Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990 24 fllwgmittbifrifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Bætt afkoma fyrirtækja Fyrir skömmu var skýrt frá afkomu tveggja stór- fyrirtækja á fyrstu 6 mánuð- um þessa árs, þ.e. Sambands ísl. samvinnufélaga og Eim- skipafélags íslands. Afkoma beggja ‘þessara fyrirtækja hefur batnað verulega, miðað við afkomu þeirra á fyrstu 6 mánuðum síðasta árs. Ein ástæða betri afkomu nú en á síðasta ári er sá stöðugleiki, sem ríkt hefur í efnahagsmál- um þjóðarinnar á þessu ári og m.a. kemur fram í stöð- ugra gengi krónunnar. Önnur ástæða er minni fjármagns- kostnaður. Að öðru leyti er ljóst, að bæði þessi fyrirtæki hafa lagt mikla áherzlu á hagræðingu í rekstri. Slík upplýsingagjöf á miðju ári um afkomu fyrirtækja er afar mikilvæg. Hún á eftir að færast í vöxt vegna þess, að hinn almenni hlutabréfa- markaður gerir kröfu til ítar- legri upplýsinga fyrir hlut- hafa og væntanlega hluthafa. En jafnframt veitir hún verð- mætar upplýsingar um hvert stefnir í atvinnulífi þjóðarinn- ar. Þótt fjárhagsstaða þessara tveggja fyrirtækja sé ólík að því leyti til að staða Eimskipa- félagsins er mjög sterk um þessar mundir en Sambandið berst fyrir lífi sínu er alveg ljóst, að betri afkoma þeirra á fyrri hluta þessa árs en í fyrra endurspeglar þá þróun, sem verið hefur í rekstri fjöl- margra fyrirtækja á þessu ári. Gjörbreytt rekstrarum- hverfí veldur því, að afkoma fyrirtækjanna er betri. Óhikað má fullyrða, að það skiptir miklu máli fyrir at- vinnulífið, að takast megi að halda framvindu efnahags- mála í þeim farvegi, sem nú er, þ.e. minnkandi verðbólga, stöðugt gengi og minni fjár- magnskostnaður. Það getur ráðið úrslitum um getu fyrir- tækjanna til þess að bæta kjör starfsmanna sinna á næsta ári, hvort þetta tekst. Afkoma sjávarútvegsins hefur batnað verulega m.a. vegna hækkandi afurðaverðs. Fyrirtæki í sjávarútvegi og fiskvinnslu eru mörg hver byijuð að borga niður skuldir sínar og það skiptir miklu máli, að þau geti haldið því áfram. Þessi fyrirtæki hafa á undanfömum ámm mikils taprekstrar hlaðið upp skuld- um, sem m.a. gera þeim erfíð- ara en ella að takast á við nauðsynlega endurskipulagn- ingu í atvinnugreininni. Atvinnulífið er því á réttri leið að þessu leytí. Stjórnend- ur fyrirtækjanna mundu áreiðanlega ekki vilja skipta á því ástandi, sem nú er, og því, sem var fyrir nokkrum árum, þegar verðbólga magn- aðist, fjármagnskostnaður var gífurlega hár og ómögu- legt að gera nokkrar áætlan- ir, sem von var til að stæð- ust. Þess vegna má búast við, að atvinnuvegirnir leggi mikla áherzlu á að halda því jafn- vægi, sem nú hefur náðst. Og þegar forystumenn verka- lýðsfélaganna sjá, að það skil- ar sér í batnandi afkomu fyr- irtækjanna, sem gerir þeim auðveldara að borga hærra kaup á næstu misserum, verð- ur það þeim ekki síður kapps- mál að festa þennan árangur í sessi. Á næstu mánuðum má bú- ast við miklum sviptingum á vettvangi stjómmálanna, bæði vegna deilna innan ríkis- stjórnarinnar um mál á borð við álmálið og komandi al- þingiskosninga. Það verður að gera þá kröfu til stjórn- málamannanna, að þeir sjálfír stofni ekki þessum árangri í efnahagsmálum í hættu í hita leiksins, sem framundan er. Alkunna er, að kosningar geta leitt til þess, að stjórn- völd taki