Morgunblaðið - 19.08.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.08.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 199D C 17 Mér hlýnaði alltaf svo einkennilega fyrir bijóstinu þegar hann kallaði mig nafna. Ég vissi að það var eitt- hvað merkilegt. Það var strengur sem lá frá honum til mín og að hann yrði þar að eilífu. Myndi aldr- ei rofna. Ég hafði verið skírður á fimmtugsafmælinu hans og bar nafn hans og ömmu. Og ennþá löngu eftir að ég komst á fullorðins- ár fann ég þessa kennd í bijóstinu og vona að ég verði aldrei svo gam- all að ég glati henni. Og þannig gæti ég haldið endalaust áfram, tekið brot og brot úr minningabank- anum og raðað þeim saman og fengið fram lifandi mynd í hug- skoti mínu. En ég læt hér staðar numið, vegna þess að margar þess- ar minningar eru bara fyrir mig og afa. Og sumar, helst þær ljúfustu, vekja söknuð eftir einhveiju sem aldrei getur orðið aftur og við verð- um ósanngjöm og ásökum almættið og spuijum: Hvers vegna hann? Við skyldum frekar þakka Guði að gam- all, þreyttur maður fékk hvíldina og fékk að halda sinni mannlegu reisn til hins síðasta. Ég bið algóð- an Guð að blessa og varðveita ömmu mína um ókomna tíð. Ég bið hinn sama Guð að blessa og varðveita börn þeirra^og ijöl- skyldur. Ég bið að hann megi sér- staklega í náð sinni líta til með Benedikt, Lellu, Heiðu og börnum þeirra, en þau mega nú í annað sinn á fáum dögum fylgja ástvini til grafar. Áfa mínum blessuðum þakka ég samfylgdina og ég er sannfærður um að hann hefur nú dregið bát sinn í naust á strönd bernskunnar og hjúfrar sig í móðurfaðmi og hlustar á hjartslátt hins eilífa lífs tjá sér ást og umhyggju og finnur sér blíðlega strokið um kinn og hvarma. . Guð blessi afa minn Sigurð G. Jóhannsson. Sigurður Rúnar Magnússon FASTEIGN Á SPÁNI Verðfráísl.kr. 1.600.000,- Aðeins 30% útborgun. Einstök afborgunarkjör. Ódýrar ferðir fyrir húseigendur. Kynningarfundir á Laugavegi 18 alla virka daga. Einnig á sunnudögum frá kl. 15.00-18.00. Sími 91-617045. Komið í kaffisopa og kynnið ykkur málin. G. Óskarsson & Co. ORLOFSHUS SF. sauta Kveðjuorð: Guðmundur J. Magnússon Þegar mér barst fregnin um lát mágs míns, Guðmundar J. Magnús- sonar, vöknaði mér um augu. Fjöl- margar minningar að heiman úr sveitinni okkar komu upp í hugann. Þar kynntumst við. Frá þessum árum eru endurminningarnar ljúfar. Þær tengjast margskonar samkom- um og gleðistundum, sveitaböllum, veiðiferðum, hestamótum, o.fl., að ógleymdum stundum með þeim Dóru systur minr.i og Guðmundi _er þau voru að draga sig saman. Ég man hve mér þótti það sárt er þau fluttu burt til Reykjavíkur. Mundi, eins og hann var kallaður svona dags dag- lega, hafði m.a. gaman að því að blanda geði við annað fólk. Ekki þótti honum verra að fá sér þá í glas við slíkt tækifæri. Hann átti létt með að umgangast annað fólk. Mér og fjölskyldu minni var hann ætíð góður og skilningsríkur. Þannig gæti ég haldið áfram að telja upp það sem prýddi mág minn, sem var sannkallaður mannkostamaður. Við, ég og fjölskylda mín hér vest- ur í Bandaríkjunum, kveðjum Guð- mund og sendum ástvinum heima innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að gefa þeim styrk og að blessa minningu mágs míns. Anna Erla Ross VIÐ BJOÐUM AÐRA VIKUFERÐ TIL ÍTALÍU Á ÓTRÚLEGU VERÐI 17.-24. september Vikuferðin til Ítalíu sem við buðum í síðustu viku seldist eins og heitar lummur enda um verulega spennandi ferð að ræða á hreint ótrúlegu verði. Nú ætlum við að gefa fleirum kost á að láta Ítalíudrauma sína rætast og efnum til annarrar ferðar til Riccione á strönd Adríahafsins. Þar færðu hina fullkomnu blöndu af þægilegri sólarlandaferð, ógleymanlegum skoðunar- ferðum til San Marino, Feneyja og Flórens, góðum verslunarferðum og svo auðvitað almennu nautnalífi á ítölskum veitingastöðum. Gist verður í íbúðum og á hótelum í Riccione. Verð kP. 27.700 (6 í íbúð) Innifalið: Flug, gisting, aksturað og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Önnur verðdæmi: kr. 29.900 (4 í íbúð) kr. 32.200 (2 í íbúð/hótelherbergi) Barnaafsláttur 2-11 ára, 5000 kr. Verð miðað við staðgreiðslu og gengi 9. ágúst '90. Adnatic Riviera ot Emiha - Romagna i llaíy ABAMU Rimini Riccione Cattolica Cesenatico Gatteo a Mare Savignano a Mare San Mauro a Mare Bellana - Igea Manna Misano Adnatico Cervia - Milano Marittima Lidi di Comacchio Ravenna e te Sue Manne LUXUSLÍF í ÞREMUR LÖNDUM 7.-14. september Holland, Belgía, Þýskaland Að venju flykkjast íslenskir ferðalangar í hina geysivinsælu haustferð okkartil Hoogvaals enda er ferðin spennandi og verðið hagstætt. Þar gefst kostur á góðum kynnum af löndunum þremur: rómantík í Móseldalnum, verslunar- og vínsmökkunarferð í Þýskalandi, ferðalagi um Ardennafjöllin til Belgíu og letilífið verður tekið föstum tökum í Hollandi. Gist verður í vönduðum smáhýsum á hollenska sumarhúsasvæðinu Hoogvaals þar sem gestir liggja í sundi eða gufu, iðka íþróttir eða hvað annað sem þeim dettur í hug. Sannkallað lúxuslíf í stórkostlegu umhverfi! Verð kr, MqqO (6 í húsi) Innifalið: Flug, gisting í Hoogvaals, akstur að og frá flugvelli ytra og íslensk fararstjórn. Önnur verðdæmi: kr.31.635 (4 í húsi) kr. 36.860 (2 í húsi) Barnaafsláttur 2-11 ára, 8000 kr. Verð miðað við staðgreiðslu og gengi 16. ágúst '90. m mm Samvinnuferöir - Landsýn Reykjavik: Austurstræti 12. s. 91-691010, Innanlandsferðir, s. 91-691070, póstlax 91 -27796. telex 2241, Hótel Sögu við Hagatorg, s 91 -622277, póstfax 91 -623980. Akureyri: Skipagötu 14, s. 96-27200. Dóstfax 96-27588. telex 2195 HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.