Morgunblaðið - 21.10.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.10.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990 J- EINS DAUÐI ER ANNARS BRAUÐ eftir Sigmund Ó. Steinarsson SVISSNESKA ofurhugann Hans „ Joan“ Gamper hefur eflaust ekki órað fyrir að Foot-Ball Club Barcelona yrði ríkasta og eitt frægasta félag heims þegar hann stofnaði fé- lagið í nóvember 1899, eða eft- ir að hann settist að í borg- inni. Hann kynnti nokkrum félögum sínum hvernig knatt- spyma var leikin í Sviss og eftir það stofnuðu þeir félagið, sem heitir nú Club de Futbol Barcelona. Gamper hefði ör- ugglega aldrei trúað að páfi sjálfur yrði meðlimur númer 108.000 í félaginu, sem er nú öflugasta félag heims með 110.000 meðlimi. Gamper var eins og leiðtoga sæmir fyrsti fyrirliði Barcel- ona, sem nú er án efa eitt kröfuharðasta knattspyrnufé- lag Evrópu — félag sem hikar ekki við að skipta um þjálfara þegar illa gengur og jafnvel að skipta um heilt lið ef með þarf. Félagið hefur verið frægt fyrir að láta þjálfara taka poka sinn þegar illa hefur gengið — jafnvel svo að Barcelona hafi hampað Spánarmeistaratitlinum undir stjóm þjálfarans. Barcelona hefur bækistöðvar sína í samnefndri borg í Katalóníu, þar sem knattspyrnan jaðrar við að vera trúarbrögð. „Það tekur mjög á taugamar að vera leikmaður eða þjálfari hjá Barcelona, þar sem eins dauði er annars brauð. Þar er loftið rafmagnað og álagið er geysi- legt á leikmönnum, þjálfurum og jafnvel stjórnarmönnum,“ sagði Viggó Sigurðsson, handknattleiks- kappi, en hann lék handknattleik með Barcelona 1979-1981. „Félag- ið er það ríkasta í heimi og rekið sem hlutafélag. Margir milljóna- mæringar eiga stóra hluta í félaginu og það hefur oft komið upp átök í stjóm þess. Forseti Barcelona er Josep Luis Núnez, sem byggingar- verkfræðingur. Hann giftist dóttur Navarros, sem var einn stærsti hlut- hafi FC Barcelona. Navarro átti fyrirtæki sem hét samnefndu nafni, en eftir að Núnez kom inn í fjölskylduna var nafni fyrirtækisins breytt í Navarro og Núnez, en nú heitir fyrirtækið Núnez og Navarro, en það eitt sýnir hvað forseti félags- ins er ákveðinn," sagði Viggó Síg- urðsson. Real Madrid er aðal keppinauturinn Áhuginn er geysilegur fyrir íþróttum í Barcelona og þá sérstak-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.