Morgunblaðið - 21.10.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.10.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990 Hokur eða heilbrigðir viðskipta- hættir GREINARGERÐ aldamótanefndar sem lögð var fram á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins fyrir ári v .kti verulega atnygli enda var plaggið um margt hið merkilegasta og hugmyndir nefndarinnar vel og skýrlega fram settar. Sjötti kafli greinargerðarinnar fjallar um landbúnaðarmál og þar er bent á að eng- inn vafí sé á því að bændum hafi verið gerður bjarnargreiði með þeirri víðtæku skipulagningu eða áætlunum um landbún- aðarframleiðslu sem tekin var upp í og upp úr kreppunni. Þessi skipulagning átti að miða að því að vernda bændur fyrir því aðhaldi sem samkeppni á fijálsum markaði veitir. Þeir þurftu lítið sem ekk- ert að hugsa um markaðinn og lögmál hans. Í staðinn fyrir hina ósýnilegu hönd markaðarins var hönd ríkisins, stjórnvalda og allskyns nefnda, með puttana í því hvemig samkeppninni skyldi háttað, og framleiðendur landbúnaðarvara hlutu þannig ekki ósvipaða leiðsögn og þeir sem nú standa andspænis rústum markaðslauss kommúnisma austan tjalds. Opinberar nefndir, stéttafélög og áætlanapostular, skyldu sjá um neysluna og verðlagið, allt var flatt út. Dugnaðarforkar fengu litla sem enga hvatningu og útsjónasamir bændur settir á sama bás og búskussar. Niðurstaðan varð svo sú að hægt og sígandi seig á ógæfuhliðina. Þeir sem framleiddu á markaðinn þurftu ekki að hugsa um hann sérstaklega, svo sjálfvirk- ur sem hann varð með tímanum, og fram- kvæmdahvöt samfara kunnáttu og út- sjónasemi var smám saman drepin í dróma — öllum, og bændum ekki sízt, til mikils tjóns. Eða eins og í skýrslunni segir, “höggið var á tengsl við markaðinn. Vitn- eskju um raunkostnað var bægt á burt, nálægð við markaðinn, heppilegri aðstæð- ur til búskapar og hagræðing og hag- kvæmni fengu ekki að njóta sín í því kerfi, sem komið var upp. í rauninni var bændum hegnt fyrir tilburði til að laga sig að markaðnum. Notaðar voru lögþvingað- ar aðferðir um langa hríð til að laga land- búnaðinn að milliliðakerfinu, sem komið var upp milli bænda og markaðar, allt undir því yfírskini að verið væri að vernda bændur og treysta stöðu þeirra. Ógrynni fjár tapaðist í áranna rás í gengum sjálf- virkt kerfí milliliða, útflutnings- og geymsluaðila.“ Menn tala um milljarða króna. Þessi ofstjórn hefur nú kallað á næsta erfið og illleysanleg vandamál. Framleiðsla íslenzkra bænda er ekki í neinum tengslum við neyzluþarfir landsmanna. Almenningi blöskrar verðið og gerir háværar kröfur um fijálsan innflutning á landbúnaðarvör- um eins og bent er á í fyrrnefndri skýrslu. Þeir sem kunna að yrkja jörðina gjalda fyrir hina sem kunna það ekki. Niður- greiðslur eru letjandi viðskiptahættir, út- flutningsbætur þyrnir í augum skattgreið- enda og neytenda og kvótakerfið illa þokk- að af öllum eins og kvótakerfi eru yfír- leitt, bæði á sjó og landi, því þau vinna gegn frelsi og samkeppni, eru ósanngjörn 'og stundum siðlaus, vernda hagsmuni sumra en ögra hagsmunum annarra. Þau eru yfirleitt hallærisleg málamiðlun, þrautalending, en ekki framtíðarúrlausnir. Þannig hefur forsjárhyggjan verið letj- andi og sjaldnast til góðs þótt hún hafi, að vísu, verið skammgóður vermir. Bænd- ur hafa, eins og segir í fýrrnefndri skýrslu, verið hafðir að féþúfu “og fjármunum þeirra verið veitt inn á aðrar brautir en til þeirra sjálfra sem framleiðenda". Auk þess hefur styrkjakerfið orðið