Morgunblaðið - 30.08.1990, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990
Aukln þjónusta vlö helmili
og stofnanlr.
Ef hreinsa þarf gluggatjöld
kemur Fönn til hjálpar. Við
komum og tökum gluggatjöldin
niður, hreinsum þau og setjum
þau upp aftur - slétt, falleg og
í jafnri sídd.
> Skeifunni 11, sími 82220
Minning:
Guðmundur Atla-
son, Hafnarfírði
Fæddur 5. september 1917
Dáinn 18. ágúst 1990
Það hefur verið fastur liður hjá
fjölskyldunni á hverju hausti að
taka upp kartöflur úr spildunni fyr-
ir neðan Ásfjall. Þarna er garðurinn
hans tengdapabba og fjölskyldunn-
ar allrar. Guðmundur sá alltaf um
að hóa liðinu saman og þarna unnu
margar hendur létt verk. Gullaugun
fóru í sérstakan poka, Helgurnar í
annan og Eyvindarnir í þann þriðja,
allt flokkað eftir leiðbeiningum sér-
fræðings í kartöflurækt. í haust
stöndum við einum færri í moldinni
og ekki er útséð með það, hver
safnar hópnum saman. Fyrirliðinn
er fallinn. Það haustaði snemma
hjá fjölskyldunni í ár.
Guðmundur Atlason var Hafn-
firðingur í húð og hár, fæddur á
Jófríðarstöðum 5. september 1917.
Hann var elsta barn hjónanna Atla
Guðmundssonar verkamanns frá
Tjöm á Miðnesi og Guðlaugar Hin-
riksdóttur frá Mýrarhúsum á
Vatnsleysuströnd. Þeim varð
þriggja barna auðið. Yngri eru
bræðurnir Steingrímur fv. yfirlög-
regluþjónn (f. 1919) og Guðlaugur
bókbindari (f. 1932);
Á æskuheimilinu var fátækt
umtalsverð þótt yfirleitt hafi verið
nóg til hnífs og skeiðar. Það hefði
hins vegar þótt fremur einhæft á
okkar dögum að fá fisk fimm daga
vikunnar og kjötmeti einu sinni eða
tvisvar. Þegar barnaskóla lauk stóð
hugurinn til frekara náms. Flens-
borg heillaði, en aðstæður leyfðu
ekki frekari skólagöngu að sinni.
Tekjur heimilisföðurins voru af
skornum skammti og dugðu ekki
til að framfleyta fjölskyldunni. Elsti
sonurinn þurfti að fara að vinna til
að leggja sitt af mörkum til heimil-
isins. Ekki er laust við að þessi
lífsreynsla setti sín spor á drenginn
því margsinnis varð maður þess
áskynja í umræðunni að tækifæri
og möguleikar gamla tímans hefðu
hvergi verið nærri því sem býðst
nú á dögum.
Sumarvinna til sveita, fisk-
breiðsla á reitunum fyrir ofan bæin
og sauðfjárgæsla gerðu strákpjakk
að stæltum unglingi. Síðast nefnda
starfið varð til þess að sauðljáreig-
andinn og bæjarfulltrúinn Þorleifur
Jónsson greiddi skólagjald fyrir
drenginn í Iðnskólanum, sem þá var
kvöldskóli. Guðmundur sótti námið
vel enda bráðskarpur og töluglögg-
ur með afbrigðum. Hann tók m.a.
tvo bekki sama árið og var með
þeim hæstu. Þarna lærði hann m.a.
bókfærslu sem lá fyrir honum eins
og opin bók og átti eftir að koma
að góðum notum seinna melr. Jón
Mathiesen kaupmaður naut starfs-
krafta Guðmundar í nokkur ár,
þegar heimsendingarþjónusta
blómstraði og sendlar hjóluðu um
bæinn. Þá tóku við nokkur ár í fiski
hjá Lofti Bjarnasyni og á árunum
fyrir seinna stríð var hann á síld í
Ingólfsfirði. Enn voru erfiðir fram-
færslutímar og heimilið í skuld með
húsaleigu og matarúttekt. Síldin
gaf vel og eitt árið borgaði Guð-
mundur upp allar skuldir heimilis-
ins. Þannig var hann, ósérhlífinn
og fórnfús og hugsaði vel um sína.
Svo kom stríðið og alvara lífsins
var með breyttum áherzlum. Hugs-
að var til framtíðar. Guðmundur
hóf störf í Einarsbúð, hjá Einari
Þorgilssyni. Árið 1941 keyptu þeir
bræður Guðmundur og Steingrímur
húsið á Vesturbraut 2 í Hafnarfirði
og fluttu inn ásamt foreldrum
sínum. Þetta var táknrænt fyrir
góða samvinnu þeirra bræðranna
næstu áratugina.
