Morgunblaðið - 06.11.1990, Side 20

Morgunblaðið - 06.11.1990, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1990 Nokkur orð um gerð námsgagna o g dreifingu þeirra til gunnskóla eftirÁsgeir Guðmundsson Að undnfömu hefur all mikið verið skrifað um framboð á náms- efni og kostnað við gerð þess. Námsgagnastofnunar hefur nokk- uð verið getið í þessum greinum, m.a. í grein Heimis Pálssonar (HP) í Morgunblaðinu 6. október sl., þar sem hann svarar Svanhildi Kaaber formanni Kennarasambands ís- lands og í grein Gylfa Pálssonar (GP) 14. október sl. í sama blaði. Vegna ýmissa spurninga sem fram koma í grein Heimis og hugleiðinga í grein Gylfa um starfsemi Náms- gagnastofnunar sem í sumum til- vikum eru villandi leyfi ég mér að benda á nokkur atriði til upplýsinga fyrir þá og aðra áhugasama lesend- ur. Fjölbreytni í útgáfu námsefnis Á undanförnum árum hefur Námsgagnastofnun leitast við að fjölga þeim náms- og kennslugögn- um sem úthlutað er ókeypis til skól- anna. Er þetta gert m.a. til að koma til móts við breytingar á skólastarfi og stöðugt auknar kröf- ur um fjölbreytt námsefni. Náms- efni í dag er annað og meira en bókin ein og gefur stofnuni út auk námsbóka kennsluleiðbeiningar, handbækur, hljómbönd, myndbönd, veggspjöld, tölvuforrit, skyggnur, kort, glærur, námspil og ýmis kon- ar sérkennslugögn. Framleiðsla - dreifing - kostnaður Á síðustu árum hefur Náms- gagnastofnun afgreitt til skólanna u.þ.b. 600 þúsund eintök á ári af ýmis konar námsgögnum, til eignar eða afnota fyrir nemendur og kenn- ara. Miðað við fjárveitingar sl. árs, en í þeim felst allur rekstur stofn- unarinnar, þar með talinn launa- kostnaður, útgáfa og rekstur Fræðslumyndadeildar og Kennslu- miðstöðvar, var meðalverð þessa efnis kr. 300 á eintak. Það er mis- skilningur hjá HP að allir titlar stofnunarinnar séu gefnir út í stór- um upplögum. Árið 1989 gaf stofn- unin alls út um 300 titla. Af þeim voru um 60 gefnir út í meira en 3.000 eintökum, og um 130 titlar í færri en 800 eintökum. Það er einnig misskilningur hjá HP að allt þetta efni „sé selt í einu“. í fyrsta lagi selur stofnunin mjög lítið af námsgögnum til skólanna og í öðru lagi eru færri en 30 titlar þar sem allt upplagið er afgreitt til skólanna á einu ári. Um kvóta Næstum allt útgáfuefni Náms- gagnastofnunar er nú afgreitt ókeypis til skólanna eftir ákveðnu kvótakerfí. Kvótinn miðast við nemendafjölda skólanna, það fjár- magn sem stofnunin fær til fram- leiðslu, og það námsefni sem í boði er. Fjárveitingar stofnunarinnar breytast jafnóðum í námsefni sam- kvæmt áætlunum sem gerðar eru til lengri eða skemmri tíma. Stofn- unin hefur því ekki fjármagn til úthlutunar heldur vörur sem hún framleiðir og úthlutar ókeypis. Það er því misskilningur hjá GP að Námsgagnastofnun geti úthlutað fé til að kaupa námsefni frá öðrum útgefendum. Það verkefni hefur henni aldrei verið ætlað. Vegna orða hans um að skólar fái ekki að njóta ráðdeildar sinnar (GP) er óhætt að fullyrða að aukin fjölbreytni í framboði á námsgögn- um er ekki minnst að þakka góðri meðferð skólanna og þar með betri nýtingu á námsgögnum. Þetta kemur öllu skólastarfi til góða. Eigin framleiðsla og aðkeypt efni Á útgáfuáætlun