Morgunblaðið - 30.08.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.08.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990 STRÍÐSÁSTAND VIÐ PERSAFLÓA OPEC leyfír aukna olíuframleiðslu: Vilja tryggja fram- boð og stöðugleika Vín, Dubai, París. Reuter. MIKILL meirihlúti aðildarríkja OPEC, samtaka olíusöluríkja, sam- þykkti í gær á fundi í Vín að leyfa aukna framleiðslu til að mæta aukinni eftirspurn. Viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna hefur nú stöðv- að allan olíuútflutning frá Irak og hernumdu Kúvæt. Hvorki Irakar né Líbýumenn, helstu stuðningsmenn þeirra í OPEC, sendu fulltrúa til Vínarfundarins sem upphaflega átti aðeins að meta markaðshorf- ur. íranir vildu að beðið yrði með ákvörðunina þar til iðnvædd ríki hefðu notað varabirgðir sínar en fengu ekki kröfum sínum fram- gengt. Lítils háttar verðlækkun varð á Norðursjávarolíu, fatið fór úr 26,05 Bandaríkjadollurum í 24,85, eftir yfirlýsingu OPEC sem ekki kom verulega á óvart. Vitað var að flest ríkin vildu koma í veg fyrir hættu á kreppu á Vesturlöndum vegna verðsprengingar og olíuskorts þar sem slík þróun yrði OPEC-ríkjum ekki til framdráttar er upp væri staðið. Meirihluti ríkjanna 13 í OPEC sendi frá yfiriýsingu þar sem sagði að samtökin vildu stuðla að því að stöðugleiki ríkti á olíumörkuðum og nægilegt framboð yrði tryggt. „Við höfum axlað okkar hluta af ábyrgðinni," sagði forseti samtak- anna, Alsírmaðurinn Sadek Bouss- ena, við fréttamenn eftir fundinn. Olíumálaráðherra Indónesíu sagði að margir hefðu óttast að Saudi- Arabar og fleiri þjóðir myndu ein- faldlega auka framleiðslu sína án tillits til ákvarðana OPEC. Þar með hefði eining samtakanna, er stofnuð voru 1960, verið í hættu. „Okkur tókst að afstýra þessari hættu í Vín,“ sagði ráðherrann. mun koma frá Saudi-Arabíu og Sameinuðu furstadæmunum, yrði einkum seld ríkjum í þriðja heimin- um sem verða fyrir mestum skakka- föllum vegna viðskiptabanns SÞ. Framleiðsla íraks og Kúvæts var samanlagt um fjórar milljónir olíu- fata á dag og munu Saudi-Arabar geta aukið sína framleiðslu um milljón tunnur á tveim sólarhring- um og aðra milljón á tveim vikum. Furstadæmin geta bætt við a.m.k. hálfri milljón á dag með skömmum fyrirvara og nokkur ríki í Rómönsku Ameríku geta einnig aukið olíu- framleiðslu sína verulega. Reuter Yasser Arafat (t.v.), leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), fær hlýjar móttökur hjá aldavini sínum, Saddam Hussein, í Bagdad í vikunni. Arafat, er stutt hefur Iraka í einu og öllu frá því Saddam Hussein lagði undir sig Kúvæt, hefur sett fram tillögur um að herlið á vegum Sameinuðu þjóðanna leysi af hólmi lið Vesturveldanna við Persaflóa en honum hefur gengið illa að afla þeim fylgis. Olíuríkin við Persaflóa hafa styrkt PLO óspart með fé undanfarna áratugi en nú telja margir að þarlend sljórnvöld muni framvegis hundsa óskir Arafats í þeim efnum. Norðmenn senda birgða- skip til Persa- flóasvæðisins Ósló. Frá Helge Sörensen, fréttaritara Morgunblaðsins. NORÐMENN koma að líkindum til með að senda herskip á næst- unni til Persaflóa. Meirihluti þingmanna styður ákvörðun af því tagi og verður birgðaskip sent til fylgdar dönsku korvet- tunni sem verið er að ferðbúa fyrir siglingu til Persaflóasvæð- isins. í fyrstu er aðeins gert ráð fyrir að Norðmenn sendi birgðir og mun þar á meðal vera átt við skotfæri. Kjell Magne Bondevik utanríkisráð- herra segir að Norðmenn muni ein- vörðungu gegna varnarhlutverki á Persaflóasvæðinu. Stjórnmálaflokkarnir að Fram- faraflokknum undanteknum styðja allir áætlanir stjórnarinnar um þátt- töku Norðmanna í hinum alþjóðlega flota sem stefnt hefur verið til Pers- aflóasvæðisins vegna innrásar Ir- aka í Kúvæt. Hafa framfaraflokks- menn hvatt til þess að Stórþingið verði kallað saman til fundar um málið. Þykir Framfaraflokknum áformin alltof lítilmannleg og vilja að Norðmenn taki mun öflugri þátt í aðgerðunum á Persaflóa. Embættismenn 1 Bagdad segja baráttuþrekið óskert: Treysta því að Vesturlanda- þjóðir missi að lokiun móðinn Bagdad. Daily Telegraph, Reuter. íranir vildu að beðið yrði með að auka olíuframleiðslu þar til stjóm Alþjóðaorkumálastofnunar- innar (IEÁ) í París, sem 21 þjóð á aðild að, hefði fundað á föstudag. Talsmaður IEA sagði að viðræður OPEC og orkumálastofnunarinnar um olíusölumál væru „ekki á döf- inni.