Morgunblaðið - 19.08.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.08.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1990 C 31 Áhorfendur á Hálogalandi fylgjast meö af áhuga. Fimleikadeildin hefur löngum veriö ein sterkasta deild Ármanns. Hér er hún eins og hún var skipuð haustið 1948. SÍMTALID... SÍMTALIÐ ER FIÐ... JAKOB BRAGA HANNESSON, FRAMKVÆMDASTJÓRA RE YKIAFÍKURMARAÞONSINS 50.000 TIL 60.000SKREF 83377 íþróttasamband íslands. — Góðan, daginn; Jakob Bragi Hannesson? Fijálsíþróttasambandið. — Jakob Bragi Hannesson? Augnablik. Já, halló. — Jakob? Já. — Góðan daginn, þetta er á Morgunblaðinu, ég heiti Urður Gunnarsdóttir á sunnudagsblaði. Mig langaði að heyra hvað liði undirbúningi Reykjavíkurmara- þons? Undirbúningurinn stendur bara mjög vel, nú er aðalannatíminn að fara í hönd, þar sem flestir munu láta skrá sig næstu daga. — Hvað gerir þú ráð fyrir að þeir verði margir? Ætli þeir verði ekki um 1.500. — Ekki hlaupa allir maraþon? Nei, það eru langflestir í skemmtiskokkinu, sem er 7 kíló- metrar. — Hversu margir heldur þú að hlaupi sjálft maraþonið? Svona í kringum 100 manns, það er þá fólk sem er búið að æfa sig nokkuð vel. Keppa ein- hveijir útlendingar í hlaupinu? Já, ætli það verði ekki einhvers stað- ar milli 200 og 300 útlendingar, svip- aður fjöldi og hefur verið undanfarin ár, kannski eitt- hvað færra núna. — Vitið þið hvernig á því stendur? Nei... jú, það er dýrt að koma hingað til íslands og spurning hvort maraþonið hafí verið nógu vel kynnt. — Hver er besti tíminn í Reykjavíkurmaraþoninu? 2.19,46 sem Bretinn Jim Doig setti og er hnífjafnt Íslandsmetinu hans Sigurðar P. Sigmundssonar. — Þú veist náttúrulega ekki hver tími hermannsins var' sem hljóp frá Maraþon til Aþenu á sínum tíma og hneig niður dauður að því loknu? Nei, það geri ég nú ekki, það eina sem menn telja sig vita er vegalengdin, 42,195 kílómetrar. — Er ekki óðs manns æði að láta menn hlaupa vegalengd sem gerði út af við þann sem hljóp hana fyrst? Nei, ekki finnst okkur það, enda em þetta menn sem em í góðri þjálfun, sumir hafa æft í ár fyrir hlaupið. — Tekur þú sjálfur þátt í hlaup- inu? Nei, það geri ég ekki, ég verð á fullu í undirbúningnum. — Hefur þú hlaupið maraþon? Já, ég hef hlaupið fjórum sinn- um. — Er þetta ekki með erfiðari íþróttagreinum? Jú, þetta er þrekraun en mjög skemmtileg, sér- staklega að hlaupi loknu. Maraþon- hlaup þykir mjög erfitt, það er talið að í því séu á milli 50.000 og 60.000 skref. — Það var og... Ég þakka þér kærlega fyrir spjallið. Það var nú lítið. — Vertu bless- aður. Blessuð. MAGNÚS H. Magnússon komst fyrst í sviðsljós ljöl- miðla árið 1973 er Heimaeyj- argosið varð. Hann var þá starfandi sem bæjarstjóri Vestmannaeyja og hafði haft þann starfa frá árinu 1966. Hann þótti standa sig vel á því erfiða tímabili sem fylgdi í lgölfar gossins. Magnús kom aftur í sviðsljósið 1978 er hann var kosinn á þing en hann varð heilbrigðisráðherra í stjórninni sem sat 1978 til 1979 og svo einnig samgönguráð- herra í bráðabirgðastjórninni sem sat frá október 1979 til febrúar 1980. Hann sat á þingi til 1983. En hvar ætli Magnús ali manninn í dag? Magnús H. Magnússon starfar nú mikið í þágu aldraðra. Hann var kosinn formaður Sam7 taka aldraðra í apríl s.l. og það er mikið að gera hjá þessum sam- tökum að sögn Magnúsar. Þau eru nú að byggja 52ja íbúða hús vestan við Borgarspítalann og fleiri byggingarframkvæmdir eru á döfinni. Magnús er orðinn 68 ára gam- all. Hann segir að er hann fór á eftirlaun hafi hann helst kviðið fyrir iðjuleysinu og því að hafa kannski ekkert til að dunda við. Raunin varð allt önnur. „Þegar ég hætti á þingi varð ég stöðvarstjóri Pósts og síma í Vestmannaeyjum en þann starfa hafði ég áður en ég varð bæjara- stjóri þar,“ segir Magnús. „Ég var HVAR ERU ÞAU NÚ? Hvar eru þau nú?/Magnús H. Magnússon fyrrverandi rádherra Starfar í þágu aldraðra þar að auki varamaður á alþingi og kom þar oft inn allt þar til ég fór á eftirlaun 1987.“ Frá árinu 1987 hefur Magnús haft í nógu að snúast. Hann hefur starfað í ýmsum nefndum og má þar nefna formennsku í nefnd sem unnið hefur að úttekt á brunamál- um í landinu og hann hefur verið ritari nefndar sem er að gera áætlun til fimm ára um byggingu húsnæðis fyrir aldraða á landinu öllu. „Sá ótti minn að ég hefði lítið að gera á eftirlaunaaldrinum hef- ur sem betur fer ekki verið á rök- um reistur,“ segir Magnús. „Kannski hefur þetta verið of mikið ef eitthvað er. Áhugamálin hafa svoldið setið á hakanum. Ég hef gaman af golfi en mér hefur ekki tekist að stunda það nema fjórum sinnum í sumar sökum anna.“ Hvað framtíðina varðar segir Magnús að hann muni halda áfram störfum sínum meðan heils- an leyfir. Hann hefur að vísu í hyggju að draga úr nefndarstörf- unum en einbeita sér meir að störfum sínum í þágu aldraðra. „Þannig lít ég á stöðuna í dag en síðan er bara að sjá til hvernig þetta artar sig.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.