Morgunblaðið - 30.08.1990, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990
29
Minning:
Soffía Sigurhelga
Sigurhjartardóttir
Fædd 23. apríl 1899
Dáin 19. ágTist 1990
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
(V. Briem)
Mig langar til að minnast
tengdamóður minnar, Soffíu Sigur-
helgu Sigurhjartardóttur, er lést
19. ágúst sl. Hún var fædd á Urð-
um í Svarfaðardal 23. apríl 1899,
dóttir hjónanna Sigurhjartar Jó-
hannessonar bónda á Urðum og
Friðriku Sigurðardóttur frá Drafla-
stöðum í Fnjóskadal, seinni konu
Sigurhjartar.
Soffía ólst upp hjá foreldrum
sínum á Urðum í glaðværum hópi
systkina sinna en Soffía var næst-
yngst þeirra. Eldri voru dætur Sig-
urhjartar af fyrra hjónabandi, þær
Þorbjörg, Arnfríður Anna, Elín,
Sigrún og Þórunn og sonur Frið-
riku, Kári. Yngstur systkinanna og
albróðir Soffíu var Sigfús. Einnig
ólst upp með þeim bróðursonur
Sigurhjartar, Jóhannes Þorsteins-
son. Öll systkinin frá Urðum eru
nú látin.
Soffía átti margar góðar minn-
ingar um dalinn sinn og æskuheim-
ilið og voru þær minnipgar henni
alla tíð mjög dýrmætar. Þegar
Soffía var nýorðin 15 ára andaðist
móðir hennar og bjó hún næstu
árin með föður sínum og systkin-
um. En síðar var hún um tíma við
nám og störf á Akureyri, m.a. í
Gróðrarstöðinni þar.
Síðan lá leiðin til Reykjavíkur,
þar sem hún var við nám í Kennara-
skólanum, en heldur síðan til Dan-
merkur og vann þar um tíma á
búgarði á Sjálandi. Að lokinni dvöl-
inni á Sjálandi fór Soffíatil Svíþjóð-
ar til náms í garðyrkju og hús-
stjóm í Tárna á Vestmannalandi
sem talinn var þá meðal fremstu
skóla á sínu sviði á Norðurlöndum.
Hinn 17. okt. 1925 giftist hún
manni sínum, Pálma Einarssyni
ráðunaut hjá Búnaðarfélagi Islands
og síðar landnámsstjóra. Þau áttu
síðan heimili í Reykjavík allan sinn
búskap. Árið 1928 reistu þau sér
nýbýlið Urðir við Engjaveg í
Reykjavík þar sem þau ráku bú-
skap á árunum 1928-1940.
Soffía og Pálmi eignuðust átta
börn en tvö þeirra létust í bernsku,
Auður og Jósef Pálmar.
Eftirlifandi börn Soffíu og Pálma
eru: Sigurhjörtur verkfræðingur,
maki Unnur Vilhjálmsdóttir skrif-
stofumaður, Anna fulltrúi hjá
námsgagnastofnun, maki Guð-
mundur Guðmundsson bifreiða-
stjóri, Haukur aðstoðarrafmagns-
stjóri, maki Aðalheiður Jóhannes-
dóttir fulltrúi, Hreinn stjórnarráðs-
fulltrúi, Friðrik sérfræðingur hjá
Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins, maki Carola Sander hjúkrunar-
fræðingur, og yngst er Sign'ður
tónmenntakennari, maki Kristján
Sæmundsson jarðfræðingur.
Barnabörnin eru sautján og
barnabarnabörnin eru orðin níu.
Soffía missti Pálma eiginmann
sinn 19. september 1985. Eftir það
bjó hún áfram á heimili sínu ásamt
Hreini syni sínum sem var móður
sinni stoð og stytta seinustu árin.
Soffía og Pálmi áttu sér unaðs-
reit við Ulfarsfell í Mosfellsbæ,
„kofann upp í landi“ eins og þau
nefndu hann, og áttu þau ásamt
fjölskyldu sinni margar ánægju-
stundir og rifja barnabörnin oft upp
minningar þaðan.
Soffía var tónelsk kona og nam
hún orgelleik á Akureyri á sínum
yngri árum. Minningarnar renna í
gegnum hugann um milda hógværa
konu sem ekki gerði miklar kröfiir
sjálfri sér til handa, en var ávallt
reiðubúin að rétta öðrum hjálpar-
hönd. Hún fylgdist ávallt vel með
því sem var að gerast og fylgdist
vel með afkomendum sínum í námi
og störfum.
