Morgunblaðið - 19.08.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.08.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1990 C 5 50 ára Verzlunarskólaafmælið. Það var bæði gott og gaman að vera í Verzlunarskólanum. Þar var eftirminnilegt kennaralið, t.d. Þor- steinn Bjarnason, sem kenndi bók- færslu. Bjúsi, eða Björn Bjamason magister, góður enskukennari. Þar var Sigga, eða réttara sagt Sigríð- ur, skriftarkennari og Siggi Lærer (Sigurður Guðjónsson), Björn Guð- finnsson, frábær íslenzkukennari, og Jón Gíslason seinna skólastjóri. Einar „Máni“ og Max Keil kenndu þýzkuna og skólastjórinn, Vilhjálm- ur Þ. Gíslason, kenndi eitthvað smávegis líka. Bróðir hans, Ingi, kenndi mér einnig íslenzku og kunni ég mjög vel við hann. Allt var þetta sómafólk, sem hélt uppi miklum og góðum aga þó að ýmsir reyndu að leysa agaböndin, einkum í tímum hjá Sigga Lærer og skrift- arkennaranum. Þarna var líka frú Sigríður Bjarnason, kona Ágústar H. Bjarnasonar. Hún kenndi okkur ensku í 1. bekk. Hún bjó á horninu við Hellusund — í næsta húsi við skóláhúsið, en kom þó oftast 10 mínútum of seint í tíma. Ég tók virkan þátt í félagslífinu í skólanum, var bæði í dansnefnd og bókmenntanefnd, en allar nýj- ungar og breytingar tóku langan tíma, því skólastjórinn svaraði ein- att: „Eg skal.athuga þetta“ og svo leið langur tími þangað til svar fékkst, ef það kom þá áður en „Hann lærði að drekka í 1. bekk.“ Bangsi siglir aldei bát sínum nema draga íslenzkan fána að hún í stafni. Bangsi stendur hér við „uppstoppaðan “ sailfísli, sem er skyldur sverð- fiski en hefur tennur, hreistur og stóra bakugga. Þennan fisk dró hann 11. desember 1980 undan Boynton Beach. Fiskurinn vó 43 ensk pund og var 84 tommur að lengd. Hér er Bangsi við stýrisvölinn í báti sínum. Upp á brúnni er „aukastýri" og þaðan má stjórna bátnum er skipstjór- inn vill ekki vera inni. „Hann sigldi öll stríðsárin — en fékk aldrei skrámu.“ farið var að stinga upp á einhverju öðru. — Hvað gerði skólafólk sér til skemmtunar á þessum kreppu- árum? Ég lærði nú að drekka í 1. bekk, því þá voru bannlögin afnumin. Daginn sem lögin gengu úr gildi fór ég á fyllirí í fyrsta sinn með vini mínum, Magnúsi Aðalsteins- syni frá Grund í Eyjafirði, sem síð- ar varð lögregluvarðstjóri í Reykja- vík um langt skeið. Við lentum inn í biðsal bílstjóranna á Bifröst, en Magnús þekkti bílstjóra þar. Stöðin var þá neðst á Hverfisgötunni, milli Alþýðuhússins og Garðars Gíslasonar, og þarna „stútuðum" við fyrstu flöskunni okkar, með ein- hverri hjálp bílstjóranna. Þegar á leið drykkjuna leið mér eins og ég væri að koma frá tannlækni, með báða kjammana deyfða. Þetta voru fyrstu kynni okkar af áfenginu en þá var ég víst 17 ára. í boðsferð til Bandaríkjanna í fyrstunni vildi ég ekki fara í Verzlunarskólann, sem mér var þó ráðlagt. Ég fékk hins vegar að ráða og fór í Héraðsskólann á Laugar- vatni. Þar leiddist mér svo mikið, að ég varð feginn að fara í Verzló árið eftir, því ég var meiri Reykvík- ingur en Árnesingur. — Hvað tók svo við? Ég fékk hvergi neitt að gera, en þá var helst leitað eftir því að kom- ast á skrifstofu eða í búð fyrir kannski 250 kr. á mánuði. Ég gat hvergi fengið „jobb“. Það var held- ur engin framtíð í svona kaupi, hefði það fengist. Að vísu var allt ódýrara en nú, brennivínsflaskan kostaði t.d. 7 kr. Þá kom það til að pabbi bauð mér til Bandaríkjanna. Ég sagði öllum að ég væri að fara þangað vegna verðbólgunnar, því brenni- vínið hækkaði í 7.50 þetta sumar. Pabbi hafði um langt skeið verið skipstjóri á togurum, m.a. á Skúla fógeta, Jóni forseta og Ingólfi Arn- arsyni í fyrra