Morgunblaðið - 06.11.1990, Side 43

Morgunblaðið - 06.11.1990, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NOVEMBER 1990 43 Morgunblaðið/Sigrún Sigfúsdóttir Sigurlaug Haraldsdóttir við vinnu í nýju stofu.ini. Hveragerði: Hársnyrti- stofa Sillu er flutt Hveragerði. NÝLEGA flutti hársnyrtistofa Sillu í rúmgott húsnæði í Austur- mörk 2, en hún var um árabil í Heiðmörk 39. Eigandi stofunnar er Sigurlaug Haraldsdóttir hár- greiðslumeistari. Silla mun bjóða alla almenna hársnyrtiþjónustu og auk þess hefur hún á boðstólum frönsku snyrtivör- urnar Roc, Bouijors-naglalökk, Oroblu-sokkabuxur og Professional hársnyrtivörur og margt fleira. Silla er þekkt fyrir góða og vand- aða þjónustu. _ g. AF HVERJU EKKI? Kvikmyndir Amaldur Indriðason Af hverju endilega ég? („Why Me?“). Sýnd í Bíóhöllinni. Leikstjóri: Gene Quintano. Aðalhlutverk: Christopher Lambert, Christopher Lloyd, ' Kim Greist, Gregory Miller. Gamanmyndin Af hveiju endi- lega ég? segir frá tveimur inn- brotsþjófum sem ræna gim- steinabúð sama kvöldið og þang- að er kornið með þjóðartákn Tyrkja, stóran eðalstein, sem afhendast átti réttmætum eig- endum fyrr um daginn en var rænt af lýðræðishreyfingu Arm- ena eða einhveiju slíku. Þjófarn- ir taka steininn og upphefst þar með eltingaleikur sem í taka þátt Tyrkir, téð lýðræðishreyf- ing, CIA, lögreglan í Los Ange- les, FBI og stór, stór glæpaklíka í borginni. Allt er þetta skrautlegur lýður og sambland af hinum spaugile- gustu persónugerðum í mynd, 'sem er helber hringavitleysa en má hafa nokkurt gaman af ef kröfurnar eru ekki miklar, þökk sé ágætum leikarahóip, sérstak- lega aukaleikaranna og Chri- stopher Lloyd, sem leikur annan gimsteinaþjófinn á móti nafna sínum Lambert, er virðist full stífur fyrir þessa tegund af ærsi- aleik. Hann á reyndar að vera Bandaríkjamaður hér og það passar honum einhvern veginn ekki. s Það er varla alvarlegur stafur í handriti þeirra Donalds E. Westlakes, sem er kunnur glæp- asagnahöfundur vestra, og Leonards Maas, en fléttan sem þeir búa til er ekkert ný af nál- inni (minnir á aðra og betri glæp- akómedíu, „Into the Night“) og spaugið er fengið úr afkáraleg- um skopstælingum sem næstum tekst að hylja innihaldsleysið í sögunni. Sumt er yfirgengilegt, eins og skæruliðinn í lýðræðis- hreyfingunni, sem hneppir eigin ijölskyldu í gíslingu til að fá steininn, en annað er giska skop- legt eins og lögreglan í Los Ang- isdes, foringi glæpaklíkunnar, höfuðpaur Tyrkjanna og ger- samlega ónothæfir CIA-menn. Lloyd er bráðgóður í hvert.sinn sem hann birtist. Af hveiju myndin heitir Af hveiju endilega ég („Why Me?“) er hulin ráðgáta. BÚSÁHÖLD — GJAFAVÖRUR — LEIKFÖNG O.FL. PANTIÐ JÓLAVÖRURNAR NÚNA SÍÐUSTU MÓTTÖKUDAGAR JÓLAPANTANA 1N á !/> VILT ÞU KYNNAST STARFSEMI RAUÐA KROSSINS? Langar þig til að starfa fyrir Rauða krossinn, innanlands eða á alþjóðavettvangi? Kynningarnámskeið fyrir ungt og áhugasamt fólk verður haldið dagcina 8., 12., 14. og 17. nóvember nk. Dagskrá: 1. Ungmennastarf Rauða kross íslands. 2. Starfsemi Rauða kross íslands, innanlands og á alþjóðavettvangi. 3. Málefni flóttamanna. 4. Framtíðarverkefni. Námskeiðið hefst kl. 20.00 og stendur til kl. 22.30 fyrstu þrjú kvöldin og endar með helgardvöl fyrir utan borgina, frá laugcu-degi og fram á sunnudag. Námskeiðsstaður: Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Skráning og nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu ! Rauða kross íslands í síma 26722 (Ólafur). Ekkert þátttökugjald. Allt áhugafólk velkomið. Ungmennáhreyfing Rauða kross íslands Verð miðað við gengi 23.8.1990 PÖNTUNARSIMI52866. B0RÐ- ST0FUSKÁPA S0FASETT GAMLA KOMPANIIÐ KRISTJÁN SIGGEIRSS0N Hesthálsi 2 - 4 110 Reykjavík. Sími 91-672110 NÝRDAGUR SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.