stofnunarinnar eru miklu fleiri verkefni en stofnun- in getur sinnt og liggja fyrir áætl- anir margra starfshópa um nýtt námsefni. Þegar stofnunin kaupir námsefni frá öðrum aðilum minnk- ar fjármagn hennar til eigin fram- leiðslu sem því nemur. Þrátt fyrir það hefur stofnunin ætlað íjármagn á hveiju ári til kaupa á efni frá öðrum útgefendum, innlendum og erlendum, aðallega vegna kennslu í efstu bekkjum grunnskóla. Stöð- ugt er reynt að koma til móts við sér óskir skólanna um aðkeypt efni en fjárveitingar hafa því miður verið það knappar að ekki hefur verið hægt að sinna kaupum á slíku efni sem skyldi. Faglegt mat á námsefni Margir starfshópar hafa verið að störfum hjá Námsgagnastofnun á undanförnum árum til að gera úttekt og áætlanir um námsefni í einstökum greinum. Meginregla stofnunarinnar er sú að kennarar, námstjórar og aðrir sérfræðingar eru fengnir til að lesa yfir og meta handrit. Eflaust má í sumum tilvik- um betur gera. Þótt HP þekki dæmi um ónógan yfirlestur er mér nær að halda að fagleg skoðun á námsefni stofnunarinnar sé meiri en almennt gerist hjá öðrum. Til þess að stuðla að þróun í námsefn- isgerð og til að koma til móts við óskir kennara sem breyta vilja kennsluháttum þarf stofnunin að taka nokkra áhættu í útgáfu. Þar mega hagkvæmnikröfur (HP) ekki ráða alfarið þótt skynsamlegt væri. Af þeim tæplega 800 nýjum titlum Ásgeir Guðmundsson „Oft hefur verið reynt að vekja athygli al- mennings á starfsemi Námsgagnastofnunar og er vel að málefni hennar séu til umræðu. Ekki sakar samt að kynna sér starfsemina áður en fjallað er um hana opinberlega til að forðast að gefa lesend- um rangar hugmynd- ir.“ sem Námsgagnastofnun hefur gef- ið út á síðasta áratug eru þó nokkr- ir sem mætti flokka undir áhættu- útgáfu. Námsefnisframboð Eins og sagt var hér að framan hefur framboð Námsgagnastofn- unar á námsefni stóraukist á síðasta áratug. Þrátt fyrir það verð- ur trúlega aldrei hægt að sinna öllum óskum kennara í þeim efnum. Áherslur í skólastarfi breytast, nýir námsþættir bætast við og sinna þarf sérstökum verkefnum í ljósi breytinga í þjóðlífi o.s.frv. Erlendis kvarta kennarar undan takmörkuðu námsefni, jafnvel lé- legu námsefni, og hafa þeir þó úr talsverðu að moða. Trúlega verður aldrei gert svo öllum líki í þessum gagna en þykja sjálfsögð meðal milljónaþjóða. Auknar fjárveitingar Á síðasta ári starfaði á vegum menntamálaráðuneytisins nefnd sem skilaði skýrslu um stöðu Námsgagnastofnunar og framt- íðarþróun. Til að fullnægja lág- markskröfum samkvæmt Aðaln- ámskrá grunnskóla varðandi útg- áfu námsgagna taldi nefndin nauð- synlegt að auka verulega fjárveit- ingar til stofnunarinnar á næstu árum. Þessi áætlun hefur ekki gengið eftir og í frumvarpi til íjárlaga fyr- ir árið 1991 er ekki farið að tillög- um nefndarinnar um raunaukningu milli ára og ekki er heldur gert ráð fyrir fullri fjárveitingu vegna 6 ára nemenda sem nú eru orðnir skóla- skyldir. Lokaorð Oft hefur verið reynt að vekja athygli almennings á starfsemi Námsgagnastofnunar og er vel að málefni hennar séu til umræðu. Ekki sakar samt að kynna sér starfsemina áður en fjallað er um hana opinberlega til að forðast að gefa lesendum rangar