stríðinu og sigldi þá með fisk til Englands. Síðar varð hann skipstjóri í Færeyjum og þá fékk hann bréf frá frænda sínum, að verið væri að' stofna til nýrrar togaraútgerðar í Boston. Þar vant- aði tilfinnanlega vana skipstjóra. Hann fór því til Bandaríkjanna 1927. Hann var þá enn ekkjumað- ur, var það reyndar í 28 ár, en kvæntist aftur mjög huggulegri skozkri konu sama árið og ég kvæntist. Hann gerðist togaraskipstjóri í Boston en kom heim á þjóðhátíðina 1930. Hann og ótal Vestur-íslend- ingar komu frá Bandaríkjunum á skemmtiferðaskipi frá Cunard-skip- afélaginu. Vestur-íslendingarnir, flestir fæddir í Bandaríkjunum, tóku skipið á leigu og það beið þeirra hér, en pabbi vildi stoppa lengur og fór ekki til baka fyrr en 2 mánuðum síðar. Bróðir minn, Guðmundur, fimm árum éldri, fór einnig utan 1930 og varð síðar tog- araskipstjóri en er nú verkstjóri í Maine. „Ef þetta er Ameríka þá vil ég heldur ísland“ Pabbi kom aftur heim til íslands 1936 og þegar hann frétti árið eft- ir, að ég gæti enga vinnu fengið eftir skólagönguna bauð hann mér að koma til Boston. Hann pantaði farmiða fyrir mig hjá Geir Zoega, sem var víst eina ferðaskrifstofan á íslandi í þá daga. Ég fór með gamla Brúarfossi til Grimsby og þaðan með lest til Liverpool. Þar kom í Ijós að gleymst hafði að fá eina uppáskrift í vegabréf mitt í bandaríska sendiráðinu í Kaup- mannahöfn. Þurfti að senda mína pappíra þangað til að fá undirskrift- ina. Ég beið eftir þessu heilan mán- uð í Englandi. Pabbi hafði keypt far hjá Cunard- línunni frá Reykjavík til Boston gegnum ferðaskrifstofu Geirs og ég var því á kostnað Cunards í Englandi allan timann. Mér leist ekki á að bíða a.m.k. þijár vikur í Liverpool, svo ég fékk leyfi til að fara til London. Þeim var sama hvar þeir kostuðu uppihaldið, en ég fékk fýrstu kynni mín af menningu heimsins í heimsborginni London. Ég skoðaði þar ótal söfn og marga merka hluti; fór oft í sporvögnum fram og aftur um borgina til að sjá sem allra mest. Þegar pappírarnir voru klárir fór ég í skip í Liverpool. Um 90% af farþegunum voru ungir gyðingar, sem þýskir foreldrar voru að koma undan klóm nazista. Skipið lagðist utan við Boston og kom starfsmaður útlendingaeft- irlitsins um borð. Hann leit á mína pappíra og sagði: „Ungi maður, um leið og þú stígur hér á land ertu sjálfkrafa bandarískur borgari, þar sem þú ert ekki orðinn 21 árs og faðir þinn er „borgari“. Þá klöppuðu allir gyðingamir. Svo dokkuðum við í Boston. Cun- ard-skipafélagið hafði afnot af þryggjum sem eru vægast sagt á heldur ófrýnilegum stað í Boston- höfn. Ég hugsaði með sjálfum mér: Ef þetta er Ameríka þá vil ég held- ur Island. En þetta reyndist vera á versta stað hafnarinnar, þar sem allt er gamalt, niðurnítt og ljótt. Ég kunni strax ósköp vel við mig, en í mínum huga var ekkert annað á döfinni en að fara heim aftur þegar þessari heimsókn væri lokið. Svo nokkrum mánuðum seinna ætlaði ég að fá skírteini upp á það, að ég væri amerískur borgari. Þá fékk ég synjun á þeirri forsendu að báðir foreldrar mínir yrðu að vera bandarískir ríkisborgarar til að ég yrði það sjálfkrafa. Gilti engu þó að móðir mín hafi dáið 1919, löngu áður en nokkrum úr fjölskyld- unni datt í hug að fara til Bandaríkj- anna. Ég varð því að láta smér nægja svokallaða „first papers“, sem í þá daga var það sem „græna kortið“ er í dag. Ég var líka spurður hverrar þjóð- ar ég væri. „Frá íslandi,“ svaraði ég. „Það land er ekki til, vinur minn,“ sagði maðurinn og kvað ís- land tilheyra Danmörku. Maðurinn var þolinmóður og hlustaði á allar mínar skýringar, m.a. að engir nema íslendingar hefðu búið á Is- landi