Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JULI f eftir Kristínu Marju Baldursdóttur mynd Kristjón G. Arngrímsson RÚSSINN Bérkov hneigir sig hæversklega þeg- ar hann heilsar, en minnir annars lítið á prófess- or svona sportlegur í blárri skyrtu og gallabux- um. Bérkov: Mér skilst að meistarinn hafi ekki verið svo hrifinn af persónu minni, heldur viðskiptum mínum við snjómanninn. Hvaða tungumál eigum við að tala? spyr ég og vona allt hið besta. Það væri nú freistandi að tala norsku, segir hann á skýrri íslensku, en við skulum reyna við íslenskuna. Ég iærði íslensku íyrir Qörutíu árum og ég man enn eftir einni setningunni úr kennslubók Stefáns Einarssonar. Hún var svona: íslenskir hestar eru litlir en fallegir. .lerij Pavlovitj Bérkov kom til íslands í fyrsta sinn árið 1966 og á ekki orð yfir þær breyting- ar sem orðið hafa síðan. „Ég er ekki aðeins hissa, ég er „ry- stet“, segir hann og gripur til nors- kunnar. „Landið hefur breyst svo mikið, bærinn fengið á sig stórborg- arbrag, nýjar byggingar og verslanir hvert sem litið er. Verk ykkar og vinna er stórkost- legt dæmi um það hversu litil og fátæk þjóð getur áorkað. Þið eigið bara fiskinn umhverfis landið og heita vatnið í jörðinni, en hafið nýtt þessar auðlindir með vinnu og dugn- aði. Öll lönd hafa sín vandamál, en jpið hafið tekið stórt stökk fram á við. Ég gleðst yfir velgengni ykkar.“ Bérkov sem er prófessor í norræn- um fræðum við háskólann í Len- ingrad, er hér í boði Orðabókar Há- ■skólans og hefur haldið fyrirlestra í tíáskólanum, m.a. um íslensk fræði í Sovétríkjunum og almennmálísindi. Hann hefur samiðíslensk-rússneska orðabók ásamt Árna Böðvarssyni cand.mag., vinnur nú að rússnesk- íslenskri orðabók ásamt Helga Har- aldssyni dósent við Óslóarháskóla og hefur þýtt fjölda rita úr íslensku yfir á rússnesku, m.a. Njálu. Hann hefur einnig samið rússn- esk-norska orðabók, er meðlimur norsku vísindaakademíunnar, og tal- ar norsku eins og Norðmaður með viðeigandi „tónföllum og uppmæli". Örlögin Bérkov ólst upp í Leningrad, sem á sér langa sögu, og mig langar gjarnan að vita hvernig lífið hafi verið þar á uppvaxtarárum hans. „Lífið var erfitt fyrir stríð í Len- ingrad," segir Berkov. „Við bjuggum saman fimm fjölskyldur í einni íbúð, og höfðum sameiginlegt eldhús og bað. Vorum samtals fimmtán manns þama og því var röðin oft löng að baðherberginu. Faðir minn var próf- essor í rússneskum bókmenntum við háskólann í Leningrad og við fjöl- skyldan höfðum tvö herbergi í íbúð- inni til afnota. En á þessum tíma var launamismunurinn ekki mikill, lítill munur á efnahag prófessorsins og iðnaðarmannsins. Allir voru fá- tækir. Stjórnmálalega var ástandið enn verra. Milljónir manna voru sett- ar í fangelsi og var faðir minn einn þeirra. Hann var látinn laus árið 1939, fékk uppreisn æru og hélt áfram starfi sínu við háskól- ann — Þú hefur ekki lent í ums- átrinu um borgina á stríðsárunum? „Nei, nokkrar fjöl- skyldur pró- fessora og vísindamanna voru fluttar flugleiðis út úr borginni, þar á meðal flölskylda mín. Við fórum til Mið-Asíu, Kirgisíu. En það var nú einmitt þar sem ég heyrði