Morgunblaðið - 06.11.1990, Side 31

Morgunblaðið - 06.11.1990, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NOVEMBER 1990 31 FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 6. nóvember. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur Þorskur (ósl.) 97,00 83,00 85,00 3,667 315.225 Þorskur (smár) 89,00 89,00 89,00 . 1,419 126.291 Þorskursl. 115,00 85,00 101,88 68,722 7.001.099 Ýsa 98,00 45,00 83,91 19.217 1.612.479 Ýsa (ósl.) 85,00 50,00 69,47 23,259 1.615.787 Karfi 83,00 47,00 47,79 0,631 30.155 Ufsi 59,00 37,00 51,02 26,050 1.329.059 Steinbítur 65,00 65,00 65,00 0,961 62.465 Hnísa 53,00 53,00 53,00 0,025 30.155 Langa 78,00 60,00 72,35 9,315 673.905 Lúða 390,00 300,00 349,65 1,502 525.180 Skarkoli 127,00 127,00 127,00 0,066 8.382 Keila 39,00 29,00 36,26 2,563 92.937 Skata 75,00 75,00 75,00 0,081 6.075 Lýsa 36,00 20,00 30,58 4,573 139.830 Kinnar 305,00 150,00 234,18 0,049 11.475 Gellur 405,00 355,00 385,74 0,024 9.412 Blandað 92,00 40,00 54,70 1,662 90.911 Undirmál 62,00 29,00 43,46 1,665 72.364 Samtals - 405,00 20,00 82,95 165,452 13.724.357 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 110,00 50,00 84,83 15,282 1.296.305 Ýsa 96,00 50,00 78,73 22,955 1.807.141 Karfi 49,00 5,00 45,23 20,672 935.128 Ufsi 57,00 21,00 39,90 2,464 98.313 Steinbítur 76,00 64,00 73,10 0,412 30.118 Langa 66,00 29,00 52,15 2,259 117.799 Blá & langa 69,00 69,00 69,00 0,753 51.957 Lúða 570,00 220,00 319,74 0,409 130.773 Koli 89,00 28,00 30,73 0,268 8.236 Keila 31,00 20,00 22,70 4,731 107.383 Tindaskata 5,00 5,00 5,00 0,090 450 Skata 93,00 50,00 90,61 0,036 3.262 Skötuselur 395,00 140,00 225,60 0,042 9.588 Lýsa 20,00 20,00 20,00 ■ 0,036 720 Gellur 276,00 276,00 276,00 0,025 6.900 Lax 166,00 150,00 155,26 0,143 22.202 Blandaö 25,00 15,00 23,81 0,218 5.190 Undirmál 31,00 31,00 31,00 0,016 496 Samtals 65,41 70,812 4.631.961 Selt var úr dagróðrabátum og Sveini Jónssyni. Á morgun verður selt úr dagróðrabátum og jafnvel Sveini Jónssyni. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - YTRA SKIPASÖLUR i Bretlandi 2. nóvember. Hæstaverð Lægstaverð Meðalverð Magn Heildar- (kr.) (kr.) (kr.) (lestir) verð (kr.) Þorskur 158,91 199,235 31.661.337 Ýsa 156,08 24,710 3.856.781 Ufsi 74,96 8,380 628.188 Karfi 63,19 0,445 28.117 Koli 109,66 0,430 47.154 Grálúða 139,41 18,420 2.567.915 Blandað 97,04 3.694 358.515 Samtals 153,33 255,314 39.148.011 Selt var úr Hafnarey SU 110 29.10. í Hull, Otto Wathne NS 90 1 .11 í Grimsby og Sólbergi ÓF 13 2. 11. í Grimsby. GÁMASÖLUR í Bretlandi 29. okt. til 2. nóv. Þorskur 164,26 354,667 58.256.746 Ýsa 150,69 413,771 62.351.273 Ufsi 71,87 41,250 2.964.648 Karfi 70,80 26.785 1.896.308 Koli 109,98 349,123 38.378.710 Grálúða 141,44 30.550 4.320.912 Blandað 120,60 176.033 21.228.851 Samtals 135,97 1,392.180 189.301.308 SKIPASÖLUR í Þýskalandi 2. nóvember Þorskur 116,45 2,110 245.714 Ýsa 137,40 1,648' 226.436 Ufsi 102,59 88.113 36.325.526 Karfi 97,69 371,831 36.325.526 Grálúða 117,71 15,233 1.793.051 Blandð 52,65 512,728 1.779.125 Samtals 96,37 512,728 49.409.674 Ögri RE 72 seldi þann 29.10. i Bremerhaven, Hólmanes SU 1 seldi þann 31.10. í Bremerhaven, Klakkur VE 103 seldi þann 2.11. í Bremerhaven. Olíuverö á Rotterdam-markaði, síöustu tíu vikur, 24. ág. - 2. nóv., dollarar hvert tonn GASOLÍA 425 400 375 350 3U/7 -306 325 3uu r \ ■L V r 225 200 175 150 •i 1—I 1-4- 24.Á 31. 7.S 14. 21 1 1 1— . 28. 5.0 12. 19. -4—I 26. 2.N Stj órnmálaályktun flokksráðs- og formannaráðstefnu Sjálfstæðisflokksins: Boðaðar skattahækk- anir verði stöðvaðar og stefnt að lækkun skatta FLOKKSRÁÐS- og formanna ráðstefna Sjálfstæðisflokksins, sem haldin var í Reykjavík 2.