Morgunblaðið - 19.08.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.08.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1990 C 15 Honecker virðist hafa haft samúð með baráttu þeirra gegn „heimsveld- isstefnu", þar sem hún minnti hann á starf hans í neðanjarðarhreyfingu kommúnista fyrr á árum. Hann neit- ar því hins vegar að hafa vitað að liðsmenn RAF færu huldu höfði í Austur-Þýzkalandi og kvað Mielke hafa haldið því leyndu fyrir sér. Deild 22 Fyrrum aðstoðarmaður Mielkes, Gerhard Neiber, segir að Mielke hafi sjálfur veitt hryðjuverkamönn- um ríkisborgararétt til að gera þeim kleift að „hefja aftur venjulegt líf“. Ákvörðunin hafi verið tekin vegna „baráttunnar gegn heimsvalda- stefnu“ og Honecker hafi samþykkt hana. Mielke og Honecker voru í hópi örfárra valdamanna, sem fylgdust með starfi leynideildar í ríkisör- yggismálaráðuneytinu. Hún nefndist „Deild 22“ og barðist í orði kveðnu gegn hryðjuverkum, en virðist hafa haft það verkefni að aðstoða hiyðju- verkamenn, m.a. flóttamenn frá Vesturlöndum, og sjá um aðdrætti fyrir þá. Starfsmenn deildarinnar munu hafa verið 50. Nýlega sagði Wilhelm Nöbel, sérfræðingur sósíal- demókrata í öryggismálum í Bonn, í tímaritinu Quick: „Ég er viss um að morð voru framin með hjálp að minnsta kosti vissrar deildar Stasi.“ Eitt af því sem verður rannsakað er hvort flóttamennirnir úr RAF hafi haldið áfram hryðjuverkum á Vesturlöndum eftir að þeir settust að í Austur-Þýzkalandi. Reynist svo vera hefur það trúlega verið gert með vitund Stasi. Einn hinna handteknu, Henning Beer, er í hópi hryðjuverkamanna, sem leitað hefur verið að vegna morðsins á vestur-þýzka bankastjór- anum Alfred Herrhausen í nóvember í fyrra. Beer hefur búið í Austur- Þýzkalandi í átta ár. Annar hinna handteknu, Werner Lotze, kom til Austur-Þýzkalands fyrir tíu árum og hefur verið bendlaður við morðið á iðjuhöldinum Ernst Zimmermann 1985. Alþjóðlegt net Lengi hefur verið vitað að náin tengsl hafa verið milli RAF og pal- estínskra öfgamanna og Austur- Þjóðveijar hafa stutt málstað Palest- ínumanna af alefli. Að sögn dr. Hans-Josefs Horschem, sérfræðings í hryðjuverkum, kynnti RAF leyni- þjónustu Austur-Þjóðverja fyrir hóp- um hryðjuverkamanna í Miðausturl- öndum og Vestur-Evrópu. Þessir hópar hafi m.a. veitt KGB mikilvæg- ar upplýsingar um þróun mála í Afganistan og héruðum múhameðs- trúarmanna í Sovétríkjunum. Vitað er að Austur-Þjóðveijar náðu tangarhaldi á hryðjuverkahóp- um í blökkumannaríkjum Afríku. Austur-þýzka sendiráðið í Mósambík virðist hafa verið notað til að auka þessa samvinnu. Fyrir stuttu voru starfsmenn þess 180 talsins og talið var að 170 þeirra störfuðu í leynilög- reglunni. Áftur á móti eru starfs- menn vestur-þýzka sendiráðsins í Ný kynslóð að taka við: Hryðjuverkamanna leitað í Vestur-Þýzkalandi. Mósambík aðeins sjö. Diestel innanríkisráðherra hefur sagt að Schönefeld-flugvöllur í Aust- ur-Berlín hafi verið nokkurs konar „umferðarmiðstöð" alls konar hryðjuverkamanna í tíð kommún- ista. Yfirleitt létust starfsmenn út- lendingaeftirlitsins á flugvellinum ekki taka eftir hryðjuverkamönnum frá Miðausturlöndum þegar þeir komu þangað. Hafin er rannsókn f Austur-Þýzkalandi á tengslum Stasi við „erlend hryðjuverkasamtök“, m.a. RAF og palestínska hryðju- verkahópa. Fjöldamorðingja leitað „Austur-Þjóðveijar veittu hryðju- verkamönnum frá Miðausturlöndum vernd, leyfðu þeim að hvíla sig í Austur-Þýzkalandi og leita sér lækn- inga