Morgunblaðið - 06.11.1990, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1990
A
Vaxtahækkun Islandsbanka:
Best að láta bank-
ana um þetta
segir viðskiptaráðherra
JÓN Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, segist ekki vilja leggja
dóm á það hvort vaxtahækkun
Islandsbanka hafi verið ótíma-
bær. Hann segir að það sé ekk-
ert óeðlilegt að bankarnir hafi
mismunandi vexti eða áherslur
i vaxtamálum, þar sem vaxta-
ákvarðanirnar séu alfarið á
hendi bankaráðanna.
„Vaxtaákvarðanir eru á valdi
bankaráðanna, en þau ráða vöxt-
unum samkvæmt þeim leikreglum
sem við höfum með lögum sett
um bankana og fjármagnsmark-
aðinn, og þær verða að taka af-
leiðingunum af sínum ákvörðun-
um. Þess vegna er ekkert óeðli-
legt við það að bankamir hafí eitt-
hvað mismunandi vexti eða
áherslur í vaxtaákvörðunum. Þar
með getur verið um samkeppni
milli þeirra að ræða, og ef ákvörð-
un eins bankans felur það í sér
að frá honum fara viðskiptavinir,
þá fara þeir væntanlega til ein-
hvers annars. Við þessar aðstæð-
ur held ég að það sé best að láta
bankana um þetta," sagði við-
skiptaráðherra.
Hann sagði að menn gætu haft
sínar skoðanir á því hvort íslands-
banki hefði verið fullfljótur á sér
að hækka nafnvextina miðað við
þá reglu sem upp hafi verið tekin
í sambandi við þjóðarsáttina að
miða vaxtabreytingar við einn
mánuð aftur í tímann og tvo fram.
„Ég ætla ekki að leggja dóm á
það, en mér finnst að við þessar
aðstæður sé mikil ástæða til þess
fyrir bankana að reyna að halda
stillingunni og sveiflast ekki allt
of títt.“
Hann sagði að almennar að-
gerðir af hálfu ríkisvaldsins væru
fyrst og fremst þær að halda láns-
fjárþörf hins opinbera við hóf til
þess að draga úr tilhneigingu til
hækkunar vaxta, og hann teldi
að það hefði eftir atvikum tekist
velji þessu ári með samstarfi allra
aðila á vinnumarkaði og fjár-
magnsmarkaði.
Skil reiði Dags-
brúnarmanna
- segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASI,
sem situr í bankaráði Islandsbanka
ÁSMUNDUR Stefánsson, for-
seti Alþýðusambands íslands,
sem sæti á í bankaráði íslands-
banka, segist skilja reiði Dags-
brúnarmanna vegna vaxta-
hækkunar bankans, en taka
verði tiflit til þess árangurs í
hagræðingarátt, sem náðst
hefði með samstarfinu innan
bankans. Hann segir að með
ákvörðun bankaráðs Islands-
banka um hækkun nafnvaxta
sé verið að koma á samræmi
óverðtryggðra og verð-
tryggðra lánskjara.
„Ég get mjög vel skilið að fólk
sé óánægt með þá vexti sem við
búum við, og ég er sammála því
sjónarmiði að frekar ætti að
lækka verðtryggðu vextina en
hækka nafnvextina. Til þess að
ná árangri í því efni held ég að
það verði að taka til hendi við
fjármagnsmarkaðinn allan, og í
því sambandi þarf til dæmis að
átta sig á því hvaða áhrif skulda-
bréfasala ríkisins hefur á þetta,“
sagði Ásmundur.
Hann sagðist vel geta skilið
reiði Dagsbrúnarmanna vegna
vaxtahækkunarinnár, en þegar
málið væri metið í heild yrði einn-
ig að taka tillit til þess að verka-
lýðshreyfingin hefði náð fram
ýmsu sem máli skipti í því sam-
starfi, sem verið hefði innan ís-
Iandsbanka.
„Með þátttökunni í bankanum
höfum við verið að taka þátt í
uppstokkun á þessum markaði og
leggja drög að mjög umfangsmik-
illi hagræðingu í bankakerfmu,
sem strax hefur skilað sér í nokkr-
um mæli. Ég held því að það séu
sterkari rök fyrir því að verkalýðs-
hreyfingin reyni að styrkja stöð-
una í þessu efni en veikja hana.
