Morgunblaðið - 19.08.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.08.1990, Blaðsíða 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. AGUST 1990 BAKÞANKAR Græna hliðin upp! * Eg sat á flugstöðinni á Orly- ílugvelli á leiðinni heim og virti fyrir mér samferðafólkið. Flestir farþeganna voru Frakkar sem höfðu valið að eyða sumar- friinu á þessari eyju norður i ís- hafi. Mér var vel heitt þar sem ég sat íklædd góðri buxnadragt og mpó yfirhöín eða „frakka “ á hand- leggnum svona til öryggis. Ég brosti í laumi að eftir Helgu Thorberg ungu pari sem sat á móti mér. Þau voru klædd í stutterma boli og stuttbuxur með svogott sem engum skálmum og um mittið höfðu þau innanklæðatöskur fyrir verðmætin. Ég hugsaði með mér: „Ja, hvað þeim á eftir að verða kalt, greyjunum, það hefur gleymst að fræða þau um hita- stigið á íslandi." Þetta unga par var greinilega barnlaust, því þeg- ar ein víkingafjölskylda bættist i hópinn, hnippti unga konan í manninn og horfði með aðdáun á litlagullfallega ljóshærða vikin- gatelpu sem kjagaði frjálslega um. Flugferðin gekk tíðindalaust fyrir sig, nema hvað flugfreyurn- ar fóru óvenju margar ferðir með brauðbakkana. Stuttu fyrir lend- ingu gáfu sig á tal við mig þrír ungir Frakkar sem sátu fyrir framan mig. Þeir voru með kort af Reykjavík og vildu vita hvern- ig þeir kæmust að gististað sínum. Ég sagði þeim að þeir þyrftu að taka leigubíl, strætó væri hættur að ganga. En þeir voru ekki með íslenska peninga. Ég taldi vist að banki væri opinn í fríhöfninni enda þótt komið væri fram yfir miðnætti. Þeir hlytu að hafa opið til skipta ávísunum fyrir landann sem not- ar ekki greiðslukort en vill versla í fríhöfninni. Bankinn reyndist lokaður svo ég mátti versla fyrir fránkana mína. Ég sagði drengj- unum að það hlyti að vera hægt að skipta peningum á Hótel Loft- leiðum þegar þangað væri komið. Ég svipaðist um eftir unga fá- klædda parinu áður en ég braust út úr flugstöðvarbyggingunni með áhlaupi, búin að reyra að mér frakkann upp í háls. Ég sá þau hvergi og hefði sjálfsagt ekki þekkt þau, þar sem þau hafa örugglega verið búin að klæða sig í allt upp úr bakpokunum. Úti var 10 gráðu hiti og ekki bara niðadimm nóft, heldur slagveð- ur, rok og rigning. Hvað ætli fólkinu finnist eigin- lega við þessa fyrstu sýn af ferða- mannalandinu íslandi? Ætli þetta sé sama myndin og er fram- an á franska ferðamannbækl- ingnum? Gamli fararstjórinn gaus upp í mér og mér fannst að ég yrði að snúa „grænu hliðinni UPP“ °g reyna að milda aðkom- una., Eg sem íslendingur bar ábyrgð bæði á veðrinu og opnun- artíma banka í þessu landi. Mér fannst það nógu mikið áfall fyrir þetta ferðafólk að koma í þetta veður og myrkur að það þyrfti ekki að standa peninga- og vegalaust um miðja nótt á hjara veraldar. Ég var sótt út á ílugvöll og hljóp því inn í rútuna til að segja skjólstæðingum minum að ég mundi bíða þeirra á Hótel Loft- leiðum og skipta fyrir þá peníng- um ef með þyrfti. Á Hótel Loft- leiðum reyndist hvergi hægt að skipta peningum. Hvar er ferða- mannaþjónustan hér á landi? Áætlunarflug er seint á kvöldin en ekki er hugsað um að sinna þörfum ferðafóíks. Ekki geta t.d. Frakkar fengið íslenska peninga í frönskum bönkum áður en þeir koma til landsins. Græna hliðin var að verða mosavaxin þegar ég fór að hugleiða hvort ég ætti að selílytja þá þrjá á áfangastað í bílnum. En viti menn. Myrkrið lýstist upp. Það reyndist ekkert mál að finna leigubílstjóra sem tók franska peninga. Þegar ég horfði á eftir ungu mönnunum upp í bílinn sá ég ekki betur en að græna mottan væri orðin hvanngræn og leigubílstjórinn rósin í ferðamannagatið. ■er ■er ■ Suðurhlíðarskóli, Suðurhlíð 36, Reykjavík EINKASKOLI FYRIR BORN Á GRUNNSKÓLAALDRI II* ■ BH Suðurhlíðarskóli býóur upp ó: - einsetinn skóla - samfelldan skóladag - aðstoð við heimanám - gæslu fyrir yngri börn Suðurhlíðarskóli er almennur grunnskóli þar sem lögð er áhersla á einstaklinginn og árangur í námi í kristilegu umhverfi. Skólinn er starfræktur af S.d. aðventistum. Getum bætt við nokkrum nemendum í 1,- 5. bekk. Hringdu og fáðu nánari upplýsingar ísíma 91-679260 OFNASMIÐIA SUÐURNESIAHF Bjarni M. Bjarnason Bergstaðastræti 31 A - Kennitala: 080761-4009 Símí 26993 - Bílasími 985-28454 HÓTEL KEFLAVÍK -BQÐEIND SF.- Tryggingafelag bindindismanna HÚSA SMIDJAIM Super Formula 101 KYOLIC AGED GARLIC EXTRACT POWDER GARLIC PLUS® Kristinn Sveinsson byggingameistari Hólastekk 5 — Símar 686431 — 74378 Kennitala 171024-2509 - Vsk.nr. 12523 Iswnbf SUNANGRUNARG^R VOLTI HF. r NETAGERD JÓNS HOLBERGSSONAR Hjallahrauni 11, Hafnarfirói, simi 54949 BREIÐFJÖRÐS BUKKSMIÐJAHF SICTÚNI 7-121 REVKJAVÍKO 29022-29025 B.M.VALIA'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.