Morgunblaðið - 21.10.1990, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990
Jerúsalem
og átökin á
Musterishæð
sem eru
á góðri
leið með að
einangra
Israel
eftir Zeev Ofiri
Þau mannskæðu átök
sem fyrir nokkrum dög-
um kostuðu 21 Araba
lífið á Musterishæð í
Jerúsalem og leiddu til
þess að tugir Gyðinga
og Araba særðust hafa
enn einu sinni beint at-
hygli alheims aó flókn-
um vandamálum einnar
elztu, helgustu, dular-
fyllstu og óvægnustu
borg veraldar - Jerú-
salem.
Grátmúrinn er vesturveggur Musterisins helga sem lagt var í rúst fyrir 2000 árum og var mesti helgidómur Gyðinga, og hefur fylgt þeim
í minningunni hvert sem leið þeirra hefur legið um heimsbyggðina.
Jerúsalem er allt í senn, opinber og
lögleg höfuðborg ísraelsríkis, höf-
uðborg þess „Palestínuríkis" sem
Palestínumenn betjast fyrir að
halda lífi í, og einn helgasti og
merkasti staður kristinna manna,
staðurinn þar sem kristin trú segir
að faðirinn, Jesús Kristur, hafi
gengið um götur og stræti fyrir um
2.000 árum og loks látið þar lífið.
í dag eru íbúar Jerúsalemborgar
um 450.000, þar af um 100.000
Arabar. Gyðingar búa í vesturhverf-
um borgarinnar og í nýjum úthverf-
um umhverfis hana. Arabamir búa
innan múra „Gömlu Borgarinnar"
og í austurhverfum Jerúsalem.
Á fimmta áratug aldarinnar, í lok
umboðsstjómar Breta í ísrael, hert-
óku liðsmenn Jórdönsku herdeildar-
innar austurhluta Jerúsalemborgar
og Gömlu Borgina. Næstu 20 árin
var Jerúsalem aðgreind í Vestur
Jerúsalem undir stjóm ísraels og
Austur Jerúsalém undir stjóm Jórd-
ana. Musteri Gyðinga í Cömlu Borg-
inni voru brennd og rænd. Gyðing-
um var meinaður aðgangur að þeim
stað sem milljónum Gyðinga um
heim allan er helgastur - Grátmúm-
Hundruð milljóna múslima um heim allan teljast A1 Aksa musterið í Jerúsalem þriðja mesta helgidóm
trúar sinnar, næst á eftir Mekka og Medína. Hér sjást múslimar á bæn — en hermenn standa hjá með
alvæpni.
um. Grátmúrinn er vesturveggur
Musterisins helga sem lagt var í
rúst fyrir um 2.000 árum og einu
minjar og minnisvarði þessa helgi-
dóms sem Gyðingar, hvar sem þeir
hafa verið í 2.000 ára sögu sinni,
beindu bænum sínum til, dreymdi
um og þráðu.
í „Sex daga stríðinu" árið 1967
tókst fallhlífahermönnum Israels-
hers að bijótast yfír múra og hlið
Gömlu Borgarinnar, hrekja burt
hermenn Jórdaníu, og eftir nokk-
urra klukkustunda bardaga náðu
þeir Gömlu Borginni á sitt vald og