til þess að neytendur hafa litla samúð með þeim sem framleiða landbúnaðarvörur og eru and- stæðir verndun þeirra vegna þess háa verð- lags sem krafizt er á markaðnum. Ef sam- keppnin væri eðlileg gæti enginn sagt neitt. Neytendur setja alla bændur undir sama hatt og afgreiða þá sem einn mann, en það er að sjálfsögðu bæði ósanngjarnt og í andstöðu við þá staðreynd að bændur eru misjafnir eins og annað fólk. Við eigum framúrskarandi dugmikla og velvinnandi bændur sem framleiða frábæra vöru þótt hitt sé einnig rétt að stéttin sé of fjölmenn og ýmsar jarðir illa nytjaðar. Auk þess er það vafalaust rétt að bændastéttin hefur dregizt aftur úr öðrum stéttum og sveita- fólk er síður en svo of sælt af sínum kjör- um. Lífskjör bænda eru nú verri en verið hefði ef þeim hefði verið gert kleift í tíma að laga sig að breyttum aðstæðum í þjóðfé- laginu. Morgunblaðið vill taka undir þau orð aldamótanefndarinnar að bændur sjálf- ir séu “stærstu fórnarlömbin og eiga í raun um stærri sár að binda en skattgreið- endur og neytendur ... lífskjör margra bænda eru rýr, vinnutími þeirra langur og möguleikinn til þess að vinna sig út úr vandanum, stækka búin og hagræða, hefur verið afar takmarkaður.... Bændum hefur í raun verið gert að framleiða eftir beinum og óbeinum tilskipunum frá stjórn- völdum ... Með þessum hætti hefur bænd- um gegn vilja þeirra verið breytt úr sjálf- stæðum atvinnurekendum í ófullgert ígildi opinberra starfsmanna án þess öryggis þó, sem slíkir starfsmenn almennt njóta ... Breytingarnar verða að vera ásættanlegar fyrir bændur og aðrir landsmenn verða jafnframt að sætta sig við að landbúnaður- inn og einstakar greinar hans njóti áfram opinberrar vemdar að einhveiju marki meðan á aðlögunarskeiði stendur ...“ Þá er komið að ábendingum um úrbætur, “Ný og róttæk landbúnaðarstefna hlýtur að felast í því, að samkeppni í landbúnaði eigi sér stað fyrr en síðar með fijálsri starf- semi þar eins og innan annarra atvinnu- greina. Jafnframt verður ríkisvaldið að bera ábyrgð á því kerfí, sem það hefur komið upp og bændur hafa lotið, og tryggja verður að þeir fái sanngjarnar bætur fýrir bú sín og jarðir og aðrar eignir, vilji þeir láta af búskap, ellegar að bújarðir séu sameinaðar til hagkvæmni og hagræðis með atbeina og stuðningi ríkisvaldsins. Það stríðir algjörlega á móti vitund þorra íslensku þjóðarinnar að bændur séu höfð olnbogaböm, sem allir telji sig hafa leyfi til að hnýta í og kenna um allar sínar efnahagslegu ófarir ... Óhjákvæmilegt er sem allra fyrst að hverfa frá öllum niður- greiðslum á matælum ofan í útlendinga. ...Þegar að því kemur að innflutningur á landbúnaðarvörum verður leyfður er óhjá- kvæmilegt að leggja toll á slíkan innflutn- ing til verndar innlendum landbúnaði, en slíkur tollur getur smám saman lækkað, þótt hann hljóti ætíð að vera töluverður. ... Búin þurfa að stækka svo að bændurn- ir, sem við búskap verða í framtíðinni, nái að verða sterkir og öflugir atvinnurekend- ur. Það er áríðandi fyrir okkur að eiga okkar íslenzku matvælahefð og mikið Qjyndi tapast, ef þjóðin byggi eingöngu að innfluttum aðföngum. Líklegt er, að á löngum aðlögunartíma hlyti bændum að fækka töluvert. En þeir myndu þá vera sannir og raunverulegir bústólpar eins og sögulegt hlutverk þeirra stendur til og þjóðin vill enn sjá þá í. Neytendur myndu í sátt við þessa mikilvægu framleiðendur, því þeir fengju ódýrari og fjölbreyttari vöru. Og með nokkurri fækkun sauðíjár mætti ætla að umhverfí okkar yrði grænna og