Morgunblaðið - 30.08.1990, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990
ÍÞRÓTTIR UNGLINGA
5. flokkur:
FH-ingar
meistarar
FH-ingar urðu íslandsmeistar-
ar f 5. flokki er þeir unnu ÍK 3:1
í úrslitaleik á Víkingsvellinum í
Fossvogi á sunnudag. Mikil en
prúðmannleg barátta ein-
kenndi leik beggja lið.
FH-ingarnir náðu góðum sam-
leik í úrslitaleiknum og reið það
baggamuninn. Varnarmennirnir
brutu flestar sóknir IK-manna á
bak aftur og léku
Ágúst síðan sjálfir fram
Ásgeirsson völlinn og aðst.oðuðu
skrifar þannig í sóknarað-
gerðunum. Með
þessu móti var sóknarleikur FH-
ingar beittari en hjá ÍK og marg-
sinnis skapaðist hætta við mark
Kópavogsmanna.
Hjá ÍK skorti nokkuð á slíka
samvinnu en sóknarmenn þeirra
^ voru liprir í leik sínum og skópu
sér nokkur hættuleg sóknarfæri en
tókst aðeins einu sinni að reka
smiðshöggið og senda knöttinn í
mark FH.
FH-ingar höfðu forystu í hálfleik
með marki Ólafs Más Sigurðssonar
sem hann skoraði um miðjan fyrri
hálfleikinn. Skot hans breytti um
stefnu er knötturinn fór í varnar-
mann ÍK.
ÍK-menn sóttu í sig veðrið í seinni
hálfleik' og jöfnuðu fljótlega með
góðu marki Olafs Valdimars Júlíus-
sonar. En FH-ingar náðu undirtök-
um og drógu kjarkinn úr ÍK þegar
þeir komust yfir um miðjan seinni
hálfleik með marki Friðbjörns Odd-
sonar. Óli Már innsiglaði svo sigur
FH er hann skoraði öðru sinni
skömmu fyrir leikslok.
Morgunblaðiö/BAR
Islandsmeistarar FH í 5. flokki. Aftari röð frá vinstri: Árni Ágústsson, formaður fulltrúaráðs FH, Bergþór Jónsson, formaður FH, Egill Siguijónsson, Þröstur Ríkharðsson, Ró-
bert Magnússon, aðstoðarþjálfari, Heimir Hafliðason, Lárus Jónsson, Amar Þór Gilsson, Trausti Guðmundsson, Freyr G. Gunnarsson, Hafþór Sigmundsson, Páll ólafsson, Einar Thorberg Guð- *
mundsson, Arnar Þór Gíslason, Birgir Már Þorgeirsson, Ámundi Pétursson, Viðar Halldórsson, varaf. knattspyrnudeildar FH, Magnús Pálsson, þjálfari, Þórir Jónsson, formaður knattspyrnudeildar
FH. Fremri röð: Kjartan Helgason, ívar Bragason, Ólafur Már Sigurðsson, Sverrir Örn Þórðarson, Jóhann Pálsson, Arnar Þór Viðarsson, Snorri Ámason, ólafur Stefánsson, Guðmundur Sævars-
son, Friðbjöm Oddsson, Kristinn Ágústsson, Ingvar Guðjónsson og Magnús Þór Magnússon.
„Okkur sárnar
ekki tapið“
Þetta var góður leikur en það þýðir ekkert
að vera sár þótt maður tapi,“ sagði Þórður
Guðmundsson, fyrirliði 5. flokks ÍK.
Við töpuðum fyrst og fremst vegna þess að
sóknarmennirnir fengu litla sem enga hjálp
þegar þeir reyndu að sækja gegn marki FH-
inga. Við verðum bara að taka þessu og reyna
betur næst,“ sagði Þórður. Hann er sonur Guð-
mundar Þórðarsonar, fyrrum landsliðsmanns í
knattspyrnu og leikmanns með Breiðabliki til
margra ára.
„Erfiður leikur“
Þetta var erfítt en ánægjulegt að vinna ís-
landsmeistaratitilinn,“ sagði Arnar Þór
Viðarsson, fyrirliði 5. flokks FH, eftir sigurleik-
inn gegn IK.
Við vorum svolítið smeykir fyrir úrslitaleikinn
en vorum staðráðnir í láta knöttinn ganga vel
á milli manna og reyna að sækja sem harðast.
Það gekk upp og nú stefnum við bara á góðan
árangur á næsta ári,“ sagði Arnar Þór.
Hann er margfaldur meistari í knattspymu
og handknattleikbolta. Hann er sonur Viðars
Halldórssonar fyrrum landsliðsmanns í knatt-
spymu og leikreyndasta leikmanns FH-inga. Arnar Þ6r.
Þórður.
• %
J Rr rss&r-tQS
>
3. flokkur:
KR meistari
KR-INGAR urðu íslandsmeist-
arar í 3. flokki í knattspyrnu,
en úrslitakeppnin fór fram á
Akranesi um síðustu helgi.
