Morgunblaðið - 19.08.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.08.1990, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1990 íranir fagna drápsvopni. TÆKNI/Verbur eldflaugastríb í austurlöndum nœr? ------i-- Sprengjur SÚ STAÐREYND heyrist sjaldnar en ætla mætti í fréttum, að ísraels- mönnum séu kjamorkuvopn nærtæk. Þessi staðreynd hefur áhrif á flest atriði þess fréttaflóðs sem dynur yfir okkur daglega úr Austurl- öndum nær. Til dæmis veitist Bandaríkjamönnum mun erfiðara en ella að þrýsta ísraelsmönnum til að taka upp aðferðir að þeirra eigin skapi í samskiptum þeirra við arabaríkin. Enn sjaldnar heyrist þegar minnst er á hugsanlegt stríð á þessu svæði, að meira og minna hvert ríki þess er þegar komið með eldfiaugar sem ná vel út fyrir mörk þess, og oft langt út fyrir. Þetta leiðir augljóslega til að næsta hugsan- lega stríð þessa svæðis yrði margfalt voðalegri hildarleikur en stríðin kennd við Súez, sex dagana og Yom Kippur. eftir Egil Egilsson Svo að tekið sé aðeins svæðið í kringum ísrael má segja að hvert ríki þess svæðis eigi eldflaugar til að kasta hvort sem væri venjuleg- um sprengjum, efnavopnum eða kjamavopnum á hvert hinna sem vera skyldi. Að- eins ísraelsríki eitt er þó talið ráða yfir kjarn- orkuvopnum, þrátt fyrir harða viðleitni ýmissa hinna til að nálg- ast þá tækni. Eldflaugar þessara ríkja draga þó mjög mismunandi langt, en Israelsríki er innan seiling- ar nokkurra þeirra. Ef til ótakmark- aðs stríðs kæmi skiptir ekki öllu máli sú staðreynd að hin eigi ekki kjarnavopn, því að með útsmognum drápsaðferðum hátækninnar eru „venjulegar" sprengjur ótrúlega virkar, og þarf ekki margar til að eyðileggja borg eða flugvöll. Eld- flaug hlaðin efnavopnum getur eyði- lagt stórt byggt svæði. Þetta sann- aðist er írakar reyndu það á Kúrdum fyrir nokkrum ámm. Hvernig fengið? Stórveldin, einkum Sovétríkin, eiga nokkra sök á útbreiðslu eld- flauganna. Sumt af tækninni hafa ríkin komist yfir með njósnum, og sem stendur er einfaldlega'til alþjóð- amarkaður eldflaugatækni, svo að peningar eru allt sem þarf, eigi kröf- umar til eldflauganna ekki að vera allt of miklar. Það eru þær sjaldnast á þessu svæði, því að vegalengdir eru skammar, og því fylgir að stýri- búnaður þarf ekki að vera nákvæm- ur. Eldflaugarnar eru það sem heitir á alþjóðamáli „ballisískar", þ.e. meg- inhluta vegalengdarinnar fara þær yfir andrúmsloftinu á kastinum sem hreyfillinn gaf þeim áður en hann brann út. Til að hitta vel í mark, setjum svo að það sé á 500 km færi, þarf fyrst og fremst að gtýra svokölluðum sleppihraða, semsé þeim hraða sem flaugin hefur þegar kastið hefst og hreyfillinn brennur upp. Til að leysa tæknivandann hafa vinveitt ríki hjálpað hvert öðru, þau hafa getað endurbætt og margfaldað flaugar sem stórveldin hafa veitt þeim. Þannig var t.d. um fyrstu vemlegu flaug ísraels, Jeríkó 1. Og umfram allt þá er tæknin ekki svo óskaplega flókin, að ríki með sæmi- lega tæknimenntun ráði ekki við vandann. Hvatir Allir vita að næg ástæða er fyrir styijöld í Austurlöndum nær. Margir tala sem svo að aðeins sé spuming um tíma hvenær hún komi. Spyija má hvort svokölluð fælni hafi ekki