gjöfulla, landgræðslan og skógrækt heppnaðist betur en nú. Meginatriði er þó að neyða ekki bændur landsins til eins eða neins heldur setja landbúnaðinum með tíð og tíma almenn skilyrði, sambærileg við þau, sem aðrát atvinnugreinar búa við, og aðstoða bændur af drengskap við nauð- synlega aðlögun að breyttum tímum og breyttri eftirspurn." Réttum grasinu hjálparhönd ALLTOF FÁ sveitabýli standa undir arðsemiskröf- um og eru því ekki í stakk búin til að standa sig á mark- aðnum. En fjölmörg bú gætu þó gert út á markaðinn, þannig að bæði framleiðend- ur og neytendur gætu vel við unað. Önnur eru á mörkunum og þarf að rétta þessum bændum hjálparhönd til að finna hag- kvæmustu leiðina til að standast harðar kröfur markaðsbúskapar sem nú er talinn bezti kosturinn, jafnvel í fyrrverandi aust- antjaldsríkjum. Gorbatsjov vill nú gera út á markaðinn vegna hvetjandi samkeppnis- hagkvæmni og arðsemissjónarmiða. Einn- ig vegna þess að markaðurinn bætir að öðru jöfnu kjör neytenda og hefur það einnig sýnt sig hér, þótt markaðurinn sé ekki eins virkur hér og í stærri þjóðfélög- um og því ekki sama aðhald og víða ann- ars staðar. Loks eru þeir bændur sem þarf að hjálpa til að hætta búskap og snúa sér að öðrum arðvænlegri atvinnuvegi en sauðijárrækt eða mjólkurframleiðslu í of- framleiðslukerfi. Skógræktarbúskapur virðist geta gefizt vel, ef unnið er af þekk- ingu og áhuga. Fleiri atvinnugreinar eru vafalaust ónefndar þótt fara beri varlega í sakirnar eins og loðdýrarækt og kjúkl- ingaframleiðsla hafa sýnt. Ástæðan til þess að nú er á þetta mál minnzt á þessum vettvangi er frétt í Morg- unblaðinu fyrr í þessum mánuði þess efnis að landbúnaðarnefnd Sjálfstæðisflokksins sé að móta hugmyndir á grundvelli álykt- ana síðasta landsfundar flokksins um breytingar á afskiptum ríkisins af sauð- Ijárrækt. Rætt er um að hætta niður- greiðslum og útflutningsuppbótum, fella niður kvótakerfíð í kindakjötsframleiðslu en bæta bændum síðan upp það sem á vantaði og aðstoða þá bændur sem vildu hætta búskap. í stað niðurfellingar útflutn- ingsbóta, ríkisábyrgðar á framleiðslu og niðurgreiðslna fengju bændur sérstakar greiðslur frá hinu opinbera svo þeir ættu auðveldara með að laga sig að nýju fyrir- komulagi og þeim markaði sem neytendur nota til að ákvarða verzlun innan þess verðlags sem þeir sætta sig við. í stað ofstjórnar og opinberrar forsjár gætu bændur framleitt eins og þeir vildu en bæru sjálfír ábyrgð á framleiðslunni. Þá er líklegt að hún yrði helzt þar sem hún væri hagkvæmust. En þessi þróun þyrfti að verða á einhveiju árabili og með mann- úðlegum hætti eins og Sigurgeir Þorgeirs- son, formaður landbúnaðarnefndar Sjálf- stæðisflokksins, komst að orði í fyrr- nefndri frétt hér í blaðinu. Hann sagði að vandinn væri mestur í sauðfjárræktinni og þar yrði fyrst að taka til hendi, en mjólkurframleiðsla væri í betra horfi þótt einnig væri nauðsynlegt að auka hag- kvæmni innan þess kvótakerfis sem mjólk- urframleiðendur búa við. í rétta átt ALLT ER ÞETTA í rétta átt. Það er raunar fagnaðar- efni að forystu- menn stærsta stjórnmálaflokksins — og þá ekki sízt þeir sem ferðinni ráða í land- búnaðarmálum — hafi hug á að bæta stöðu bænda í landinu, jafnframt því sem aukinn yrði trúnaður milli þeirra og neytenda í þéttbýliskjörnunum. Umræður um land- búnaðarmál hafa oft og einatt verið harla óraunsæjar, þótt á margt athyglisvert hafí verið bent eins og milljónaframlög ríkisins til kerfisins og tugþúsunda skatt- byrði á meðalijölskyldu