þar og hvöttu þá til dáða,“ segir dr. Horschem. „Það hefði ekki verið hægt án vitundar æðstu manna kommúnistastjórnarinnar. “ Blaðið Neue Zeit segir að sam- kvæmt skjölum Stasi hafi palest- ínskir hryðjuverkamenn fengið þjálf- un í meðferð vopna og sprengiefna í sérstökum búðum í Austur-Þýzka- landi. Annað austur-þýzkt blað, Der Morgen, segir að palestínski skæru- liðaforinginn Abu Daoud hafi farið huldu höfði í verkamannahverfinu Prenzlauer Berg í Austur-Berlín. Talið er að Daoud hafi skipulagt morðin á ísraelsku íþróttamönnun- um á Ólympíuleikunum í Mnchen 1972 og leit að honum var hafin þegar blöð hermdu að hann væri fastagestur á glæsihóteli í Austur- Berlín. Ýmsir telja að helzta hjálparhella erlendra hryðjuverkamanna í Aust- ur-Þýzkalandi hafi verið Markus „Mischa" Wolf. Hann stjórnaði njósnaþjónustu Austur-fjóðveija er- lendis áratugum saman unz hann flúði til Moskvu í janúar. Margt bendir til þess að hann hafi leyft þjálfun hryðjuverkamanna frá Mið- austurlöndum og veitt aðstoð við aðdrætti og flutninga vegna starf- semi þeirra í Evrópu. Honecker (í sjúkrahúsi): „persón- ulegt áhugamál". Mielke: skýldi hryðjuverkamönn- um. Carlos í Ungverjalandi Ein mikilvægasta vitneskjan um tengsl fyrrverandi ríkisstjórna Aust- ur-Evrópu og alþjóðlegra hermdar- verkamanna kom fram þegar ung- verska innanríkisráðuneytið skýrði frá því að hryðjuverkaforinginn „Carlos" hefði fengið að dveljast í Ungveijalandi í nokkur ár frá því í ágúst 1979 og reka þar æfingabúðir. Síðan hermdi blaðið Nepszabad- sag að Ulrike Meinhof, stofnandi Baader-Meinhof-samtakanna, hefði fengið að dveljast í Ungveijalandi Dauði í vestri: Bifreið Herrhausens bankasljóra, sem liðsmenn RAF komu fyrir sprengju í (nóvember 1989). fyrir um 20 árum. Samtökin voru kennd við hana og Andreas Baader og RAF leysti þau af hólmi um og eftir 1980. Hún var handtekin í júní 1972 og hengdi sig í fangelsi fjórum árum síðar. Carlos þakkaði kommúnistaleið- toganum Janosi Kadar í bréfi 1980 fyrir að hafa veitt samtökum sínum vernd og gert þeim kleift að efla samstarf sitt við byltingarmenn í öðrum löndum. Samtökin hefðu hafízt handa um að hrinda byltingar- markmiðum sínum í framkvæmd einu ári áður vegna ótvíræðra kosta þess öryggis, sem þau nytu í Ung- veijalandi. Liðsmenn samtakanna fengju að ferðast óhindrað um önnur lönd Austur-Evrópu og greinilegrar tilhneigingar gætti í þá átt að efla samskiptin við þau. Bréfíð undirritaði Carlos fyrir hönd „Samtaka alþjóðlegra hryðju- verkamanna". Liðsmenn þeirra voru um 35 talsins og notuðu fölsuð, lí- býsk vegabréf eða vegabréf stjórn- arerindreka til að ferðast til Ung- veijalands og frá landinu allt til árs- ins 1985. Carlos mun hafa stjórnað árás á fund í Samtökum olíusöluríkja (OPEC) í Vín 1975 og hans hefur verið leitað síðan. Þrír voru myrtir og 11 var haldið í gíslingu. Hann mun einnig hafa skipulagt rán á franskri farþegaflugvél, sem var snúið til Úganda í júní 1976, en ísra- elsmenn björguðu gíslunum frá flug- vellinum í Entebbe. í september 1976 virðast Carlos og fimm vitorðsmenn hans, þar af tveir Vestur-Þjóðverjar, hafa komið til Belgrad frá Algeirsborg, en hald- ið ferð sinni áfram til Líbýu og horf- ið þar. Árið 1984 var Carlos grunað- ur um að vera viðriðinn sprengjuár- ásir i Suður-Frakklandi. Líka í A-Þýzkalandi Enginn hafði getið sér þess til að Carlos hefði fengið hæli í Úngveijal- andi, þótt lengi hafi verið grunað að hann og fleiri