I stríðslok stofnuðu Guðmundur
og Jóhann Björnsson hænsnabú og
reistu í hrauninu fyrir vestan Víði-
staði í Hafnarfirði. Ári síðar kom
Steingrímur inn í félagsskapinn og
þarna var rekið hænsnabú í um 25
ár. Auk eggjaframleiðslu voru seld-
ir ungar, allt með viðurkenningu frá
yfirdýralækni og landbúnaðarráðu-
neyti. Yfir þessu hænsnabúi vöktu
þeir félagarnir ár út og ár inn.
Starfsemin hafði einnig þau áhrif
inn á heimili bræðranna, að lítið
þótti spennandi að leggja sér til
munns egg og hænsnakjöt á þessum
árum.
Eftir tvo áratugi í Einarsbúð
gerði Guðmundur stuttan stanz sem
gjaldkeri Vikunnar, en svo tóku við
þijú ár hjá eggjasölusamlaginu í
húsi Sölufélags garðyrkjumanna.
Síðan varð hann gjaldkeri Bæjarút-
gerðar Hafnarijarðar og gegndi því
starfi í um tuttugu ár eða þar til
hún hætti árið 1985.
Það var ekki stíll Guðmundar að
sitja auðum höndum. Eftir 40 ára
verzlunar- og skrifstofustörf venti
hann sínu kvæði í kross og fór að
verka fisk hjá Geir Siguijónssyni í
Sjávarfiski í Hafnarfirði. Þar undi
hann hag sínum vel, naut mikils
skilnings vinnuveitanda síns og
starfaði eins og kraftarnir leyfðu
fram á fyrri hluta síðasta árs.
Það sem einkennt hefur starfs-
feril Guðmundar Atlasonar öðru
fremur er vinnusemi, samvizku-
semi, ósérhlífni og kappsemi. Hann
kom sér alls staðar vel í vinnu.
Óneitanlega læðist að manni sú til-
gáta, að hæfileikar hans hafi ekki
nýtzt _sem skildi í starfi á lífsleið-
inni. í samtölum okkar hin síðari
ár mátti stöku sinnum skynja von-
brigði yfir því að hafa ekki fengið
fleiri tækifæri til mennta en raun
varð 4.
Guðmundur var með auðugustu
mönnum, þótt hvorki sé þar átt við
peninga né fasteignir. Auður hans
var ijölskyldan. Kvonfang sitt sótti
Guðmundur til Sigluijarðar og 19.
júní 1943 kvæntist hann eftirlifandi
eiginkonu sinni, Ólöfu S. Kristjáns-
dóttur, hárgreiðslumeistara (fædd
21. júlí 1921) frá Kambi á Siglu-
firði, dóttur sæmdarhjónanna
Kristjáns Ásgrímssonar, útgerðar-
manns, og Guðrúnar Sigurðardótt-
ur. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu
þau á Vesturbraut 2, en stækkandi
ijölskylda þurfti aukið svigrúm.
Neðarlega á Hringbrautinni í Hafn-
arfirði var laus byggingarlóð sem
þótti ekki árennileg, stóð hátt og á
klöpp. Klappir voru Guðmundi aldr-
ei hindrun og 1953 var reist einbýl-
ishús á Hringbraut 3 með feikna-
góðu útsýni. Þarna bjuggu hjónin
æ síðan með barnaskarann.
Barnalán Guðmundar og Ólafar
er mikið, sjö dætur og einn sonur.
Börnin eru: Guðrún Signý hús-
mæðrakennari (fædd 1943), gift
Ásgeiri Gunnarssyni prentara; Bára
íþróttakennari (fædd 1944), gift
Óttari Eggertssyni framhaldsskóla-
kennara; Anna Sigfríð meinatæknir
(fædd 1949), gift Bjarna Jónassyni
lækni; Þórunnn Halla húsmæðra-
kennari (fædd 1952), gift Jóni B.
Stefánssyni forstöðumanni; Brynja
verkfræðingur (fædd 1955), gift
Óskari Valdimarssyni verkfræðingi;
Ólöf meinatæknir (fædd 1957);
Hrefna læknir (fædd 1961), sam-
býiismaður hennar er Ólafur Thor-
arensen læknir, og Atli blikksmiður
og hestamaður (fæddur 1965),
sambýliskona hans er Eva Mandal
sjúkraliði og hestakona. Barnabörn-
in eru 14 talsins og eitt barnabarna-
barn.
Guðmundur hugsaði ávallt vel
um heimilið og sá til þess, að aldr-
ei vantaði neitt. Ólöf og hann voru
börn síns tíma, þar sem lífið var
brauðstrit og brauðstrit var lífið.
