Morgunblaðið - 30.08.1990, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990
SKOL.A
Morgunblaðið/Sverrir
Frá ritfangadeild Hagkaups í Kringlunni
VORUR
Penninn tekur að sér
umsjón með ritfanga-
deildum Hagkaups
VERSLANIRNAR Penninn og Hagkaup hafa gert með sér samkomu-
lag um að Penninn annist innkaup og áfyllingu fyrir ritfangadeildir
Hagkaups. Þetta er gert að erlendri fyrirmynd, en þýska fyrirtækið
Herlitz AG, sem Penninn hefur umboð fyrir hérlendis, annast slíka
þjónustu við vöruhús í Mið-Evrópu, og reyndar segir JÓn Ásbergs-
son framkvæmdastjóri Hagkaups að frumkvæðið að samningnum sé
komið frá þýska fyrirtækinu.
Samkomulagið nær yfír ritföng,
jóla- og skólavaming. Jón sagði,
að með samkomulaginu geti Hag-
kaup komist hjá lagerhaldi í tengsl-
um við ritfangadeildirnar, og eygði
þar með tækifæri á mun meiri veltu-
hraða en ella.
Gunnar Dungal, framkvæmda-
stjóri Pennans, sagði að nær ein-
göngu væri boðið upp á vörur frá
Herlitz í ritfangadeildunum. „Við
ákveðum innkaup til deildanna í
samstarfí við starfsfólk Hagkaups,
og afhendum svo vörurnar verð-
merktar," sagði Gunnar. Hann
sagði, að líkt og í þeim vöruhúsum
sem Herlitz AG þjónustaði erlendis
yrði nær eingöngu boðið upp á vör-
ur fyrirtækisins sjálfs í ritfanga-
deildum Hagkaups, enda væri fram-
leiðsla Herlitz á þessu sviði mjög
fjölbreytt.
Lánið til Sovrybflot:
Sambandið aðili að
samkomulaginu
MORGUNBLAÐIÐ greindi frá
því í frétt í gær, að SH hefði
samið við Landsbanka íslands
um að hann byði sovézka inn-
flutningsfyrirtækinu Sovrybflot
lán til þess að Sovétmenn gætu
greitt skuldir sínar við íslenzka
flskseljendur. í fréttinni var þess
ekki getið, að þarna er um að
ræða sameiginlega samninga SH
og Sjávarafurðadeildar Sam-
bandsins.
Benedikt Sveinsson, fram-
kvæmdastjóri deildarinnar, segir
hana hafa átt aðild að þessu sam-
komulagi og því eigi fyrirtæki innan
Sambandsins sömu möguleika á
greiðslum og fyrirtæki innan SH,
enda sé um að ræða upphæð, sem
nemi heildarskuldum sovétmanna
við íslenzka framleiðendur.
Svernr Þór fyrrver-
andi skipstjóri látinn
SVERRIR Þór, fyrrum skipstjóri
og deildarsljóri sjótrygginga-
deildar Samvinnutrygginga, lést
aðfararnótt 28. ágúst, 75 ára að
aldri. Hann lætur eftir sig eigin-
konu, Ebbu Björnæs Þór, þrjú
börn þeirra hjóna og einn kjör-
son.
Sverrir Þór var fæddur 16. októ-
ber 1914' á Akureyri. Hann tók
farmannapróf frá Stýrimannaskóla
íslands 1935 og lauk prófi í ýmsum
greinum trygginga í Trygginga-
skólanum í Reykjavík 1964-1966.
Hann stundaði sjómennsku frá 13
ára aldri og var háseti og stýrimað-
ur á stríðsárunum á ýmsum skipum
í fiskflutningum.
Árin 1942-1963 var hann skip-
stjóri, lengst af á skipum SÍS og
eftiriitsmaður við smíði þeirra.
Sverrir réðst til Samvinnutrygg-
inga í ársbyijun 1964 er hann lét
af skipstjóm. Hann gegndi stöðu.
deildarstjóra í sjótryggingadeild allt
til dauðadags. Hann var formaður
Sverrir Þór
Styrktarfélags Skipstjórafélags ís-
lands frá stofnun 1967. Fyrri kona
Sverris var Ingibjörg Jónsdóttir frá
Stokkseyri.