ákvarðanir í von um stundar vinsældir meðal kjós- enda, en sem geta haft alvar- legar efnahagslegar afleið- ingar í för með sér að kosn- ingum loknum. HLUTAFJARFORM- ið er góð lýðræðisleg aðferð til að svala eignaáráttu manns- ins. En hún getur ver- ið mikil freisting eins- og lýðræðið sjálft. Það höfum við séð um allar jarðir, ekki sízt í Bandaríkjunum þarsem allt virðist ganga fyrir einni hugsjón: peningum. Ekki sízt listir og menn- ing. Og þá ekki síður stjómmál. A þessari hvöt em tvær hliðar, góð og vond. Peninga- og hagsmuna- valdið þolir oft umhverfismengun einsog við höfum orðið vitni að. Við þekkjum t.a.m. drastísk dæmi þess frá Kaliforníu þarsem yfirstjóm fylkisins óttaðist fjársterka hags- munaaðila sem gátu komið við kaunin á bolmagnslitlum stjómend- um sem mökkuðu ekki rétt. En al- menningur sló þá skjaldborg um lífshagsmuni sína undir forystu dugmikillar húsmóður sem varð þjóðkunn fyrir umhversvemd — og sigraði hagsmunaöfl. Margir stjómmálamenn eru bol- magnslitlir, það er rétt; sumir einn- ig'til sölu, það vitum við. Þeir meiða sig á þymunum og það blæðir. Ekkert forsetaefni tekur þátt í kosningabaráttu þar vestra án mik- ils fjármagns. Skítblankt forseta- efni er jafn vonlaust í Bandaríkjun- um og fiskur á þurra landi. Akkiles- arhæll bandarísks lýð- ræðis er alkunnur. Maðurinn sem fram- kvæmir lýðræðið er allsstaðar breyskur og brotlegur, ekki ein- -ungis þar vestra; oft siðlaus og svakalegur í umhverfi sínu. Ber sjaldnast vitni guðlegum yfirburðum. Stjómmálakerfí hans geta því ekki verið af guðlegum toga einsog Rousseau hefði óskað. Það er ekkert guðlegt við stjórn- mál. En þau ganga stundum fyrir djöfullegu afli. Það höfum við lært á þessari blóðugu öld. Við höfum verið að opna íslenzkt þjóðfélag; sem betur fer. Markaður- inn er að styrkjast og þátttaka al- mennings í fjármagnsmyndun eykst með ári hverju. Þegnarnir eru ný- farnir að anda að sér angan rósar- innar. Og þeir tengja þennan ilm ekki endilega við rós jafnaðar- manna, síður en svo, ekki frekar en Kohl kanslari; vita sem er sú ilmlausa rós er ekki vaxin úr jörð- inni heldur gerð án allra þyrna úr tilbúnum glanshugmyndum gam- alla og nýrra kennisetninga um þjóðfélagið. Reynsluþekking segir okkur rósin sé með þyrnum. Þess vegna höfum við fyrirvara á lýðræð- inu enda er það ekki sérhannað, heldur náttúrufyrirbrigði einsog annað í umhverfi okkar. Og nú er- um við byijuð að stinga okkur á nýjum þymum sem við þekktum ekki áður. Það sjáum við af átökum um gróin hlutafélög; jafnvel al- menningshlutafélög. Það sjáum við af heldur hvimleiðum og ófyrirleitn- um átökum um Eignarhaldsfélag Verzlunarbankans og deilur um Stöð 2 sem hafa verið óguðlegri en efni standa til. Mammon er kröfu- harður húsbóndi. I þessum átökum heita þyrnarnir völd, gróði og hé- gómi. Allir eiga þeir að sönnu djúp- ar rætur í eðli okkar og upplagi. En þeir eru engin upplyfting, síður en svo. Þeir era einungis fylgikvill- ar lýðræðisrósarinnar; áminning náttúrannar um að hættulaust um- hverfí er ekki til; það sem mannin- um er eftirsóknarvert getur einnig verið viðsjárvert, sú er reynsla okk- ar af lýðræði. Það á ekki einungis að vera niðurdrepandi, heldur upp- örvandi. Og það á að búa yfir fögn- uði trillukarlsins þegar hann siglir í höfn með fullfermi af fallegum físki og