Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MANIMLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ
C 13
IIlVIHVERFISIVIÁL6’í'/rt vanhugsabar niburgreibslur valdib
eybingu regnskóganna?
Regnskógar Brasttw og ný
viðhorfhitabdtisins
NÝLEGA birtist grein í norsku
blaði um afstöðu ráðamanna í
Brasilíu til regnskóganna og
eyðingar þeirra. Pistlar um
umhverfismál eru því miður oft-
ast ineð neikvæðum formerkjum
og allt að því heimsendaspám,
enda um að ræða eitt umfangs-
mesta og alvarlegasta vandamál
sem mannkyn hefur ratað i a!la
sína tíð.Það léttist því brúnin á
fólki þegar jákvæð tíðindi berast
sem hægt er að leggja trúnað
á. Þessi fyrrnefiida grein er þess
eðlis.
námugreftri og mengun í ám og
vötnum. Okkur hefur tekist að
flæma helming þeiiTa á brott. Þeir
hafa rutt land fyrir flugbrautir og
vitað er um 80 slíkar brautir á
afskekktum stöðum. Fyrstu við-
brögð okkar voru að fá flugherinn
til að varpa á þær sprengjum en
síðar komumst við að þeirri niður-
stöðu að þær má nota til aðstoðar
og sjúkrahjálpar fyrir indíánana
sem þarna búa. Við höfum því tek-
ið upp sömu aðferð og notuð er í
Venezuela — litla flugvélar mega
nota þessar brautir en harðbannað
er að þær flytji olíutunnur. Án olíu
er engin námuvinnsla.
Eitt aðalverkefni okkar nú er
að undirbúa umhverfis- og þróun-
arráðstefnu sem fyrirhuguð er á
vegum Sameinuðu þjóðanna í
Brasilíu árið 1992. Hana munu
sækja allir helstu ráðamenn 140
ríkja heims. Þar á að taka til um-
fjöllunar siðferðilega þætti um-
hverfismála og afgreiða bindandi
samþykkt um umhverfisvernd.
Við hér í Brasilíu lítum til þess-
arrar ráðstefnu með trúarblandinni
eftirvæntingu — teljum að hún
muni skipta sköpum fyrir framtíð
mannsins á jörðinni. Með stað-
reyndirnar á borðinu muni hann
viðurkenna hættuna sem yfír hon-
um hvílir og bera gæfu til að víkja
af braut helstefnunnar. Mannkyn
muni í framhaldi þessa tileinka sér
nýjar grundvallarhugsjónir sem
byggjast á siðferðilegum forsend-
um og viðurkenningu á þeirri stað-
reynd að jörðin er ein samfelld líf-
heild með sjálfvirku kerfi sem má
ekki rofna. Gerist það glatast eina
þekkta lífríkið í sólkerfi okkar.
Hvorki regnskógum Brasilíu eða
jörðinni okkar verður bjargað með
þessum litlu stuttu skrefum sem
þegar hafa verið tekin. Jörðin er í
yfirvofandi hættu á meðan við
Hana skrifar nýkjörinn um-
hverfísmálaráðherra í Bras
ilíu, José Lutzenberger að nafni.
Hann er búfræðingur að mennt og
talinn frumkvöðull umhverfis-
verndar þar í
landi. Brasilía er í
brennidepli al-
þjóðlegrar um-
ræðu um um-
hverfísmál og
jafnframt umræð-
eftir Huldu unnar um. tog'
Valtýsdóttur streitu milli hag-
vaxtar og um-
hverfisverndar.
í greininni minnist José Lutzen-
berger á skýrslu sem nýlega barst
frá alþjóðastofnun um náttúru-
vernd og varðveislu auðlinda,
þar sem segir að árleg
eyðing regnskóga nái
yfir 20.000 ferkíló-
metra svæði en það
er helmingi stærra
en menn höfðu
talið.
Núverandi
stjórnvöld í
Brasilíu hafa
sett sér það
markmið að
stöðva þessa þró-
un. Vernd regn-
skóganna er efst á
blaði, segir hann.
Hann bendir á að eyð-
ingin sé 70% hægari nú
en hun var 1987 en þá var
árlega eytt regnskógasvæði á
stærð við Vestur-Þýskaland. í lok
þessa árs standa vonir til að sú
tala verði komin niður í 50%.
Og José Lutzenberger heldur
áfram: Brýnasta verkefnið nú er
að stöðva niðurgreiðslur til land-
búnaðarins. Fyrir nokkrum árum
var áhersla lögð á uppbyggingu
atvinnulífs á Amazon-svæðinu.
Offramleiðsla landbúnaðarafurða
var ekki skattlögð. Regnskógunum
var því eytt til að hefja þar naut-
griparækt. Auðugir aðilar og iðn-
rekendur notfærðu sér þessi fríð-
indi til að losna undan skatt-
greiðslu. Líka stórfyrirtæki í
Evrópu. •
Þessi rekstur veitir þó aðeins fá
atvinnutækifæri. Ekki þarf nema
einn mann á hveija 5.000 gripi.
Afraksturinn er lítill — 50 kg af
kjöti á hektara. í tempraða belti
Norður-Evrópu fást 600 kg á
hektara.
Þessi skattfríðindi ollu líka mik-
illi eftirspurn eftir landi utan regn-
skógasvæðisins. Bændur sem þar
voru fyrir hröktust burtu og lentu
annaðhvort í fátækrahverfum stór-
borga eða á óræktarlöndum í
Amazon-héruðunum. Sú varð
raunin að 90% af landbúnaðar-
svæðinu hafnaði í höndum 10%
þjóðarinnar.