Aðalfundur Stéttarsambands bænda:
Aukin hagkvæmni ef höml-
ur á viðskiptum með full-
virðisrétt verða aflagðar
- segir Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambandsins
Reykjum í Hrútafirði. Frá Ilelga Bjarnasyni blaðamanni Morgunblaðsins.
HAUKUR Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda sagði í
setningarræðu sinni við upphaf aðalfundar Stéttarsambands bænda
á Reykjum í Hrútafirði í gær að rætt hefði verið um endurskoðun
á framleiðslustýringunni í þeim tilgangi áð auka hagræðingu i fram-
leiðslu búvara. Lýsti hann þeirri skoðun sinni að ein virkasta leiðin
til þess sé að losa um þær hömlur sem verið hafa á tilfærslu full-
virðisréttar milli jarða í hálft annað ár. í ræðu Steingríms J. Sigfús-
sonar landbúnaðarráðherra kom fram að bann hans við sölu fullvirð-
isréttar yrði ekki varanlegt. Tilkynnti hann að á næstunni yrði tek-
in ákvörðun um breytingar á þessu fyrirkomulagi. í drögum að
nýjum búvörusamningi er gert ráð fyrir að tilfærsla fullvirðisréttar
á milli einstakra bænda verði möguleg. Aðalfundinum lýkur annað
kvöld. Undirbúningur nýs búvörusamnings er aðalmál fundarins og
í þvi felst að tekin er afstaða tl hugmynda um landbúnaðarstefnuna
næstu árin. í þessu sambandi ber hæst mikill vandi sauðfjárræktar-
innar.
í ræðu Hauks Halldórssonar
kom fram að á síðasta verðlagsári
var gott jafnvægi í framleiðslu og
eftirspurn eftir mjólkurvörum og
voru birgðir mjólkurvara 1. sept-
ember 1989 þær minnstu sem ver-
ið hefur um langt skeið. Á síðustu
tólf mánuðum hafa selst 99,8 millj-
ón lítrar af mjólk á innlendum
markaði en það er 2,42% samdrátt-
ur miðað við sama tíma í fyrra.
Rakti Haukur það til aukinnar sam-
keppni við aðrar vörur. Sala kinda-
kjöts hefur haldið áfram að minnka
og eru horfur á að salan verði 8.000
tonn á þessu verðlagsári. Fram-
leiðslan í haust er áætluð 9.500
tonn. Hins vegar er sá fullvirðis-
réttur sem bændur hafa tekjur af
í einu eða öðru formi um 12.100
tonn. Haukur sagði: Samtals er því
um að ræða hátt í 3.000 tonna
framleiðslurétt sem getur orðið
virkur á ný á næstu 2-3 árum.
Þessar tölur skýra ef til vill betur
en flest annað þann uppsafnaða
vanda sem við er að fást í sauðfjár-
ræktinni.
Haukur vék að þátttöku Stéttar-
sambandsins í kjarasamningunum
í febrúar, svokallaðri þjóðarsátt.
Taldi hann þá marka tímamót í
starfssögu Stéttarsambandsins.
Hann ræddi einnig um starfsskil-
yrði landbúnaðarins, einkum breyt-
ingar á landbúnaðinum í kjölfar
hugsanlegra breytinga á GATT-
samkomulaginu og samningum EB
og EFTA um sameiginlegan Evr-
ópumarkað. „Við höfum fram til
þessa ekki gefið mikinn gaum að
þróun þessara mála, en ég tel hins
vegar að aðstæður séu nú svo
breyttar að það væri ábyrgðarleysi
að fylgjast ekki náið með þessari
framvindu. Það væri óraunsæi að
horfa fram hjá mögulegum áhrifum
þessarar þróunar á starfsumhverfi
íslensks landbúnaðar á næstu
árum. Það er þó trú mín að framtíð
íslensks landbúnaðar ráðist ekki
fyrst og fremst af niðurstöðum al-
þjóðasamninga heldur sé okkur
meiri hætta búin af skammsýnum
íslenskum stjórnmálamönnum sem
einungis taki mið af stundarhags-
munum en skynja ekki mikilvægi
landbúnaðarins til lengri tíma lit-
ið,“ sagði Haukur meðal annars.