gargandi máva í kjölfari. Ný og skemmtileg viðbót við náttúr- una og umhverfíð; frelsið undir guðsbláum himni; og taktbundin hrynjandi hafsins sem er í senn yndi og áskoran, athöfn þörf; hún er fegurð í sjálfri sér. Og því sönn samkvæmt rómantískum kokka- bókum. Og nútíma efnisvísindum. M. (meira næsta sunnudag.) HELGI spjall MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990 25 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 8. september IFJÖLMIÐLAHÁVAÐA nútímans er hljótt um suma menn. Einn í þeirra hópi var Leifur Ásgeirsson, prófessor, sem jarðsunginn var sl. fímmtu- dag. Um hann sagði Sigurður Helgason, prófessor við MIT- háskólann í Bandaríkjunum í minningar- grein hér í blaðinu þann dag, að hann hefði verið „andlegur jöfur“. Leifur Ásgeirsson var af merku bænda- fólki kominn í Lundarreykjadal í Borgar- fírði. Kristleifur Þorsteinsson, fræðaþulur á Stóra Kroppi lýsir Ingunni Daníelsdótt- ur, móður Leifs Ásgeirssonar á þennan veg í riti sínu Úr byggðum Borgarfjarðar: „Ingunn var að eðlisfari tápmikil, gáfuð og námfús. Aflaði hún sér góðrar mennt- unar, fyrst í Kvennaskólanum í Ytri-Ey og síðar í Flensborgarskóla. Að því loknu tók hún að sér kennslustörf og þótti svo vel fallin til þeirra, að orð var á gert. Hún var djörf í máli, fræðandi í tali og hiklaus í_ allri framkomu." Og um föður Leifs, Ásgeir Sigurðsson, segir Kristleifur: „Hann var dulur og fáorður og lagði ekki margt til máia óspurður. En þegar leitað var eftir áliti hans kom í ljós, að hann var gjörhugull maður, sem óhætt var að treysta." Hjónin á Reykjum í Lundarreykjadal eignuðust fímm syni, sem allir skáru sig úr sakir gáfna og gjörvileiks. Tveir þeirra urðu þjóðkunnir menn, en eldri bróðir Leifs var Magnús Ásgeirsson, skáld og Ijóðaþýð- andi. Hinir bræðumir þrír stunduðu allir búskap, Bjöm og Sigurður á Reykjum í Lundarreykjadal og Ingimundur á Hæli í Flókadal. Þeir eru minnisstæðir öllum er þeim kynntust og engir eftirbátar eldri bræðra sinna tveggja að fjölbreyttum hæfíleikum og gáfum, en Sigurður lifir nú einn. Guðmundur Amlaugsson Iýsir því í minningargrein hér í blaðinu sl. fímmtu- dag, hvemig Leifur aflaði sér menntunar. Hann sagði: „Leifur dvaldi í heimahúsum fram yfír tvítugt, brá sér þó til Reykjavík- ur til að þreyta gagnfræðapróf við Mennta- skólann og þremur ámm síðar gerði hann sér aftur ferð til Reykjavíkur til að ljúka stúdentsprófí úr stærðfræðideild. Öll fræði sín hafði hann numið heima og meira að segja stundað bamakennslu jafnframt um skeið. Ekki veit ég, hvemig hann aflaði sér þekkingar á erlendum tungumálum og framburði þeirra, en allt námið tókst með þeim ágætum, að stúdentsprófínu lauk hann með hærrri einkunn en áður hafði þekkst í stærðfræðideild, langt fyrir ofan innanskólamennina og voru þó góðir náms- menn í þeim hópi.“ Leifur Ásgeirsson var í hópi fremstu stærðfræðinga sinnar samtíðar, og er þá ekki átt við ísland heldur á alþjóðavett- vangi. Sigurður Helgason, prófessor við MIT lýsir honum með eftirfarandi hætti í fyrmefndri minningargrein: „Leifur var mjög óvenjulegur persónuleiki, frumlegur í hugsun, djúphugull, fastheldinn á skoðan- ir, þó ekki langrækinn, trygglyndur og vinafastur." Skemmtileg er frásögn Sig- urðar af bréfaskriftum þeirra Leifs, sem stóðu í nær íjóra áratugi og fjölluðu um