Morgunblaðið - 21.10.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990
21
lega knattspyrnu, en yfirleitt er
uppselt á heimavöll félagsins, Nou
Camp, sem tekur 120 þús. áhorf-
endur — og þá sérstaklega þegar
vel gengur eins og á þessu keppn-
istímabili. Stuðningsmenn félagsins
vona að fimm ára sigurganga Real
Madrid verði nú stöðvuð og spark-
fræðingar telja það ekki ómögulegt
því að Barcelona hefur ekki verið
með eins sterkt lið í fjölda ára —
landsliðsmenn eru í hveiju rúmi og
meira að segja á varamannabekkn-
um.
„Það er geysilegur rígur á milli
Real Madrid, sem er frá Kastalíu
og Barcelona, sem er frá Katalóníu
— og það liggur við að sá rígur sé
hreint hatur. Þetta hatur má rekja
til Franco-tímabilsins, en Franco
vildi leggja niður og jafnvel að
banna katalónsku. Það er allt vit-
laust þegar Barcelona og Real
Madrid glíma,“ sagði Viggó Sig-
urðsson, þegar rígurinn bar á góma.
Keppni félaganna um að kaupa
til sín frægustu knattspyrnumenn
heims er alkunn. Þegar Barcelona
keypti Ungveijann Ladislao Kubala
á árum áður svaraði Real Madrid
með því að kaupa Argentínumann-
inn Alfredo di Stefano beint fyrir
framan nefið á Barcelona, sem
hafði augastað á honum. Þegar
Puskas gekk til liðs við Real
Madrid í kjölfarið keypti Barcelona
landa og samheija hans Sandro
Kocsis og Zoltan Czibor. Þegar
Real Madrid keypti V-Þjóðveijann
Gnther Netzer, sem lék með félag-
inu gegn Fram 1974, keypti Barcel-
ona Johann Cruyff frá Ajax í Holl-
andi, en hann er nú þjálfari félags-
ins, og svo má lengi telja.
Ríkir menn stjórna
Síðustu áratugi hafa það verið
gamlir og fjársterkir menn sem
hafa stjórnað Barcelona. Þeir hafa
yfirleitt haft lítið vit á knattspyrnu
og út á hvað knattspyrnan gengur.
Þetta voru óþolinmóðir öldungar
sem vildu aðeins sigra og sviðsljós.
Það varð til þess að mikill veikleiki
kom fram — það pr ekki langt síðan
tólf þjálfarar voru reknir á aðeins
tíu árum. Meiri stöðugleiki hefur
komið eftir að Núnes tók við völd-
um, en samt hafa frægir þjálfarar
fengið að taka pokann, eins og t.d.
Luis Menotti, sem gerði Argentínu-
menn að heimsmeisturum 1978 og
Terry Venables, sem er nú fram-
kvæmdastjóri Tottenham. Það
munaði ekki miklu að Johann Cru-
yff yrði fældur frá starfi fyrir rúmu
ári.
„Viss óróleiki hefur svifið yfir
vötnunum hjá Barcelona, en stjórn
félagsins er sterk og vel skipulögð.
Það er 100% staðið við gerða samn-
inga hjá félaginu. Leikmenn eru
með miklar tekjur og þá fá þeir
ýmsar aukagreiðslur,
eins og til dæmis fyrir
skoruð mörk, stig og
annað. Þegar leikmenn
standa sig illa er ýtt á
þá og óskað eftir að
þeir geri enn betur
næst. Þegar leikmenn
gera vel .eru þeir dýrl-
ingar og fólk ber mikla
lotningu fyrir þeim,
þannig að leikmennimir
hafa það á tilfinning-
unni að þeir séu einir í
heiminum. Núnes, for-
seti félagsins, fær það
einnig óþvegið frá
áhorfendum. Hann
gengur ávallt síðastur
til sæti í heiðursstú-
kunni á Nou Camp —
þegar illa gengur baula áhorfendur
á hann, en þegar vel gengur bijót-
ast út fagnaðarlæti.
