Morgunblaðið - 30.08.1990, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990
43
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
(lf WIi"t
Hver var hún, þessi Imba?
Nokkrir lesendur hafa hringt vegna
brags sem birtist hér í blaðinu sl.
þriðjudag. Aðalsteinn Örnólfsson
sagðist hafa lært aðra tengda sama
efni. Kvaðst hann ekki vita eftir
hvern vísumar væru en sagði að
hér væri á ferðinni gamall húsgang-
ur, sennilega ættaður úr Strandar-
sýslu eða af Vestfjörðunum. Vísu-
parturinn sem Aðalsteinn kann:
Ég er að verða örvilnuð,
því Imbu hann situr með.
Víkkaðu skráargatið Guð,
svo geti ég betur séð.
Hún Imba hvíslar svo hljótt við hann,
í haust að skilja við mig.
Hún er að biðja hann blessaðann,
sem bráðast að eiga sig.
G. K. úr Bolungarvík kunni báðar
en í örlítið annarri útgáfu. Sagðist
hún hafa lært braginn sem barn
fyrir um 60 ámm af ömmu sinni
sem var úr Reykhólasveit. Sagðist
G. K. ekki vita hver höfundur væri
eða um hvern væri ort. í útgáfu
hennar hljóðar bragurinn svo:
Hvað er nú orðið um manninn minn,
myrkrið er voða svart.
Hann hefur læðst til Imbu inn,
í eldhús mig grunar margt.
Ég heyri blíðlegt manna mál
og margfaldan þrýstingskoss.
Það er sem bijóst mitt brenni bál,
ég ber ein svo þungan kross
Imba hvíslar að hljóti hann
í haust að skilja við mig
Hún er að biðja hann blessaðann
sem bráðast að eiga sig.
Ég er að verða örvingluð
því Imbu hann situr með.
Ó víkkaðu skráargatið Guð
svo geti ég betur séð.
ÍBÚAR Á
H0R0URLMDI
VESTRRI
Á morgun, föstudaginn 31.
ágúst, mun Júlíus Sólnes,
formaður Borgaraflokksins
og umhverfisráðherra,
boða til fundar með heima-
mönnum í Norðurlands-
kjördæmi Vestra.
Fundurinn hefst ki. 20.00 og verður haldinn á
Hótel Mælifelli á Sauðárkróki.
Umræðuefni fundarins verður m.a.: Málefni Borg-
araflokksins og hlutur hans í íslenskum stjórnmál-
um, stjórnmálaástandið, umhverfismál o.fl.
Mætum og ræðum við ráðherrann um málefni
líðandi stundar. Allir velkomnir.
„Bílabanar“ í Strákagöngum
Föstudaginn 24. ágúst síðast liðinn
lagði ég leið mína norður í Fljót og
Siglufjörð. Þjóðvegurinn norður var
góður og greiðfær að stærstum
hluta. Fljótin heilsuðu með tign og
fegurð, sem jafnan áður, heiðum
himni, blankalogni, bláum beija-
brekkum og fagursköpuðum ijalla-
hring, sem reyndar „stóð á haus“
í spegilsléttu Miklavatni. Fjalla-
hringurinn í Siglufirði gladdi augun
jafnvel enn meir en Fljótafjöll, ef
það er þá hægt, og veðurblíðan og
lognið kölluðu fram margar gamlar
og góðar minningar.
Strákagöng, fyrstu alvöru jarð-
göngin í vegakerfi landsins, rufu
aldalanga einangrun Siglufjarðar
seint á sjöunda áratugnum, og
tengdu hann þjóðvegakerfi lands-
ins. Vegagerðin, sem margt hefur
vel gert, hefur á hinn bóginn hvergi
nærri sinnt nauðsynlegu viðhaldi
Strákaganga. Holumar í akbraut
þeirra, eða gólf, minna á hólana í
Vatnsdal og eyjarnar á Breiðafirði,
að því leyti, að þær eru óteljandi.
Hættulegustu holurnar em hálf-
gerðir „bílabanar“. Asigkomulag
gangagólfsins, sem býður hættun-
um heim, er Vegagerðinni til hábor-
innar skammar og hrein móðgun
við vegfarendur. Hér verður úr að
bæta í snarheitum.
Siglfirðingur búsettur syðra
Endursýnið þátt um Stjómina
Til Velvakanda. margar stelpur af þessum þætti sem
Ég vil koma á framfæri beiðni sagður var mjög góður. Veit ég um
um endursýningu á þætti sjónvarps- margar stelpur sem em sammála
ins um hljómsveitina Stjórnina. Þar mér.
sem ég var á fótboltamóti í Kópa- Stjórnaraðdáandi.
voginum þennan tíma missti ég og
1
Sfc»SÍ??Wí 1 frumsýnir
AÐRAR 48 STUNDIR
BESTA GRÍIM- OG SPEIMIMUMYND, SEM KOMIÐ HEFUR í LANGAN TÍMA.
EDDIE MURPHY OG NICK NOLTE ERU FRÁBÆRIR í ÞESSARI MYND,
EINS OG ÞEIRRI FYRRI.
SÝND KL. 5,7,9 OG 11 BÖNNUÐINNAN 16 ÁRA
ÚTSALA
Síðustu dagar
Lokað laugardag
Opnum á mánudag
með nýjum vetrarvörum
frá
Laugavegi 99, sími 16646
EIMSKIP
HLUTHAFAFUNDUR
í Hf. Eimskipafélagi íslands verður haldinn
í Súlnsal Hótels Sögu
fimmtudaginn 13. september næstkomandi
og hefst kl. 15:00.
Fundurinn er boðaður skv. 3. mgr. 20. gr.
samþykkta félagsins.
Á dagskrá fundarins verður tillaga um
staðfestingu á samþykkt hluthafafundar
hinn 28. ágúst 1990 um aukningu hlutafjár
Hf. Eimskipafélags íslands
um allt að 86 milljónir króna.
Aðgöngumiðar að fundinum verða
afhentir hluthöfum og umboðsmönnum
hluthafa á skrifstofu félagsins frá
10. september til hádegis 13. september.
Reykjavík, 29. ágúst 1990
STJÓRN HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS