Morgunblaðið - 21.10.1990, Blaðsíða 44
MILLILANDAFLUG
Opnum kl.8:00 alla daga
FLUCLEIDIR
6W300
UPPL YSINGASIMI 63 71 90
MORGUNBLAÐffl, ADALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVlK
TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990
VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Fiskeldi:
Fleiri gjald-
þrot eru
óumflýjanleg
FRIÐRIK Sigurðsson
framkvæmdastjóri
þrotabús Islandslax,
segir að enn fleiri gjald-
þrot íslenskra fiskeldisfyrirtækja
séu óumflýjanleg vegna þess
hversu skuldsett þau séu. Astæða
þess sé ekki síst hve afföll eru
mikil í eldi stöðvanna og veðsetn-
ingarhlutfall hátt af þeim sökum.
Þetta kom fram á ráðstefnu
Landssambands íslenskra fisk-
eldisfræðinga um fískeldi sem haldin
var í gær. Friðrik sagðist ekki vilja
_sgá neinu um framtíð fiskeldis á Is-
landi en hann væri þó bjartsýnn á
að hægt verði að halda í rekstri
nokkrum stöðvum og að árleg fram-
leiðsla næmi 3 til 5 þús. tonnum inn-
an fárra ára. Þetta kosti fleiri gjald-
þrot en orðin eru vegna þess að sum
fyrirtæki séu of skuldsett.
Fiugleiðir og
_ KLM funda
Fulltrúar hol-
lenska flugfé-
lagsins KLM og
Flugleiða hafa
hist á nokkrum
fundum vegna
flugs síðarnefnda félagsins milli
Keflavíkur og Amsterdam. Arn-
arflug átti töluvert samstarf við
KLM meðan félagið hafði þessa
flugleið.
Peter Wellhuner, aðstoðardeild-
arstjóri upplýsingadeildar
KLM, sagði við Morgunblaðið, að
fulltrúar KLM og Flugleiða hefðu
hist á nokkrum fundum, en þeir
■ *- iundir hefðu aðallega verið til
kynningar og undirbúnings, ef
Flugleiðir fengju flugleiðina til
Amsterdam til frambúðar.
„Það hefur ekkert verið rætt
um samvinnu félaganna, en við
skulum sjá til hvað framtíðin ber
í skauti sér og hvort Flugleiðir
vilja leita eftir samstarfí við KLM
í tengslum við þessa leið,“ sagði
Wellhuner. Hann vildi ekki tjá sig
um þá breytingu að Flugleiðir
hefðu nú tekið við af Arnarflugi;
það væri ákvörðun ríkisstjórnar
Islands og KLM ætlaði ekki að
blanda sér í þau mál. Hann vildi
heldur ekki tjá sig um viðræður
v-^-ííflugs við KLM.
Báru kennsl
á baksvipinn
LÖGREGLUNNI
í Reykjavík var
tilkynnt um
klukkan 6 í gær-
morgun að brot-
ist hefði verið
inn í hús Slysa-
varnafélagsins við Grandagarð
og þaðan stolið Chevrolet-bif-
reið slysavarnadeildarinnar
Ingólfs.
"Fyjófurinn hafði brotið upp tvær
hurðir í húsinu til að komast
að bifreiðinni. Lögreglumenn komu
auga á hana í Seljahverfi, þar sem
ökumaðurinn hafði ekið utan í
kyrrstæða bifreið og aðra. Þegar
lögregluna bar að stökk ökumaður-
inn úr og hvarf út í buskann. Lög-
reglan kveðst þó hafa borið kennsl
á baksvipinn og er bjartsýn á að
ná tali að kauða innan tíðar, en
af honum hefur lögreglan haft
töluverð afskipti áður.
Rúðubrot
algeng á ný
RÚÐUBROT eru farin að verða
áberandi í höfuðborginni á ný,
að sögn lögreglu.
Rúðubrot voru mikið vandamál
í höfuðborginni fyrir nokkru,
en dregið hafði úr slíkum skemmd-
arverkum. Aðfaranótt laugardags
voru brotnar rúður í miðbænum
og víðar. Lögreglan handtók þijá
fyrir skemmdarverk af þessu tagi.
Slökkviliðið að störfum í Kvennaskólanum í gærmorgun.
