Morgunblaðið - 19.08.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.08.1990, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1990 Exxon Houston, stærsta skipið sem Bangsi var skipstjóri á. Það er 72.000 tonn, 800 fet að lengd, 116 á breidd og ristir 42 fet eða um 14 metra. Skipstjóraíbúðin er á 6. hæð í brúnni. Myndin er tekin í Capetown í S-Afríku og er Tabletown Mountain í baksýn. eftir Atla Steinarsson BJÖRNILLUGI Gunn- laugsson heitir hann fullu nafni, en er oftast kallaður Bangsi. Hann fæddist á Skólavörðustíg 4C 18. októ- ber 1917 og er því á 73. aldursári. Tæplega tvítug- ur að aldri fór hann til Ameríku í boði föður síns, sem var togaraskipstjóri í Boston. Hann ætlaði alltaf heim aftur, og þegar hann fór í þessa Ameríkuferð var það að veltast í huga hans, hvað það væri gaman ef hann gæti orðið bóndi á íslandi, keyptt.d. jörðina Laxness í Mosfellssveit, þar sem hann hafði alist upp á unglingsárunum og haft það skemmtilegt. í tvö ár var hann alltaf að hugsa um heimferðina. En honum var farið að líða vel og kunni vel við sig í Amer- íku. Svo kom stríðið og ekkert varð úr heimferðini — og aðrir keyptu Lax- nesið. Bangsi skípstjórí Bangsi er enn í Ameríku. í stað þess að verða bóndi á íslandi urðu siglingar á olíuskipum hans aðal ævistarf. Um áratuga- skeið var hann skipstjóri á stærri Verslunarskólaneminn sem œtlabi ad verda bóndi en varó skipstjóri á stcerstu olíuskipum heims skipum en íslendingar hafa nokkru sinni eignast. Gæfan hefur elt hann, því í hættulegum siglingum í skipalestum á styrjaldarárunum fékk hann varla skrámu af völdum stríðsátaka og aldrei sökk skip und- an honum, — þó að hann horfði á önnur springa í loft upp og sökkva allt um kring. Nú nýtur Bangsi lífs- ins á þægilegum stað í Pompano Beach í Flórída. Þar eiga hann og kona hans, Ása María Þórhallsdótt- ir frá Vestmannaeyjum, glæsilegt einbýlishús rétt við Intercostal Wat- erway — eða siglingaleiðina innan skerja. í húsagarðinum er lítil sund- laug og nokkrum metrum frá henni er „sjávargata“ — siglingaleið fyrir báta. Þar, við einkabryggju húss- ins, er bundinn 25 tonna glæsibátur Bangsa, sem hann notar til lengri og skemmri veiði- og skemmtiferða. „Eg hef mest gaman af að skemmta mér, einkum í góðra vina hópi, ferðast, vera til og njóta lífs- ins,“ sagði hann með sínu óvenju- lega góðlega brosi, sem nær til augnanna og dregur athygli allra að þessum hvíthærða virðulega Is- lendingi, þó hann sé í stórum hópi. Fas hans allt er svo ástúðlegt, að mér fannst ég hafa þekkt hann lengi þegar ég settist niður með honum í stofunni hans í Pompano Beach. Faðir hans, Gunnlaugur Illuga- son, var togaraskipstjóri en móðir hans, Guðríður Guðmundsdóttir, var ættuð af Akranesi. Hún dó úr tæringu (berklaveiki) þegar Bangsi var á öðru ári. Föðursystir hennar var Vigdís Ámadóttir, sem var gift Ingóifi Lárussyni bmhi skipstjóra en þeirra böm voru Lárus leikari og Rósa, kona Guðmundar í. Guðmundssonar frv. utanríkisráð- herra. Áðurnefnd Vig- dís, afasystir Bangsa, var eins- konar fyrirliði fjöl- skyldunnar. Þegar sveit vorið 1927 af Sigríði, móður Halldórs Laxness, sem þá var orðin ekkja. Sigríður var þó áfram í Lax- nesi ásamt tveimur dætrum sínum og þær mæðgur önnuðust símstöð- ina þar fyrir Mosfellssveitina. Bangsi kvaðst aldrei hafa kynnst Halldóri Laxness, því hann var 15 árum eldri og farinn til Ameríku þegar Bangsi kom 9 ára gamall í Laxnes. „En Halldór kom heim af og til og það fannt mér skrítnast í fari hans, að hann reykti amerískar sígarettur, Chesterfield. Það gerði enginn annar á íslandi enda þekkt- ist ekki annað á íslandi þá en de Resk, Fíllinn og Commander. Hall- dór þekkti ég aldrei persónulega.