Morgunblaðið - 19.08.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.08.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1990 C 19 FOLR í fjölmiðlum ■ RAGNHEIÐUR DA VIÐS- DÓTTIR og BJARNIBRYNJ- ÓLFSSON haí'a tekið að sér rit- stjórn tímaritsins Mannlífs til ára- móta. Um er að ræða fjögur blöð. Árni Þórarinsson aðjvejiii tíiiki I ión- af Störfum þar á " Ragnheiður þar sern hún hygg- | * 1 tíinaritinu'Við sem |gí , in misseri og mun KjHEPÍí. aðalritstjóri Fijáls Bjarni. framtaks, Steinar J. Lúðviksson, leysa hana af þennan tíma. Bjarni hefur hinsvegar gegnt starfi rit- stjórnarfulltrúa á Mannlífi til þessa. ■ HELGIPÉTURSSON, dag- skrárgerðarmaður á Stöð 2 og fyrr- um fréttamaður, hefur hætt störf- um á Stöð 2. Ráðningarsamn- ingur hans rann út 31. júlí sl. „Mér leist ekki á ástand mála innanhúss, auk þess sem mér fannst verkefni sem lágu fyrir vera heldur klén,“ Helgi. segir Helgi um ástæður þess að hann hætti störfum. Helgi segist bauka við ýmislegt og líklega sinni hann sjálfstæðum verkefnum fyrst Regnbogabylt- ing á bresk- um blöðum EFTIR morðið á breska þing- manninum Ian Gow í sumar birtist sama myndin af flaki bifreiðar hans í öllum svoköll- uðum tabloid eða íesifrétta- blöðum. Myndin var í öllum regnbogans litum og birtist meðal annars í The Sun, sem hafði ekki áður birt litmynd- ir. Þar með gekk enn eitt breskt blað til liðs við svokall- aða „regnbogabyltingu“ eins og litavæðing blaða í Bret- landi er kölluð. Blaðið Today varð fyrst bre- skra blaða til að nota lit myndir þegar það hóf göngu sína fyrir um það bil fimm árum. Fyrir þremur árum steig News of the World það skref að prenta hluta upplags síns í litum og litaauglýsingar voru þá farnar að birtast í virðulegum blöðum eins og The Daily Telegraph, The Independent og The Sunday Times. Ritstjórar þessara blaða voru fullir efasemda, en auglýs- endur áhugasamir. The Daily Mirror hóf birtingu litmynda fyrir tveimur árum og sala blaðsins jókst um 50.000 eintök á nokkrum vikum. Fyrir ári kom röðin að Daily Express og salan hefur aukist um 57.000 eintök. Daily Mail hefur ekki enn tekið upp litmyndir og sala blaðsins hefur dregist saman um tæp 70.000 eintök. Enn er að- eins hluti af upplagi The Sun prentaður í litum, en litavæðing- in mun ná til upplagsins alls eftir nokkrar vikur. Sjónvarpið helsta sameiningaraflið DAGBLÖÐ og sjónvarp hafa mest áhrif á afstöðu og skoðan- ir fólks í Bretlandi og hafa að því leyti tekið við hlutverki fjöl- skyldunnar, prestsins og kenn- arans samkvæmt síðasta bindi Árbóka breskra fjölmiðla. Það sem sameinar Breta er það sem þeir lesa í blöðunum og horfa á í sjónvarpinu. * Ymsar athyglisverðar upplýs- ingar koma fram í síðustu árbókinni: • Sjónvarpsviðtæki eru til á á 97,2% heimila í Bretlandi og tvö tæki eru til á 46% heimila. Mynd- bandstæki er að finna 61% heim- ila — miðað við 3% 1980. • Venjulegur áhorfandi góndi á sjónvarp í þijá og hálfan tíma á dag í fyrra. • Konur eru mestu sjónvarps- þrælarnir. Sjötíu af hundraði full- orðinna áhorfenda óháðu sam- steypunnar