síðan á 9. öld. Loks sagði hann: „Þú átt um tvo kosti að velja; að fá innflytjendaleyfi sem Dani eða fá synjun“. Ég varð að kyngja því. Þegar ég hafði svo verið þarna í um 5 ár var pappírunum mínum stolið svo ég fór í útlendingaeftirlit- ið til að fá endurnýjaða „first pap- ers“. „Þú þarft ekki svoleiðis pappíra," var nú svarið. „Þú ert bandarískur borgari og getur fengið alla þína pappíra kl. 9 í fyrramálið." Ég mætti á tilskildum tíma og fékk borgaraleg skilríki. Lögunum hafði verið breytt 1942 á þá leið, að ef annað foreldrið var dáið áður en hitt fór til Bandaríkjanna og fékk þar ríkisborgararétt fengu börn þess borgararéttindi sjálfkrafa! Á fleygiferð upp tekju- og mannorðastigann Eftir þetta sótti ég um vist í liðs- foringjaskóla og fékk vist i hvelli því þeir þurftu á mönnum að_ halda, sem verið höfðu til sjós. Ég var búinn að vera á togurum í hálft fimmta ár. — Varstu þá með pabba þínum?“ Nei, hann vildi aldrei að við vær- um saman á skipi. En það var hægt að velja um skiprúm og mað- ur græddi vel. Hásetar fengu hlut og hann var alltaf góður. Áhöfnin, að skipstjóranum frátöldum, hafði hálft verðmæti aflans í sinn hlut. Hún gaf svo skipstjóranum einn hlut auk þess sem hann hafði 10% af hlut útgerðarmannsins. Skip- stjórarnir gátu þannig haft rosa- kaup, því hásetarnir voru ánægðir með sitt. Fiskverð var hátt og auð- velt að selja fisk. 22 ára var ég kominn á nýjan glæsilegan Chrysl- er-bíl. Þénustan leyfði það vel. Meirihluti togaraskipstjóranna í Boston voru íslendingar, en meiri- hluti hásetanna frá Nova Scotia. — Pabbi þinn hefur þá orðið rík- ur maður þarna? Nei, hann varð aldrei ríkur. Hann hafði mikil laun en var aldrei prakt- ískur og varð aldrei ríkur. Hann eignaðist t.d. aldrei hús fyrr en hann flutti til Flórída um leið og ég 1956. Seinni konan hans átti hins vegar hús í Boston. Svo þegar ég fór í skólann fékk ég ekki nema 126 dollara í laun á mánuði og þó að það þætti gott fyrir að vera í skóla var það ekkert sambærilegt við þau laun sem ég hafði haft á togurunum. Ég var í skólanum í 6 mánuði og útskrifað- ist sem 3. stýrimaður og fór á Lib- erty-skip með „ensign" eða einn gylltan borða á ermi. Um 10 þús- und slík skip voru byggð til birgða- flutninga í síðari heimsstyrkjöld- inni. Þau kröfðust mikils mannafla og með því að fara á þau losnaði ég við að fara í sjóherinn, sem ég vildi komast hjá. Ég var á þessum skipum öll stríðsárin. Stýrimannsnámið er öðruvísi í Bandaríkjunum en á íslandi. Yestan hafs taka menn 3. stýrimannspróf eftir 6 mánaða nám og sigla sem slíkir í eitt ár. Þá lesa þeir í skóla í 6 mánuði undir próf 2. stýrimanns og sigla annað ár sem slíkir, lesa undir 1. stýrimannspróf og sigla í þeirri stöðu í eitt ár og lesa þá undir skipstjóraprófið. A stríðsár- unum var svo mikill skortur á yfir- mönnum, að siglingatíminn milli prófa var styttur í 6 mánuði. Ég náði í 1. stýrimannspróf áður en þessu var breytt aftur, en varð svo að sigla í eitt ár áður en ég komst í skipstjóranámið, en þau réttindi fékk ég 29 ára gamall, vorið 1947. Stríðsárin — Kom eitthvað fyrir þig á stríðsárunum? Það hefur aldrei verið sökkt skipi undan mér. Ég var þó í ótal skipa- lestum og horfði á skipum sökkt tugum saman ailt í kringum mitt skip. Það versta sem ég lenti í var Miðjarðarhafinu á „vopnahlésdag- inn“ 11. nóvember 1943. Við fórum í gegnum Gibraltarsund um mið- nætti og heyrðum þá í Axis Sally í útvarpinu. Axis Sally var banda- rísk kona sem flutti útvarpsfréttir á ensku fyrir nazistana. Hún sagði m.a.: „Stór brezk skipalest er á leið-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.