haft sín áhrif einnig hér, eins og var á milli risaveldanna á meðan þau vom á öndverðum meiði. En jafnvel þó að eitthvert ríki telji styijöld ekki yfirvofandi, telur það sig engu að síður hafa mikilvægar ástæður til að verða sér úti um eldflaugar og hættulegar hleðslur í þær. Ein ástæðan er það álit og sú virðing sem ríki öðlast við það. Önnur skyld ástæða er að þá kemst ríkið yfír pólitískt vald sem það beitir í átökum til að leggja að mótaðilanum. Dæmi um þetta sem er alveg nýtt af nál- inni er írak. Það er á margan hátt að reyna að vera forysturíki araba- heimsins, og leggur einmitt mikla áherslu á þennan hemað. Þessa dag- ana er það að nota sér aðstöðu sína til að leggja pólitískan þrýsting á Kúvæt. LÆKNISFRÆDI/TV^t)/ vidurstyggd eydileggingarinnar skemmra en cetla mcetti? Skuggi sprmgjunnar SNEMMA í þessum mánuði voru liðin 45 ár frá því tveimur jap- önskum borgum var eytt í kjarn- orkueldi. Talið er að 150 þúsund manns hafi farist þegar í stað en 60 þús. til viðbótar látið lífið á næstu vikum af völdum sára og annarra geislunarskemmda. Þá er ótalinn sá fjöldi sem hélt lífi þrátt fyrir margvíslegt heilsutjón, bæði sýnilegt og falið; sumir vesluðust upp og dóu fyrir aldur fram úr sjúkdómum sem beint eða óbeint ógnardaganna 6. eftir Þórarin Guðnason mátti rekja til og 9. ágúst. Þetta var í upphafi kjamorku- aldar og reynsla af áhrifum geisla- virkni á líkama manna og dýra af skornum skammti. Þeir sem mest kunnu fyrir sér í þeim efnum óttuð- ust að ein afleiðing kjamorku- sprengingar yrði háskalegar breytingar í kyn- fmmum þeirra sem lifðu af svo magnaða geislun og afkomendur þeirra, jafnvel í marga ættliði, kynnu að reyn- ast vanheilir á einn eða annan veg. Nú að tæp- lega hálfri öld liðinni hefur safnast vitneskja um ýmis atriði en gera má ráð fyrir að ekki séu öll kurl komin til grafar og næstu áratugir muni smám saman bæta þar við. Margar þung- aðar konur ólu í fyllingu tímans vansköpuð börn og ef fóstur varð fyrir hremmingunni á þriðja eða ijórða mánuði meðgöngunnar var algengt að andlegur þroski væri skertur. Á hinn bóginn virðast þau afkvæmi sem vom getin eftir kjarnorkuhörmungarnar ekki hafa goldið þess sem foreldrar þeirra urðu að þola. Nýlega hafa verið rannsökuð 72 þús. „böm“ úr þess- um hópi, flest orðin fullvaxnar eða miðaldra manneskjur, og kom ekk- ert í ljós sem benti til að kjarnorku- skemmdir gangi í ættir; hvorki vanskapnaður eða litningatruflanir í hvítum blóðkornum né heldur krabbameinstíðni umfram það sem gengur og gerist. En öllu þessu höfðu vísindamenn borið kvíðboga fyrir. Það gerir almenningur í Jap- an líka eins og von er til og ganga af því sögur að feður ráði stundum njósnara til að komast að því hvort tilvonandi tengdasonur eða -dóttir séu af geisluðu bergi brotin. Menn flíka því ekki að þeir hafi orðið fyrir kjamorkugeislun og af þeim sökum veigra margir sér við að láta skrá sig og notfæra sér þann stuðning frá ríkinu sem þeir lögum samkvæmt eiga rétt á. Það kann nú að breytast ef brennimark geislunarinnar hættir að fylgja ættinni eins og afturganga. Málið skýrist væntanlega betur á næstu áratugum þegar afkvæmi geisla- fólksins komast á það