hugmyndir. Þeir tveir heiðursmenn sem nefndir eru í þessari grein, sem og aðrir sem áhuga hafa, eru velkomnir að kynna sér starfsemi stofnunarinnar Tölvuleit og gaguasöfn eftir Ingibjörgu Árnadóttur Margir sem í Háskólabókasafn koma eiga það erindi að fá að láni bækur og tímarit. Oftar en ekki vita þeir hvaða bók eða hvaða tíma- rit þeir vilja lesa. Aðstoð við þessa notendur felst þá einfaldlega á því að athuga í skrám safnsins hvort viðkomandi rit eru til og fínna þau í hillu. Hins vegar fjölgar þeim not- endum sem vantar upplýsingar um eitthvert ákveðið efni og vita ekki hvar þeir geta borið niður til að finna það. Þeir eru oft búnir að leita í þeim gögnum sem safnið hefur upp á að bjdoða svo sem efnisflokk- aðri spjaldskrá safnsins og ýmsum bókfræðiritum án fullnægjandi árangurs. Erlend gagnasöfn Eitt af því sem Háskólabókasafn og nokkur önnur bókasöfn og stofn- anir á íslandi bjóða upp á í slíkum tilvikum er svokölluð tölvuleit. Hún felst í því að leitað er upplýsinga í erlendum gagnasöfnum (databa- ses), en í þessi söfn hefur verið færður íjöldi gagna um tiltekið efni sem síðan er hægt að leita í. Oft er þetta efni einnig gefíð út í prent- uðum formi í svokölluðum tilvísana- ritum eða á geisladiskum (CD- ROM). Háskólabókasafn hefur aðgang að nokkrum erlendum upplýsinga- miðstöðvum, sem hver um sig hafa mörg gagnasöfn um mismunandi efni innan sinna vébanda. Stærst þeirra er Dialog-kerfíð í Banda- ríkjunum, en innan þess er hægt að leita í mörg hundruð gagnasöfn- um. Einnig hefur Háskólabókasafn aðgang að kerfunum ESA/IRS á Ítalíu, DATASTAR í Sviss, MICKIBIC í Svíþjóð, QUESTEL í Frakklandi o.fl. Flokkar gagnasafna Gagnasöfnum má skipta í nokkra flokka eftir því hvers eðlis innihald þeirra er. Má þar nefna bókfræði- söfn þar sem vísað er til tímarits- greina, bóka, skýrslna og þess hátt- ar efnis, tölfræðisöfn sem veita ýmsar tölulegar upplýsingar, aðset- ursskrár sem hafa að geyma heimil- isföng fyrirtækja, stofnana og fé- laga. Einnig er þar að fínna ýmsar upplýsingar um framleiðendur, markaðsverð o.fl. Þá má nefna skrár um einkaleyfi og söfn sem í er texti heilla bóka og tímarita. Til þess að komast í samband við þessi gagnasöfn þarf tölvu, prentara, síma og mótald, sem er samskipta- tæki. Hvernig verður gagnasafn til? Til að skýra þetta nánar getum við hugsað okkur að einhveijir áðil- ar vilji koma á fót gagnasafni um fískveiðar og fískiðnað á íslandi síðastliðin 20 ár. Fyrst þarf að ákveða hvaða upplýsingar á að setja inn í safnið og hversu ítarlegar þær eiga að vera. Ef þetta á að vera bókfræðisafn eru upplýsingar um höfund greinanna, titil þeirra, hvaða ár þær hafi birst og í hvaða tímariti, færðar inn í safnið. Á sama hátt gætum við farið með bækur og skýrslur. Ef við viljum hafa upp- lýsingamar ítarlegri færum við einnig inn útdrátt úr efni grein- anna. Það geta verið 5-10 línur sem greina í grófum dráttum frá inni- haldi þeirra. Einnig er hægt að færa alla greinina inn í safnið. Síðan eru hverri grein gefín nokkur efnis- orð sem eru einkennandi fyrir hana. Notandi sem ætlar að fínna efni í safninu verður að þekkja þær skip- anir sem tölvan skilur því allt fer þetta fram eftir settum