Morgunblaðið - 21.10.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990
27
Tímarit
Orðabókar
komið út
ÚT ER kominn 2. árgangur tíma-
ritsins Orð og tunga sem Orða-
bók Háskólans gefur út.
Að þessu sinni hefur ritið að
geyma erindi þau sem flutt
voru á ráðstefnunni Þýðingar á
tölvuöld sem haldin var í janúar-
mánuði sl. í tilefni af því að um það
leyti voru 5 ár liðin síðan Orðabók
Háskólans og IBM á íslandi hófu
samstarf um þýðingar á notenda-
forritun, hugbúnaði og handbókum
tölvunotenda á íslensku.
Á ráðstefnunni var íjallað um
þýðingar frá ýmsum sjónarmiðum,
jafnt um íslenska þýðingahefð sem
um tæknilegar nýjungar í þýðingum
þar sem tölvunotkun kemur mjög
við sögu.
í Orði og tungu eru greinar um
bókmenntaþýðingar, biblíuþýðing-
ar, orðabókaþýðingar, íðorðaþýð-
ingar, þýðingar forrita, vélrænar
þýðingar, leiðbeiningar um þýðing-
ar og þýðingastarf IBM í alþjóðlegu
samhengi.
Orð og tunga er 75 bls. Ritstjóri
er Jón Hilmar Jónsson.
Bók með
spilakapla
HJÁ Bókaklúbbi Almenna bóka-
félagsins er komin út bókin Spila-
kaplar AB eftir Þórarin Guð-
mundsson.
+
Ibókinni er fjallað um 101 kapal
og segir í kynningu útgefanda
að „íjölbreytni kapla er mikil og
talið að þeir séu fleiri en öll önnur
spil til samans og meira spilaðir. í
bókinni Spilakaplar AB er mörgum
þeim köplum lýst er náð hafa mest-
um vinsældum bæði hér á landi og
erlendis. Höfundur hefur víða leitað
fanga, bæði í bókum og með sam-
tölum við kapalspilara.
Margir kaplar eru þess eðlis að
auðvelt er að gera úr þeim skemmti-
legt spil fyrir tvo eða fleiri. Því eru
einnig nokkur kapalspil með í bók-
inni“.
Bókin Spilakaplar AB er 190 bls.
að stærð og skreytt skýringarmynd-
um. Umbrot annaðist Ritsmiðjan
hf. Prentun: Steinholt. Bókband:
Félagsbókbandið-Bókfell hf. Kápu
hannaði Öm Guðnason.
Ný Yogabók
eftir
Ramacharaka
GNANIYOGA, Leiðin til vits-
muna heftir bók sem er nýlega
komin út hjá Fjölva/Vasa-útgáf-
unni. Þetta er fjórða bindið í rit-
röð um Yoga-heimspeki eftir ind-
verska spekingin Yogi Ramach-
araka.
A
Abókarkápu segir m.a.: Gnaniy-
oga - Leið vitsmunanna sé
fólgin í því að gera sér grein með
rökvísi fyrir heimsmynd og tilveru
og kryfja hana til mergjar. Það er
meginlögmálið samkvæmt boðskap
Ramacharaka, að heimurinn hafi
ekki orðið til í kraftaverki úr engu,
heldur streymi stöðugt út frá hinu
algjöra og elífa. Þar er um að ræða
sköpun úr svokallaðri hugarorku.
Bókin Gnaniyoga er 208 bls. í
kiljubrot.i. Prentun annaðist Prent-
stofa G.Ben. Friðrika Geirsdóttir
gerði kápuumynd.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíöuin Moggans!____________x
Kökubasar
Kvenfélagið Heimaey heldur sinn árlega kölcu-
basar laugardaginn 27. október kl. 14.00 á
Hallveigarstöðum.
Móttaka á basarinn verður föstudaginn
26. október kl. 1 7.00-19.00 og laugardaginn
27. október frá kl. 10.00 fyrir hádegi.
Stjórnin
gervihnattasjónvarp
4073 -
• m ^ 3 mán.
Verbdæmi: EchoStar SR5500 stereo mótttakari
m/þrábl. fjarst. ásamt 1.2 m diski og
snúningstjakki kostar 138.580,- kr.
25% útborqun: 34.645,- Eftirstöbvar: 103.935,-
Lántökugjaíd, vátrygqing og stimpilgjald: 5.462,-
Upphæb skuídabréfs: 109.397,-*
Greibsla: 4.073,- í 30 mán. auk verbbóta
Ath. Ekkert afnotagjald af gervihnattasjónvarpi!
* Útreikningar miöast vib ab um jafngreiðslulán sé ab ræba (annuitet), 30 afborqanir,
(eina á manubi) og gildandi vexti á verbtryggbum lánum Islandsbanka hf. 8,75%
FRÁ
BÍLASTÆÐASJÓÐI
Opnaö hefur veriö nýtt bílastæöi á Alþingisreit
meö aökomu frá Tjarnargötu.
Næst Alþingi eru 16 stæöi sérmerkt Alþingi,
en annars eru um 100 bílastæði sem nýtast
bæöi fyrir alþingismenn, starfsmenn Alþingis
og til almennra nota á vegum Reykjavíkurborgar.
Gjaldskylda er frá kl.7:3o til kl. 18:3ó
Jafnframt hefur veriö leyföur akstur í báöar áttir
milli Vonarstrætis og Kirkjustrætis.
BORGARVERKFRÆÐINGUR
KÆLl- OG FRYSTISKAPUR
OTRULEGA LAGT VERÐ
41.070
stgr.
Samt. stærö: 275 I.
Frystihólf: 45 1. ❖ ❖ ❖ *
Hæö: 145 sm. Breidd 57 sm.
Dýpt: 60 sm.
Vinstri eöa hægri opnun.
FULLKOMIN VIDGERÐA- OG
VARAHLU TAÞJÓNUS TA
Heimilis- og raftækjadeild.