hryðjuverkamenn hafí fengið að minnsta kosti óvirkan stuðning frá Sovétríkjunum og bandalagsríkjum þeirra. Síðan skýrði Diestel innanríkisráðherra frá því að Carlos hefði einnig stjórnað aðgerðum frá Austur-Þýzkalandi. „Carlos og allir hinir voru undir al- gerri stjórn ráðuneytis ríkisöryggis- mála,“ sagði hann. Ástæðan var í orði kveðnu sú að koma átti í veg fyrir að þeir réðust á skotmörk í Áustur-Þýzkalandi. Vestur-þýzka tímaritið Stern seg- ir að upphaflega hafi flóttamennirn- ir úr RÁF, sem nú hafa verið hand- teknir, leitað verndar gegn hryðju- verkahópum í Bagdad og Suður- Jemen. Þeir hafi hins vegar verið taldir óáreiðanlegir og sendir til Austur-Þýzkalands til að láta þá hefja venjulegt líf undir nýjum nöfn- um. Félagar þeirra í Miðausturlönd- um ábyrgðust að óhætt væri að treysta þeim. Susanne Albrecht, ein hinna átta handteknu, hefur samþykkt að láta vestur-þýzkum yfírvöldum í té alla þá vitneskju, sem hún búi yfír um RAF. Hennar hafði verið leitað vegna morðsins á bankastjóra Dresdner-banka, Jrgen Ponto, 1977. Hann var guðfaðir hennar. Vonazt er til að hún geti veitt upplýsingar . um morðið á Herrhausen banka- stjóra í nóvember og fleiri nýlegar árásir. Fyrir fjórum árum komu fram óljósar bendingar um að Albrecht kynni að vera í Austur-Þýzkalandi, en um leið benti ýmislegt til þess að hún væri í Miðausturlöndum. Seinna kom á daginn að ferð hennar þangað var liður í flóknu samsæri ' Stasi og þjónaði þeim tilgangi að villa um fyrir vestrænum leyniþjón- ustustofnunum. Félagi hennar, Lotze, sem kann að hafa verið virkari, hefur einnig samþykkt að vinna með vestur-þýzk- um yfírvöldum. „Ég vona að fleiri sýni þann kjark að hætta að taka þátt í starfsemi í RAF,“ sagði hann í bréfi, sem lögfræðingur hans birti. Hryðjuverkakonan Inge Viett var framseld Vestur-Þjóðveijum gegn vilja hennar 12. júlí. Þá sagði hún að ofbeldi væri „vonlaust og heimsk- ulegt“. Viett mun hafa staðið í nánu sambandi við Action Directe og dvalizt um skeið í æfíngabúðum í Líbýu. Hún er sökuð um að hafa tekið þátt í morðinu á Gnter von Drenkmann dómara í Vestur-Berlín 1974 og ráni á kunnum stjórnmála- manni á sama stað ári síðar. Kynslóðaskipti Nýlega sagði Wolfgang Scháuble, innanríkisráðherra Vestur- Þýzka- lands, að bætt samskipti við Sov- étríkin og fyrrverandi kommúnist- aríki Austur-Evrópu gætu orðið til- þess að verulega muni draga úr gagnkvæmum njósnum og pukri. Hann sagði þetta þegar hann kynnti skýrslu um gagnnjósnir Bonn- stjórnarinnar 1989. Sam- kvæmt henni hefur árásum vinstri- sinnaðra skæruliða fækkað um því sem næst helming síðan 1988 — í 101. Schauble sagði að handtökur RAF-fólksins í Austur-Þýzkalandi mundu draga kjark úr samtökunum, en hins vegar sýndi morðið á Herr- hausen i nóvember að þau hefðu ekki gefízt upp. Nokkrum dögum síðar var aðstoðarmanni Scháuble, Hans Neusel, sem stjórnar barát- tunni gegn hryðjuverkamönnum, sýnt banatilræði í miðri Bonn. Hann slapp lítið meiddur. Árásin sýndi að enn stafar hætta frá hryðjuverka- mönnum í Þýzkalandi og baráttunni gegn þeim verður haldið áfram. Kynslóðaskipti virðast eiga sér stað í hryðjuverka-hreyfíngunni. Flestir þeir sem handteknir hafa verið eru tiltölulega gamlir — Inge Viett er til dæmis 46 ára og var kölluð „amrna" RAF. Talið er að hin nýja kynslóð hryðjuverkamanna verði enn ruglaðri vegna þess áfalls, sem hreyfíngin hefur orðið fyrir, en þó hættuleg. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.