Það væri afar óheppilegt ef Dags-
brúnarmenn eða aðrir í okkar
hreyfingu segðu skilið við verkið
á þessu stigi,“ sagði hann.
VMSÍ átelur vaxtahækkunina
Framkvæmdastjóm Verka-
mannasambands íslands sam-
þykkti ályktun á fundi sínum í
gær þar sem vaxtahækkun ís-
landsbanka er harðlega átalin.
Framkvæmdastjómin telur
vaxtahækkunina vera ótímabæra
og ganga gegn þeim markmiðum
sem felast í kjarasamningi aðila
vinnumarkaðarins. Fundurinn
hvetur bankaráð íslandsbanka til
að endurmeta þessa ákvörðun og
bendir á að stærsti hópur við-
skiptavina bankans er almennt
launafólk, sem mest á undir því
að verðlag fari lækkandi og að
böndum verði komið á allar kostn-
aðarhækkanir.
Sjá frétt af Dagsbrúnarfund-
inum á bls. 25.
Flýtiim okkur hægt
— segir formaður bankaráðs
Landsbankans
HALDINN verður bankaráðs-
fundur í Landsbankanum á
fimmtudag þar sem lögð verða
fram gögn um stöðu vaxta-
mála og spá til áramóta, að
sögn Eyjólfs K. Sigurjónsson-
ar, formanns ráðsins. „Við
munum skoða það rækilega
en við flýtum okkur hægt,“
sagði Eyjólfur og sagði enga
ákvörðun um vaxtabreytingu
yfirvofandi.
Eyjólfur sagði engin formleg
tilmæli hafa borist frá forsætis-
ráðherra um að standa gegn
vaxtahækkunum. „yið lítum
bara faglega á þetta. Ég get full-
yrt að það verður ekki tekin
ákvörðun um breytingu vaxta á
fundinum á fimmtudag. Við ætl-
um að bíða eftir framfærsluvísi-
tölunni, en undirbúa okkur samt
og hafa öll gögn til reiðu," sagði
hann.
Morgunblaðið/Alfons
Sverrir BA í Ólafsvíkurhöfn í gær. Gísli Marteinsson er á inn-
felldu myndinni.
Var ekki um annað að
ræða en að sigla áfram
- segir Gísli Marteinsson á Sverri BA,
eftir sjóhrakninga við Látrabjörg
„ÞEGAR ég kom í Látraröstina
var kominn haugasjór. Ég hafði
verið þar um stund þegar brot-
ið reið yfir. Þá var ekki um
annað að ræða en að halda
áfram og smáskjóta mér inn
með bjarginu," segir Gísli Mar-
teinsson, sjómaður, sem lenti í
miklum hrakningum við Látra-
bjarg á bátnum Sverri BA á
leið frá Tálknafirði til Ólafsvík-
ur á sunnudag.
Gísli missti allt talsamband við
trilluna Ingþór Helga, sem var í
samfloti með Sverri. Óhappið átti
sér stað um þijúleytið og var til-
kynningarskyldu og Slysavarna-
félaginu þegar í stað gert viðvart
og umfangsmikil leit hófst. Sverr-
ir kom svo fram í Ólafsvík um
kl. 21. Höfðu orðið miklar
skemmdir á tækjum í stýrishúsi
en Gísla sakaði ekki.
Sjá ennfremur á miðopnu.
Sambönd banka og sparisjóða:
Hægt að velja um óverð-
tryggð eða verðtryggð lán
banka og Samband íslenskra spari-
sjóða telja tímabært nú að stíga
nýtt skref að þessu marki. Þau
hafa beint þeim tilmælum til allra
banka og sparisjóða að frá og með
15. nóvember nk. muni þeir gefa
lántakendum kost á að velja á
milli þess hvort ný lán þeirra verði
verðtryggð eða óverðtryggð. Þetta
valfrelsi takmarkast þó við núgild-
andi lagareglur, sem banna val-
frelsi af þessu tagi á lánum til
skemmri tíma en 2ja ára. Því munu
bankar einungis geta boðið val-
frelsi.á lánum til 2ja ára eða lengri
tíma.