reglum. Hann sest fyrir framan tölvu sem hægt er að tengja við gagnasafnið og slær inn á lyklaborð hennar þau efnisorð sem honum fínnast lýsandi fyrir það efni sem hann er að leita að. Tölvan svarar með því að segja honum hversu margar greinar í gagnasafninu fjalli um þetta efni. Hann getur þá beðið hana að sýna á skjánum eða prenta hvaða grein- ar þetta eru. Með þær upplýsingar getur notandinn síðan farið á bóka- söfn eða stofnanir þar sem hann býst við að viðkomandi greinar séu til eða hægt sé að ítvega þær. Sem einfalt dæmi getum við hugsað okkur einhvem sem vantar greinar um pökkun á frystri rækju. Viðkomandi slær þá inn á tölvu eftirfarandi texta: Rækja og frysting og pökkun. Tölvan svarar: 1) 100 greinar. Það finnst notandanum of mikið enda vill hann ekki greinar um pökkun í kassa svo hann slær inn aftur: Rækja og frysting og pökkun ekki kassar. Tölvan svarar: 2) 70 greinar. Notandinn vill aðeins greinar sem skrifaðar hafa verið eftir 1985. Hann slær þá inn á tölvúna: Ár 1985:1990 og 2). Með því að velja 2) biður hann um að leitað sé í þeim 70 greinum sem búið var að velja að ártalinu 1985:1990. , - Tölvan svarar: 3) 10 greinar. Notandinn: Prenta allar Þá prentar prentarinn- allar þær „Tölvuleit í erlendum gagnasöfnum kosta peninga og því er mikil- væg^t að þeir sem vilja láta leita fyrir sig skilji hvernig tölvan vinnur og gangi ekki að því gefnu að tölvuleit sé eitthvert töfraorð sem leysi alla vanda.“ upplýsingar sem upphaflega vom settar inn í gagnasafnið um þessar 10 greinar. Kostir og gallar Það sem stundum vill gleymast við tölvuleit er að tölvan hugsar ekki og svarar nákvæmlega í sam- ræmi við þær upplýsingar sem hún hefur verið mötuð á. Tölvan veit t.d. ekki hvort þú vilt fá upplýsing- ar um efnahagsástand bænda eða sauðfjárrækt bænda ef þú slærð inn á tölvuna orðin fé og bændur. Tölvuleit í eriendum gagnasöfnum kosta peninga og því er mikilvægt að þeir sem vilja láta leita fyrir sig skilji hvernig tölvan vinnur og gangi ekki að því gefnu að tölvuleit sé eitthvert töfraorð sem leysi alla vanda. Hins vegar eru þær öflug tæki til upplýsingaleitar ef rétt er að farið. Áðalkostir slíkra leita em hraði og sveigjanleiki. Það tekur miklu styttri tíma að leita í gagna- safni en í prentaðri skrá og leitar- möguleikar em einnig fleiri. Hveijir eru notendur gagnasafna? Á síðastliðnu ári var leitað yfír 100 sinnum í erlendum gagnasöfn- um á vegum Háskólabóksafns. Flestar vom fyrir kennara, sérfræð- inga og nemendur Háskólans, en einnig fyrir stofnanir og einstakl- inga utan hans. Þegar em til nokk- ur gagnasöfn á Islandi, en bók- fræðisöfn eins og lýst hefur verið hér að framan em örfá og enn ekki almennur aðgangur að þeim. En nú em nokkur bókasöfn byrjuð eða eru að undirbúa skráningu eigin gagna í bókfræðisöfn þ. á m. Há- skólabókasafn. Því má á næstu ámm gera ráð fyrir að notendur bókasafna og upplýsingastöðva þurfí að tileinka sér þau grundvall- aratriði sem þarf til að geta sjálfír leitað í þeim gagnasöfnum sem boðið verður upp á í framtíðinni. Höfundtir er hókasafnsfræðingur ogstarfar viVJ upplýsingaþjóuustu og tölvuleit í Iláskólabókasafni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.