um hvernig þær formúlur eru sann- aðár, — hugsanakeðjuna má hik- laust flétta áfram. Þetta er einstök fræðigrein, eitt af glæsiverkum mannsandans ...“ Rubinstein kinkar kolli og segir: „Ég er hjartanlega sammála." — Og nú fara þeir félagar að ræða saman um efni sem er öldungis fyrir ofan skilning þess sem þetta ritar, þar sem aðeins voru gripin orð og hugtök á stangli svo sem um „svörtu holuna í alheiminum" og veðurfræðileg hugtök svo fátt eitt sé nefnt. En inntakið var óend- anlegir möguleikar stærðfræðinnar og ótvírætt notagildi hennar í nú- tímanum. Erfðir og umhverf! Með lagni tekst mér að beina MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ C 11 Dr. Moshe Rubinstein prófessor við UCLA Moshe Rubinstein er fæddur í ' Póllandi árið 1930, en ólst upp í ísrael. Árið 1950 fór hann til náms í Bandaríkjunum og lauk doktorsprófi í byggingar- verkfræði árið 1961 frá Kali- forníu-háskóla í Los Angeles (UC- LA). Hann vann við verkfræði- störf í nokkur ár, en hefur frá árinu 1961 verið prófessor við UCLA-háskólann. Hann var deild- arstjóri í verkfræðideild skólans á árunum 1970 til 1975. Hann hef- ur unnið til fjölmargra viðurkenn- inga fyrir kennslu. Arin 1967 til 1968 kenndi Rubinstein við Israel Institute of Tecnology og hann var Fulbright-Hays-styrkþegi í Júgóslavíu ogEnglandi árin 1975 til 1976. Rubinstein hefur samið þijár bækur í byggingarverkfræði, en einkum hefur hann getið sér frægð fyrir bækur sínar og fyrir- lestra um þrautalausnir (problem solving), en eftir hann liggja þijár bækur um það efni, auk fjöl- margra greina. Hann er talinn einn fremsti vísindamaður á þessu sviði. Hann er ráðgjafi ýmissa stórfyrirtækja, meðal annars IBM og AT&T og hefur haldið nám- skeið í Kína, Japan, Nýjá-Sjálandi og ijölmörgum öðrum löndum. Dr. Rubinstein kom til íslands árið 1986 í boði Menningarstofn- unar Bandaríkjanna og hélt þá Morgunblaðið/KGA Dr. Moshe Rubinstein hálfs mánaðar námskeið fyrir raungreinakennara. í heimsókn sinni nú hélt hann eins dags nám- skeið fyrir yfirmenn í fyrirtækj- um. Þátttakendur voru á einu máli um að hann væri óvenjulega líflegur fyrirlesari og hefði gott lag á því að vekja fólk til umhugs- unar um eðli vandamála. umræðunni niður á jarðbundnara svið og spyr hvort menn séu fædd- ir með stærðfræðigáfuna eða hvort hægt sé að þjálfa slíka hæfileika með einhveijum aðferðum: Sigurður svarar fyrst: „Ákveðnar vísbendingar gefa til kynna að stærðfræðigáfan sé arfgeng, en hafa verður þó fyrirvara á slíkum fullyrðingum. En það er vissulega hægt að benda á nokkrar ,/stærð- fræðifjölskyldur", til dæmis Berno- ulli-bræðurna og Selberg-bræðurna í Noregi. Hins vegar ber þess að gæta að þeir ólust upp í stærðfræði- legu umhverfi þannig að þetta er í sjálfu sér engin sönnun. Það eru fjölmörg dæmi um slíkt á öðrum sviðum, til dæmis í tónlist, og næg- ir þar að benda á Mozart ...“ Og Rubinstein bætir við: „Það hafa verið leidd sterk rök að því að greind, ekki aðeins stærðfræði- gáfa, sé arfgeng og ég held að við verðum að ganga út frá því að ákveðnu marki. Vel þekktur banda- rískur vísindamaður hélt því til dæmis fram að svertingjar ættu erfiðara með að stunda langskóla- nám en aðrir, án þess að ég vilji hér taka afstöðu til þeirrar kenning- ar. Reyndar varð allt vitlaust í Bandaríkjunum þegar hann kom fram með hana. En hann byggði þetta á rannsóknum og taldi rangt að vera að halda þessu fólki að viss- um greinum háskólanáms, svo sem stærðfræði, sem hann taldi að það réði ekki við. En það eru líka dæmi um snillinga á sviði stærðfræðinn- ar, sem komnir voru af fólki sem vissi ekki hvað stærðfræði var. En það sannar heldur ekkert því forfeð- urnir höfðu líklega ekki aðstöðu til að stunda háskólanám. Ég held hins vegar að þetta geti og hljóti að vera samspil margra þátta og að það verði einnig að taka tillit til umhverfis og uppeldis, eins