56 milljóna tap á Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar
SAMBAND íslenskra viðskipta-
banka og Samband íslenskra
sparisjóða hafa beint þeim til-
mælum til allra banka og spari-
sjóða að frá og með 15. nóvem-
ber muni þeir gefa lántakend-
um kost á að velja á milli þess
hvort ný lán þeirra verði verð-
tryggð eða óverðtryggð.
Sambönd viðskiptabanka og
sparisjóða hafa nýlega kynnt
Seðlabanka afstöðu sína til hug-
mynda um takmörkun eða afnáni
verðtryggingar. Jafnframt hefur
viðskiptaráðherra og forsætisráð-
herra verið gerð grein fyrir sjónar-
miðum innlánsstofnana. í fréttatil-
kynningu frá samböndunum kem-
ur fram að það er skoðun banka
og sparisjóða að ekki sé ástæða
til að takmarka frekar verðtrygg-
ingu fjárskuldbindinga.
„Verðtrygging spariíjár hefur
verið undirstaða þess stöðugleika
og trausts sem tekist hefur að
byggja upp á innlendum peninga-
markaði á síðustu árum. Verð-
trygging hefur eflt spamað í
landinu og jafnframt leitt til jafn-
ari greiðslubyrði lántakenda. Þeir
eiga nú einnig kost á mun lengri
lánum en áður tíðkaðist. Með aukn-.
um stöðugleika í peninga- og verð-
lagsmálum, samfara frelsi í vaxta-
málum og gjaldeyrisviðskiptum,
munu smám saman skapast þau
skilyrði að verðtrygging verði talin
óþörf. Það á að ákvarðast og vera
mat sparenda og lántakenda en
ekki stjómvalda," segir í fréttatil-
kynningu samtaka banka og spari-
sjóða.
Samband íslenskra viðskipta-
HALLI á rekstri Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar nam rúmum
56,3 milljónum króna á fyrstu sjö
mánuðum ársins, að því er fram
kemur í skýrslu Jóns Baldvins
Hannibalssonar utanríkisráð-
herra til Alþingis en hún var lögð
fram á Alþingi í gær. Utanríkis-
ráðuneytið vinnur nú í samvinnu
við fjármálaráðuneytið að lausn
fjárhagsvanda flugstöðvarinnar.
Á tímabilinu námu heildartekjur
flugstöðvarinnar um 196,3 milljón-
um króna en rekstrargjöld voru
252,7 milljónir, þar af var vaxta-
kostnaður 186,2 milljónir króna.
Uppsafnaður greiðsluhalli flug-
stöðvarinnar nemur alls 226,3 millj-
ónum króna miðað við 31. júlí
síðastliðinn en árið 1989 var hallinn
108,2 milljónir og 61,7 milljónir
töpuðust 1988.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi
1990 er gert ráð fyrir að tekjur
vegna millilandaflugs á Keflavíkur-
flugvelli nemi rúmlega 1,1 milljarði
króna og þar af renni 30% til flug-
stöðvarinnar en 12% til reksturs
flugvallarins og 50% í ríkissjóð.
Fasteignaskattur til Miðneshrepps
vegna flugstöðvarinnar nemur á
þessu ári 21,9 milljónum króna en
í skýrslu utanríkisráðherra segir að
slík gjaldtaka tíðkist ekki varðandi
flugstöðvar í eigu ríkisins annars
staðar á Norðurlöndum.
Búið að salta í
38.600 tunnur
SALTAÐ hafði verið í 38.600
tunnur á mánudagsmorgun en
búið var að salta í um 56.800
tunnur á sama tíma í fyrra.
Sfldarútvegsnefnd hefur gert
samninga um sölu á 67-68 þúsund
tunnum til Svíþjóðar, Finnlands,
Danmerkur, Bandaríkjanna og
Kanada á þessari vertíð.
Sfldveiðar hafa gengið vel undan-
farið. Blönduð síld hefur fengist við
Hrollaugseyjar en stærri við Hvann-
ey. Þá fékk Skinney SF stóra síld
í Mjóafirði aðfaranótt sunnudags.