Morgunblaðið - 30.08.1990, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990
Minning:
Sigurður Tómasson
loftskeytamaður
Fæddur 10. júní 1933
Dáinn 22. ágúst 1990
Það eru ekki liðin tvö ár síðan
Sigurður Tómasson gekk í Karla-
kórinn Stefni. Samt verður hans
sárt saknað.
Kórar eru ekki bara hópur fólks
sem kemur saman til að æfa söng
og syngja. Kórar ei-u félagsstarf.
Slíkt starf byggist á því að þeir sem
taka þátt í því séu tilbúnir til að
leggja eitthvað fram, gefa eitthvað
af sjálfum sér, vera góðir félagar.
Sigurður var góður félagi. Þegar
hann var nýkominn í kórinn hófst
undirbúningur fyrir söngferð til
Norðurlanda og í tilefni af því hélt
kórinn nokkrar skemmtanir tii fjár-
öflunar. Sigurður bauðst strax tii
að taka virkan þátt í því starfi og
dró ekki af sér. Þó gat hann ekki
komið því við að fara í söngferðina.
Síðastliðinn vetur sá Stefnir um
söngmót Kötlu, sambands sunn-
lenskra karlakóra. Þá vann Sigurð-
ur líka vel og drengilega að öllum
undirbúningi og naut þess að taka
þátt í starfinu. En hann gekk ekki
heill til skógar og leitaði til læknis
eftir að mótinu lauk. Þá greindist
sá sjúkdómur sem nú hefur borið
hann ofurliði.
Okkur félögunum brá vð tíðindin
af veikindum Sigurðar í vetur. En
hann var bara fjarverandi í örfáar
vikur. Svo fór hann aftur að sækja
æfingar. Hann var í erfiðri lyfja-
meðferð, hafði látið nokkuð á sjá
og þrekið var ekki mikið fyrstu vik-
urnar. Hann kom samt, söng þegar
hann gat eða fylgdist með úti í
sal. Okkur til mikillar gleði efldist
hann smám saman og gat sungið
með okkur á tónleikum síðastliðið
vor.
Undir lok starfsársins hélt
Stefnir tónleika á Selfossi og síðan
var haldið upp á starfslok með því
að borða saman á Hótel Örk í
Hveragerði og skemmta sér. Sig-
urður og Valdís kona hans tóku
þátt í þeirri skemmtun. Þá spjallaði
ég við þau og fór að tala um það
við Sigurð hvað við dáðumst mikið
að honum fyrir að halda áfram að
syngja með okkur og taka þátt í
starfínu þrátt fyrir veikindin. „Hös-
kuldur minn,“ sagði hann, „það er
auðvitað sjálfsagt mál. Það er líka
ekkert um annað að ræða.“
Við söngfélagar Sigurðar viljum
þakka samstarfíð og góða viðkynn-
ingu. Við söknum góðs drengs og
góðs félaga og sendum Valdísi inni-
legar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Karlakórsins
Stefnis,
Höskuldur Þráinsson
í dag verður samverustund í Foss-
vogskirkju, þar sem Sigurður Tóm-
asson loftskeytamaður verður
kvaddur hinstu kveðju eftir aðeins
57 ára dvöl í jarðneskri vist.
Það voru hjónin Magnea Dagmar
Sigurðardóttir og Tómas Sigvalda-
son sem eignuðust son í júní árið
1933, annað barn þeirra hjóna af
fjórum. Var sonurinn skírður Sig-
urður eftir afa sínum í móðurætt.
Ólst Sigurður upp í Reykjavík og
gekk m.a. í Loftskeytaskólann og
lauk þaðan prófí árið 1954. Hann
stundaði síðan sjómennsku og var
loftskeytamaður einkum á togurum
en hóf síðan störf hjá Pósti og síma
á sjöunda áratugnum þar sem hann
starfaði til dauðadags, lengst af í
Gufunesradíó við fjarskipti f milli-
landaflugi.
Tuttugu og fjögurra ára gamall
gekk Sigurður að eiga Valdísi
Ölafsdóttur og eignuðust þau fjögur
börn, þau Ólaf rafeindavirkja, Dag-
mar Elínu féhirði, Sigríði Unni hús-
móður og Sigvalda Tómas skrif-
stofumann. Þijú elstu bamanna
hafa stofnað heimili og eru barna-
börn Sigurðar og Valdísar orðin 6
alls.
