Morgunblaðið - 19.08.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.08.1990, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1990 Alice Bensing þreifar á upphand- leggsvöðvum eiginmanns síns, Roberts Bensings, sem er 72 ára gamall Bandaríkjamaður. „Þetta er ótrúlegt,“ segir eiginmaður- inn sem fékk sex mánaða með- höndlun með vaxtarhormónum. „Vöðvarnir eru orðnir eins og þeir voru þegar ég var um límm- tugt.“ Hann segir hormóninn ekki hafa haft áhrif á sjónina, heyrnina eða minnið en hárið hafi á hinn bóginn þykknað. Eig- finkonan segist nú vilja fá sams konar meðferð og læknarnir segja að senn verði tekin ákvörð- un um hvort konur verði látnar taka þátt í tilraununum. hún stjómast af heiladinglinum. Að- eins þriðjungur fólks yfir 65 ára aldri á við slíka sjúkdóma að stríða. Þijár sprautur á dag Robert Bensing, fyrrum vísinda- maður og uppgjafahermaður úr seinni heimsstyrjöld, er einn þeirra og var meðal þátttakenda í tilraun- inni én hann er 72 ára gamall. Hann skýrði frá reynslu sinni. „Læknamir gerðu mörg hundruð dýrar rannsóknir á mér áður en þeir samþykktu mig. Mörgum var vísað frá er leyndir sjúkdómar komu í ljós; læknamir vildu koma í veg fyrir að aukaverkanir hefðu áhrif á niður- stöðumar. Allir sem reyndust vera með krabbamein af einhveiju tagi vom umsvifalaust dæmdir úr leik. Líf mitt hefur verið dásamlegt og ég bauð mig ekki fram af einskærri sjálfselsku. Mig langar til að hjálpa öllu öldmðu fólki. Læknamir vora fljótlega famir að láta mig sprauta vaxtarhormón í sjálfan mig þrisvar í viku, í síðumar og holdmestu hluta bolsins." Eftir sex mánuði var svo komið að allir mennimir, sem fengu hor- móninn, höfðu losnað við fitu og jafn- framt bætt við sig vöðvamassa; hör- undið hafði einnig þykknað. Dr. Rud- man sagði að breytingamar væm alveg ótvíræðar. Eftir að fertugsaldr- inum er náð fara vöðvar og annar holdmassi að hjaðna hjá flestum, yfirleitt minnkar rúmtakið um fimm af hundraði á áratug. Líkamar þátt- takendanna höfðu yngst um tvo ára- tugi á hálfu ári. Sérfræðingar kanna nú hvort mikilvæg líffæri á borð við lifur, milta og ným braggast einnig við meðferðina. Dr. Rudman sagðist vera svo viss um að aðferðin væri nothæf að hann myndi ekki hika við að nota hana sjálfur. Hann er 61 árs gamall og lítur reyndar út fyrir að vera um fertugt. Margir hafa velt því fyrir sér hvort hann hafi þegar notað hormóninn sjálfuren hann neitarþví. Dr. Daniel Rudman fylg- ist með er eiginkona hans, Inge, mælir þykkt húðarinnar á handarbaki Roberts Bens- ings. Þar sem ekki hafði ver- ið búist við umtalsverðum árangri af til- rauninni voru ekki teknar sérstakar myndir af þátttakendum „fyrir" og „eftir“ til að sýna muninn. Ur þessu verð- ur bætt í næstu tilraun. Dr. Alex Fell- er, sem er ætt- aður frá Perú, er næst-æðsti maður horm- ónatilraun- anna. Hann segir ekki að sjálfur æsku- brunnurinn sé fundinn; frem- ur megi telja að búið sé að finna upp- sprettu heil- brigðisins. Mögulegar aukaverkanir Sumir sérfræðingar hvetja til varkárni. Mesta hættan er sú að vaxtarhormóninn geti valdið hækk- uðum blóðþrýstingi og aukið hættu á hjartaáfalli. Að áliti dr. Rudmans munu líða allmörg ár áður en banda- ríska matvæla- og lyfjastofnunin leyfir almenna notkun hormónsins. „Ef maður á borð við Howard Hug- hes heitinn hringdi í mig í dag gæt- um við ekki tekið hann í meðferð. Ég geri ráð fyrir að fjölmargir aldr- aðir auðkýfingar hringi í mig en við getum ekki hjálpað þeim enn sem komið er.“ Hvað sem því líður er ljóst að hagur þátttakendanna hefur batn- að meira en nokkurn þeirra hefur órað fyrir. Frederick McCullough er 65 ára og fer nú slíkum hamförum að eigin- kona hans, Rita, uppnefnir hann Stjána bláa eftir teiknimyndahetj- unni sterku. Fyrir skömmu fór hann upp á þak til að mála reykháfinn. Rita segir að hár eiginmannsins, sem lengi hefur verið grátt, sé að verða svart á ný. „Hann ræður bókstaflega yfir óeðlilega mikilli orku miðað við aldurinn," segir hún. „Hann kvartar a;ldrei yfir lasleika lengur, er eins og unglamb á hverjum degi.