vegna þess. Þröng- sýni ogjafnvel ofstæki hafa þó einatt ráð- ið ferðinni í þessum umræðum og gengið fram hjá mikilvægum atriðum sem t.a.m. Fjölnismenn hefðu lagt áherzlu á. Við verð- um að búa saman í landinu sem ein þjóð. Flestir sem búa á þéttbýlissvæðum eiga ættir að rekja til sveitanna. Þeir sem þar búa eru ekkert öðruvísi íslendingar en þéttbýlisfólkið. En hagsmunir fara ekki alltaf saman. Við þurfum þá að vinna að því að það geti orðið. Sveitimar eru jafn- mikilvægar og áður, í raun. Þar er ekki einungis verið að yrkja jörðina og fram- leiða góðar afurðir, þótt dýrar séu. Sveit- irnar og landsbyggðin öll hafa meira hlut- verki að gegna en að framleiða matvæli. í sveitunum hefur íslenzk menning og arfleifð okkar ávallt verið varðveitt með þeim árangri sem raun ber vitni. Sveitirn- ar eru öðmm stöðum fremur varðveizlu- og uppeldisstöðvar rótgróinnar íslenzkrar menningar. Hlutverk þeirra í þeim efnum er ómetanlegt. Þar sem tungan er ræktuð og geymd, þar sem hlúð er að arfinum, þar slær þjóðarhjartað. Þessu skulum við ekki gleyma í öllum umræðunum um land- búnaðinn, sveitirnar og framtíðina. Hver einasti sveitabær er musteri arfleifðar sem er mikilvægari en öll sú framleiðsla sem send er á samkeppnismarkað þéttbýlisins. Við þurfum því á sveitabæjunum að halda. Baðstofuandrúmið er mikilvægt, en ástæða er til að fækka bæjum svo að fólk- ið haldist þar sem lífvænlegast er. Hokur á að vera liðin tíð á íslandi. En hitt er jafnvíst að arfleifð okkar verður ekki varð- veitt og ræktuð á erlendum sveitabæjum, þótt þeir gætu séð okkur fyrir innfluttum landbúnaðarvörum. Það er dýrt að vera íslendingur, það höfum við alltaf vitað. En það á ekki að vera okkur ofviða. „Hver einasti sveitabær er musteri arfleifðar sem er mikilvæg- ari en öll sú fram- leiðsla sem send er á samkeppnis- markað þéttbýlis- ins. Við þurfum því á sveitabæjun- um að halda.“ REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 20. október 3H*vgtuiMafetí Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ófriður í heilbrigðismálum Undir forystu Guðmundar Bjarnasonar heilbrigðisráð- herra hefur verið blásið til átaka um heilbrigðismálefni í Reykjavík. Ráðherrann hefur í senn storkað þeim sem stunda heimilislækning- ar í höfuðborginni og stjórnendum Borgarsjúkrahússins og Landa- kotsspítala. Hefur hann haldið þannig á málum gagnvart þessum aðilum, að í óefni stefnir. Saka þeir ráðherrann meðal annars um óviðunandi vinnubrögð, þar sem hann hefur tekið allt aðra stefnu en talið var að samkomulag ríkti um eða lög heimiluðu. I Morgunblaðinu á föstudag segir Davíð Oddsson borgarstjóri, að svo virðist sem ríkið ætli að hrifsa til sín Landakotsspítala og Borgarspítala án þess að fyrir komi bætur. Vísar borgarstjóri þar til lagafrumvarps frá heil- brigðisráðherra sem byggist á því, að fjárveitingum til sjúkra- húsanna þriggja vérði beint í einn sjóð og síðan verði svokölluðu samstarfsráði þeirra falið að skipta peningunum, um 10 millj- örðum króna, á milli sjúkra- húsanna. Með þessu er horfið frá þeirri reglu, að Alþingi sjálft deili fénu á milli Borgarspítala, Landa- kotsspítala og Landspítala og síðan ráðstafí stjórnir þeirra fjár- mununum. Ráðherrann og aðstoðarmaður hans, Finnur Ingólfsson, standa þannig að þessu máli, að tor- tryggni vekur. Aðstoðarmaðurinn sat í nefnd er ræddi um samstarf sjúkrahúsanna í Reykjavík og gerði tillögur um hvernig að því skyldi staðið. Um störf nefndar- innar segir Davíð Oddsson í Morg- unblaðinu á föstudag: „í þessu máli hafa verið viðhöfð mjög sér- kennileg vinnubrögð, það hefur verið starfandi nefnd til að fjalla um þessi mál og í henni hafa eng- ar tillögur komið fram, sem ganga í þá átt, sem ráðherra boðar nú. Það hefur ekki heldur verið haft samráð við forsvarsmenn spítal- anna. Það lítur því út fyrir að nú eigi með þessum æðibununugangi að hrifsa þessi tvö sjúkrahús [Borgaraspítala og Landakots- spítala] til ríkisins án þess að fyr- ir komi nokkrar bætur.