Sigurður sinnti heimili sínu af
trúmennsku og skyldurækni. Hann
byggði fjölskyldu sinni íbúðarhús í
Mosfellssveit þar sem hann og
Valdís hafa unað hag sínum vel.
Þegar mesta stritið var um garð
gengið tóku hugðarefnin við, Sig-
urður gerðist virkur félagi í Odd-
fellowreglunni og þau hjón nutu
félagsskapar reglubræðra með fjöl-
breyttum hætti. Við húsið í Ásholti
bjuggu þau sér sérlega fallegan
garð, og garðræktin og gróðurinn
átti huga Sigurðar.
Þegar styttast fór f eftirlauna-
réttinn, var Sigurður farinn að sjá
fram á þægileg efri ár. Hann var
við ágæta heilsu og virtist engu
þurfa að kvíða. En veikindin gera
ekki boð á undan sér og á vordögum
fékk Sigurður þær fréttir að mein
hefði búið um sig. Það væri að vísu
lítið og batahorfur voru sagðar
mjög góðar. En eigi má sköpum
renna. Heilsu Sigurðar fór hægt
hrakandi þegar leið á sumar það
sem nú er senn á enda.
Sumarið 1990 hefur verið fallegt
sumar að margra mati, sumar sól-
skins og birtu með hlýrri rigningu
af og til og gróðurinn fallegri en
nokkru sinni fyrr. Sigurður Tómas-
son naut hins vegar ekki þessa sum-
ars nema að litlu leyti. Fyrir hann
var þetta sumar vonarinnar, vonar-
innar um að fá að lifa lengur, vonar-
innar um að fá að endurheimta
heilsu, vonarinnar um að fá að njóta
lengri tíma með fjölskyldu sinni.
Þegar dró að hausti hvarf vonin
snöggt, kalt og óvænt. Það sem
talin var læknanleg meinsemd
reyndist á örstuttum tíma vera orð-
inn óviðráðanlegur sjúkdómur.
Vonir Sigurðar um lengra líf
rættust ekki og við tók sorgin hjá
eiginkonu hans, móður, börnum og
öðrum vandamönnum. Hann andað-
ist í Landspítalanum þ. 22. ágúst
sl. eftir aðeins tæprar sólarhrings
legu.
Sigurður Tómasson var vel látinn
maður, hann var í hjarta sínu
lítillátur, hógvær og prúðmenni hið
mesta. Hann var hrekklaus maður
sem setti hjálpsemi, greiðvikni og
umhyggju fyrir náunganum ofar
flestu öðru, enda slíkt honum í blóð
borið. Umfram allt var hann þægi-
legur í umgengni, glaðvær og gam-
ansamur. Hann var natinn við það
sem hann tók sér fyrir hendur hvort
sem það varðaði mannleg samskipti
eða önnur svið. Bamabömum
sínum var hann einstakur félagi og
vinur.
Það er söknuður í huga ættingja
og vina Sigurðar einkum þar sem
andlát hans varð óvænt þrátt fyrir
veikindi. Sum okkar líta þetta sem
tímabundinn aðskilnað en öll þökk-
um við honum gefandi samfylgd
og styrkjum hvert annað í sárri
sorg.
Skúli Eggert Þórðarson
Eitt sinn skal sérhver maður
deyja. Þetta vitum við öll, en stönd-
um þó berskjölduð þegar höggvið
er nærri og ástvinur fellur frá.
Okkur hættir til að líta á lífíð sem
sjálfsagðan hlut og að samferða-
fólkið muni alltaf verða til staðar.
Tengdafaðir minn, Sigurður Tóm-
asson, var einn af þessum klettum
í lífínu sem maður setur allt sitt
traust á og finnst þess vegna að
hljóti að standa af sér öll veður.
Hann gat alltaf veitt ómældan styrk
og stuðning þegar á móti blés, jafn-
vel þótt helsjúkur væri orðinn. Hann
var okkar bakhjarl í stóm og smáu
og er erfítt að hugsa sér framtíðina
án hans. Lengst af höfum við búið
í nágrenni við tengdaforeldra mína
og nú síðustu árin hafa aðeins
nokkrar húslengdir verið milli heim-
ilanna. Það hefur alltaf verið nota-
legt að vita af nálægð þeirra og
gott að leita þangað ef eitthvað
vantaði eða þjátaði á.
í mars síðastliðnum dró ský fyrir
sólu er Siggi veiktist af sjúkdómi
þeim sem nú tæpum sex mánuðum
síðar dró hann til dauða. Hann sýndi
einstakt baráttuþrek, kjark og
lífsvilja í veikindum sínum. Hann
átti svo mörgu ólokið, áhugamálin
voru svo mörg. Hann var mikill
grúskari og mjög víða vel heima.