“ Robert Bensing sagði: „Það eina sem hryggir mig er að allir indælu vinimir skuli ekki hafa fengið að taka þátt í þessari tilraun, að ég einn skuli njóta árangursins." Dr. Rudman varar við vonum um að vaxtarhormóninn muni beinlínis lengja lífið. „Það eina sem hann ger- ir er að bæta líf okkar en ef við þurfum á annað borð að eldast er eins gott að við höldum kröftunum og getum notið lífsins. Ég vona að vaxtarhormóninn muni einhvern tíma gera þúsundum aldraðra, sem nú verða að eyða lífinu á sjúkrahús- um eða í hjólastól, kleift að standa á fætur og fara heim.“ Bensing er meðal 12 manna sem notið hafa góðs af læknisfræðilegri tilraun í Bandaríkjunum er gæti breytt þeim væntingum og ótta sem við öll tengjum því að eldast. Markmið til- raunarinnar er að ganga úr skugga um hvort hægt sé að stöðva öldmn í konum og körlum og snúa taflinu við. Áður en tilraunir hófust var lækn- unum fyllilega ljóst hve stórkostlegar afleiðingar þetta gæti haft — frá því á dögum Fom-Grikkja hafa menn reynt að finna töfralyf eilífrar æsku. Allir sem tóku þátt í tilraununum, er fóra fram við Heilbrigðisstofnun uppgjafahermanna í Milwaukee og læknaháskóiann í Wisconsin, vom því látnir sverja þagnareið. Vísindamennirnir, sem em tíu, hafa meðhöndlað sjálfboðaliða með vaxtarhormón er læknar hafa þekkt í þijátíu ár en fram til þessa hefur hann eingöngu verið notaður til að reyna að hjálpa börnum sem vaxa óeðlilega hægt eða alls ekki. Tuttugu árum yngri á sex mánuðum Læknarnir kynntu niðurstöður sínar fyrir skömmu í hinu virta tíma- riti New England Joumal of Medic- ine. Þeir segja að gerð hafi verið til- raun með 21 heilbrigðan karlmann á aldrinum 61-81. Þeir sem fengu vaxtarhormóninn virtust vera líkam- lega tuttugu ámm yngri er tilraun- inni lauk. Holdmassinn og vöðvar höfðu vaxið, fita hjaðnað og hörand- ið var þykkara. Vísindamennimir vömðu við því að um bráðabirgðanið- urstöður væri að ræða og langtíma- áhrif vaxtarhormónsins væm óþekkt. „Við höfum ekki uppgötvað uppsprettu æskunnar," sagði höf- undur skýrslunnar, dr. Daniel Rud- man. „í rauninni virðist þetta fremur vera uppspretta heilbrigðisins," sagði dr. Alex Feller, næst-æðsti maður rannsóknanna. En þrátt fyrir þessa varfæmi ollu niðurstöðumar miklu írafári. Síma- borð sjúkrahússins var nærri brostið undan álagi 300 upphringinga á dag frá útvarpsstöðvum, dagblöðum og sjónvarpsstöðvum er vildu fá viðtöl við þátttakendur í tilrauninni. Einnig hringdu auðugir Bandaríkjamenn sem vildu fá að vita hvort þeir gætu líka fengið meðferð. „Við urðum að stöðva þetta,“ segir Torang Marphet- ia, talsmaður sjúkrahússins. „Það er ekki lengur hægt að ná í dr. Rud- man; við viljum ekki að hann fái hjartaáfall. Við höfum meira að segja vísað á brott fjölmiðlamönnum frá Rússlandi." En áður en dr. Rudman fór í felur veitti hann undirrituðum einkaviðtal. Börn og aldraðir Dr. Rudman sagðist fyrst hafa fengið áhuga á öldmn þegar foreldr- ar hans dóu. Hann var þá kominn í hóp fremstu sérfræðinga á sviði vaxtarskorts hjá bömum og með- höndlaði þau með vaxtarhormón sem unninn var úr heiladinglum látins fólks. „Við þurftum 40 lík til að geta hjálpað einu bami,“ sagði dr. Rud- man. „Hormóninn var svo dýr að við notuðum hann af mikilli varfæmi og aðeins til að hjálpa bömum. En síðan varð ég að sætta mig við að foreldr- ar mínir létust af ellihrörnun án þess að ég fengi rönd við reist. Ég ákvað að fara að kanna áhrif vaxtarhorm- ónsins á öldmn og helga þannig fer- il minn foreldram mínum." Bandarískum vísindamönnum hafði loksins tekist að fjöldafram- leiða vaxtarhormóninn með því að beita líftækni. Rudman átti því gnægð af efninu handa gamla fólk- inu. Það varð til að hvetja hann énn frekar að breskir læknar hófu til- raunir með tilbúinn vaxtarhormón handa fólki er misst hafði heilading- ulinn vegna skurðaðgerðar til að fjar- lægja krabbamein. Fyrir tveim ámm fannst dr. Rudman að hann væri kominn svo vel áleiðis að hann gæti byijað tilraunir með fólk. „Við báðum um hrausta sjálfboðaliða sem komnir væm á efri ár og ættu þeir að taka þátt í tilraunum er gagnast myndu öllu mannkyni." Sjálfboðaliðamir vom valdir af gaumgæfni. Allir áttu við kvilla að stríða í þeim hluta líkamsstarfsem- innar er stjórnar líkamsþroska en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.