“ í grein í Morgunblaðinu á föstu- dag bendir Ólafur F. Magnússon læknir á þá staðreynd, að Guð- mundur Bjarnason hefur haldið þannig á málum varðandi heilsu- gæslu í Reykjavík, að hann hefur tryggt þar miðstýringarvald ríkis- ins. Ráðherrann hefur með reglu- gerð komið á fót svokölluðu sam- starfsráði heilsugæslustöðva í höfuðborginni og tryggt þar ítök flokksbræðra sinna í Framsóknar- flokknum. Hefur hann með þessu ráði, sem starfar með óljósa stoð í lögum, gert stjórnir heilsugæslu- umdæmanna og Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur næsta veiga- litlar, en stjórnirnar eru að meiri- hluta skipaðar fulltrúum Reykja- víkurborgar. Ólafur F. Magnússon bendir á flokkspólitíska hlið þessa máls í grein sinni og segir: „I borgarstjórnarkosningunum í vor kusu 60% Reykvíkinga Sjálfstæð- isflokkinn en 8% Framsóknar- flokkinn. Það er því hrein móðgun við Reykvíkinga, að enginn tals- maður sjálfstæðisstefnunnar situr í hinu valdamikla samstarfsráði. Framsóknarflokkurinn hefur þar tögl og hagldir.“ Höfundur bendir einnig á, að andúð heilbrigðisyfir- valda á einkarekinni læknisþjón- ustu hafi þegar leitt til erfiðleika fyrir marga borgarbúa. Guðmundur Bjarnason er fyrsti framsóknarmaðurinn sem situr í embætti heilbrigðisráðherra. Nú þegar fjögurra ára starfsferli hans þar er að ljúka stofnar hann til ófriðar vegna hefðbundinnar framsóknarmennsku, það er valda- og hagsmunapots á flokks- pólitískum grunni. Hin svonefndu samstarfsráð ráðherrans standa alls ekki undir nafni, því að þau leiða einungis til sundrungar og deilna. Offorsið er svo mikið, að ástæða er til að efast um lagafor- sendur fyrir tilskipunum ráðherr- ans og aðstoðarmanns hans. Á öðru en slíku er þörf í heilbrigðis- málum. Við hljótum að geta fundið leið- ir til hagkvæmni og sparnaðar án úlfúðar og endalausra illdeilna, sem leysa engin vandamál, eins og forystumenn sjúkrahúsa hafa bent á, en ala einungis á tor- tryggni og biturleika. Það væri meir í stíl Guðmundar Bjarnason- ar, sem nú hefur látið teyma sig út í ófæru. Oí? VIETNAM Ovl»var fórnardýr þeirra átaka sem áttu sér stað milli stórveld- anna undir yfirskini lýðræðis eða komm- únisma. Það var mesta áfall þeirra sem trúðu á frið og frelsi. En á þá var ekki hlustað einsog kalda stríðinu var háttað. Þetta stríð var einsog djöfullinn hefði tekið öll völd á jörðinni og sem slíkt varð það að sjálfheldu. Þeir sem trúa á lýðræði fengu að kynn- ast því áþreifanlega að rósin er rauð einsog blóð svo vitnað sé í þýzkt ljóð sem var ofarlega í huga Heines. Allir þurftu að sigra. En samt töpuðu allir nema þeir karlar í Hanoj sem ætluðu að selja landið undir alræðishæl sinn og kommún- ismans. Þeir sýndu djörfung og þolgæði. Og þeir voru sigurvegarar. Það var ekki sízt vegna þess sjón- varpið sýndi Bandaríkjamönnum inní sárið dag hvern unz fólkið þoldi ekki meira og sagði stríðinu stríð á hendur. Kaninn sat heima í stofu og virti fyrir sér þennan blóðuga leik en hóf síðan herferð gegn hon- um einsog aðrir sem töldu nærri