Hann var virkur félagi í Oddfellow-
reglunni og starfaði þar af áhuga
og krafti. Á síðkvöldum sat hann
oft löngum við fjarskiptatækin sín
í sambandi við aðra radíóamatöra
víðs vegar um heiminn. Hann söng
með Karlakórnum Stefni síðastlið-
inn vetur og hafði af því mikla
ánægju. Á sumrin átti garðurinn
hug hans allan. Hafa þau hjón rækt-
að mikinn og fallegan garð við
heimili sitt af mikilli alúð og natni,
og veit ég að Sigga fannst sárt að
geta ekki tekið til hendinni þar í
sumar eins og hann var vanur.
Bamabömin sjá á eftir félaga
og vini þar sem afí þeirra var. Afí
og amma hafa verið samofín tilveru
þeirra svo lengi sem þau muna og
hjá þeim hafa þau átt sitt annað
heimili. Þau minnast meðal annars
jólatrésskemmtananna hjá Odd-
fellow þar sem afí tók þátt í
skemmtuninni með þeim af lífí og
sál og dansaði með þeim kringum
jólatréð stoltur af litla hópnum
sínum.
Ég kveð tengdaföður minn með
virðingu og kærri þökk. Minningin
um hann mun búa í hjörtum okkar
og ylja okkur um ókomin ár.
Tengdamóður minni bið ég blessun-
ar Guðs, svo og aldinni móður hans
og öðrum ástvinum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning Sigurðar
Tómassonar.
Sólrún
Vinarkveðja
Ég vil með þessum fátæklegu
orðum kveðja vin minn og Odd-
fellowbróður Sigurð Tómasson, sem
lést í Landspítalanum að kvöldi 22.
ágúst sl. eftir hetjulega baráttu við
sjúkdóm sinn.
Leiðir okkar Sigurðar lágu fyrst
saman árið 1979 í gegnum sameig-
inlegan félagsskap okkar. Við, sem
áttum þess kost að kynnast Sig-
urði, teljum okkur ríkari menn en
ella.
Sigurður var prýddur óvenju
miklum mannkostum, sem nutu sín
vel í félagsskap okkar. Vegnaþeirra
voru honum falin margvísleg og
erfíð trúnaðarstörf, sem hann leysti
einstaklega vel af hendi. Hann hafði
stórt hjarta og var óspar á að miðla
af manngæsku sinni til allra, er
hann taldi þurfa þess með.
Við Sigurður kynntumst enn
nánar síðustu mánúðina, en við
vorum báðir á sama skipinu og
háðum sameiginlega baráttu við
vágest þann er að okkur steðjaði.
Ég fæ seint fullþakkað Sigurði fyr-
ir þau uppörvandi áhrif og smitandi
lífskraft, sem hann miðlaði bæði
mér og öðrum. Hann átti sinn stóra
þátt í því að létta róðurinn í þessum
ólgusjó.
Kæra Valdís, ég votta þér og
allri fjölskyldunni mína dýpstu sam-
úð. Megi góður guð styrkja ykkur
á erfíðri stundu. Megi minningin
lifá um góðan dreng,
Rögnvaldur Óiafsson
í dag verður kvaddur hinstu
kveðju góður vinur minn, Sigurður
Tómasson, loftskeytamaður, Ás-
holti 5, Mosfellsbæ. Hann lést langt
um aldur fram þann 22. ágúst
síðastliðinn í blóma lífsins.
Sigurður Tómasson fæddist þann
10. júní 1933 að Brekkustíg 8,
Reykjavík, og ólst upp í foreldra-
húsum. Móðir Sigurðar, Magnea
Dagmar Sigurðardóttir, ættuð frá
Skammbeinsstöðum í Holtum
Rangárvallasýslu, sem enn heldur
heimili á Brekkustíg 8, á áttugasta
og Qórða aldursári, sér nú á bak
einkasyni sínum. Faðir Sigurðar var
Tómas Sigvaldason, loftskeytamað-
ur og síðar vörubifreiðastjóri í
Reykjavík, borinn og bamfæddur
Reykvíkingur. Hann lézt fýrir 1C
árum. Þijár systur átti Sigurður.
Að loknu Gagnfræðaskólanámi
hóf Sigurður nám við Loftskeyta-
skólann og útskrifaðist þaðan árið
1954, tuttugu og eins árs að aldri.