Andrúmsloftið hefur mikil áhrif.
Þrýstingurinn frá áhorfendum er
engu líkur. Maður fínnur þann
þrýsting í loftinu þegar gengið er
inn á Nou Camp, þar sem 120 þús-
und áhorfendur eru saman komn-
ir,“ segir Viggó Sigurðsson.
Óróleiki hjá Barcelona hefur orð-
ið til skorts á stöðugleika og jafn-
vægi, en félagið er mikið stemmn-
ingsfélag. Barcelona hefur unnið
bikarkeppnina 22 sinnum, en meist-
aratitillinn hefur aðeins unnist
tvisvar á síðustu árum. 1974 þegar
■ Nou Camp, leikvöllur Barc-
elona, er glæsilegasti knatt-
spyrnuvöllur Evrópu. Hann tek-
ur 120.000 áhorfendur. Það hef-
ur alltaf verið stefna félagsins
að allir meðlimir félagsins geta
komist fyrir á vellinum, en með-
limir félagsins eru 110.000 Það
er því pláss fyrir 10.0000 gesti
þegar þeir eru allir saman komn-
ir á Nou Camp.
■ Stuðningsmannaklúbbar
Barcelona á Spáni eru alls 500.
Þá er einn klúbbur á Ítalíu,
Tékkóslóvakíu, Sviss, Englandi
og Frakklandi og þrír í S-Amer-
íku.
■Þegar Iieimsmeistara-
keppnin fór fram á Spáni 1982
var ekki hægt að gera upp á
milli Barcelona og Real Madrid.
Opnunarleikur HM fór fram á
Nou Camp í Barcelona, en lokal-
eikurinn á Bemabau-leikvellin-
um f Madrid.
■ 120.000 manns komu sam-
an á Nou Camp 7. nóvember
1982 þegar páfinn kom til Spán-
ar og hélt messu á vellinum.
Páfínn varð þar með meðlimur
númer 108.000 hjá FC Barcel-
ona.
■ Barcelona-svæðið er afar
glæsilegt. Þar eru tvö glæsileg
íþróttahús og íþróttahöll sem
tekur 6.000 manns í sæti. Þá
er íshokkýhöll sem tekur 2.000
áhorfendur. Á svæðinu eru fjöl-
margir æfingavellir og ekki má
gleyma knattspyrnuvellinum,
þar sem varalið Barcelona leikur
sína leiki. Sá völlur tekur 16.000
áhorfendur í sæti.
■ Allar aðstæður fyrir frétta-
menn eru afar glæsilegar. Þar
er aðstaða fyrir 200 sæti fyrir
blaðamenn og þá iná ekki
gieyma 24 klefum fyrir sjón-
varps- og útvarpsmenn. Fundar-
salir eru glæsilegir og einnig
veitingasalir.
■ Á svæðinu er unglingamið-
stöð, þar sem ungir íþróttamenn
hafa fullkomna aðstöðu — svefn-
herbergi, setustofu og veitinga-
sal.
■ Barcelona-knattspymu-
safnið er það glæsilegasta í
heimi. Það var formlega opnað
í september 1984. Þar má sjá
alla þá verðlaunagripi sem félag-
ið hefur unnið til. Sögulegar
myndir eru á veggjum — úr leikj-
um og af frægum köppum sem
hafajeikið með Barcelona.
■ Á félagssvæði Barcelona er
kapella. Knattspyi-numenn fé-
lagsins fara til bænarstundar
fyrir hvern leik og einnig við
önnur tækifæri. Það er skylda
að allir leikmennimir mæti.
Johann Cruyff lék með félaginu og
1985, en þá var Terry Venables
þjálfari. Síðan hefur Real Madrid
unnið meistaratitilinn fimm ár í
röð. Stuðningsmenn Barcelona eru
bjartsýnir á að leikmenn félagsins
nái nú að stöðva sigurgöngu Real
Madrid. Barcelona er með geysilega
öflugt lið um þessar mundir og
hefur félagið ekki byijað deildar-
keppnina eins vel í áraraðir. Lands-
liðsmenn eru í hveiju rúmi og einn-
ig er varamannabekkurinn þéttset-
inn landsliðsmönnum.