Tengdamóðir mín kvaddi á einu
sólríkasta sumri sem ég man eftir
lengi, þegar íslensk náttúra, sem
hún unni svo mjög, skartaði öllu
sínu fegursta.
Nú er komið að skilnaðarstund
og bið ég henni blessunar á guðs-
vegum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Unnur Vilhjálmsdóttir
MEÐ NYJA UNDRATÆKINU FRA bíOthef
ERU ALLAR MERKINGAR LEIKUR EINN!
Þetta tœki er kærkomið þeim, sem hafa snyrti-
legar og góðar merkingar ó ðllu, sem þeir
vinna með. Á nýja tækinu getur þú valið um:
fimm leturgerðir síðustu prentun aftur
fimm leturstœrðir einfalda leiðréttingu
prentun Iðrétt liti á prentborðum
og lóðrétt
VERÐ
AÐEINS
Kr. 10.276. •
I =i =J>] í* i
NÝBÝLAVEGI 28, 200 KÓPAVOGUR.
S. 44443 & 44666. FAX 44102.
Tl
*&$*&**»
itSÖW*11
ha9?**^kis*
VERÐ KR: 39.900
PHILIPS-WHIRLPOOL 140 lítra
kæliskápur. Litli risinn, tilvalinn fyrir
sumarbústaði, fyrirtæki og smærri heimili.
Klakakubbafrystir og hálfsjálfvirkur af-
þýðingarbúnaður. Mjög öflug og hljóðlát
kælipressa. h:45.5 b:85 d:60.
VERÐ ÁÐUR: 9.990.-
PHILIPS VR 6349 HQ myndband. Myndleitari i báðar áttir með tvöföldum hraða.
Ramma fyrirramma færsla. Hægurhraði. Leitarhnappur tengdur teljara. 365 daga
upptökuminni. Fjarstýring sem stýrir öllum aðgerðum.
950
| kr. án fylgihluta
VERÐ KR: 27.980 VERÐ KR: 22.810.-
0C950 21 740
MwIkr. stgr. ék 1 Ikr.stgr.
•>rT Námskeio innifalið í verðinu
MECO GRILLIÐ. Nú bjóðum við vin-
sæla Meco grillið á sérstöku afsláttar-
verði. Með Meco erhasgtaðgrilla í hvaða
veðri sem er. Meco er öðruvísi grill.
PHILIPS ■ WHIRLPOOL AVM 611
örbylgjuofn. 750 Wött. 20 lítra. Pláss-
mikill, engin snúningsdiskur. Hreinsun
þægilegri. 10 mismunandi stillingar.
60 mínútna klukka með hringingu.
Mál; H:38 x B:40 x D:34 cm.
ELNITA 220. Nýtt módel frá Elna.
Einföld í notkun og full afnýjungum.
Saumar öll nauðsynlegustu sporin. Þetta
ersaumavélin semþarfá heimilið, því nú
geta allirsaumað.
PHILIPS AS 9500 hljómflutnings-
samstæda með geislaspilara og
fjarstýringu.Hálfsjálfvirkurplötuspilari.
Stafrænt útvarp með minni og sjálfleitara.
Magnarinn er2x40 músík Wött með tón-
jafnara. Tvöfalt snældutæki með tvöföld-
um upptökuhraða. Geislaspilarinn með
20lagaminni. Sjálfvirkur leitari. Þriggja-
átta hátalarar. Fullkomin fjarstýring sem
stýrir öllum aðgerðum.
F1385 hijómtækjasamstæba án
fjarstýringar.
Verð kr. 44.400,-
Stgr. kr. 39.450.-
PHILIPS GR 1250 sjónvarp.
20 tommu hágæða litaskjár. Fullkomin
þráðlaus fjarstýring sem stýrir öllum
aðgerðum. Sjálfleitari. 40 stöðva minni.
Frábær hljómgæði úr hátalara framan á
tæki. Sjálfslökkvandi stillir.
Heimilistæki hf
SÆTÚNI8SÍMI69 15 15 ■ KRINGLUNNI SÍMI691520
l/cde/uittcSuec^aH&e^cTi í somuKfyJUM,
PHILIPS AW 7791
fullkomið
steríó útvarp og
tvöfalt segul-
band. Kraftmikill 16 Watta magnari. FM
og miðbylgja. 3ja banda tónjafnari. Sí-
spilun á snældu. Tvöfaldurupptökuhraði.
Tveggja átta hátalarar sem hægt er að
losa frá samstæðunni.