margvísleg málefni, stærðfræði, þjóðmál og bókmenntir, svo aé eitthvað sé nefíit. Leifur Ásgeirssonvar einn þeirra íslend- inga, sem snemma á þessari öld brutust áfram til náms, þrátt fyrir lítil efni, náðu markverðum árangri úti í hinum stóra heimi, þar sem þeim stóðu allar dyr opn- ar, en sneru heim og létu þetta fámenna og einangraða þjóðfélag njóta góðs af menntun sinni og hæfileikum. Umhugsun- arefni fyrir nýjar kynslóðir íslendinga, sem telja sig ekki hafa nægilegt svigrúm hér heima fyrir og horfa með eftirvæntingu til stórborgarlífsins. I ÞEIM umræðum, sem nú eru að hefjast um byggingu nýs ál- vers er nauðsynlegt að hafa eina grundvallarstaðreynd í huga Umræður um álver og hún er þessi: íslenzkt efnahagslíf er búið að vera í mikilli lægð í rúm tvö ár. Á þessu tímabili hefur kjaraskerðingin orðið svo mikil, að lengra verður tæpast gengið. Þess vegna skiptir nú höfuðmáli, að hleypa nýjum krafti í atvinnulífíð. Til þess eru fyrst og fremst tvær leiðir. Önn- ur er sú að knýja fram svo mikla og skjóta hagræðingu í sjávarútvegi, að hún skili þjóðinni verulegum arði og hvað sem öðru líður er nauðsynlegt að gera það. Hin er að hagnýta orku fallvatnanna með samn- ingum um nýja stóriðju. Nú er ljóst, að viðræður þær, sem hóf- ust í tíð Friðriks Sophussonar, sem iðnað- arráðherra, við nokkur erlend álfyrirtæki eru komnar vel á veg og allar líkur benda til, að Jón Sigurðsson, núverandi iðnaðar- ráðherra, geti lagt fyrir Alþingi í haust tillögu um byggingu nýs álvers. í ljósi núverandi stöðu efnahagsmála okkar eru þessir samningar svo mikilvægir, að glap- ræði væri að stofna þeim í hættu vegna pólitískra deilna hér innanlands. Fróðlegt er í þessu sambandi að rifja upp þær umræður, sem fram fóra um þetta mál um það leyti er núverandi ríkis- stjóm var mynduð haustið 1988. Hinn 24. september 1988 sagði m.a. í frétt í Morg- unblaðinu: „Hjörleifur Guttormsson, al- þingismaður Alþýðubandalags, segir að það hljóti að vera krafa flokksins í yfír- standandi stjómarmyndunarviðræðum að hætt verði við byggingu nýs álvers í Straumsvík. Hann segir, að miðað við þá atvinnuuppbyggingu, sem við blasi að taka þurfí á, væri það hrein fásinna að ætla að fara að tvöfalda eða þrefalda álfram- leiðslu í Straumsvík á næstu árum.“ Eftir að samningar höfðu tekizt um myndun núverandi ríkisstjómar efndu for- menn flokkanna þriggja, sem að henni stóðu til blaðamannafundar hinn 28. sept- ember 1988. í frásögn Morgunblaðsins af þeim fundi sagði m.a.: „Það leynast víða sprengihættur, en ég er sannfærður um, að okkur tekst að sneiða fram hjá þeim,“ sagði Steingrímur Hermannsson, forsætis- ráðherra, er hann var spurður, hvort hin nýja ríkisstjóm hans gæti sprungið vegna deilna um afstöðu til nýs álvers í Straumsvík á blaðamannafundi ríkissljóm- arinnar í gær. Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, sagðist telja, að veraleg þenslu- og verðbólguhætta stafaði af byggingu nýs álvers og því væri óskynsam- legt að ráðast í slíkar framkvæmdir næstu árin. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis- ráðherra, sagði, að ríkistjómin hefði ekki tekið afstöðu til málsins, enda lægju niður- stöður úr hagkvæmniskönnun ekki fyrir. Jón Baldvin sagði, að það yrði ekki tekin fyrirfram afstaða til álvers í Straumsvík og að ekki væri fremur ástæða til að taka það mál inn í stjómarsáttmála en olíubor- anir á Skjálfanda." Á þessum sama blaðamannafundi sagði Steingrímur Hermannsson skv. frásögn Morgunblaðsins á þeim tíma, að hann „ótt- aðist ekki, að stjórnarþingmenn myndu greiða atkvæði með stjómarandstöðu um jafn mikilvægt mál, þar sem þá hefði nýr meirihluti myndast á Alþingi.“ Tveimur mánuðum síðar fóru fram at- hyglisverðar umræður um málið á Al- þingi. í Morgunblaðinu hinn 22. nóvember 1988 sagði m.a.: „Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, sagði í Sameinuðu þingi í gær, að stjómarfrv. um nýtt álver í Straumsvík verði ekki flutt nema sam- þykki allra stjómarflokka komi til. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, sagði hins vegar, að ef niðurstöður hagkvæmniskönn- unar, sem nú er að unnið, reyndust þjóð- hagslega jákvæðar, yrði leitað heimilda Alþingis tU framhaldsins með frumvarps- flutningi. Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, sagði, að ef fram kæmi frumvarp um þetta efni og hlyti samþykki löggjafans bæri að líta svo á, að nýr meiri- hluti hefði til orðið á Alþingi." Þessar yfírlýsingar ráðherra komu fram í umræðum, sem Friðrik Sophusson efndi til utan dagskrár. Þorsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins tók þátt í þess- um umræðum og um framlag hans til þeirra sagði Morgunblaðið þennan dag: „Þorsteinn taldi iðnaðarráðherra hafa staðið rétt og hyggilega að málinu og lýsti stuðningi Sjálfstæðisflokksins við þá stefnumörkun, er réði ferð. Hann sagði, að þingmeirihluti væri fyrir málinu, ef nið- urstöður kannana, sem að væri unnið, reyndust jákvæðar.“ Ef marka má þær yfirlýsingar, sem tals- menn einstakra stjómarflokka hafa látið frá sér fara að undanförnu um álmálið virðist það nú vera að nálgast það stig, sem um var fyallað í þessum umræðum fyrir tveimur árum. Sennilega er ekki langt í það, að Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, geti lagt drög að samningum um nýtt ál- ver fyrir Alþingi, deilur eru um málið inn- an ríkisstjórnarinnar en ætla verður að þingmeirihluti sé fyrir því á Alþingi, að ganga endanlega frá slíkum samningum, eins og Þorsteinn Pálsson benti á fyrir tveimur áram, þótt sá meirihluti kunni að vera annar en sá, sem stendur að núver- andi ríkisstjórn. Hitt fer tæpast á milli mála, að samning- ar um nýtt álver eru svo mikilvægir fyrir þjóðarbúskap okkar um þessar mundir, að ábyrgir stjórnmálamenn hljóta að taka sínar ákvarðanir í þeim efnum án tillits til þess, hvort núverandi ríkisstjórn situr nokkrum mánuðum lengur eða skemur. Hún er hvort sem er komin á lokapunkt og þingkosningar framundan eftir nokkra mánuði. Staðarval UMRÆÐUR UM nýtt álver hafa á undanförnum mán- uðum beinzt mjög að því, hvar það yrði byggt í landinu. Mikill áhugi er á því, að nýju álveri verði valinn staður utan suðvesturhornsins og lýsti Morgunblaðið m.a.'