Tíminn fór í vinnu, barneignir og
barnauppeldi. Verkaskiptingin á
bænum var í anda þeirrar kynslóðar
þar sem hann var fyrirvinna heimil-
isins, sá um Ijármálin, sinnti bílnum
og húsinu að utan. Hún sá um allt
hitt og gerði það með glæsibrag.
Síðustu árin gekk Guðmundur
ekki heill til skógar. Fyrir tveimur
' árum kom í ljós sjúkdómur sá, sem
eyddi kröftum hans jafnt og þétt
og dró hann loks til dauða. Honum
var ljóst að hverju stefndi. Hann lét
aldrei bilbug á sér finna og barðist
hetjulega. Hann virtist vera sáttur
við Guð og menn, þegar yfir lauk.
Við tengdasynirnir stöndum í
mikilli þakkarskuld við Guðmund
Atlason. Það var hveijum og einum
okkar ijarska auðvelt að stíga spor-
in inn í fjölskyldu þeirra hjóna.
Kynjaskiptingin á heimilinu var
ærið ójöfn í fyrstu með yfirgnæf-
andi kvennafans. Eftir því sem
tengdasonunum fjölgaði jafnaðist
hlutfallið og ekki bar á öðru en að
það væri Guðmundi vel að skapi.
Hann var mikill vinur okkar allra,
hjálpfús með eindæmum og varð
vel við hverri bón. Hann verður
okkur ávallt minnisstæður fyrir
hlýtt viðmót, ljúfmennsku, dugnað,
skarpar gáfur, greiðasemi, stað-
festu, íhaldssemi, glettni, gráa hár-
ið og pípuna. Við þökkum honum
af heilum hug samfylgdina og megi
hann friðar njóta. Blessuð sé minn-
ing Guðmundar Atlasonar.
Tengdasynir
R AÐ AUGL YSINGAR
TILKYNNINGAR
Kripalu jóga
Vetrarstarfið er að hefjast. Grunnnámskeið
í Kripalu jóga (Hatha jóga) byrjar 3. septem-
ber. Leiðbeinandi Helga Mogensen.
Upplýsingar og skráning í síma 676056.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Iðnaðarhúsnæði óskast
75-100 fm iðnaðarhúsnæði með vörudyrum
óskast til leigu á svæðinu Skipholt-Ármúli.
Sími 22880 eftir kl. 19.
KVÓTI
Kvóti
Viljum kaupa botnfiskkvóta.
Seljendur, sem hafa áhuga, vinsamlegast
hafið samband í símum 95-13209 og
95-13203.
Hólmadrangur hf.
BÁTAR-SKIP
Fiskverkendur
Til sölu ersprautusöltunarkerfi frá Traust hf.
Upplýsingar í síma 97-81885 eða 97-81330.
SJÁLFSTIEDISFLOKKURINN
F F I. A (i S S T A R F
Sjálfstæðisfélag
Suður-Þingeyinga
heldur aðalfund sinn í félagsheimilinu Heið-
arbæ mánudaginn 3. september kl. 21.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Halldór Blöndal, alþingismaður, ræðir und-
irbúning alþingiskosninganna og stjórn-
málaviðhorfið.
Stjórnin.
Utanríkismálafundur
í kvöld
F • U • S
Utanríkismálanefnd Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í
Reykjavík, heldur fund í Valhöll, Háaleitisbraut 1, fimmtudaginn 30.
ágúst kl. 20.30. Gestur fundarins veröur mr. Richard P. Rodgers,
sendiráðsritari bandaríska sendiráðsins í Reykjavík. Á fundinum verð-
ur m.a. rætt um samskipti íslendinga og Bandaríkjamanna, nýjar
forsendur í alþjóðastjórnmálum og ástandið fyrir þotni Persaflóa.
Allir áhugasamir velkomnir.
Stjórnarfundur
SAMOAND UNGRA 0>| |C
SIÁL FSTÆÐISMA NNA Q JJ Q
Haust- og vetrarstarf SUS hefst með stjórn-
arfundi föstudaginn 31. ágúst. Fundurinn
verður haldinn í Valhöll og hefst kl. 18.00
stundvíslega.
Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
1. Albert Guðmundsson, sendiherra íslands
í París, situr fyrir svörum.
2. Undirbúningur alþingiskosninga.
3. Prófkjörsmál, fréttir úr kjördæmunum.
4. Annað vetrarstarf.
5. Önnur mál.
Stjórnarmenn vinsamlegast tilkynni forföll. Það er sérstaklega óskað
eftir því að varamenn og trúnaðarmenn tilkynni þátttöku.
Fundurinn er einungis opinn stjórnar- og varastjórnarmönnum
SUS, svo og trúnaðarmönnum hreyfingarinnar.
sus.