„Óþolinmæði hefur oft orðið
Barcelona að falli, enda kröfurnar
miklar. Barcelona hefur ekki gefið
sér tíma til að byggja upp. Það er
ávalt teflt til vinnings og er gengið
er ekki gott þá er þjálfarinn látinn
fara og jafnvel skipt um leikmenn
í flestar stöður. Félagið er svo fjár-
sterkt að það munar ekki um að
kaupa fimm til sex leikmenn fyrir
hvert tímabil. Útlendingar hafa átt
erfítt með að festa rætur hjá félag-
inu og þeir hafa ekki náð að sýna
sitt besta eins og þeir leikmenn sem
leika með Real Madrid. Spennan
er mikil þegar nýir útlendingar
koma til Barcelona og ég man eftir
því þegar ég var hjá félaginu, að
yfir 40 þúsund áhorfendur mættu
á fyrstu æfinguna sem danski leik-
maðurinn Allan Simonsen mætti á.
Það má segja að aðeins einn útlend-
ingur hefur náð öllu sínu besta. Það
var Johann Cruyff, sem var stór-
kostlegur þegar hann lék með Barc-
elona. Síðan þá hafa margir leik-
menn hrökklast frá, eins og Johann
Neeskens frá Hollandi, Simonsen,
Hans Krankl, markaskorarinn mikli
frá Austurríki, Diego Maradona
kóngurinn sjálfur, Skotinn Steve
Archibald, Gary Lineker og Mark
Hughes, svo einhveijir leikmenn séu
nefndir. Þessir leikmenn hafa ekki
þolað hið mikla álag,“ sagði Viggó.
Blöðin eru kröfuhörð
Það eru ekki aðeins horfendur
sem gera kröfur til leikmanna Barc-
elona, heldur allir Katalóníumenn,
en um sex milljónir búa á svæðinu.
Katalóníumenn líta á sig sem sér-
staka þjóð innan Spánar. Mikill
íþróttaáhugi er þar og eru t.d. gef-
in út sex blöð sem skrifa eingöngu
um íþróttir og 90% af efni blaðanna
eru skrif um knattspyrnu og þá að
mestu leyti um Barcelona. „Blöðin
eru djörf. Þau hamast á leikmönn-
um sem standa sig ekki og fá þeir
þá ekki einu sinni að eiga sitt einka-
líf í friði. Eftirminnilegasta dæmið
er hvernig blöðin hömuðust á Bernd
Schuster, miðvallarspilaranum
snjalla frá V-Þýskalandi. Eftir að
hann sendi blaðamönnum tóninn
ijóru þeir á fulla ferð. Eitt blaðið.
gróf upp nektarmynd af hinni fögru
Gaby, eiginkonu Schusters, en hún
var fyrrum fyrirsæta.
Blaðið birti heilsíðu nekt-
armynd af henni og við
hliðina var heilsíðu mynd
af Schuster. Þessi nekt-
Viggó Sigurðsson
ásamt Hans Krankl og
Allan Simonsen, sem
léku með Barcelona á
sama tíma og Viggó lék
handknattleik hjá félag-
inu.
armynd vakti mikla reiði
og var talið að blaðið
hafi skotið yfir markið.
Það er mikill heiður
fyrir leikmenn að fá
tækifæri til að leika fyrir Barcel-
ona, en þeir vita að hverju þeir
ganga þegar þeir klæðast búningi
félagsins. Líf þeirra er ekki alltaf
dans á rósum. Ef þeir standa sig
ekki eru þeir komnir út í kuldann,"
sagði Viggó Sigurðsson.
Eins og áður hefur komið fram
er Barcelona ríkasta félag heims.
