Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMINGAR SUNNUDAGUR
15. JULI
C 23
Ivar Henrý Einars
son — Minning
Fæddur 25. febrúar 1937
Dáinn 13. júní 1990
Mér varð hverft við er hringt var
til mín til Bandaríkjanna og mér
tjáð að elskulegur móðurbróðir
minn,_ívar, hefði látist um morgun-
inn. Ég vildi ekki trúa þessu, því
það var svo stutt síðan við höfðum
talað saman í síma og hann verið
svo hress.
ívar hafði ekki verið við góða
heilsu síðan hann veiktist alvarlega
og lamaðist fyrir átta árum, en
náði sér svo að hann komst á fætur
aftur, samt háði þetta honum alltaf.
ívar fæddist á Siglufirði og ólst
þar upp hjá foreldrum sínum Borg-
hild Einarsson, fædd Hernes,
norskri að ætt, og föður sínum,
Kristmundi Einarssyni. Ég ólst upp
hjá ömmu og afa, svo ég hafði þekkt
hann frá því ég man fyrst eftir mér
og alltaf var hann mér jafn kær.
Hann var alltaf svo kátur og léttur
í lund og átti auðvelt með að koma
öðrum í gott skap þegar svo bar
undir. ívar var mjög tryggur og var
það einn af mörgum eðliskostum
hans, barngóður var hann og nutu
ekki síst börnin mín þess, en þeim
þótti afar vænt um hann og sakna
hans nú mikið. Foreldrum sínum
reyndist hann ætíð ljúfur og góður
sonur, þá var hann eins gagnvart
systkinum sínum sem þótti mjög
vænt um hann.
I heimabæ sínum, Siglufirði,
vann Ivar margvísleg störf, þar á
meðal hjá Síldarverksmiðjum ríkis-
ins og Hraðfrystihúsi SR og alls
staðar var hann jafnvel liðinn, bæði
af samstarfsmönnum og yfirmönn-
um sínum og veit ég að margir eiga
góðar minningar um hann frá þeim
árum.
Til Reykjavíkur flutti ívar árið
1964 með ömmu ásamt þeim systk-
inum sem ógift voru, en þá var hún
orðin ekkja. Héldu þau heimili með
henni þar til hún lézt fyrir fáum
árum.
Ivar var yngstur systkina sinna
sem upp komust, en eftirlifandi eru
Alfreð Harris, Pollý Anna, Karl,
Svanhvít og Einar Ernst. Ég, Juan
og börnin, sendum þeim og öðrum
vandamönnum innilegustu samúð-
arkveðjur okkar. Ég þakka kærum
frænda mínum allt hið góða sem
hann ávallt sýndi mér og einnig
fjölskyldu minni sem kveður hann
með söknuði.
Guð blessi minningu míns kæra
frænda.
Alfhildur Kristín
Elskulegur móðurbróðir okkar,
Ivar Henry, hefur verið kallaður
burt svo snögglega. Við skiljum
ekki hvers vegna hann þurfti að
yfirgefa okkur, ekki eldri en hann
var, en vegir Guðs eru órannsakan-
legir. Það er svo stutt síðan við
sáum hann og töluðum saman og
þá var hann svo hress. Við hefðum
ekki trúað þvi að hann hyrfi frá
okkur svo skyndilega og varð það
mikið áfall. Viljum við minnast hans
hér fáeinum orðum.
ívar ólst upp á Siglufirði, hjá
ömmu okkar og afa, Borghild Hern-
es Einarsson og Kristmundi Einars-
syni, bryta. Hann var yngstur
systkina sinna af sjö, sem upp kom-
ust, en tvö létust í frumþernsku.
Ivar flutti með ömmu og systkinum
sínum hingað til Reykjavíkur er við
systurnar vorum mjög ungar, svo
við höfum þekkt hann alla okkar
ævi.
