Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990 41 Óskar Gissurar- son - Minning Fæddur 10. maí 1903 Dáinn 31. ágúst 1990 Nú er hann afi okkar, Oskar Gissurarson, farinn á vit feðra sinna, horfínn sjónum okkar inn í kjölfar löngu genginna kynslóða. Óskar afí fæddist 10. maí 1903 að Byggðarhomi í Flóa, sonur merkishjónanna Ingibjargar Sig- urðardóttur frá Langholti og Giss- urar Gunnarssonar. Bammargt var á heimilinu og urðu systkinin frá Byggðarhorni sextán. Vegna fátæktar og erfíðra tíma var afí látinn í fóstur á barnsaldri, austur að Kolsholti í Villingaholts- hreppi. Þar leið honum vel, þó að þægindin og tækifærin hafi hvorki verið mikil né stórkostleg á okkar tíma mælikvarða. Á máli gamals manns mátti samt heyra, að honum fyndist sem lánið hefði aldrei yfir- gefíð sig. Því jafnvel þegar hann var unglingur áskotnaðist honum fjársjóður, fáeinir aurar fyrir ullar- lagð, sem hann gat keypt fyrir dýr- indis skauta hjá danska kaupmann- inum á Eyrarbakka. Alla næstu vetur gat hann rennt sér af stakri snilld eftir ísilögðum vötnum og áveituskurðum í Flóanum. Og seinna, löngu seinna, í borginni þar sem hann átti konu, stórt hús og fjögur uppkomin börn, fór hann niður á Tjöm og lifði draum æsk- unnar á spegilsléttu ísköldu svell- inu. Hann Óskar afi okkar var bæði myndarlegur og glæsimenni, og mannkostamaður mikill, eins og reyndar öll þau Byggðarhorns- systkinin. Vorið 1929, eða nánar tiltekið laugardaginn fyrir hvíta- sunnu, sem þá bar upp á 19. dag maímánaðar, markar upphafið að farsældar- og hamingjudögunum í lífínu hans afa okkar. Þá gekk hann að ejga Ingibjörgu Ásgeirsdóttur frá Ásgarði á Stokkseyri. En hún var dóttir hjónanna Þorbjargar Guðmundsdóttur og Ásgeirs Jónas- sonar sjómanns. Hann Óskar afi og hún Ingibjörg amma byggðu sitt bú í Reykjavík. Fyrst við Rauðarárstíg, en lengst af var heimili þeirra ofarlega í Skólavörðuholtinu, á Lokastíg 23. Þau lifðu í þessum gamla Reykja- víkurbrag, þar sem fólkið þekkti vel sína nágranna og allir stóðu saman í blíðu og stríðu. En heimili þeirra hafði samt mikið víðtækara hlutverk; þar var áningarstaður allra þeirra ættingja og vina. Marg- ur hefur nú þegið nýmalað kaffið hennar ömmu á Lokó. Og ekki voru svo fáar gleðistundimar þegar þessi Bagnheiður Þórólfs- dóttir - Minning Ragnheiður Þórólfsdóttir, Lilla, eins og hún var kölluð af vinum sínum, lést 4. september eftir langa og erfíða sjúkdómslegu. Hún var fædd í Viðey 21. október 1915, dóttir hjónanna Önnu Teitsdóttur og Þórólfs Jónssonar er þar bjuggu. Lilla var yngst þriggja systra og eru þær allar látnar. Lilla fluttist úr Viðey til lands þegar hún var 5 ára gömul og hefur síðan átt heim- ili í Reykjavík. Faðir hennar lést árið 1927. Hún giftist Guðmundi Bjamasyni 23. maí 1937. Lilla vann ýmis störf en þó lengst við verslun- arstörf. Hún missti mann sinn 11. ágúst 1959. Vorið 1963 tók Lilla upp sam- býli við Kristján Einarsson húsa- smíðameistara, sem var ekkjumað- ur. Hann átti þrjú börn. Hamingjan brosti nú við Lillu á ný. Það var hvort tveggja að þau Kristján áttu mjög vel skap saman og Lilla var barngóð. Yngsta barn hans, níu ára dóttir, laðaðist strax að henni. Þau Lilla og Kristján giftu sig 6. júlí 1985. Kristján var umsjónarmaður með Langholtskirkju og Lilla vann ýmis störf við kirkjuna og safnaðarheim- ilið. Má segja að þau tækju starfið það alvarlega og af það miklum áhuga að það sat í fyrirrúmi fyrir flestu öðru og jafnan