Haukur sagði að búvörusamn-
ingar hafi hingað til nær einvörð-
ungu fjallað um verðábyrgð ríkisins
á tilteknu magni mjólkur og kinda-
kjöts. í yfirstandandi viðræðum
væri hins vegar verið að fjalla um
heildarramma fyrir þróun landbún-
aðarins til lengri tíma. Hann sagði
að viðræðurnar hefðu fram til þessa
fjallað einkum um stefnuna í land-
búnaðarmálum en útfærsla ein-
stakra atriða væri enn sem komið
er skemmra á veg komin. Hann
sagði að í stórum dráttum væri
verið að ræða um þrjú grundvallar-
markmið. í fyrsta lagi áframhald-
andi aðlögun framleiðslunnar að
innlendri markaðsþörf og hvernig
hún getið orðið með viðráðanlegum
hætti. í öðru lagi sagði hann að
spurningin væri um það hvers kon-
ar starfsumhverfi landbúnaðinum
verði tryggt á komandi árum. í
þriðja lagi væri það hvemig auka
megi hagkvæmni í framleiðslunni
og styrkja stöðu búvaranna á
markaðnum, jafnframt því að gera
landbúnaðinn samkeppnisfærari en
nú er um vinnuafl og flármagn.
Varðandi aðlögun framleiðsl-
unnar sagði Haukur að/ viðhalda
þurfi því jafnvægi sem náðst hefði
í mjólkurframleiðslunni. Staðan
væri allt önnur og erfíðari í sauðfj-
árræktinni. Á þeim fimm árum sem
iiðin væru frá setningu búvörulag-
anna hefði innanlandsneysla á
kindakjöti minnkað úr 39 kg á
mann í 33 kg og samsvaraði það
I. 500 tonnum á ári. Jafnframt
hefði útflutningurinn sífellt orðið
erfiðari og umsamdar útflutnings-
bætur dygðu fyrir sífellt minna
kjötmagni. „Hve hratt treystum við
okkur til að framkvæma þá aðlög-
un sem virðist óumflýjanleg í sauð-
fjárræktinni? í þessu sambandi
þurfa stjórnvöld að átta sig á því
að fyrir bændastéttina er hér um
gífurlega viðkvæmt mál að ræða
og sá tími sem gefinn verður til
þessarar aðlögunar kann að ráða
úrslitum um það hvort Stéttarsam-
bandið, sem hagsmunasamtök
bænda, treystir sér til samstarfs
um þetta verkefni,“ sagði Haukur.
í drögum að nýjum búvörusamn-
ingi er gert ráð fyrir að samningur-
inn verði markaðstengdur, það er
að umsamið framleiðslumagn fari
eftir sölunni. Haukur sagði að í ljósi
þess hve sala kindakjöts hefði dreg-
ist mikið saman á undanförnum
árum þurfi menn að spyija sig
þeirrar spurningar hvort núverandi
fyrirkomulag hafí orðið til þess að
slæva tilfinningu bænda fyrir
markaðnum og hvort það hafi orð-
ið til þess að draga úr frumkvæði
vinnslukerfisins til vöruþróunar og
sölustarfsemi. „Vantar ekki ein-
hvers staðar söluhvatann í kerfið?“
sagði Haukur.
Undir Iok ræðu sinnar sagði for-
maður Stéttarsambandsins að bú-
vörusamningur væri einungis verk-
færi til að ná þeim markmiðum sem
menn hafa sett sér við framkvæmd
landbúnaðarstefnunnar. „Nauð-
synlegt er að sú landbúnaðarstefna
sem fylgt er njóti meirihlutafylgis
með þjóðinni. Sé ekki svo er hún
dæmd til að mistakast. Við verðum'
því að starfa í sátt við þjóðina og
við verðum að starfa í sátt við
umhverfið. Það er von mín að þær
hugmyndir sem nú eru reifaðar í
nýjum búvörusamningi geti orðið
grundvöllur að slíkri „þjóðarsátt"
um Iandbúnaðinn,“ sagði Haukur.
