Morgunblaðið - 30.08.1990, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990
23
m
■ri ■
H
5%
*p*g****
s*
«1 W
Sí5
C* ^
s«8ajlB
Bretland:
PowerGen verður selt
með hluta fj árútb o ði
St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
JOHN Wakeham, orkumálaráðherra Breta, hefur ákveðið að
PowerGen-raforkufyrirtækið verði selt með hlutaQárútboði, en
ekki selt stórfyrirtækjum beint eða starfsmönnum.
Reuter
Tvær efstu hæðirnar af þessari þriggja hæða blokkaröð eyðilögðust í óveðrinu og fórust nokkrir íbúar
hússins er vindurinn hreif þá með sér út á nærliggjandi akur.
Hvirfílvindar í Chicago:
24 menn biðu bana og
byggingar eyðilögðust
Plainfield, Ulinois. Reuter.
AÐ minnsta kosti 24 létu lífið er hvirfilvindar gengu yfir úthverfi
Chicago-borgar í Bandaríkjunum síðdegis á þriðjudag, þ.á m. nokkr-
ir — aðallega börn — sem vindurinn hreif með sér úr íbúðum og
kastaði út á akur. Meira en 280 manns slösuðust, sumir nyög alvar-
lega. Björgunarmenn grófu í rústum fram á nótt í leit að fórnarlömb-
um en tugir bygginga eyðilögðust í óveðrinu.
þess að hann- skellti sér á gólfið
Embættismenn í Will-sýslu sögðu
að a.m.k. 24 hefðu farist, þar af 10
í Crest Hill-þorpi þar sem tvær efstu
hæðirnar fuku af þriggja hæða
blokkgfijð. Fisstir ibuaf þorpsins
eru láglaunafólk. Sumir þeirra sem
bjuggu í blokkinni fundust á kom-
akri skammt frá og sveimuðu þyrl-
ur með leitarljós yfir akrinum fram
á nótt. Einn íbúa hússins,, Dale
Moffett, sagðist hafa lifað af vegna
þegar hann heyrði í hvirfílbylnum,
Hann vissi ekki hvað var í vændum
pn hph utsfd
ll^.v jjiov kx\j ii HÍMlI VSGxu dö
gera loftárás. í menntaskóla í bæn-
um Plainfield leituðu nemendur
skjóls á skólaganginum. Byggingin
hrundi öll nema gangurinn og nem-
endurnir gengu ómeiddir út.
Fylkisstjóri Illinois skipaði
heimavarnaliði fylkisins að fara á
svæðið, þar sem tjónið varð, til að
koma í veg fyrir að fólk léti greipar
sópa um íbúðir og verslanir. Bráða-
birgðaskýlum var komið upp til að
hægt væri að skjóta skjólshúsi yfir
hundruðir heimilislauss fólks.
Hvirfilbylurinn átti upptök sín
þar sem 30 gráða heitt loft mætti
kaldari laftstraMml.
Hanson Trust-fyrirtækið hafði
fengið aðgang að öllum lykilupp-
lýsingum um fjárhag PowerGen í
því skyni að gera tilboð í það.
Síðan var ætlunin, að öðrum fyrir-
tækjum yrði heimilt að gera tilboð
í PowerGen innan tiltekins tíma
og Hanson síðan að hækka upp-
haflegt tilboð sitt, ef það vildi.
Tilgangur ráðherrans með
þessu var sá, að auðvelda sölu
raforkuframleiðslufyrirtækjanna '
tveggja, National Power og Pow-
erGen, en þau framleiða alla ra-
forku í Englandi og Wales. Það
síðarnefnda framleiðir ríflega 30%
allrar raforku í Englandi og Wa-
les, og talið var, að það gæti
reynst erfitt að fá gott verð fyrir
bæði fyrirtækin, yrðu þau bæði
seld með hlutafjárútboði. Vonast
hefur verið eftir, að breski ríkis-
sjóðurinn fengi allt að 500 mill-
jörðum ísl. kr. fyrir bæði raforku-
fyrirtækin.
Hanson Trust hefur verið með
tilboð í undirbúningi í PowerGen
frá því í vor. Vitað var, að orku-
málaráðherrann vildi fá a.m.k. 150
milljarða ísl. kr. fyrir það. Hanson
Trust varð að bjóða nokkru hærra
verð fyrir það vegna skattahag-
ræðis, sem fylgja mundi kaupun-
um, til að það væri ásættanlegt
fvrir ráðherrann; Eftir fund ffieð
Hanson lávarði, framkvæmda-
stjóra Hanson Trust, sl. fimmtu-
dag, var ljóst að Hanson var ekki
reiðubúinn að gera hærra tilboð
en, sem nam 150 milljörðum ísl.
kr.
Ráðherrann vildi ekki sætta sig
við það sem upphafstilboð, sem
önnur fyrirtæki gætu miðað við,
og hann var viss um að það verð
myndi sæta gagnrýni í þinginu.
Hann lýsti þvi þess vegna yfir, að
staðið yrði við upphaflegu áætlun-
ina um, að hlutabréf í báðum ra-
forkufyrirtækjunum yrðu boðin út
í febrúar á næsta ári.
Það er ekki talið útilokað, að
starfsmenn PowerGen geri tilboð
í fyrirtækið með stuðningi sterkra
fjármálafyrirtækja áður en mjög
langt um líður. Það er ekki ljóst,
hvort orkumálaráðherrann verður
reiðubúinn að taka slíkt tilboð til
athugunar. Hagur fyrirtækisins
hefur vænkast nokkuð, vegna þess
að starfsmenn hafa getað lækkað
kostnað við að koma upp hreinsi-
búnaði við tvær raforkustöðvar,
sem brenna kolum, úr 70 milljörð-
um ísl. kr. í um 45 milljarða.
Frank Dobson, talsmaður
Verkamannaflokksins í orkumál-
um, sagði yfirlýsingu orkumála-
ráðherrans sl. fimmtudag pólitískt
heijarstökk. Sy0na málatlibunaðu?
geröi ekkert annað en skaða ra-
forkufyrirtækin.
Reuter
Lenín-styttan í Tíflis í Georgíu fjarlægð f stalli sínum.
Tíflis:
Síðasta Lenín-stytt-
an felld af stalli
Moskvu. Daily Telegraph.
RISASTÓR stytta af Vladímír Lenin var felld af stalli í Tíflis,
höfuðborg Sovétlýðveldisins Georgíu, á þriðjudag. Styttan var ein
hin stærsta í Sovétríkjunum og svo rammföst við stall sinn, að
sveit verkamanna vopnuð logsuðutækjum og loftpressum var nær
sólarhring að losa hana.
Um 30.000 manns voru við-
staddir og brutust út fagnaðarlæti
er hin 20 metra háa stytta var felld
af stallinum. Hafa þá allar Lenín-
styttur og brjóstmyndir verið rifnar
niður í borginni en þjóðernisvakn-
ing hefur átt sér stað meðal Ge-
orgíumanna.
Á undanförnum mánuðum hafa
hundruð Lenínstytta og -mynda
verið fjarlægðar í Úkraínu og
Eystrasaltsríkjunum þremur. Hafa
verið uppi kröfur um að jarðneskar
leifar Leníns verði fjarlægðar úr
grafhýsi á Rauða torginu í Moskvu.
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Kynnir hönnuðinn Sandro Magli