annað tungumáþ í fyrsta sinn og áhuginn vaknaði. Ég lærði síðar ensku, þýsku og spönsku, en eftir að hafa lesið nokkur þýdd rit eftir Ibsen og Hams- un vissi ég að örlög mín yrðu erlend tungumál, einkum Norðurlandamál- fslendingar Samtals hefur Berkov dvalið 30 daga á íslandi og tvo til þrjá mánuði í Noregi og þótt hann tali góða og rétta íslensku þá talar hann norsku eins og innfæddur. „Eg kom fyrst til Noregs 1966 um leið og ég kom til íslands í fyrra skiptið. Svo liðu 21 ár án þess að ég færi nokkuð .út fyrir landsteinana, en síðan hef ég farið til Noregs „slag i slag“ eins og Norðmenn segja! ;,.Já, ég hef dálitla sektarkennd gagnvart íslenskunni," bætir hann við á þennan hæverska máta sinn, „ég hef ekki getað unnið eins mikið með íslenskuna og mig langar." — Finnst þér einhver munur á íslendingum og Norðmönnum? „Ef við tölum í fullri alvöru, þá finnst mér stór munur á þessum tveimur þjóðum. Islendingar eru að mestu leyti af sömu gerð. Það er ekki einungis að þið séuð færri, held- ur eru eiginleikar ykkar þeir sömu. Auk þess eigið þið mjög sterkan menningarlegan bakgrunn. Norðmenn eru mjög ólíkir innbyrð- is. Það er stór munur á þeim sem búa nyrst í landinu og syðst, eða þeim sem búa á vesturströndinni og þeim sem búa í dölunum austan til. Það er svo erfitt að finna eitthvað sameiginlegt með þeim.“ Orðabækur „Það eru ekki ýkjur þegar ég segi að Leningrad sé miðstöð norrænna fræða í Sovétríkjunum," segir Berkov. „Kennari minn, fræðimaður- inn Steblín-Kamenskíj, stofnaði nor rænu deildina við Leningrad-háskól- ann og er hún sú fyrsta og eina í Sovétríkjunum. Við deildina stunda nú tæplega 70 stúdentar nám, og við kennum þijú norðurlandamál. Höfum reyndar eitt lausaleiksbarn, sem er hollenska." Berkov tók við stöðu kennara síns sem deildarstjóri þessarar deildar árið 1978. Áuk þess að skrifa orðabækur hefur Berkov skrifað fræðirit um orðabókagerð. Hann er sérfræðingur í germönskum málum og hefur skrifað mikið um norska og íslenska málfræði. Við ræðum um JM“Í™b/aðið^GA Rússneski norrænufræð- ingurinn Valerij Pavlovitj Bérkov, í sam- tali um Sovétríkin, snjómanninn, orðabækur og ömmur. orðabókagerð og hann segir mér að það sé forlagið „Rússneskt mál“ í Sovétríkjunum sem gefi út orðabæk- urnar. Orðabækur séu mjög dýrar í útgáfu og það séu einkum ensk-rúss- nesku orðabækurnar sem standi und- ir kostnaði hinna sem minna eru seldar, auk kennslubóka sem gefnar eru út. — Kaupir nokkur sála íslensk- rússneska orðabók? spyr ég Berkov. Hann brosir í kampinn: „Ef það vantar orðabækur og kennslubækur í tungumáli þá getur enginn lært málið. Bækurnar eru skilyrði þess að stúdentar vilji læra málið. En áhugi á rússnesku vex nú í öllum heiminum, og í Sovétríkjunum er nú rússnesk-norska orðabókin uppseld." — Er ekki hundleiðinlegt að gera orðabækur? „Nei, alls ekki, það er mjög gam- an. Það er svo gaman að skrifa verk þegar maður veit að margir nota það. Það væri annað mál ef ég væri bara að skrifa um íslenska þolmynd eða þessháttar sem fáir lesa!“ Snjómaðurinn — Eru þetta ekki ósköp þurrar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.