ITV á morgnana eru konur og matvælaframleiðendur eru helstu auglýsendurnir. • í ársbyrjun 1989 var um 20,000 mótttökudiskum fyrir ger- visjónvarp komið fyrir í Bret- landi. í maí 1990 voru þeir orðnir 797.000. • Augíýsingatekjur vönduðu dagblaðanna í Bretlandi jukust um 137% á árunum 1983-1989, en æsifréttablaðanna um 78%. Sala vandaðra blaða hefur aukist um 20% síðan 1982, en sala æsi- fréttablaða hefur dregist saman um 5%. • Rúmur helmingur lesenda Da- ily Star og Today er á aldrinum 15 til 34 ára, en 46% lesenda Sun og News ofthe Woiid. Engin blöð hafa eins marga aldraða lesendur (55 ára og eldri) og Daily Te- legraph (44%) og Sunday Express (42%). • Út eru gefin 2.400 neytendarit í Bretlandi, allt frá TV Times til Trout Fisherman. Út koma 4.275 viðskipta- og sérfræðitímarit. • Alls eru 118.229 auglýsinga- spjöld við vegi í Bretlandi, á stræt- isvögnum og vörubílum eða um- hverfis járnbrautastöðvar og flug- velli. Auglýsing á leigubifreið í London nær til 53% allra kaup- sýslumanna. • Aðsókn að kvikmyndahúsum í Bretlandi hefur aukist fimm ár í röð, en aðeins 88 milljónir fara í bíó nú miðað við tæpan einn og • Indiana Jones og síðasta kross- ferðin var vinsælasta kvikmyndin í Bretlandi 1989. • Bréf send í pósti eru þriðji helsti auglýsingamátinn í Bret- landi. Dagblöð og sjónvarp eru mestu auglýsingamiðlarnir. IBM RISC System/6000 Enn kemur IBM keppiiiauluni sínum í opna skjöUlti, að þessu sinni nieð nýrri f jölskylclu firnaötlugra lölvuniiðstöðva og vinnustöðva, RISC Systein/6000, og nú eru möguleikarnir nánast ótakmarkaðir. Þessar nýju tölvur byggja á nýrri POWER-hönnun (Perform- ance Optimization With En- hanced RISC), sem felur m.a. í sér að margir örgjörvar geta framkvæmt aðgerðir samtímis. Þannig er hraði minnstu vélar- innar í hópnum 27,5 MIPS (mill- jón skipanir á sekúndu), eða mun meiri en hjá öðrum sam- bærilegum tölvum á markaðn- um. Allt sem við kemur þessum tolvum er mjög fullkomið og ýmist haTrnað frá grunni eða endurhannað til að mæta af- kastakröfum RISC System/ 6000. Sem dæmi má nefna nýja og hraðvirka IBM microchannel braut, sem afkastar allt að 40 MB á sekúndu með möguleikum á tvöföldun og jafnvel fjórföldun þess hraða, nýja diska með að- gangstíma allt niður í 11,4 msek, ný segulbönd sem geta afritað allt að 2,3 GB á litlar spólur, geisladisk sem geymir allar handbækur með kerfinu, sam- tals 6000MB, og þannig mætti lengi telja. FYRST OG FREMST SKAFTAHLÍÐ 24 REYKJAVÍK SiMI 697700 VIÐURKENNDUR SÖLUAÐILI: TÖLVUMIÐLUN HF. SKEIFUNNI 11 SÍMAR: 688517, 37222 í RISC System/6000 röðinni eru sex nýjar vélar. Þær má nota sem vinnustöðvar (t.d. fyrir teiknikerfi), sem netþjóna (t.d. sem skráamiðlara fyrir UNIX eða DOS vélar) og sem fjölnotenda- vélar (með tengingar fyrir fleiri en 500 tæki). Kerfið notar AIX 3, IBM útgáf- una af UNIX stýrikerfinu, sem hefur verið endurhannað til þess að nýta sér alla kosti RISC System/6000. Nú er álveg sama að hverju þú vinnur: IBM er með tölvu fyrir Þig!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.