Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ C 31 * í&Ém.-' . Farmenn framtíðarinnar æfa kappróður fyrir sjó- mannadag’inn. ■ — Hér hefur erlent skemmti- ferðaskip lagst við festar á ytrihöfninni og farþegar ferjaðir í land á skipsbátum. -S1 '"í- Friðsæl skektan speglast í sléttum sjónum og fuglinn sefur... SIMTALID... ÓMAR HARÐARSON FRAMKVÆMDASTJÓRA LANDSMÓTS UMFÍ Pönnukökubakstur keppnisgrein á ný 667721 -Landsmótsnefnd góðan daginn „Góðan daginn, er Sæmundur Runólfsson við?“ -Sæmundur er í símanum og fleiri bíða. „Er Ómar Harðarson við?“ -Ómar er að funda með einum hérna. Get ég aðstoðað? „Þetta er á Morgunblaðinu, Friðrik heiti ég og þyrfti að ná tali af öðrum þeirra.“ -Ó, bíddu aðeins. -Ómar hér. „Komdu blessaður, Friðrik heiti ég Indriðason og er blaðamaður á Morgunblaðinu. -Blessaður. „Hvernig hefur undirbúningurinn að Landsmótinu gengið hjá ykk- ur? -Bara nokkuð vel. Við erum með mikinn fjölda sjálfboðaiiða sem unnið hafa að þessu, ætli þeir séu ekki um 700 talsins. „Hvaðan eru sjálfboðaliðarnir? -Þeir eru frá Ungmennasambandi Kjalarnesþings, sem stendur að niótinu fyrir liönd Ungmennafé- lags Islands og frá íþróttafélögun- um Breiðabliki í Kópavogi og Aft- úreldingu í Mos- fellsbæ auk fieiri félaga í grennd við Mosfellssveit. „Nú eruð þið tveir framkvæmdastjór- arnir. Hefur þetta verið meir en eins manns verk að halda utan.um und- irbúninginn?" -Já mikil ósköp. Það er gífurleg skipulagsvinna sem liggur að baki svona landsmóti en auk þess hefur okk- ur starf aðallega Ómar Harðarson verið fólgið í að afla tekna til mótshaldsins. Mest af frain- kvæmdunum liafa verið á vegum Mosfelisbæjar, það er að byggja upp aðstöðuna á íþróttavellinum, snyrta og fegra bæinn og svo framvegis. Þetta eru allt hlutir sem koma bæjarfélaginu til góða í framtíðinni. Okkar er svo að skipuleggja dæmið og koma öllum tækjum og tólum fyrir. Við lentum í svolitlu basli til dæmis við að útvega pönnur í pönnuköku- keppnina. „Pönnukökukeppnina?" -Já hér á árum áður var alltaf (ceppt í pönnukökubakstri á lands- mótum og við ákváðum að hefja þessa keppnisgrein aftur til vegs og virðingar. Það má geta þess hér að keppt er í ýmsum starfs- greinum á þessu móti auk hinna hefðbundnu íþróttagreina. Sem dæmi má nefná línubeitingu, dráttarvélaakstur og jurtagrein- ingu. „Hafa nokkur séi-stök vandamál komið upp við undirbúninginn?" -Nei, eiginlega ekki. Það hefur einn helst verið hve veðrið hefur verið gott að undanförnu. í svona íjómablíðu vill fólk heldur vera ‘ úti undir beru lofti en svitna í hitanum inn á skrifstofu. „Hvað gerir þú Ómar þegar þú ert ekki í þessu starfi?“ -Ég er nýútskrifað- ur sjórnmálafræð- ingur frá Háskólan- um og mun fara utan til Banda- ríkjanna í fram- haldsnám nú í haust. „Ég þakka þér fyrir spjallið Ómar og vertú blessaður. -Já, blessaður. Guðný ásamt Sigurði Sigurjónssyni við upptökur á kvikmyndinni Land og synir. KVIKMYNDIN Land og synir þótti marka ákveðin tímamót í kvik- myndasögu Islendinga. Hún var fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem gerð hafði verið hérlendis í langan tíma og sem slík var hún fyrir- rennari margra annara kvikmynda sem gerðar voru á næstu árum eftir frumsýningu hennar. Land og synir var frumsýnd 1979 og hún markaði einnig tímamót i lífi 16 ára gamallar menntaskólastúlku, Guðnýjar Ragnarsdóttur. Guðný fór með eitt aðalhlutverkanna í myndinni en hafði ekkert komið nálægt lciklist áður. En hvar ætli Guðný ali manninn í dag? HVAR ERU ÞAU NÚ? GUÐNÝ RAGNARSDÓTTIR LEIKKONA Leiðbeinir bömum í reiðskóla Guðný vinnur nú við Reiðskól- ann í Víðidal og er hér um sumarvinnu hennar að ræða en þarna var hún einnig í fyrrasumar. Hún segir að hún sé að vísu ekki hestamanneskja, starf hennar er fólgið í að leiðbeina börnum í skól- anuni á leikjanámskeiðum sem þau stunda samhliða reiðmennskunni. Á vetrum hefur Guðný starfað sem lausráðinn leikari við Þjóðleikhúsið en framtíð hennar í leikarastarfinu er óráðin. „Þjóðleikhúsið ætlar ekki að ráða lausráðna leikara næsta leikár ,“ segir Guðný. „Og hvað önnur verkefni hjá mér varðar er ekkert ákveðið í gangi.“ Tildrög þess að Guðný fékk hlut- verkið í Landi og sonum voru nokk- uð ævintýraleg. „Skrifstofur ísfilm sem framleiddi myndina voru í Hafnarstræti á þessum tíma. Ég var að bíða eftir strætó þar fyrir utan þegar leikstjórinn Ágúst Guð- mundsson sá mig út um gluggann. Hann kom að máli við mig og bað mig að koma í prufutökur en þá voru tökur á myndinni hafnar," segir Guðný. Guðný var við nám í Menntaskó- lanum við Hamrahlíð þegar þetta átti sér stað. Hún lauk síðan því námi um jólin 1981 og hélt í Há- skólann í almenna bókmennta- fræði. Þar var hún í hálft annað ár er leiðin iá til Bretlands í leiklist- arnám. Hún nam leiklist við Bristol Old Vic Theatre School og útskrif- aðist þaðan 1986. Veturinn 1986-87 sá hún um sjónvarpsþátt- inn Geisla ásamt öðrum en hefur síðán verið lausráðin við ÞJóðleik- húsið þar til í ár. „Ég hef ekkert leikið á þessu leikári og engin verkefni blasa við,“ segir Guðný. „Það má segja að ekki séu neinir uppgangstímar fyr- ir lausráðna leikara nú um stundir og það endurspeglar sennilega ástandið í þjóðfélaginu almennt. En ég hef valið leiklistarstarfið sem ævistarf og það hlýtur eitthvað að leggjast til í framtíðinni."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.