Morgunblaðið - 30.08.1990, Page 19

Morgunblaðið - 30.08.1990, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990 19 En er þetta ekki í raun réttur barnsins? Myndi það kannski virka betur á sálarlíf vinnandi fólks ef foreldrar væru heima vegna réttar veiks barns. Nýlega sá undirrituð viðtal á myndbandsspólu þar sem talað var við ung hjón sem höfðu yfirgefið ísland og flutt til Danmerkur. Eitt af þeim verðmætum sem hinn ungi faðir nefndi að væri sér mikilvæg við þessi umskipti var að nú gæti hann verið meira með barni sínu. Eftir því sem ég skynjaði viðbrögð fréttamannsins við þessu verð- mætamati föðursins skildist mér ekki annað en að hann ætti í erfið- leikum með að meðtaka þetta at- riði sem mikilvægt. Þó að til sé nokkuð af fólki á íslandi sem gerir sér grein fyrir mikilvægi aðhlynningar barna og hafi kjark til að rísa gegn almenn- ingsáliti og verðmætamati þess með því að sjá sjálf um uppeldi barna sinna, þá er það viðhorf langt frá að vera almenningseign. Að upplifa viðhorf sem ríkja hér í Ástralíu í tilfinningalegum efnum hefur undirstrikað það enn frekar í huga mínum hve mikið misræmi er oft á milli hjartahjýju ísíendinga og tilfinningasemi. Ég veit að þeir hafa ekki síður hlý hjörtu en Ástral- ir, en hefur verið uppálagt í of iang- an tíma að hafa miklar hömiur á tilfinningum sínum og meta verald- leg gæði ofar þeim tilfinningalegu. Það er eins og tilfinningarnar séu vandlega brotnar saman við rætur hjartans og borði með slaufu bundinn utan um. Slaufan er síðan ekki leyst nema við sérstök tæki- færi. Tilfinningunum er ekki leyft að flæða um líkamann í daglegu lífi og háttum. Slíkt má allavega helst ekki viðurkenna opinberlega. Þar sem það flokkast undir „dugnað“ að „gráta ekki“ og séð sem veiklyndi í stað styrkleika að leyfa tilfinningum að hafa eðlilegt frelsi. Orðtakið „að láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur“ undirstrik- ar nokkuð mikið þessi höft íslend- inga í tilfinningalegum efnum. Þau koma ekki síst niður á börnum sem fyrst og fremst eru óhertar tilfinn- ingaverur. Því miður herðast þau of fljótt í slíku þjóðfélagi. Dansinn í kring um hinn harða sýnilega gullkálf er það sýnu mikil- vægári, en dansinn í kring um gullið sem fólgið er í viðkvæmri sál einstaklings. Þetta var eitt af atriðunum sem forseti vor, Vigdís Finnbogadóttir, gerði að umræðuefni í síðasta ára- mótaávarpi, mikilvægi þess að börn nytu einstaklingsbundinnar góðrar leiðsagnar og umönnunar fullorð- inna. Hvernig væri að leysa slaufuna utan af tilfinningunum sem geymd- ar eru við hjartað og gefa þeim frelsi, þó ekki sé nema barnanna vegna. Það er ekkert hættulegt. Höfundur er búsett í Ástralíu. í REIÐHÖLLINNI 8.-9. SEPT. eyfi yfirvalda hefur fengist til að selja 500 miða til viðbótar á risarokk Whitesnake og Quireboys í Reiðhöllinni. FÖSTUDAGINN 7. SEPTEMBER ______ Kringlunni S•K• I ■ F • A • N Laugavegi 33 Austurstræti STEINAR Hafnarfirði 91-667 556 Einnig má panta miða á föstudagshljómleikana í síma 91-667 556 LAUGARDAGSFORSALA Á FULLU Miðar á hljómleikana laugardaginn 8. september eru seldir í öllum betri plötubúð- um landsins. Pantanasíminn er 91-667 556. Hægt er að greiða miðana með Eurocard eða Visa greiðslukortum. Metsölublað á hverjum degi! Pol - þakmálning Þekur, verndar og fegrar Þarftu að mála þakið? Þá vantar þig Þol þakmálningu frá Málningu hf. Hún er sérstaklcga framleidd fyrir bárujám _____ og aðra utanhússfleti sem J**" þarfnast varanlegrar vamar. |p Þol er hálfgljáandi alkýð- málning sem er auðveld í Ull 'toouMm o.tL. notkun. Þol þakmálningin dregur nafn af einstöku veðrunarþoli sínu og litaúrvalið er flölbreytt. Þol þakmálningin frá Málningu hf. er punktur- inn yfir vel málað hús. - Það segir sig sjálft. Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er imá/ninghf ■ það segir sig sjálft -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.