þeirri skoðun sinni í forystugrein fyrir nokkrum vikum. Rökin fyrir því eru augljós. Hinar dreifðu byggð- ir landsins eiga í vök að veijast. Mikið þéttbýli hefur myndazt á suðvesturhorninu og æskilegt og nauðsynlegt frá hvaða sjón- armiði sem er, að skapa aukið jafnvægi í byggð landsins. Nýtt álver á Norðurlandi eða Austurlandi mundi hafa mikil áhrif í þá átt og raunar gjörbreyta landi okkar og samfélagi. Sterk rök má færa fyrir því, að það sé hagkvæmara fyrir þjóðina að leggja fram umtalsverða fjármuni til þess að nýtt álver verði byggt á lands- byggðinni af þeirri einföldu ástæðu, að það verði enn kostnaðarmeira fyrir skatt- greiðendur að tryggja byggð í landinu öllu á næstu árum, ef álver rís þar ekki. Það veldur hins vegar nokkrum áhyggj- um, hve tilfinningar eru sterkar í þessu máli. Eitt er að hafa þá skoðun, sem að framan er lýst, annað að lýsa yfír and- stöðu við nýtt álver verði það byggt á suðvesturhorninu. Það væri auðvitað full- komið glapræði af okkur íslendingum að hafna samningum um álver verði niður- staðan sú, að samningar náist ekki um annað en að það verði byggt á Keilisnesi. Enginn alþingismaður getur látið standa sig að slíku ábyrgðarleysi. Álver við núver- andi aðstæður er hagkvæmt fyrir þjóðina alla, hvar sem það rís. Afrakstur af bygg- ingu þess og rekstri mun skila sér út í þjóðlífíð allt og hafa jákvæð áhrif á at- vinnumál og afkomu fólks um land allt, bæði á Norðurlandi og Austurlandi jafnvel þótt það rísi á Keilisnesi. Umræður um mál af þessu tagi hafa tilhneigingu til þess að falla í fjarstæðu- kenndan farveg og stjórnmálamenn freist- ast til þess að slá um sig með yfírlýsing- um, sem þeir telja, að falli kjósendum þeirra vel í geð. En þjóðin lifir ekki á slíkum innantómum yfirlýsingum og kjaraskerð- ing undanfarinna ára verður ekki bætt með slíku tali. Nýtt álver, hvar sem það rís, mun hins vegar stuðla að betri lífsaf- komu fólks í þessu landi og hvar sem er á landinu. Þetta skulum við hafa í huga í umræðum um þetta mál á næstu vikum og mánuðum. Einangrun Alþýðu- bandalags YFIRLÝSINGAR ráðherra og þing- manna Alþýðu- bandalagsins um álverið að undan- förnu benda ótvír- ætt til þess, að sá flokkur sé að einangr- ast og ekki fýsilegur til samstarfs um landsstjórn. Fyrir rúmum áratug var hægt að færa margvísleg rök fyrir því, að aðild Alþýðubandalags að ríkisstjóm væri um- ræðuverð. Á þeim tíma var verkalýðshreyf- ingin mun sterkara þjóðfélagsafl en nú er og Alþýðubandalagið hafði sterkari stöðu innan verkalýðshreyfíngarinnar en nú. Á einum áratug hefur sú grundvallar- breyting orðið á þessari stöðu, að verka- lýðshreyfingin ræður ekki lengur þeim úrslitum, sem hún gerði hér í marga ára- tugi og Alþýðubandalagið hefur ekki leng- ur sömu ráð og það hafði innan verkalýðs- félaganna. Raunar er áhrifaleysi flokksins þar með ólíkindum miðað við það, sem áður var. Af þessum ástæðum býr Alþýðu- bandalagið ekki yfir sama pólitíska styrk og áður. Raunar er hægt að færa rök að því, að flokkurinn sé fyrst og fremst til vandræða innan ríkisstjórnar. Afturhaldssemi og ein- angrunarsjónarmið einkenna afstöðu flokksins í vaxandi mæli og ef svo fer nú, að flokkurinn snúist gegn byggingu nýs álvers, þótt allar aðstæður í efnahags- og atvinnumálum séu með þeim hætti, að samningar um nýtt álver séu í raun og veru það eina, sem lyft geti þjóðarbúskap okkar úr miklum öldudal, er alveg ljóst, að Alþýðubandalagið hefur sjálft kosið sér farveg, þar sem engir aðrir geta átt sam- leið með því. „Það væri auðvit- að fullkomið glap- ræði af okkur ís- lendingum að hafna samningum um álver verði niðurstaðan sú, að samningar náist ekki um annað en að það verði byggt á Keilis- nesi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.