KR-ingar voru vel að sigrinum
komnir, unnu alla leiki sína í
úrslitakeppninni.
Það voru alls átta lið, sem tóku
þátt í úrslitunum á Akranesi.
Þau voru KR, Týr úr Vestmannaeyj-
um, Akranes, Þór frá Akureyri,
Fram, Víkingur,
Sigþór K.A og F.H. KR
Eiriksson sigraði Tý frá Vest-
mannaeyjum í úr-
slitum 3:0, og Akur-
nesingar urðu í þriðja sæti, sigruðu
Þór 2:1.
Úrslitaleikurinn á milli KR og
skrifarfrá
Akranesi
Týs var nokkuð kaflaskiptur, Týrs-
arar voru betri aðilinn í fyrri hálf-
leik og voru óheppnir að hafa ekki
forystu í hálfleik, höfðu meðal ann-
ars átt þmmuskot í þverslá. KR-
ingar komu síoðan meira inn í leik-
inn í síðari hálfleik, en það voru
Týrsarar sem áttu fyrsta hættulega
tækifærið eftir hlé. Þá komst
Tryggvi Guðmundsson í gegnum
vörn KR en Jón Indriðason mark-
vörður varði glæsilega.
Eftir að hafa náð betri tökum á
leiknum náðu KR-ingar forystu með
marki Ásmundar Haraldssonar,
sem kom eftir slæm varnarmistök
hjá Tý. Skömmu síðar var einum
varnarmanni Týs vikið af leikvelli
fyrir gróft brot. Eftir það varð eftir-
leikurinn auðveldur KR-ingum.
Magnús A. Magnússon bætti öðru
markinu við með glæsilegu þrumu-
skoti og Magnús var síðan aftur á
ferðinni skömmu síðar er hann
skoraði þriðja mark KR og annað
sitt í leiknum með því að vippa
knettinum yfir markvörðinn og
gulltryggja sigurinn.
í leiknum um þriðja sætið sigruðu
Akurnesingar Þór 2:1. Öll mörkin
voru gerð í fyrri hálfleik. Borgar
Þór Einarsson og Hjörtur Hjartar-
INNRITUN
STENDUR YFIR
hjá fimleikadeild Gerplu.
Upplýsingar í símum 74925 og 74907 milli
kl. 10.00 og 1 2.00 og 17.00 og 19,00 virka daga.
íþróttafélagið Gerpla
Morgunblaðið/Sigþór
íslandsmeistarar KR í 3. flokki: Fremri röð frá vinstri: Jón Halldórsson, Gestur Pálsson, Jóhann Sigurðsson,
Þorsteinn Jóhannsson, Magnús Agnar Magnússon, Þórir Steinþórsson, Eiríkur Valdimarsson, Brynjar Gunnarsson, Har-
aldur Haraldsson, þjálfari, Gunnar Þjóðólfsson, liðsstjóri. Fremri röð: Sigurður Óli Hákonarson, Andri Sveinsson, Ás-
mundur Haraldsson, Atli Knútsson, Mikael Nikulásson, fyrirliði, Jón Indriðason, Ottó Karl Ottósson og Örvar Ólafsson.
son komu Skagamönnum í 2:0, en
Guðmundur Benediktsson náði að
minnka muninn rétt fyrir hálfleik
og þar við sat.
Úrslit einstakra leikja í keppninni urðu sem
hér segir:
Fram-Þór............................2:3
Týr-Fram............................2:0
KA-Týr..............................1:2
Fram-KA........................... 4:1
Þór-Týr.............................3:2
KA-Þór..............................4:2
ÍA-KK...............................2:3
KR-Víkingur.........................4:2
ÍA-V[kingur.........................2:1
KR-FH...............................2:1
ÍA-FH...............................4:0
Víkingur-f’H........................1:0
Leikir um sæti:
7.-8. KA-FH.........................3:1
5.-6. Fram-Víkingur.................5:2
3.-4. ÍA-Þór........................2:1
1.-2. KR-Týr........................3:0
Mikael Nikulásson, fyrirliði KR:
„Vorum með sterk-
asta liðið“
MT
Eg tel að þetta hafí verið réttlát úrslit á mótinu. Við vorum með
sterkasta liðið, og mér líður stórkostlega,“ sagði Mikael Nikulás-
son, fyrirliði KR, að vonum kátur eftir sigur liðs síns gegn Tý í úrslita-
leiknum um íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki.
„Þetta var fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar, við lékum alla
leiírina í úrslitakeppninni mjög vel og það börðust allir sem einn mað-
ur auk þess sem þáttur þjálfarans Haraldar Haraldssonar er mikill.
Hann undirbjóð okkur mjög vel fyrir þessa úrslitakeppni.“
Mikael sagðist hafa unnið til verðlauna þegar hann var í 6. flokki,
en þetta væri fyrsti íslandsmeistaratitilinn sinn, og því kærkominn.