og Sig- urður benti á. Menn geta til dæmis velt því fyrir sér hvers vegna hlut- fallslega fleiri gyðingar hafa hlotið Nóbelsverðlaun en menn af öðrum stofni. Ég held að þarna grípi trúar- brögðin inn í svo og uppbygging samfélagsins. Hinir greindustu í hveiju gyðingasamfélagi urðu rabb- íar, og þeir lögðu stund á lærdóm og fræðimennsku. Það var líka við- tekin skoðun að slíkir gáfumenn ættu að eiga sem mest af börnum og þeim voru búin fjárhagsleg skil- yrði til þess. Þannig fengu hinir hæfustu ávallt tækifæri til að þroska hæfileika sína við bestu fá- anlegu skilyrði hveiju sinni. Eflaust hafa jafnmörg og kannski fleiri séní meðal Kínveija eytt allri ævi sinni á hrísgijónaakrinum, þar sem hæfileikar þeirra voru aldrei upp- götvaðir. Ég held því að þetta sé samspil umhverfis og erfða ...“ Sigurður: „Ég held að best sé að halda báðum möguleikum opnum og slá engu föstu í þessum efnum ... — En hvað um þá fullyrðingu, að góðir skákmenn séu yfirleitt miklir stærðfræðingar? Sigui'ður: „Hæfileikarnir eru svipaðir. Emanuel Lasker var stærðfræðingur og heimsmeistari í skák í ein 27 ár. Hins vegar lagði hann stærðfræðirannsóknir á hill- una eftir að skákin náði tökum á honum. Ég held að John Nunn sé annað dæmi. Sá sem stundar stærð- fræðirannsóknir hefur varla tíma til að þjálfa sig upp í verulegan skákstyrkleika. En við stærðfræð- ingar kunnum að meta það sam- bland af ímyndunarafli og rökfimi sem kemur fram í skákinni. Keppn- ishlið skákíþróttarinnar skiptir okk- ur minna máli.“ Aldur og afrek I umræðunni sem á eftir fór var víða komið við og meðal annai-s fjallað um gildi vísinda fyrir mann- kynið. Þar voru einnig rifjaðar upp sögur af einstökum snillingum inn- an stærðfræðinnar og vangaveltur um á hvaða aldursskeiði vísinda- menn afrekuðu mest. Ekki er unnt að rekja þær samræður í smáatrið- um en við grípum inn í þegar Rubin- stein spyr Sigurð hvort það sé satt, að flestar af merkilegustu uppgötv- unum stærðfræðinnar hafi verið gerðar af mönnum innan við þrí- tugt... Sigurður: „Nei, ekki alveg svo ungum mönnum. Það hefur frekar verið á aldrinum milli þrítugs og fertugs. Undantekningar eru þó nokkrar, til dæmis Norðmaðurinn Abel, Frakkinn Galois og á síðari tímum indverski stærðfræðingurinn Ramanujan, sem gerði margar upp- götvanir í talnafræði rúmlega tvítugur. Það merkilegasta við hann var kannski það, að hann var sjálf- menntaður og hafði aldrei hlotið neina hskólamenntun í stærðfræði. Hann sendi hins vegar breska stærðfræðingnum Hardy niðurstöð- ur sínar, og sumar þeirra voru þekkt fyrirbæri, sem hann, vegna mennt- unarskorts, vissi ekki að þegar höfðu verið uppgötvaðar, en annað í niðurstöðum hans var nýtt af nál- inni, sem lærðustu mönnum í stærð- fræði hafði aldrei dottið í hug og það út af fyrir sig er stórmerki- legt. En að mínum dómi er Elie Cartan áhrifamesti stærðfræðingur fyrri helmings þessarar aldar og hann setti fram sínar merkustu kenningar um sextugt. Um þetta eru auðvitað skiptar skoðanir og margir telja David Hilbert fremstan meðal stærðfræðinga fyrri hluta 20. aldar og hann fer vissulega þekktari en Cartan enda var hann ijölhæf- ari. Cartan var langt á undan sinni samtíð. ítalinn Levi og Þjóðverjinn Weyl voru næstum þeir einu sem eitthvað lögðu til málanna á sviði Cartans fram að 1930 ...