Morgunblaðið - 06.11.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.11.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1990 9 Hugheilar hjartans þakkir til ykkar allra, barna minna, skyldmenna, vina, gamalla félaga í skóla og starfi og velunnara, sem glöddu mig meö heimsóknum, skeytum, kveðjum, góðum gjöfum og fögrum blómum á áttatíu ára af- mœli mínu. Hjartanlegar kveðjur. Gœfan geymi ykkur öll. Bogi Ólafsson. KOSNINGASTOÐ LILJU Sunnuflöt 9, Garðabæ Opin virka daga frá kl. 11.00 til 19.00 og um helgar frá kl. 13.00 til 17.00 Síman 91-656100 00 91-657634 Verið velkomin. Prófkiðr Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi Lilju í öruggt sæti Ný kynslóð Háþrýsti- hreinsitækja Bjartsýnis- maður Aftenposten segir, að John Naisbitt sé bjart- sýnn um þróun mála á næstu tíu árum. Vel- gengni hans hafi breytt honum í einskonar „guru“ og slíkir menn hafi oft tækifæri til að njóla lífsins, hann fái til dæmis 250.000 norskar krónur (um 2,5 milljónir ÍSK) fyrir erindi sem hami flytji á vegum norskra atvinnurekenda. í samtali við norska blað- ið spyr Naisbitt blaða- manninn, hvernig menn geti komist hjá því að vera bjartsýnir, þegar lit- ið sé á þróunina um heim allan? Nefnir hann þar til dæmis breytingamar í Austur-Evrópu, þar sem þjóðimar séu að kasta af sér oki einræðis og taka upp lýðræðislega sljómarhætti. Nú á tímum séu langtum fleiri góðar fréttir í heiminum en slæmar, Hann segir lúns vegar að blaðamenn hafi til- hneigingu til að draga fremur fram . slæmu fréttimar en hinar góðu. Ef menn einblíni ætið á hið neikvæða verði þeir smám saman kaldhæðnir og stundi vinnu sína á þeim forsendum að það séu einungis slæmar fréttir, sem séu þess virði að vekja á þeim athygli. Þess vegna segist Nais- bht oft eiga undir högg að sælqa hjá blaðamöim- um. Hann er spurður að því, hvernig haim geti réttlætt að taka jafn háa fjárhæð og hér hefur verið nefnd fyrir einn fyrirlestur. Haim segir, að eftirspum ráði verð- lagningunni. Þar séu markaðsöflin einfaldlega að verki og það verði að spyrja þau, hvort hann og hugmyndir hans séu í rami jafn mikils virði og tölumar sýni. Um bækur sínar segir Naisbitt, að fólk kaupi þær af því að það viti fyrirfram, hvað standi í John Naisbitt. Hann fær tvær og hálfa milljón íslenskra króna fyrir að flytja fyrirlestur í Osló. Litið á meginstrauma John Naisbitt er Bandaríkjamaður, sem hefur sérhæft sig í því að rýna í sam- tíðina með það fyrir augum að segja fyr- ir um framtíðina. Hefur hann meðal ann- ars gefið út tvær bækur með niðurstöð- um rannsókna sinna. Kom hin fyrri Mega- trends út 1982 og þar greindi hann tíu meginstrauma, sem hann taldi að setja myndu svip á níunda áratuginn. Hin síðari Megatrends 2000 kom út fyrir skömmu. í þessari viku er Naisbitt í Osló og flytur þar fyrirlestur. Af því tilefni var rætt við hann í Aftenposten og er vitnað til þess samtals í Staksteinum í dag. þeim. Það þekki eigin skoðanir og sjálft sig í þeim meginstraumum sem hann lýsi. Hann seg- ist kanna umhverfí sitt eins og það sé á líðandi stundu og leita að því sem hann tejji að setji svip á framtíðina. Hann hafi þörf fyrir að skýra öðrum frá því sem hami sjai og þess vegna bjóði hann almcnningi að kynnast heimssýn sinni á abnennum markaði og það sé undir hveijum og einum komið, hvort hann hafi áhuga á að kaupa hana i bók. Hiðsmáa dafnar John Naisbitt leggur áherslu á, að menn þurfi ekki að vera búnir nein- um yfimáttúrlegum hæfileikum til að vinna eins og hann. I fyrstu þurfi menn að afla sér upplýsinga um samtiðina og síðan skilgreina þær með framtíðina í huga. Blaðamaður spyr, hvers vegna samkeppni sé ekki meiri á þessu svið úr því starfið sé svona einfalt. Naisbitt segir að flestir séu svo bundnir for- tíðinni, að þeir átti sig ekki á því sem gerist umhverfis þá í sam- tiðinni. Það sé síður en svo auðvelt að skilgreina samtiðina og geta sér til um framhaldið. Blaðið segir, að Naisbitt sé ekki hinn eini sem leggi fram- tíðarfræði fyrir sig en munurinn á honum og öðrum sé einna helstur sá, að liann leiði hið nei- kvæða og heimsslita- kenningar hjá sér og bjartsýnin sé líklega helsta viðskiptaleyndar- mál hans. Hann segist sjá óteljandi tækifæri í þeim breytingum sem séu að gerast. Nú blasi við al- heimsefnahagsheild, sem eigi eftir að nýtast öllum til hagvaxtar, einnig Norðmönnum. Hann er spurður um hveiju hann vUji helst koma á fram- færi við norska atvinnu- rekendur. Naisbitt svarar með því að segja, að þjóðir eða fyrirtæki þurfi ekki að vera stór til að þeim vegni vel. Það sé ekki stærð fyrirtækja, sem ráði úrslitum um afkomu þeirra heldur hvort þau ráði yfir hæfu starfs- fólki. Lítið norskt fýrir- tæki geti látið að sér kveða í alheimsviðskipt- um, ef það ráði yfir nógu góðu vinnuafli. I atvinnu- rekstri verði menn að leggja mesta rækt við að tryggja sér gott starfslið og sjá til þess að það fái tækifæri til að menntast og þroskast með hliðsjón af verkefnunum. Þetta muni ráða mestu um af- komu fyrirtækja á næstu árum. Þegar Aftenposten leitar álits Naisbitts á deilunum um Evrópu- bandalagið í Noregi segir hann, að bandalagið sé aðeins eitt skref á leið- inni til alheimsmarkaðar. Deilur um það hafi að- eins fræðilegt gildi, því bandalagið verði ekki evrópskt virki sem standi andspænis öðrum heims- hlutum. Evrópubúar verði að horfast í augu við þá staðreynd, að markaður þeirra dragist saman, vaxtarbroddur- inn sé í Asíulöndum, þar sem neytendum íjölgi um 80 milijónir fram til árs- ins 2000. Skeifan 3h - Sími 82670 SJOÐSBREF 4 9 % raunávóxtun síðustu 3 mánuði Á þessu ári hefur gengi hlutabréfa hækkað mikið. Það skilar sér ekki aðeins til eigenda hliitabréfa heldur líka til þeirra sem eiga Sjóðsbréf 4 hjá VIB. Sjóðurinn á nú hlut í 15 almenningshlutafélögum og var ávöxtun hans síðustu þrjá mánuði 9% yfir hækkun lánskjara- „ vísitölu m.v. ársgrundvöll. Haldi hlutabréfaverð áfram að hækka má búast við góðri ávöxtun Sjóðsbréfa 4. Verið velkomin í VIB. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐURÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.