æviskeið sem stundum er nefnt krabba- meinsaldur og það með réttu, því að flestar tegundir illkynja sjúk- dóma sækja frekast heim þá sem em farnir að reskjast. Ef tíðni krabbameina verður ekki meiri hjá þeim en öðrum þegar fram líða stundir er víst óhætt að segja að betur hafi úr ræst en á horfðist í fyrstu. Vitað er að hjá sumum dýrum veldur geislun breytingum sem erfast. Ef til vill eru manneskjur flestum tegundum betur til þess búnar að bæta sér tjón sem þær hafa orðið fyrir. Sú er tilgáta sumra vísindamanna og við skul- um vona að rétt sé til getið. Á snöggu augabragði. LÖGFRÆDI /Hefur heimildin verib misnotub? Bráðabirgðalög 28. GR. stjómarskrárinnar hljóð- ar svo: „Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög milli þinga. Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórn- SKOUTSALA Laugavegi 41, sími 13570. Skðverslun Þórðar, Kirkjustræti 8, sími 14181. arskrána. Ætíð skulu þau lögð fyrir næsta Alþingi á eftir. — Nú samþykkir Alþingi ekki bráðabirgðalög, og fallaþau þá úr gildi. — Bráðabirgðaljárlög má ekki gefa út, ef Alþingi hefur samþykkt ljárlög fyrir fjár- hagstímabilið." Heimildin til útgáfu bráða- birgðalaga byggist á því að þær aðstæður geti komið upp að þörf á lagasetningu sé svo brýn að hún þoli enga bið. Sambærileg heimild var í 5. gr. stjórnarskrárinnar frá 1874. Á þeim tíma var meiri þörf fyrir þetta úrræði en nú er þegar Alþingi sat ekki nema annað hvort ár og þá aðeins 6 vikur í senn. Að eftir Davíð Þór Björgvinsson auki voru samgöngur mun erfiðari en nú er og meira mál að kalla saman þing ef á þurfti að halda. Heimildin var því sett til að skapa leið til að bregðast skjótt við óvænt- um uppákomum, svo sein harðjnd- um, náttúruhamförum, styijöldum, drepsóttum og þess háttar. Þetta er umhugsunarvert þegar haft er í huga hvernig heimildin til setningar bráðabirgðalaga hefur verið notuð. Samkvæmt ákvæðinu er það for- setinn sem gefur út bráðabirgðalög. Þetta gerir -forsetinn hins vegar ekki nema fyrir atbeina og á ábyrgð ráðherra ríkisstjórnarinnar. Að öðru leyti setur ákvæðið þijú skilyrði fyrir útgáfu bráðabirgðalaga: I fyrsta lagi verður að gera þetta milli þinga. í öðru lagi er þetta aðeins heimilt þegar brýna nauðsyn ber til lagasetningar og í þriðja lagi mega bráðabirgðalögin ekki bijóta gegn stjómarskránni. Um fyrsta skilyrðið þarf ekki að fara mörgum orðum, enda engin þörf fyrir úrræði sem þetta þegar þing situr. Bráðabirgðalög sem sett yrðu á meðan þing sæti yrðu vænt- anlega að engu hafandi. Annað meginskilyrðið fyrir útgáfu bráða- birgðalaga er að brýn nauðsyn sé á lagasetningu. Þetta atriði veldur einatt deilum þegar bráðabirgðalög eru sett. Viðkvæðið hjá stjórnarand- stöðunni er oftast að lagasetningin hefði vel getað beðið þar til þing kæmi saman. Samkvæmt orðalagi ákvæðisins er ekki nægilegt að lagasetningin sé æskileg eða skyn- samleg, heldur er átt við að hún sé svo aðkallandi að hún þoli ekki bið. Augljóst er að þetta skilyrði er afar matskennt. Reynslan hefur sýnt að ekki er farið strangt í sak- irnar í þessu efni. Bráðabirgðalög hafa verið gefin út af margvíslegu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.