Eldur í Kvennaskólanum og við bensínstöð:
Morgunblaðið/Júlíus
Þrír menn handteknir grun-
aðir um íkveikjur í miðbænum
LÖGREGLAN í Reykjavík hand-
tók þrjá menn, tvo aðfaranótt
laugardags og einn í gærmorg-
un, vegna gruns um að þeir hafi
staðið að íkveikjum í miðbænum,
þar á meðal í Kvennaskólanum
við Fríkirkjuveg. Á hálftíma, frá
klukkan 4.10 til 4.40 aðfaranótt
laugardags, var slökkviliðið kall-
að þrisvar sinnum í miðbæinn,
vegna elds í rusli. Fjórða útkallið
var klukkan 8 í gærmorgun, en
Tölvuháskóli Verslunarskóla íslands:
Bandarískt fyrirtæki vill
ráða nemendur til starfa
ÞEKKT bandarískt fyrirtæki í svokölluðum þekkingarkerfum,
Knowledgeware í Atlanta, hefur áhuga á að ráða nokkra nemendur
úr Tölvuháskóla Verslunarskóla Islands í vinnu. „Þetta fyrirtæki
hefur áhuga á að fá forritara, sem eru hagvanir í OS/2-stýrikerfinu
og þeir finnast ekki á hverju strái. Fyrirtækið er sjálfsagt að flytja
forrit sín yfir í það stýrikerfi en það er ekki hlaupið að því,“ segir
Freyr Þórarinsson kennari við Tölvuháskólann. Um 100 manns
stunda nám við skólann og 30 útskrifast árlega.
John C. Dvorak, þekktur dálka-
höfundur við bandaríska tölvu-
blaðið PC Magazine, hélt fyrirlest-
ur í Tölvuháskólanum síðastliðið
vor og skrifaði nýlega grein, þar
sem hann segir að svo virðist sem
skólinn sé að verða miðstöð í
OS/2-forritun. Dvorak segist hafa
orðið mjög hrifinn af verkefnum
nemenda og mörg þeirra séu mark-
aðshæf. Meðan iýrirtæki hafi reynt
að fá kerfi forrituð ódýrt fyrir sig
í Kína og Indlandi hafi þau farið á
mis við auðveldari leiðir, sem vest-
rænar þjóðir gefi kost á.
„Ungir forritarar með reynslu í
þessum nýju stýrikerfum eru dýr-
mætir og talað er um að það taki
að minnsta kosti eitt ár að kenna
vönum forriturum að forrita í þess-
um kerfum,“ segir Freyr Þórarins-
son.
þá var nokkur eldur I Kvenna-
skólanum. Maður, sem er grun-
aður um íkveikju þar, var hand-
tekinn þegar hann bar sig að því
að leggja eld að íbúðarhúsi við
Sóleyjargötu.
Slökkviliðið var kallað að Skóla-
brú klukkan 4.10 um nóttina,
en þar logaði eldur í ruslagámi.
Hann var fljótslökktur, en fimmtán
mínútum síðar varð slökkviliðið að
flytja sig um set, að Hallærisplani.
I útskoti þar logaði í ruslatunnum.
Enn liðu fimmtán mínútur, en þá
var slökkviliðið kallað að bensín-
stöðinni við Hafnarstræti. Þar hafði
rusli verið hrúgað upp að bensín-
dælum og kveikt í. Allir voru eldar
þessir fljótslökktir. Lögreglan
handtók tvo pilta í miðbænum um
nóttina, grunaða um íkveikjuna á
bensínstöðinni. Piltarnir, sem eru
18 ára, voru báðir drukknir.
Fleiri útköll urðu ekki að sinni,
en klukkan 8.03 í gærmorgun var
tilkynnt um mikinn reyk í Kvenna-
skólanum við Fríkirkjuveg; Þegar
slökkviliðið kom á vettvang voru
allar hæðir hússins, sem er forskal-
að timburhús, fullar af reyk. Fyrir
utan ddhúsglugga húsvarðaríbúðar
voru logandi ruslatunnur og hafði
hitinn frá þeim sprengt rúðurnar
og logaði í eldhúsinu. Tveir reykkaf-
arar fóru inn til að slökkva eldinn
og aðrir tveir fóru inn til að kanna
útbreiðslu eldsins nánar. Húsið var
mannlaust og eldurinn hafði náð
furðu lítilli útbreiðslu, að sögn varð-
stjóra slökkviliðsins.
Slökkviliðið réð niðurlögum elds-
ins á um 30 mínútum, en vakt var
við húsið næstu tímana. Skemmdir
urðu aðallega í eldhúsinu og ein-
hveijar af reyk, en varðstjóri
slökkviliðsins taldi þær ekki meiri
en svo að ósennilegt væri að þær
stæðu skólahaldi fyrir þrifum.
Lögreglan handtók mann við
íbúðarhús í Sóleyjargötu í gær-
morgun, sem hún grunar um að
bera ábyrgð á eldsupptökum í
Kvennaskólanum. Þegar lögreglan
kom að honum hafði hann tínt
ruslapoka upp úr tunnum og sett í
tröppur hússins og bar sig að því
að leggja eld að. Maðurhn, sem er
29 ára, var mjög drukkinn.
Málin eru til meðferðar hjá Rann-
sóknarlögreglu ríkisins. Mennimir
þrír höfðu ekki verið yfirheyrðir í
gær, þar sem þess var beðið að af
þeim rynni víman-