“ Bangsa þótti gott að vera í Mos- Björn, Bangsi, Gunnlaugsson og Ása María Þórhallsdóttir á brúð- kaupsdaginn 1947. móðir Bangsa dó kom til greina að hann færi til hennar, en af því varð ekki þar sem Ingólfí heitnum, manni hennar, stóð beygur af bami konu sem látist hafði úr tæringu. Bangsi var því settur í fóstur til móðursystur sinnar, Guðrúnar Guð- mundsdóttur, en maður hennar var Eyjólfur Björnsson yfirvélstjori á ýmsum togurum, m.a. lengi á Geir. Eyjólfur og Einár, bróðir hans, keyptu jörðina Laxnes í Mosfelis- fellssveitinni og þaðan á hann góð- ar minningar. „Einar, bróðir Eyjólfs uppeldísföður míns, sem bjó á hin- um helmingi Laxness gerði mikið af því að temja hesta fýrir Reykvík- inga. Það var afskaplega gaman að vera í kringum hestana. Þarna var líka allstórt kúabú og um 60 ær.“ Ég var í Mosfellssveitinni frá 9 til 17 ára aldurs og þekki held ég enn allar jarðir sem þá var búið á. Við fórum í útreiðartúra um allar trissur, upp á Kjalarnes og Kjós og niður í Árbæ og drukkum kaffi hjá Andrési bónda og hans fólki. Nú er þetta bara safn og inni í borg- inni. Eyjólfur, uppeldisfaðir minn, og Einar, bróðir hans, voru öndveg- ismenn. Líf margra íslendinga er einkennilegt. Þeir bræðurnir fædd- ust í fjósinu í Norðurgröf á Kjalar- nesi en síðar giftist móðir þeirra bóndanum þar. Maður gleymir heldur ekki sóma- mönnum eins og sr. Háldáni, prest- inum okkar, sem m.a. fermdi mig, eða Kjartani á Hraðastöðum og Bjama, bróður hans, Halli í Bring- unum, Andrési á Hrísbrú eða leigu- bílstjóranum úr Reykjavík, honum Stefáni sem keypti Reykjahlíðina og varð garðyrkjubóndi með mikl- um umsvifum. Svo var náttúrlega Guðmundur á Reykjum, en mamma og hann voru tvímenningar, og Bjarni Ásgeirsson, mágur hans. Jón, sonur Guðmundar, eða Jón á Reykjum, eins og hann var alltaf kallaður, og Fríða (Málfríður), kon- an hans, eru góðir vinir okkar og hafa heimsótt okkur nokkrum sinn- um. Þarna var líka Lárus Halldórs- son, skólastjóri á Brúarlandi, mjög vel liðinn. Mosfellssveitin var dá- samlegur staður á þessum tímum og merkilegt hvað þarna var mikið og gott sveitalíf svona nálægt Reykjavík. Lærði að drekka í 1. bekk — Svo lá leið þín í Verzlunarskól- ann? Já, mér vár fyrsta árið komið fyrir hjá Kela sótara eða Þorkeli Magnússyni á Freyjugötunni, sem var góður vinur pabba. Dóttir hans, Megnea, var þá gift Sigurbirni Ein- arssyni síðar biskupi íslands. Tengdasonurinn var þá við mjög dýrt nám í Sviss og varð er yfir lauk með menntuðustu mönnum íslands. Ég var ekki nema einn vetur hjá þessu ágæta fólki, en vildi næsta vetur verða frjálsari og leigði mér herbergi. Ég útskrifaðist 1937 og fór heim 1987 til að halda upp á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.