var langur vinnudagur og mikil binding um helgar og hátíðir. Lilla var mjög félagslynd og starfaði þá af fullum krafti og eld- móði og ekki munu þær ófáar kök- urnar, sem hún bakaði fyrir fjáröfl- unarstarfsemi Kvenfélags Lang- holtssóknar og ýmis önnur félaga- samtök. Hún var í.Viðeyjarfélaginu og í kvenfélaginu Bjarkirnar, sem er félag eiginkvenna húsasmíða- meistara. Þá var hún meðal stofn- enda skemmtifélagsins Kátt fólk , og heiðursfélagi þar nú síðustu árin. Lilla hafði mikið yndi af tónlist og var hún meðal stofnenda Mand- ólínhljómsveitar Reykjavíkur en hún gaf út hljómplötur og hélt tón- leika. Lilla hafði mjög gaman af dansi og gerði mikið af því af fara á dansleiki og var þá jafnan hrókur alls fagnaðar. Hún var víða kraftur- inn í félagsstarfí og ávallt munaði um hana. Hún var þeirri bjartsýni gædd að hika ekki við að ráðast í ýmis stórvirki, það var ekki á neins manns færi að draga úr henni kjarkinn með úrtölum eða bölsýni ef hún var búin að taka þá ákvörð- • un að verkið væri hægt að leysa. Völdu þá hjónin gjarnan sjálfum sér að ráðast á garðinn þar sem hann var hæstur þegar yfirstíga þurfti erfíðleika. Þau voru mjög samhent í slíkum málum. Lilla var ekki með neinar hálf- kveðnar vísur, hún var hrein og bein og sagði sína skoðun, and- rúmsloftið í kringum hana var hreint. Hún átti því marga góða vini. Hún var hjálpsöm og hafði þá gjarnan frumkvæðið í þeim efnum. Fjölskylda Kristjáns átti hug Lillu og var það gagnkvæmt því bömin og barnabömin litu á hana sem móður og ömmu. Það voru ávallt kærkomnar gleðistundir að fá barnabörnin í heimsókn. Lilla var gestrisin og þaú hjón bæði og ekki þurfti hún að afsaka það að ekkert væri til með kaffínu þegar gesti bar að garði því hvert kökuboxið af öðru var jafnan fullt af alls konar meðlæti. Það var vel og alúðlega tekið á móti fólki á fallega og hlý- lega heimilinu þeirra Lillu og Krist- jáns í Skipasundi 60. Hjónin lögðu kapp á að komast í sól og il suðlægra landa og tóku þá tryggð við þá staði sem þeim féllu vel og fóm þangað ár eftir ár. Það var unun að sjá hvað þau Lilla og Kristján voru samrýnd, nærgætin og hjálpsöm hvort við annað. Og í langvarandi veikindum Lillu studdi Kristján hana af stakri umhyggjusemi, fór með hana heim stund og stund og heimsótti hana dag hvern á sjúkrahúsið. Vinirnir kveðja Lillu með þökk í huga. Hún létti mörgum lífið með stóra fjölskylda safnaðist saman á Lokastígnum; amma settist við píanóið og þetta söngelska fólk tók þá allt undir, svo ómaði um hverfið. En þó að lífsgleðin hafí verið höfð í heiðri, þá var lífíð enginn leikur á alþýðuheimilum Reykjavík- ur. Langt í frá, iífið var vinna, botn- laus vinna frá morgni fram á hinsta kvöld. En hann afi okkar var líka hörkuduglegur og vinnusamur maður sem barmaði sér aldrei. Ævistörfin voru margvísleg allt hans líf, bæði til sjós og lands. En lengst af starfaði hann samt hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Þetta var afskaplega bóngóður og ósérhlífinn maður. Vinnudagarnir voru flestir æði langir og unnið svo lengi fram eftir ævikvöldinu sem kraftarnir entust. Sterkust er samt minningin um hann afa okkar og hana ömmu frá unaðsreit þeirra, Asgarði, sem var sumarhúsið á Stokkseyri, æsku- heimili hennar ömmu. Þar undu þau svo lengi og áttu trúlega sínar bestu stundir meðan þau lifðu. Þangað var nú farið æði oft í heimsóknir og í minningunni finnst okkur eins og það hafi ætíð verið sól og hið