Morgunblaðið - 19.08.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.08.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1990 C 23 Indíana Gísla- dóttir - Minning Fædd 6. desember 1904 Dáin 14. ágúst 1990 Hún amma mín er dáin. 85 voru árin hennar orðin en samt kom dauðinn snöggt og óvænt og hrifs- aði hana! frá okkur á þessu hlýja og sólríka sumri. Hún hafði ekki kennt neins veikleika fyrir hjarta en fékk nú stórt áfall sem reið henni að fullu. Kannski var það best svona — fljótt og án langvarandi þjáninga — en ég átti svo margt órætt við hana og við ölt. Eg veit að hún átti eftir að segja mér frá ferðinni sinni til Danmerkur tit Þórunnar dóttur sinnar og Gylfa manns henn- ar en þá ferð fór hún aðeins fáum vikum fyrir andlátið. Hún amma mín elskaði nefnilega sólina, ylinn og gróskuna auk þess sem hún vissi fátt skemmtilegra en að bregða sér í ferðalag. Það hlýjar okkur einnig um hjartarætur sem eftir sitjum að vita að eitt af því síðasta sem hún gerði var að fara með Önnu Gunnu dóttur sinni og hennar manni í bílferð að Gullfossi sem sýndi sig í fegursta skarti þann dag. Þessar fallegu minningar voru henni áreið- anlega huggun á hennar örlaga- stund. Hún amma mín óttaðist ekki dauðann. Mér er ekki grunlaust um að þessi ár eftir að Jónas afi dó hafi hún stundum óskað sér til hans — þó að afstaða hennar til lífsins hafí verið jákvæð og gefandi. Afi minn og amma höfðu deilt kjörum í meira en hálfa öld þegar hann féll frá og taugin milli þeirra því römm. Þeirra heimur, þar sem þau hófu búskap norður í Skagafirði snemma á þessari öld — hún korn- ung, hann ögn eldri — hefur alltaf verið nokkurs konar sögusvið í mínum huga. Sögurnar sem hún amma mín hefur verið að segja mér frá bamæsku og fram á þennan dag vora nefnilega flestar úr hinu raunveralega lífi og virtist sá sjóður nær óþijótandi. Eftir að amma og afí bragðu búi, fluttu þau til Akureyrar og síðan á efri áram til Reykjavíkur til að vera nær bömunum sínum. Úr Lækjargötu 13 í Gilinu á Akur- eyri á ég mína fyrstu bamsminn- ingu um Indu ömmu. Ekki held ég að það hafi alltaf verið þrautalaust að tjónka við mig þá en það sem eftir situr í mínu hugskoti era heið- ir dagar og hlý hönd sem leiddi litla stúlku upp bratta brekku. Seinna þegar Inda amma og Jón- as afí fluttu í Brekkugötuna og lífíð snerist um bækur og frímerki voru börnin þeirra uppkomin og hópur bamabamanna fór ört vaxandi. Oft var þá fjölmennt á heimilinu og Inda amma títt kölluð til að fóstra okkur krakkana um lengri eða skemmri tíma. Hún hafði eitthvert sérstakt lag á að gefa okkur öllum HÝft SÍMANÚMER AUGLV S\NG ADÖID_ 69KIH fttwgitstl’Iii&ifr af sjálfri sér — þannig að enginn var afskiptur. Á Dragaveginum í Reykjavík bjuggu svo Inda amma og Jónas afi eftir að hann lét bókaverslunina í hendur Stefáns sonar síns. Og þar steig Benni sonur minn fyrstu skrefin studdur af langafa og langömmu. Fyrir syni mína Benna og Kjartan lifir minnining um heim- sóknir Indu ömmu til Egilsstaða þar sem við áttum saman góðar stundir um jól, páska og sumur. Hún amma mín eyddi ævikvöld- inu á Dalbrautinni — í lítilli íbúð fullri af minningum. Það er enginn tilviljun að veggirnir eru þaktir ljós- myndum af ættingjum og vinum lífs og liðnum. Fólkið hennar var hennar líf og yndi. Börnum sinum kom hún til manns og — það sem var hennar stolt og lífsfylling — til þeirrar menntunar sem henni sjálfri hafði ekki staðið til boða. Elsku ömmu minni og fóstru þakka ég fyrir þolinmæðina og þá lífsvisku sem hún miðlaði mér. Einnig þakka ég henni fyrir að hjálpa mér til að verða manneskja. Elna Katrín Jónsdóttir Bókhald s- nám Tölvuskóli Reykjavíkur býður nú uppá bóknaldsnám fyrir fólk sem vill ná tökum á bókhaldi fyrirtaekja. Markmið námsins er að þátt- takendur verði fullfærir um að starfa sjálfstætt við bók- haldið og annast það allt árið. Þciin scm ckki hafa kynnst hókhaldi gcfst kostur á sérstöku grurmnimskciði. Kennsla fer fram i eftírtöldum stöðmm Reykjavik, Aknnesi, Selfossi og Vestmannaeyjm Á nám^keiAími verfluf dtlrl&r&ndi kennt: ÍTARLEG VERKEFNI LAUNABÓKHALD VmÐISAUKASKATTUR OG AÐRIR SKATTAR BÓKUN VERDBRÉFA- VJÐSKIPTA LOG OG REGLUGERÐIR RAUNHÆF BOKAHALDS- VERKEFNI, FYLGISKJOL OG AFSTEMMINGAR TÖLVUBÓKHALD: FJÁR- HAGS- Op VIÐSKIPTA- MANNABOKHALD Námskeiðifi er 72 klst Hringdu og fáftu nánari upplýsing&r. Töluusköli Revkiavíkur ____lö Borgartóni 28. S:687590 L^| TÖLVUFRÆÐSLA LEGSTEINAR GRANÍT - MARMARI Helluhrauni 14, 220 Hafnafjörður, pósthólf 93, símar 54034 og 652707. HUGVITIÐ VERÐUR í ASKANA LÁTIÐ Hér ó landi sem annars staðar er ein mikilvægasta uppspretto nýskðpunor það hugvit sem fyrir er í landinu, bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Velgengni okkar í framtíðinni ræðst af því hversu vel okkur tekst að nýta þennan auð, því öll nýsköpun í atvinnulífi þjóðarinnar byggist á hugviti. íslenskt efnahagslíf þarf á því að halda að fyrirtækin í landinu þróist og dafni. Islenskir hugvitsmenn opna þessa leið fyrir nýsköpun í atvinnulífi þjóðarinnar. Eflum íslenskt hugvit; Félag íslenskra hugvitsmanna hefur bundist samningum við Atvinnumiðlun námsmanna um gagnkvæmt fjáröflunarátak, þar sem háskóla- stúdentar afla sér og Félagi íslenskra hugvitsmanna tekna með söfnun auglýsinga og sölustarfi í fjáröflunarátakinu „Hresstaskan 1990". Tilgangur með fjáröfluninni er meðal annars sá að tæknivæða Félag íslenskra hugvitsmanna einkum með tölvubúnaði (CAD/CAM SYSTEM) til úrvinnslu hugmynda og gerð frumeintaka. Hugvit (Félog íslenskra hugvitsmanna) vinnur meðal annars að því að efla nýsköpun í íslensku atvinnulífi, greiða götu hugvitsmanna og gera góðar hugmyndir að veruleika. Fetum nýja braut til framtíðar — eflum íslenskt hugvit og tækniþekkingu. ÍSLENSK FRAMTÍÐ Á HUGVITI BYGGÐ IFELAG ÍSLENSKRA IHUGV/TSMANNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.