“ IEA hefur vald til að skipa aðildarríkjum sínum að grípa til varabirgða, takmarka ökuhraða tii að minnka bensínnotkun og gera fleiri ráðstafanir, jafnvel Iáta ríkin deila með sér birgðum, telji stofnun- in að hætta sé á olíuskorti. Allar þjóðir Efnahags- og framfarastofn- unarinnar (OECD) eiga aðild að orkumálastofnuninni, að undan- skildum Frökkum, Finnum og ís- lendingum. Ákveðið var á OPEC-fundinum að aukin framleiðsla, sem aðallega JAVIER Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hyggst á fundi sínum með íraska utanríkisráðherran- um, Tariq Aziz, í Jórdaníu á morgun reyna að fá íraksstjórn til að hverfa með her sinn frá Kúvæt. Að sögn fréttamanns breska blaðsins Daily Te- legraph í Bagdad bendir fátt til þess að írakar séu að digna. Embættismenn segja að ekki komi til mála að Kúvæt verði framvegis annað en íraskt hér- að. Þeir segjast treysta því að Bandaríkjamenn og fleiri Vest- urlandaþjóðir muni smám sam- an missa móðinn þegar deilan dragist á langinn. Fjölmiðlar í írak, sem allir eru að sjálfsögðu undir yfirstjóm ríkis- stjómar Saddams Husseins, lýsa Persaflóadeilunni sem varnarbar- áttu friðelskandi íraka sem ógnað sé af andstyggilegum, banda- rískum risa. Það hjálpi samt upp á sakimar að risinn standi á leirfót- um. Mikið er gert úr öllum stuðn- ingi, einkum útifundum, í ara- barikjunum við málstað Husseins. Fámennar mótmælagöngur friðar- sinna við Hvíta húsið í Washington og í Bretlandi eru tíundaðar vand- lega og eitt dagblaðið rakti ítarlega fréttaskýringu í breska útvarpinu BBC þar sem sagt var að staða George Bush Bandaríkjaforseta hlyti að versna mjög ef deilan við írak drægist á langinn. Stjórnvöld í Bagdad hafa jafnframt reynt að trafla sendingar BBC á arabísku svo að ánægjan með þjónustu stöðvarinnar er ekki ávallt óbland- in þar á bæ. Upplýsingamálaráðherra Sadd- ams Husseins , Latis Nsayyif Jas- sim, ítrekaði að framtíð Kúvæts yrði ekki til umræðu. „Kúvæt er hluti íraks og Sabah-ættin [furst- ans sem nú er landflótta] er búin að vera,“ sagði Jassim. Hann sagði stjóbnina bíða þess að sjá hvað de Cuellar hefði í pokahorninu en bætti við að þegar væri til ágætur grundvöllur að lausn; tilboð íraka um viðræður við Bandaríkjamenn án nokkurra fyrirfram skilyrða. Hann virtist ekki telja að áður- nefndar yfirlýsingar um Kúvæt mætti flokka undir skilyrði. Segjast ekki óttast skyndiárás írakar tala háðslega um þá hug- mynd að Bandaríkjamenn geti gert skyndilega og afmarkaða árás á mikilvægustu staði til að lama írak pólitískt og hernaðarlega. „Þeir voru átta daga að klófesta Noriega [einræðisherra í Panama], í landi þar sem þeir vora með herbækistöð fyrir,“ sagði einn embættismann- anna. „Hvernig gengi þeim að fást við milljón manna her í Irak“ Hvað sem öllum digurbarkalegu yfirlýsingum líður er ljóst að stjórnvöldum líst ekki á að lenda í hernaðarátökum við Vesturveld- in. Fólk hefur á hinn bóginn verið hvatt til að spara mat og klæði; Saddam reynir að vinna tíma með öllum ráðum og virðist álíta að hann geti þolað langt viðskipta- bann. Mjög erfitt er að meta hve lengi írakar geta þraukað. Sumir vestrænir sérfræðingar telja að matarbirgðir verði að mestu upp- urnar eftir mánuð, aðrir að með skömmtunum geti liðið allt að hálft ár þar til veralega fari að sverfa að. Þótt Saddam hafi nú heitið að leyfa vestrænum konum og börn- um að yfirgefa landið heldur hann mörg þúsund körlum eftir og gæti, þegar á líður reynt að sundra sam- stöðu Vesturlanda með því að bjóða gísla fyrir mat. Mörg Áustur-Evrópuríki eiga nú í vök að veijast vegna þess að þau verða á næstu áram að kaupa olíu, er áður fékkst í vöraskiptum við Sov- étmenn, dýram dómum á heims- markaðsverði. Heimildarmenn í Bagdad segja að íraskir sendimenn hafi verið í löndunum til þreifa fyrir sér um ólöglega olíusölu í blóra við viðskiptabann SÞ. Hvern- ig írakar hyggjast koma olíunni úr landi er þó ekki ljóst; meðan floti Vesturveldanna gætir sigl- ingaleiðanna er það vart fram- kvæmanlegt. Reuter 13 fórust við Ramstein-herflugvöllinn Stór bandarísk flutningavél af gerðinni C-5A Galaxy hrapaði rétt eftir flugtak á akur við flugbækistöðina Ramstéin í V-Þýskalandi í gær og fórust 13 manns. Fjórir komust lífs af. Vélin er ein margra sem notaðar eru f sambandi við hernaðaruppbygginguna á Persaflóa og var á leið til annarrar bandarískrar flugbækistöðvar í V-Þýskalandi með matvæli, lyf og varahluti. í nokkurra km fjarlægð frá slysstaðnum eru geymdar birgðir af efnavopnum sem senn verða fluttar frá landinu. Græningjar kröfðust þess í gær að allt hernaðarflug yfír landinu yrði bannað, þ.á m. millilendingar bandarísku vélanna en þær nota oft Ramstein-völlinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.