„Ríkið eitt getur ekki leyst
vandamálin"
í ávarpi sínu sagði Steingrímur
J. Sigfússon landbúnaðarráðherra
meðal annars frá afstöðu íslands í
viðræðum innan almenna tolla-
bandalagsins, GATT. Hún hefði
mótast af nánu sambandi stjórn-
valda á öllum Norðurlöndunum.
Þau vildu standa vörð um innlenda
matvælaframleiðslu, höfuðlínur í
byggðastefnu og sjálfsákvörðunar-
Haukur Halldórsson formaður
Stéttarsambands bænda.
vald í málefnum landbúnaðarins.
Hann íjallaði um stöðu einstakra
búgreina og fleira.
Ráðherra sagði frá viðræðum
um nýjan búvörusamning bænda
og ríkisvaldsins. Meðal meginatriða
nýs grundvallar búvöruframleiðsl-
unnar er eftirfarandi að sögn ráð-
herra: Verðábyrgð ríkisins byggist
á innanlandsmarkaði með ákveðnu
öryggisálagi. Aðlögun fullvirðis-
réttar verði á tiltölulega skömmum
tíma, og hafa þrjú fyrstu ár nýs
samnings verið nefnd í því sam-
bandi að viðbættum þeim tíma sem
eftir er af núgildandi samningi.
Stefnt verði að lágmarksbirgða-
haldi. Samningurinn verði ótíma-
settur og í honum endurskoðunar-
og uppsagnarákvæði.
Steingrímur sagði að niðurstaða
viðræðnanna varðaði miklu fyrir
alla þróun landbúnaðarmála. „Það
væri mikilvægur árangur ef tækist
að skapa viðunanlega sátt um
málefni landbúnaðarins, þannig að
sá jákvæði andi sem að ýmsu leyti
hefur skapast á þessu ári milli
bænda og neytenda komi til með
að vara og verði um leið upphafið
að framfarasókn landbúnaðarins til
átaka og viðfangsefni framtíðar-
innar. Nauðsynlegt er að fá sem
fyrst niðurstöðu, þannig að eitt-
hvað liggi fyrir um framtíðina. Það
er að mörgu leyti gott að ný ríkis-
stjórn geti haft áhrif á þróun mála
ef henni sýnist, og miðað við allar
pólitískar aðstæður og þann tíma
sem viðræður nú ber upp á held
ég að þetta sé öllum málsaðilum
hagstætt," sagði landbúnaðarráð-
herra.
Ilann sagði einnig: „Nú er meiri
þörf en oft áður að bijóta hlutina
til mergjar og huga að öllum mögu-
leikum til að vinna sig út úr þeirri
stöðu sem nú er. Það mun ekki
gerast eingöngu með nýjum bú-
vörusamningi. Ríkið eitt getur ekki
leyst þau vandamál. Þau eru í eðli
sínu óleysanleg nema frumkvæði
og kraftur bænda sjálfra, samtaka
þeirra og fyrirtækja verði virkjuð.
Ég er sérstaklega að tala um sölu-
málin. Við verðum að horfast í
augu við staðreyndirnar. Það fyrir-
komulag sem við höfum búið við
er ekki gott. Það dugar okkur ekki
vel. Við lifum í breyttum heimi og
verðum að laga okkur að breyting-
unum,“ sagði Steingrímur J. Sigf-
ússon landbúnaðarráðherra.
Eftir ræðu foimanns og land-
búnaðarráðherra voru lagðir fram
reikningar Stéttarsambandsins,
Jóhannes Torfason gerði grein fyr-
ir Framleiðnisjóði landbúnaðarins,
Guðmundur Lárusson Iagði fram
tillögur að breytingum á samþykkt-
ur sambandsins og Haukur Hall-
dórsson skýrði drög að nýjum bú-
vörusamningi sem eru til umfjöll-
unar í samninganefnd ríkisins og
bænda. Á eftir voru umræður sem
stóðu fram á kvöld.