“ — Ekki er ástæða til að rekja hér nánar skoðanaskipti þeirra Sig- urðar og Rubinsteins um einstaka stærðfræðinga eða hvort aldur þeirra hafi skipt sköpum. Sigurður benti á að með aldrinum kæmi reynslan og að hún hefði yfírleitt kosti. Hins vegar gæti reynslan stundum teymt menn framhjá réttu leiðinni til uppgötvunar. Rubinstein gat um dæmi þar sem reynsluleysið hefði beinlínis leitt af sér nýjar uppgötvanir, svo sem þegar Marc- oni uppgötvaði útvarpsbylgjur. Hann hefði ætlað sér að senda bylgjur beint á milli tveggja staða, sem allir vissu að var óframkvæm- anlegt, en uppgötvaði í staðinn að hægt var að endurkasta bylgjunum frá jónahvolfmu. Er stærðfræðin listgrein? — Ég spyr af rælni hvort hægt sé að líta á stærðfræði sem list- grein ... Sigurður: „Þar myndi ef til vill vera tekið full djúpt í árinni. En mér finnst margt í stærðfræðinni hafa á sér listrænan blæ. Fátt veld- ur eins djúpri og langvarandi ánægju eins og það að finna sönnun á nýrri, langþráðri stærðfræðisetn- ingu. Þegar Ungveijinn Bolyai fann möguleikann fyrir ó-evklíðískri geo- metríu skrifaði hann föður sínum: „Ég hef skapað nýjan heim úr engu ..." — En hefur þú einhvern tíma fengið þá tilfinningu að stærðfræði- fonnúla sé virkilega falleg ...? „Já, vissulega. Fegurð formúl- unnar skiptir talsverðu máli. Hins vegar má segja að fegurð og mikil- fengleiki stæi-ðfræðinnar felist enn frekar í notagildi hennar, — bæði í stærðfræðinni sjálfri og á öðrum sviðum ...“ Rubinstein: „Þetta hljómar sann- færandi. En mig langar til að spyija á móti. Getum við aðeins kallað það list, sem okkur þykir fallegt? Að mínum dómi þarf hlutur ekki endi- lega að vera fallegur til að kallast list. Listaverk geta komið við til- finningar manna með ýmsu móti, ekki aðeins með því að vekja að- dáun. Listaverk getur vakið með mönnum dapurlegar hugleiðingar og auðvitað getur það líka glatt menn án þess að þeim þurfi endi- lega að þykja það fallegt ...“ Sigurður: „Ég á við list sem er í senn fögur, hrífandi og hvetjandi. Ég er sammála að sú lýsing sé engan veginn tæmandi ...“ Hér er umræðan komin út á heimspekilegar brautir og mér þyk- ir vissara að draga mig í hlé enda var ætlunin með þessu greinarkorni aldrei önnur en sú að vekja örlitla athygli á stærðfræðinni sem fræði- grein og þessum • tveimur ágætu vísindamönnum og störfum þeirra. Dr. Sigurður Helgason prófessor við MIT Sigurður Helgason er fæddur á Akureyri 1927. Þar ólst hann upp og lauk stúdents- prófi frá MA 1945. Hann stund- aði nám við verkfræðideild Ilá- skóla íslands í einn vetur að loknu stúdentsprófi, en hóf síðan nám í stærðfræði við Kaupmannahafn- arháskóla og lauk þaðan magist- ersprófi 1952. Þarvarhann sæmdur gullheiðursmerki skólans fyrir ritgerð sem leysti stærð- fræðivandamál sem háskólinn hafði boðið út. Ritgerðin kom síðar út í minningariti um Harald Bohr. Sigurður hlaut Fulbright- styrk árið 1952 og stundaði á næstu árum framhaldsnám við háskólann í Princeton í Banda- ríkjunum og lauk þaðan doktors- prófi í stærðfræði 1954. Hann stundaði um skeið kennslu við Princeton-háskóla, Chicago- háskóla og Columbia-háskóla í New York. Frá árinu 1960 hefur hann kennt við Massachussets Institute of Technology í Boston og verið prófessor þar síðan 1965. Snemma á ferli sínum fór Sig- urður að setja mark sitt á þróun stærðfræðinnar, ekki síst með undirstöðuverki sínu „Differential Geometry and Symmetric Spaces“ frá árinu 1962, sem aflaði honum heimsfrægðar á sviði stærðfræð- innar. Eftir Sigurð liggur fjöldi greina um stærðfræðileg efni í tímaritum og safnritum svo og 6 bækur um sama efni. Um þessar mundir vinnur hann að öðru bindi á verki sínu „Groups and Geo- metric Analysis", en hið fyrra kom út árið 1984. Sigurður hefur verið eftirsóttur fyrirlesari, bæði á ráð- stefnutn víða um heim og við Dr. Sigurður Helgason ýmis tækifæri. Hann hefurverið meðlimur í Vísindafélagi Islend- inga síðan 1960, í Vísindaaka- demíu Bandaríkjanna (American Academy of Arts and Sciences) frá 1970 og Konunglegu dönsku vísindaakademíunni frá 1972. Hann var sæmdur heiðursdokt- orsnafnbót við Háskóla Islands 1986 og við Kaupmannahafnar- hásþóla 1988. Sigurður hefur unnið til viðurkenninga fyrir kennslu og fyrir bókina „Groups and Geometric Analysis", sem áður var getið, fékk hann bóka- verðlaun Ameríska stærðfræðifé- lagsins árið 1988, Steel Prize- verðlaunin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.