feg- ursta veður hjá afa og ömmu á Stokkseyri. Sjógarðurinn svo traustur og vel hlaðinn af honum langafa okkar. Fjaran, með svo mjúkum sandi, svartir klettar og brimið sem nauðaði úti fyrir í al- geru tímaleysi en samt svo óskap- lega heillandi. Undraveröld, og hann afi að hugsa um kartöflurnar sínar, eða að mála grindverkið, og hún amma að baka pönnukökur, svo ilminn lagði langt út á hlað. glaðværð sinni, hjálpsemi og hlý- hug. Við þökkum góða samferð á lífsleiðinni og biðjum henni guðs blessunar á nýjum vegum. Eigin- manni og fjölskyldu flytjum við inni- legar samúðarkveðjur. Páll V. Daníelsson Útför Lillu verður gerð á morgun, mánudag, frá Lang- holtskirkju. Fá að gista, fara í heimsóknir með þeim, eða bara að kaupa nýja ýsu. Ævintýri í litlu lágreistu húsi fyrir opnu Átlantshafi. Nú er þetta liðinn tími þó vænt- anlega munum við minnast þeirra töfra meðan við lifum. Að upplagi var hann Óskar afi ráðdeiidarmaður og fastur fyrir, en bar samt takmarkalausa umhyggju fyrir fjölskyldu sinni og vakti yfir högum afkomendanna, sem nú eru 26 talsins. Sum úr eldri hópi barna- barnanna hófu sín fyrstu búskapar- ár í skjóli afa og ömmu á Lokó. Ómetanlegt veganesti fyrir ungt fólk að stíga sín fyrstu hjúskapar- spor í svo einstaklega góðu skjóli. I hugum okkar eru þau amma og afi verðugir fulltrúar þeirrar kynslóðar sem fæddist í allsleysi og örbirgð en tók þátt í að reisa nýtt þjóðfélag á íslandi, þjóðfélag sem afkomendurnir njóta í dag og lifa við góðan kost, þótt fínnist okkur á stundum eins og allt sé sjálfsagt og sjálfgefíð. En þegar við nú á skilnaðar- stundu hugsum um líf móðurafa okkar og ömmu vitum við að ekk- ert er gefið í heimi hér. Þau fæddust í mikilli fátækt og örbirgð, og varla hefur heldur verið auðvelt að hefja búskap og eignast heimili á kreppuárunum í Reykja- vík. En þau urðu samt mikillar gæfu aðnjótandi í lífinu; þau eign- uðust þá hamingju að búa við barnalán. Fjögur mannvænleg börn, Helga (f. 1931), Ásgeir Þór (f. 1935), Birna (f. 1941) og Guð- laug (f. 1947), einstaklega sam- heldin, eins og best kom fram, þá er elli kerling barði að dyrum og halla tók undan fæti í lífí foreldra þeirra. Og þó að mörgum fínnist það eflaust sjálfsagt, þá finnst okk- ur að börnin hans afa og hennar ömmu eigi heiður skilið fyrir ástríki og alúð á ævikvöldi foreldra sinna. Hún amma dó í ágúst 1984 og nú heldur afí á hennar fund. Og er þá enginn vafi á að þar verða hlýir og langþráðir endurfundir. Á kyeðju- stund leitar margt á hugann. Fyrst og síðast þakklæti en einnig angur- vær söknuður. Samt viss huggun, því hér kvaddi gamall og þreyttur maður eftir langan og farsælan dag. Hlýjar bænir um blessun Guðs og í huganum sindrar allt í minning- um um góðan mann. Um hann afa okkar sem við biðjum nú að megi hvíla í Guðs friði. Alfreð, Ingibjörg, Eiríkur og Ferdinand. Fyrir brúðkaupið: Kjólar - höfuðskraut - skór - sokkar - sokkabandið - vasaklútar - hringa-púðinn - nærföt Samskipti foreldra og barna Ný námskeið eru að hefjast. Leiðbeinendur: Hugo Þórisson og Wilhelm Norðfjörð, sálfræðingar. Upplýsingar og skráning í símum 621132 og 626632. TILBOÐ ÓSKAST í Nissan P/U 4x4 árgerð ’87 (ekinn 37 þús. mílur), Hyundai XL GL árgerð '88 (ekinn 8. þús. km.), og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 11. september kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.00. Sala varnarliðseigna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.