Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ L/EKNISFRÆÐI//+Y/r} er af eybnimálum ab frétta? Þröng áþingi í San Francisco AÐ UNDANFÖRNU hafa áhugamenn um eyðni komið úr ýmsum áttum saman einu sinni á ári og nefnt fúndi sína heimsþing. Hið sjötta í röðinni var haldið í San Francisco á dögunum og varð um margt í frásögur færandi. Samkvæmt bandarískum lög- um er eyðnismituðu fölki meinað að koma inn í landið og vakti það svo mikla gremju að margir vísindamenn hættu við að sækja þingið og sum ríki höfnuðu þátt- töku með öllu. Samt var þing- heimur um 12 þúsund manns frá 85 löndum; vísindamenn í læknisfræði og öðrum skyldum greinum, stjóm- málamenn, embættismenn og starfsmenn stofnana sem á ein- hvem hátt eru tengdar heilbrigð- ismálum. Voldugir blámálaðir vegatálmar úr timbri lokuðu göt- um í nágrenni við fundarstað og tvö þúsund lögreglumenn gættu þess vandlega að enginn óverð- ugur kæmist inn fyrir viggirð- ingarnar. Og var sjálfsagt ekki vanþörf á, því að utan við þær söfnuðust tugþúsundir mót- mælenda (sjá mynd), líklega átta eða tíu sinnum fleiri en fundar- menn; eyðnismitað fólk og stuðn- ingsmenn þess, karlar og konur, sumir hressir, aðrir að þrotum komnir. Þeir bám fram erindi sín með hrópum og kröfuspjöld- um: Meiri hraða á rannsóknum! Bóluefni eða lyf sem gagn er að og ekkert hangs! Fórnarlömb eyðninnar eru útundan í samfé- laginu; við heimtum sama rétt og aðrir! Ekki færri en hundrað félagasamtök sem tóku þátt í mótmælunum höfðu sett á lagg- irnar skrifstofur í hótelherbergj- um nálægt þingstaðnum og kom- ið fyrir upplýsinga- og áróður- spjöldum víðs vegar um borgina bæði utan dyra og innan, meðal annars í anddyri gistihúsa þar sem þingfulltrúar áttu nætur- stað. Nokkuð hafði borið á ókyrrð og mótmælum í fyrra þegar þingað var í Montreal og var því lögreglan í San Francisco við öllu búin. Á næsta ári verður efnt til þings í Flórens en 1992 er áformað að hittast aftur í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Boston. Það gæti þó breyst að fenginni reynslu tveggja fyrstu fundardaganna í ár. En allt er gott sem endar vel og á þeim þriðja streymdu mörg hundrað þinggesta út úr herkvínni, tóku höndum saman við mótmælend- ur og gengu með þeim fylktu liði um miðborgina; sýndu þann- ig í orði og verki að málstaður og áhugamál beggja flokka vora hin'sömu, þeir áttu í styijöld við sameiginlegan óvin. Ekki mun af veita, því að land- vinningum eyðninnar virðast engin takmörk sett. Menn telja nú orðið nokkuð augljóst að meðgöngutími veikinnar sé um það bil áratugur og ýmislegt fleira hefur skýrst um gang hennar og hegðun á undanförn- um árum. Eitt af því er að þriðja hvert barn sem fæðist af eyðni- smitaðri konu hefur tekið veir- una í móðurkviði. Þessi vitneskja hefur orðið mönnum ennþá ein biýning til að hraða bóluefnis- rannsóknum eftir mætti. Ef ófæddu barni yrði bjargað með því að bólusetja móðurina yrði það að teljast glæsileg byijun en sumir þeir sem kunnugastir eru málum gera sér vonir um slíkt, jafnvel sem fyrsta skref í átt að frekari sigrum. En margar spurningar vakna þegar talið berst að bóluefninu sem flestir virðast búast við fremur eða fyrr en lyfi sem beinlínis megni að lækna þá sem eru orðnir veikir. Ein af þeim áleitnustu er þessi: Verður bólusetningin til þess að veija heilbrigða gegn smitun eða stöðvar hún framgang veikinnar í þeim sem þegar hafa smitast? Ekki mun von á svari að sinni en margir leggja nú hönd á plóg og vonandi þurfa björgunarsveit- ir vísindanna aldrei oftar lög- regluvernd til þess að geta borið saman ráð sín í friði. eftir Þórarin Guðnason OTDK. TRAUSTAR, DUGANDI KASSETTUR sut>tn Avu.ru cASserre survn moh ncsoamott Heimsþekkt gæði Heimsþekkt kassetta fyrir einstök gæði. Rómuð og eftirsótt þe-gár vanda á til verka. Hágæða (High Position) stilling. O-RR 1 STUÐMENN - HVE GLÖÐ ER VOR ÆSKA 2 ÝMSIR - BANDALÖG 2 3 STJÓRNIN - EITT LAG ENN 4 ÚR MYND - PRETTY WOMAN 5 ÝMSIR - ÍSLENSK ALÞÝÐULÖG 6 GARY MORE - STILL GOT THE BLUES 7 TOTO - PAST TO PRESENT 8 RISAEÐLAN - FAME & FOSSILES 9 BARNALEIKIR 2 - (KASSETTA) 10 ALANNAH MYLES - S/T 11 NEW KIDS 0N THE BLOCK - STEP BY STEP 12 MADONNA - l'M BREATHLESS 13 UB 40 - LABOUR OF LOVE 2 14 SINEAD O'CONNOR -1 D0 NOT WANT 15 B 52'S - COSMIC THING 16 STEVE VAI - PASSION AND WARFARE 17 ROD STEWART - BEST 0F 18 THE CREEPS - BLUE T0MAT0 19 JEAN MICHAEL-JARRE - WAITING ROR... 20 JOE C00KER - LIVE NEW KIDS 0N THE BLOCK STEP BY STEP Það er ekkert sem fær stöðvað áframhaldandi sigurför þeirra um heiminn. Skotheld plata, uppfullaf stórsmellum. BANDALOG2 ÚRVALSDEILD ÍSLEMSKRA TÓMLISTARMAMMA. Safnplata sumarsins. MADONNA - l'M BREATHLESS Hér sýnir Madonna á sér stórskemmtilega hlið. Inniheldur lög á borð við Vogue, Hanky Panky, Cry Baby, Sooner or laler ofl. ofl. ALANNAH MYLES Hún er að slá í gegn svo um munar þessi kanadíska söngkona með lögum eins og Love Is og Still Got This Thing að ógleymdu Black Velvet. CREEPS - BLUE TOMATO Right Back On Track, Ooh-I Like It nú þcgar I hópi vinsælustu laga á landínu. T0T0 - PAST TO PRESENT 1977 -1990 9 al þeirra bestu lögum auk fjögurra nýrra jafngóðralaga. Algjör klassagrifur MUSIK hliómplötuverslanir GREIFARNIR - BLAUTIR DRAUMAR ÚTGÁFA 20. JÚLÍ Úrval þeirra vinsælustu laga + 4 ný meiriháttar lög. S T E I N A R AUSTURSTRÆTI 22 LENNY KRAVITZ - LET LOVE RULE Mister Capdriver er bara eilt al 10 Irábærum lögum þessarar plötu. RAUÐARÁRSTÍG 16 - PÓSTKÖFUSÍMAR 11620 - 28316 STRANDGÖTU 37 HFJ. ■ EIÐISTORGI • ÁFABAKKA 14 MJÓDD • GLÆSIBÆ ■ LAUGAVEGI 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.