samvizku sinni gengið. Þeir sem voru talsmenn stríðsins höfðu einungis rétt fyrir sér í einu atriði: að landið hyrfi undir alræði marxismans ef kaninn tapaði. Og enginn dregur í efa að raunin hafi orðið sú. Jafnvel Kínverjar hafa sakað stjórnina í Hanoj um ofbeldi og yfírgang. En kommúnistarnir þar eystra láta atburðina í Evrópu framhjá sér fara og afgreiða þá með því að yppta öxlum og stjórna gegnum byssuhlaupin. Marxisminn er víða enn og áfram „lögmál sög- unnar“ einsog komizt er að orði. Steingervingarnir úr tímaskekkju HELGI spjall Marx og Leníns stjórna enn einsog Stalín gerði úr graf- hýsinu, þeir hafa ekk- ert lært og engu gleymt. En lýðræðissinnar segja ekkert. Þeir töpuðu og hunzk- uðust í burtu — að Iokum. Fyrir það má þakka guði, hvaðsem fórn- ardýrunum þar eystra líður. Ég hefði ekki viljað lesa söguna Fædd- ur 4. júlí eða sjá kvikmyndina ægi- legu Uppúr þeirri sömu bók ef stríðinu væri ekki lokið. En nú get- ur maður gert hvorttveggja með ömurlegum leiða án þess eiga í stór- styijöld við samvizku sína þvíað auðvitað vildu allir lýðræðissinnar í hjarta sínu kaninn ynni stríðið, hvaðsem hver segir. Hann var full- trúi okkar sem trúum á lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt og frelsi verði einungis tryggt með afli; alræðisof- beldið óttist einungis það lýðræði sem styðst við spjótsodda. Þess vegna höfum við stutt Atlantshafs- bandalagið, en alls ekki af neinni undirgefni eða hernaðarhyggju einsog stundum er haldið fram. En aðstæður eru aðrar í Evrópu en þriðja heiminum. Þar hefur kommúnistum tekizt að beizla þjóð- frelsisöfl í sína þágu. Stríðið í Víet- nam var slíkt þjóðfrelsisstríð. Menn áttuðu sig ekki á því. Héldu það væri einungjs yfirgangur kommún- ista. Við skuium muna Bólu-Hjálmar talar í kvæðinu ísland um fijáls- borna þjóð, þó fátæk sé. Þannig litu Islendingar á sjálfa sig, þótt aðrir teldu þá nýlenduþjóð. Saga okkar og menning var sterkari en fátækt og ófrelsi. Þegar við Iítum yfir sögu Víet- nams sem við hefðum mátt huga betur að á sínum tíma sjáum við hvemig þjóðfrelsisöfl notuðu kommúnisma sem tæki í baráttu sinni og kaninn veðjaði á vitlausan hest. Hann veðjaði á spillta stjórn- málamenn í Sægon. Það er auðvelt að sjá þetta eftirá en blasti ekki við á 7. áratugnum þegar Kennedy forseti var að ganga í gildruna. Hann hefði náttúrulega átt að láta þetta lýðræðislausa land eiga sig og leyfa Frökkum einum að hafa áhyggjur af því. Engin þjóð getur eignazt lýðræði nema með píslargöngu, rétteinsog við. Söguleg þróun er forsenda lýð- ræðis. Við sjáum þetta alltíkringum okkur en höfum ekki ávallt áttað okkur á því. Enginn verður þvingað- ur undir lýðræði. Það er jafnvel erfíðara að þvinga lýðræði uppá þjóðir sem þekkja það ekki en al- ræði eða einræði. Það sjáum við hvarvetna í þriðja heiminum og þannig hefur söguleg þróun Evrópu verið. Við getum notað líkingu Helga Pjeturss af öðru tilefni; for- sendur lýðræðis eru sigur á hinu illa; það er jafníjarstætt að tala um lýðræði sem föruneyti hins illa og láta sér detta í hug það geti snjóað úr sólinni. En þegar lýðræðinu er borgið munu þjóðir þriðja heimsins gera sér grein fyrir því þær hafa í raun aldrei séð sólina en þá fyrst risi konungur dagsins á himin og ljómaði upp þjóðfélagið. Þannig höfum við fylgzt með sögulegri þróun í Evrópu. Lýðræðið ekur nú sólarvagni sínum til himins og hver veit nema það falli einnig glæta á gamla Rússland. M. (meira næsta sunnudag.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.