Allar aðstæður hjá félaginu eru þær
bestu. Það er ekki nóg að félagið
hafí frábæra íþróttamenn innan
sinna vébanda, heldur eru margir
snjöllustu læknar Spánar á launa-
lista þess. Þess vegna segja margir
að nafnið FC Barcelona sé ekkert
annað en gæðastimpill.
Ertu alkóhólisti?
Drekkurðu of mikið?
Hefurðu áhyggjur af barninu þínu?
Námskeið fyrir börn á aldrinum 7-12 ára, sem eiga for-
eldra, er hafa átt við drykkjuvandamál að glíma.
Markmið námskeiðsins:
1. Að hjálpa börnum að auka og bæta sam^
band sitt við foreldra.
2. Að barnið læri að þekkja tilfinningar sínar
betur.
3. Að auka sjálfstraust barnsins.
4. Að kenna barninu að ráða við ýmiss vanda-
mál, sem algeng eru í fjölskyldum alkóhólista.
5. Að kenna barninú um sjúkdóminn alkóhólisma.
6. Að gefa barninu færi á að tjá sig í hóp.
Námskeiðin hefjast í nóvember. Hvert nám-
skeið varir í 6 vikur, samtals 9 klst. - Skráning
og upplýsingar í síma 82804 mánud. og mið-
vikud., og fimmtud. frá ki. 18.00-21.00.
Sigurður BLÆR - sálfræðiþjónusta.
Inga Stefánsdóttir, Sigurður Ragnarsson,
sálfræðingur. sálfræðingur.
Michaelfræósla
Sálargeréir - sálnaaldur
Dr. José L. Stevens,
sálfræðngur, rithöfundur og miðill, heldur
grunnnámskeió, Michael I, um sálargerðir,
sálnaaldur, samstarfssálir o.fl. dagana 10. og
11. nóv., f rá kl. 9.30-17.00 báða dag-
ana. Fyrirlestrar, myndefni, léttar prófanir fyrir
þátttakendur til að finna eigin stöðu skv. kenn-
ingu Michaels, sem er fræðsluafl á öðru tilvistar-
stigi. Um kenningarnar hafa verið skrifaðar fjöl-
margar bækur, sem hafa vakið mikla athygli
víða um heim.
Michael II, - fyrir þá, sem hafa lokið grunn-
námskeiði, verður haldið 5. nóv. kl. 17.30—
22.30. Efni: Samstarfssamningar sálna,
tvíburasálir, endurspeglunarferli sálna, sam-
starfssálir og verkefni, fjölskyldu- og ætt-
mennaval, Móðir jörð og Micael-miðlun.
Michael III, - fyrir þá, sem hafa lokið I og II,
6. nóv. kl. 17.30-22.30. Efni: Kristallar,
Móðir jörð, tilgangur og gildi þess að eiga
tvíburasál og samstarfssál, sálargerðirnar sem
starfsmenn/yfirmenn, sem foreldrar, makar, vin-
ir; heimsviðburðir nútímans. Michael-miðlun.
Michael IV, 7. og 8. nóv. kl. 17.30-22.30
báða dagana. Efni: Verndarvættir og sam-
vinna við þá, orkustaðir, friðhelgt rými einstakl-
ingsins, viðhald andlegrar, geðlægrar og til-
finningalegrar heilsu, heilun, „sexuality" o.fl.
Michael-miðlun - opið kvöld ffyrir al-
menning fösludaginn 9. nóv. kl. 20.00-
22.00.
Námskeiðin svo og opna kvöldið ffara
ffram á Hallveigarstig 1 i sal i kjallara.
Vinsamlegast mætiö i öllum tilvikum 15.
min. ffyrir skráðan tima. Staðfestingar-
gjöld vegna námskeiðanna þarff að
greiða ffyrir 30. okt.
Skráning til og með 1. nðv. og nánari
upplýsingar hjá Hugræktarhúsinu, Haff n-
arstræti 20, 3. hæð og i sima 91-620777
virkadaga ffrá kl. 16.15-18.30.