-3. nóvember, samþykkti eftirfar- andi stjórnmálaályktun: I Undanfarin misseri hafa ferskir frelsisvindar blásið um löndin í okk- ar heimshluta. Sósíalisminn hefur hrunið í Austur-Evrópu og við blas- ir hugsjónalegt gjaldþrot þeirra sem trúað hafa á ríkisforsjá og miðstýr- ingu. í Vestur-Evrópu er nú verið að stíga söguleg skref í átt til meiri samvinnu í efnahags- og stjórnmál- uni en nokkurn tíma hefur áður þekkst undir merkjum aukins frjáls- ræðis. II Á sama tíma situr á Islandi aftur- haldssöm vinstri stjórn sem byggir stefnu sína á því að auka miðstýr- ingu og herða á ríkisafskiptum. Afleiðingin er sú að hér ríkir stöðn- un, hagvöxtur er nánast enginn og kaupmáttur launa hefur hrapað. Nýtt met hefur verið sett í söfnun erlendra skulda, skattar hafa stór- hækkað en þó er mikill halli á ríkis- sjóði og við blasir að í náinni framtíð þarf að glíma við gífurlegan vanda í ríkisfjármálum. Atvinnuleysi er DAGBÓK Frá Dagbókarsíðu. KROSSGÁTA 1 2 3 4 W m 6 7 9 8 - g 11 13 ■ 15 16 17 LÁRÉTT: — 1 steggir, 5 drykkur, 6 klúran, 9 mergð, 10 rómversk tala, 11 ósamstæðir, 12 kjaftur, 13 mannsnafns, 15 svifdýr, 17 hins. LÓÐRÉTT: — 1 sturlaða, 2 mikill, 3 vatnajurt, 4 drykkjurúturinn, 7 skrifaði, 8 fæði, 12 vegur, 14 happ, 16 rykkom. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT:— 1 græt, 5 týna, 6 rits, 7 hr., 8 agnar, 11 ró, 12 tág, 14 ónot, 16 safinn. LÓÐRÉTT: — 1 garðarós, 2 ættin, 3 Týs, 4 gaur, 7 hrá, 9 góna, 10 atti, 13 gin, 15 of. SKIPIM___________________ REYKAJ VÍKURHÖFN: Á sunnudag kom Hekla úr strandferð og togarinn Eng- ey kom inn til löndunar. í gær kom Kyndill af ströndinni og Askja úr strandferð. Laxfoss og Hvassafell voru væntan- leg. Togarinn Ögri hélt til veiða. Norskur togari kom til að taka vistir og hann fór út aftur í gær. Þá kom rússneskt olíuskip með svartolíufarm. H AFN ARF J ARÐ ARHÖFN: Togarinn Ýmir fór til veiða um helgina og í gær kom togarinn Hjalteyrin inn til löndunar. Grænl. togari, Nokasa, kom til að landa rækjuafla og í gær var súráls- flutningaskip væntanlegt, eftir að hafa tafist í hafi. meira en áður hefur tíðkast. Verð- bólgan hefur að vísu komist á skap- legt stig en það er því að þakka að aðilar vinnumarkaðarins tóku völdin af ríkisstjórninni og lögðu nýjan grunn að kjaramálum með þjóðar- sátt. Ríkisstjórnin er sundurþykk og getur ekki tekið ákvarðanir í stærstu málum. Má þar nefna bygg- ingu nýs álvers og afstöðuna til Evrópubandalagsins. Mjög alvarleg- ur er sá mikli siðferðisbrestur sem birst hefur hjá þessari ríkisstjórn í því að orð standa ekki, samningar eru ekki virtir, niðurstaða dómstóla hundsuð og sett eru afturvirk lög. Slíkri framkomu fylgir trúnaðar- brestur við fólkið í landinu og dreg- ur stjórnmálin niður á lægra svið. Þrátt fyrir það stefnir þessi ríkis- stjórn að því leynt og ljóst að fá endurnýjað umboð sitt í næstu kosn- ingum þannig að hún geti áfram setið næsta kjörtímabil. III Sjálfstæðisflokkurinn hefur mik- inn byr og á hann er treyst til að taka til hendi í íslensku þjóðfélagi. Örfá viðfangsefni skulu hér nefnd: 1. Lyfta þarf íslandi úr fari stöðnunar inn á braut framfara og bættra lífskjara. Auka verður tekju- myndun í þjóðfélaginu, atvinnulífið fái skilyrði til að safna og ný fyrir- tæki að komast á fót. Varanlegt jafnvægi í efnahagsmálum er for- senda framfara. Auka þarf frjáls- lyndi og draga úr ríkisafskiptum. Stöðva verður útþenslu hins opin- bera, koma í veg fyrir boðaðar skattahækkanir og stefna að lækk- un skatta. 2. Stærsta verkefni okkar á sviði utanríkismála er afstaðan til Evr- ópubandalagsins. Það mál hefur verið tekið lausatökum af núverandi ríkisstjórn. í viðræðum okkar við Evrópubandalagið þarf að tryggja að eftirfarandi skilyrði verði upp- fyllt: Hindrunarlaus aðgangur sjáv- arafurða íslendinga á Evrópumark- að. Sömu meginreglur um stjórn efnahagsmála ríki hér og annars staðar í Evrópu. Full og óskorðuð yfirráð Islendinga yfir fiskveiðilög- sögunni. Ótvíræður eignaréttur á auðlindum okkar til lands og sjávar. Tengsl okkar við Evrópubandalagið hljóta að mótast af því hvernig við getum best tryggt ofangreind skil- yrði og þarf að sækja fram á öllum vígstöðvum til að svo megi takast. 3. Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil barist fyrir nýtingu orku- linda okkar með samvinnu við er- lenda aðila um uppbyggingu orku- freks iðnaðar. Sjálfstæðisflokkurinn styður fyrirhugaða byggingu álvers, enda náist viðunandi samningar um alla þætti málsins. Harma ber að óeining um málið innan ríkisstjórn- arinnar stefni þessu mikla hags- munamáli í hættu. 4. Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikla áherslu á að íslensk tunga og íslenskur menningararfur er for- senda tilveru íslensku þjóðarinnar. í skólamálum er mikið starf óunnið. Stórbæta þarf grunnskólann og að- laga hann breyttum fjölskylduliátt- um. Fjölbreyttir menntunarkostir í framhaldsskóla og háskóla ásamt með aukinni rannsóknarstarfsemi er forsenda bættra lífskjara í framt- íðinni. 5. Sjálfstæðisflokkurinn ítrekar þá stefnu sína að efla atvinnu- og þjónustuhéruð á landsbyggðinni, m.a. með því að flytja opinberar stofnanir frá höfuðborgarsvæðinu, efla menningu og listir á lands- byggðinni og styrkja samgöngur. Enn ríkari ástæða er til að fram- fylgja þeirri stefnu ef álver rís á Reykjanesi. Hér hafa aðeins verið nefnd örfá mikilvæg viðfangsefni, en Sjálf- stæðisflokknum er best treystandi til að hafa forystu um lausn þeirra. IV Á þessum vetri mun þjóðmála- umræðan einkennast af því að skammt er tii kosninga. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur þegar hafið undir- búning baráttunnar,- meðal annars með því að unnið er að framboðslist- um í öllum kjördæmum. Landsfund- ur flokksins verður síðan haldinn í mars til að ljúka stefnumótun og marka upphaf að lokaspretti kosn- ingabaráttunnar. I kosningunum á þjóðin um skýra kosti að velja. Annars vegar áfram- haldandi vinstri stjórn ríkisafskipta og miðstýringar. Hins vegar frjáls- lynda og víðsýna stefnu Sjálfstæðis- flokksins sem byggir á trausti á fólkinu sjálfu og felst í því að auka frelsi þess og sjálfstæði til athafna í atvinnulífi og menningarlífi. Hólar í Hjaltadal: Námstefna NÁMSTEFNA um rannsóknir, nýtingu og eldi á bleikju hér lendis verður haldin á Hólum í Hjaltadal þann 10. nóvember næstkomandi. Hólaskóli, Veiði- málastofnun á Hólum og Hólalax hf. standa að námstefnunni en þessar stofnanir hafa náið sam- starf um margskonar rannsóknir á bleikju. Á námstefnunni mun Tumi Tóm- asson, Veiðimálastofnun á Hólum, segja frá rannsóknum um nýtingu á bleikju í stöðuvötnum; Einar Sva- varsson, Hólalaxi hf, greinir frá niðurstöðum úr eldistilraun á mis- munandi stofnum bleikju sem miðar að því að fínna hentugan stofn til eldis; Sigurður S. Snorrason, Líffræðistofnun Háskólans, kynnir rannsóknir á bleikjunni í Þingvalla- vatni; Skúli Skúlason, Hólaskóla, greinir frá niðurstöðum eldistil- rauna á ólíkum bleikjuafbrigðum; Hilmar J. Malmquist, Líffræðistofn- un Háskólans, segir frá athugunum um bleikju á fæðuatferli villtrar bleikju í til- raunabúrum og Hrefna Sigurjóns- dóttir, Kennaraháskóla Islands, segir frá rannsóknum á kynatferli villtrar bleikju og sýnir kvikmynd um þetta atferli sem hún og Karl Gunnarsson, Hafrannsóknastofnun, hafa unnið að. Námsstefnan hefst klukkan 12.30 og eru allir velkomnir, segir í frétt frá Hólaskóla. Leiðrétting Missagt var í grein minni í Mbl. 3. nóvember sl. „Hver stjórnar heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu“ að fréttamaður á.Stöð 2 hafi verið kosningastjóri Finns Ingólfs- sonar. Ég bið hlutaðeigandi forláts á þessum ummælum. Guðmundur Hallgrímsson, lyfjafræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.