Ríkisstjómin greip þá til gagn-
aðgerða sem voru í því fólgnar að
aðstoða blásnauða landsmenn til
að koma upp smábýlum sér til
framdráttar en í raun var verið að
komast hjá félagslegri aðstoð við
það fólk sem búið var að setja á
gaddinn með stjórnaraðgerðum.
Þá var líka ákveðið að hefja
sojabaunarækt í stórum stíl. Þær
voru síðan fluttar út sem fóðurbæt-
ir fyrir feitu kýrnar í efnahags-
bandalagsríkjum Evrópu. Afleið-
ingin: Stærra mjólkurhaf og
hærra smjörfjall.
Þannig var leyfum skóganna í
tempraða belti Brasilíu einnig eytt
og landinu breytt í sojabaunaakra.
Núverandi ríkisstjórn hyggst
hverfa frá niðurgreiðslunum og
losna þannig úr vítahringnum.
Landbúnaður verður nú skattlagð-
ur eins og annar atvinnurekstur
í Brasilíu
Etirlit á Amazonsvæðinu hefur
stóreflst. Geimferðastofnun Bras-
ilíu fær daglega upplýsingar frá
sjónvarpshnetti um athafnir og
ástand á regnskógasvæðinu. Hægt
er að fylgjast með öllu sem gerist
á ekki stærri reit en sem nemur
4-5 metrum. Sé eitthvað grunsam-
legt á seyði er þyrla send á vett-
vang og sökudólgar sektaðir Ef
það reynist ekki nægileg refsing
er fangelsisdómur fyrirhugaður.
Við höfum einnig sagt gullgröf-
urum stríð á hendur, segir José
Lutzenberger. Þeir hafa valdið
miklum umhverfísspjöllum með
breytum ekki afstöðunni til síauk-
ins hagvaxtar.
Við gleymum því að þjóðfélags-
leg hagfræði er aðeins hluti af vist-
fræðinni. Hagfræðingar fjalla um
samverkan og streymi fjármagns
manna á milli. Vistfræðin spannar
allt sem lifír og samfélag manna
er aðeins hluti af því.
Hagfræðingar virðast álíta að
hagvöxtur sé straumur í eina beina
átt til meiri vaxtar — straumur
milli tveggja póla í óendanleikan-
um þar sem er ótæmandi auðlind
annars vegar og botnlaust dýpi
hins vegar og þangað megi fleygja
öllum úrgangi.
En náttúrulögmálin eru önnur.
Lífið á ekki allt undir aukinni nýt-
ingu auðlinda heldur vel skipu:
lagðri hringrás náttúruauðæfa. í
lífríki jarðar er hringrásin undir-
stöðuatriði sem allt stendur og fell-
ur með. Straumurinn fer í hringi
í lokuðu kerfi — ekki í beina línu.
Manndýrkun (antroposofia) hins
vestræna heims er grundvallarfor-
senda iðnbyltingarinnar og orsök
villunnar sem maðurinn ráfar nú
í. Hugmyndafræði hins háþróaða
neysluþjóðfélags nútímans stefnir
að tortímingu náttúruauðlinda
jarðar. í augum þessa nútíma-
manns er allt sem fyrirfínnst á
jörðinni, hvort sem er lifandi eða
dautt handa honum að nota. Hann
hefur glatað lotningunni fyrir hinu
guðdómlega sköpunarverki. Hon-
um dettur ekki í hug að með eyð-
ingu skóga sé hann að drýgja refsi-
verða synd — í hans huga hafa
honum í mesta lagi orðið á mistök.
Að lokum segir brasilíski um-
hverfisráðherrann: Þótt við endur-
skoðum afstöðu okkar til móður
jarðar og tileinkum okkur ný við-
horf þarf það ekki að valda því að
við getum ekki haldið uppi menn-
ingarlegu og tæknivæddu þjóðfé-
lagi. I endurskoðuninni verður að-
eins að felast breyttur lífsstíll og
nýtt verðmætamat og tækniþróun-
in verður að vera í samræmi og
sátt við það lifandi líffæri sem við
köljum jörð.
í Brasilíu reynum við að leggja
fram okkar skerf með því að varð-
veita skóginn og stuðla að því að
menn endurskoði lífsviðhorf sitt.
Stærsti skerfurinn hlýtur þó að
koma frá þróuðustu iðnríkjum
heims sem eiga líka mesta sökina
á gróðurhúsaáhrifunum og eyð-
ingu ózon-lagsins. Haldi ríku þjóð-
irnar áfram á sömu braut og nú
þar til vistfræðilegt stórhrun er
orðið staðreynd verður mannkyni
ekki bjargað af hengifluginu.
Varnaðarorð með jákvæðu ívafi
frá Brasilíu.
Svarið við spurningunni í upp-
hafí var reyndar þegar gefið því
niðurgreiðslur ollu óbeint eyðingu
regnskóganna að áliti ráðherrans.
En getum við nokkuð af þessu
lært? Það er aftur önnur spurning.
Á vildarkjörum
vestur um haf
New York
64.390,-
Chicago
64.390,-
Seattle
68.590.-
Los Angeles
79.470,-
Fargjöld þessl gilda frá 1. júní til 1. september.
Flogiö er um Kaupmannahöfn en þar er
heimilt að stoppa á báðum leibum.
Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þfna.
Laugavegi 3 sími 62 22 11