Að námi loknu fór Sigurður sem
loftskeytamaður á togarann
Keflvíking, sem gerður var út frá
Keflavík. Um veturinn fór hann til
Englands og tók þar námskeið í
radíó-viðgerðum, sérstaklega
RADAR-viðgerðum. Eftir heim-
komuna hóf Sigurður störf hjá
Bæjarútgerð Reykjavíkur og starf-
aði þar næstu níu ár. Lengst af sem
loftskeytamaður á togaranum
Skúla Magnússyni RE 202.
Skömmu eftir að Sigurður hætti
störfum hjá Bæjarútgerð
Reykjavíkur hóf hann störf hjá
Pósti og síma og starfaði við fjar-
skiptastöðina í Gufunesi frá árinu
1963 þar til 1986 er hann gerðist
yfirskoðunarmaður í radíóeftirliti
Landsímans og starfaði hann við
radíóeftirlitið meðan þrek entist.
Sigurður hafði mikla ánægju af
fjarskiptum yfírhöfuð, og var það
hans áhugamál að undanskyldum
skrúðgarðinum við heimili þeirra
Valdísar. Hvað er auður og hvað
er hús, ef engin urt vex í þinni krús.
Fjarskiptin voru hans áhugamál
og þar var hugur hans allur, nótt
sem dag og eru þau ótalin radio-
amatörsamböndin sem Sigurður
hafði um heim allan og hvað fjar-
skiptin varðar þá var Sigurður mik-
ið meira en radio-amatör. Hann var
„professional" loftskeytamaður.
Sigurður var vinátturækinn og
virkur félagi í Oddfellowreglunni.
Sigurður giftist 24. ágúst 1957
Valdísi Ólafsdóttur og eignuðust
þau fjögur böm. Þau. eru Ólafur
símvirkjameistari, fæddur 23. mars
1957, Dagmar Élín, fædd 9. júlí
1958, Sigríður Unnur, fædd 17.
september 1961, og Sigvaldi Tóm-
as, fæddur 3. september 1966.
Mér er nær að ætla að hjónaband
þeirra Valdísar og Sigurðar hafi
verið meira en gott hjónaband, þau
voru félagar í orðsins fyllstu merk-
t
Móðir okkar,
UNA HELGADÓTTIR,
andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þriðjudaginn 28. ágúst.
Sigurlaug Ólafsdóttir,
Þorsteinn B. Sigurðsson.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGURBJÖRG PÁLSDÓTTIR,
Sólvallagötu 43,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 31. ágúst
nk. kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Slysavarnafélag ís-
lands.
Pétur Ingimundarson,
Áslaug Pétursdóttir, Ingimundur Pétursson,
Magna Sigfúsdóttir, Jón Haukur Jóelsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Fósturmóðir mín,
BERGRÓS JÓNSDÓTTIR,
Hvassaleiti 10,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 31. ágúst kl.
13.30.
Þorgrímur Þórðarson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐLAUG G. WESTLUND,
sem andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 22. ágúst,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 31. ágúst
kl. 10.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlega bent á líknarstofnanir.
Ester G. Westlund,
Steingrfmur Westlund, Katherine L. Westlund,
barnabörn og barnabarnabörn.
ingu.
Ég hefði gjaman kosið að minn-
ingargrein þessi hefði verið ýtar-
legri og ég hefði dregið upp mynd
af góðum vini og margra ára sam-
starfí er við báðir störfuðum sem
loftskeytamenn hjá Bæjarútgerð
Reykjavíkur og þær mörgu stundir
sem við áttum saman með fjarskipt-
um á höfum úti langt frá ættingjum
og vinum, en best er að geyma
góðar minningar um látinn vin í
eigin hugarfylgsni.
Síðustu samverustundir okkar
Sigurðar voru sunnudagskvöldið
19. ágúst er við spjölluðum yfir
kaffíbolla. Hann var að vísu þungt
haldinn en ekki óraði mig fyrir því
að kveðja okkar þá um kvöldið
væri okkar síðasta handtak.
Með söknuð í huga kveð ég Sig-
urð Tómasson því hann var dreng-
skaparmaður og mannvinur. Ég bið
góðan Guð um styrk aldraðri móð-
ur, eiginkonu, börnum, barnaböm-
um og öðrum ástvinum.
Útför hans verður gerð í dag kl.
15 frá Fossvogskirkju.
Valdimar Tryggvaspn
sectmáa