Ivar var mikið góðmenni og vildi
allt fyrir alla gera og nutum við
systurnar þess jafnt og aðrir. Hann
var aldrei' eins glaður og þegar
hann gat glatt aðra og hjálpað ef
eitthvað bjátaði á. Við minnumst
heimsókna okkar á heimili ömmu
og fjölskyldu og að þar var ívar
hrókur alls fagnaðai- og vildi að
öllum liði sem bezt. Þangað var
alltaf gott að koma og leið okkur
ætíð vel þar.
Ivar hafði mikla ánægju af tón-
list, var það sama hvort það voru
óperur eða annað og átt.i hann tölu-
vert af plötum, allt frá poppi upp
í óperusöng og naut þess að hlusta
á þær í næði.
Börnin okkar hafa mikið spurt
um Lilla frænda, eins og við kölluð-
um hann alltaf, og finnst skrýtið
að sjá hann ekki framar, þar sem
hann er farinn til að búa hjá Guði.
Hann var alltaf einkar góður við
börnin og þökkum við honum það.
Það er skrýtið að koma á heimili
hans og hann er þar ekki lengur.
Þar er stórt skarð höggvið sem
verður ekki fyllt. Við vitum að hann
hefur verið kallaður á æðra tilveru-
stig til nýrra verkefna þar.
Við viljum þakka Lilla okkar
samfylgdina í þessu lífi og alla þá
gleði og kærleik sem hann veitti
okkur systrunum og börnum okkar.
Hann var okkur öllum mjög kær
og minninguna um hann geymum
við ætíð í hjörtum okkar.
Með þessum fátæklegu orðum
kveðjum við okkar ástkæra frænda
og vottum öllum hans nánustu inni-
legustu samúð okkar. Guð blessi
þau og styrki í sorg þeirra.
0, lát mig feginn fagna því:
Þeir fá, sem ég hef misst,
nú horfin séð öll harmaský
í himna sælli vist,
og dýrðarljóma uppheims í
hjá englasveit þar gist,
sem andans framför æ er ný
um eilífð fyrir Krist.
(Guðmundur Einarsson)
Elfa Björk Ásmundsdóttir,
Ásdís Ásmundsdóttir
og börn.
FEGRIÐ GARÐINN OG BÆTIÐ
MEÐ SANDI,GRJÓn OG ÁBORDI
SANDUR
SIGURSTEINAR VÖLUSTEINAR HNULLUNGAR
Þú færð sand og allskonar grjót hjá okkur.
Viðmokum þessumefnuma bílaeða
í kerrur og afgreiðum líka í smærri
einingum, traustum plastpokum sem
þú setur í skottið á bílnum þínum.
Afgreiöslan við Elliðaár er opin:
mánud.-föstud: 7.30-18.00
!augard:7.30-17.00
Ath. lokc
caö í hádeginu
Nú bjóðum við enn betur: Lífrænan og ólíf-
rænanáburð, hænsnaskít, skeljakalk
og garðavikur. Öll þessi úrvals efni
eru sekkjuð í trausta plastpoka og
tilbúin til afgreiðslu.
BJÖRGUN HF.
SÆVARHÖFÐA 13
SÍMI:68 18 33
Oss héðan klukkur kalla,
svo kallar Guð oss alla
til sín úr heimi hér,
þá söfnuð hans vér sjáum
og saman vera fáum
í húsi því, sem eilíft er.
(V. Briem)
r L
í 1
ERTUAÐ FARAST
UR HITA?
Við höfum lausnina
Z-sólarfilma
SÓLARFILMAN er rúllutjald, sem gefur möguleika.
SÓLARFILMAN er hönnuð til að spara orku á
fleiri en einn veg og þar með peninga.
- Hún dregur úr þörf á loftræstingu á heitasta
tíma ársins og lækkar þannig kostnað.
- Hún endurvarpar hita innanhúss um vetrar
tíman og dregur þannig úr hitunarkostnaði.
SÓLARFILMAN er polyesterþynna, blönduð
al umium, sem gefur þá eiginleika að:
- Minnka sólargeislun um 96% og draga úr
sólarhita um 73%.
- Byrgir ekki útsýn og hleypir venjulegri dags-
birtu í gegn.
SÓLARFILMAN er framleidd eftir máli.
<5*083070,82340.