Morgunblaðið - 07.11.1990, Síða 23

Morgunblaðið - 07.11.1990, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 'l«CðO 23 Ethel og Julius Rosenberg sem aðstoðuðu Sovétmenn við smíði kjarnorkusprengjunnar með njósnum og voru tekin af lífi í New York 1958. Khrústsjov lofar Rosenberg-hjónin í ÁÐUR óbirtum minningum Níkítá Khrústsjovs, leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins, sem bandaríska tímaritið TIME birti nýlega útdrátt úr, fer hann lofsamlegum orðum um Julius og Ethel Rosen- berg, bandarísku hjónin sem sökuð voru um að hafa aðstoðað Sovét- menn við smíði kjarnorkusprengjunnar. Þau voru fundin sek um njósnir og tekin af lífi í rafmagnsstól í New York 1953. Endurminn- ingar þessar voru varðveittar á segulböndum sem ættingjar Khrústsjovs höfðu geymt með leynd og ekki skýrt frá fyrr en á þessu ári. Er í ráði að gefa þær út í heild á bók. Kaflinn um Rosen- berg-hjónin fer hér á eftir: „Síðustu dagana fyrir dauða [Jó- sefs] Stalíns héldum við að Banda- ríkjamenn hygðu á innrás í Sov- étríkin. Þess vegna var öflugum loftvarnarbyssum komið fyrir um- hverfis Moskvu og þær mannaðar allan sólarhringinn. Fallbyssuskot- um var raðað allt í kring um byss- urnar. Stalín óttaðist árás auð- valdslandanna, fyrst og fremst Bandaríkjanna með sinn öfluga flugher og kjarnorkusprengjur. Við höfðum nýlega smíðað okkar fyrstu kjarnorkusprengju og áttum nokkrar slíkar. Kjarnorkuvísinda- menn okkar stóðu sig vel en ég skai deila með ykkur leyndarmáli; við fengum góða aðstoð frá fólki sem gerði okkur kleift að framleiða kjarnorku hraðar en við hefðum ella getað og hjálpuðu okkur við smíði fyrstu sprengjunnar. Þetta fólk varð að gjalda fyrir hugsjónir sínar og var hvorki út- sendarar eða njósnarar Sovétríkj- anna heldur hafði samúð með hug- myndafræði okkar. Það var fram- farasinnað og lét stjórnast af þeim áhuga eingöngu og fór ekki fram á greiðslur. Eg segi framfarasinnað af því ég held þau hafi ekki verið kommúnistar. Þau gerðu sem þau gátu til að hjálpa okkur við smíði kjarnorkusprengju til þess að við gætum staðið jafnfætis Banda- ríkjamönnum. Um það snerist mál- ið. Með þessu er ekki ætlunin að gera lítið úr afrekum okkar eigin vísindamanna. En það verður að taka aðstoð vina okkar með í reikn- inginn. Þeir liðu þjáningar, þeim var refsað. Nöfn þeirra eru kunn og þökk sé þeim að við skyldum geta smíðað kjamorkusprengju og staðið jafnfætis [Bandaríkjamönn- um]. Eg var í Stalín-klíkunni þegar hann skýrði okkur frá Rosenberg- hjónunum. Hann talaði um þau með hlýju. Ég get ekki skýrt frá aðstoð þeirra í smáatriðum en heyrði bæði á Stalín og Molotov, þáverandi utanríkisráðherra, að framlag þeirra hefði flýtt smíði kjarnorkusprengjunnar verulega. Með þessu vil ég heiðra minn- ingu þessara verðugu hjóna. Takið orð mín sem virðingar- og þakklæt- isvott til þeirra sem fórnuðu lífi sínu í þágu málstaðar Sovétríkj- anna á sama tíma og Bandaríkja- menn neyttu aflsmunar til þess að kúga okkur og grafa undan alræði öreiganna." Ráðabrugg pólskra kommúnista: Hugðust ræna Walesa Varsjá. Reuter. PÓLSKIR kommúnistar höfðu uppi áform um að láta ræna verkalýðs- hetjunni Lech Walesa er verkamenn í Gdansk lögðu niður störf árið 1980 til að leggja áherslu á þá kröfu sína að fá að stofna óháða verka- lýðslireyfíngu. Talsmaður pólska innanríkisráðu- neytisins greindi frá þessu í gær og fylgdi sögunni að áætlun þessi hefði verið ein af mörgum sem stjórnvöld létu vinna skömmu eftir að verkfallið skall á. Hugmyndin hefði verið sú að senda sérþjálfaðar fallhlífarsveitir til Gdansk í því skyni að ræna Wa- lesa og verkfallsnefndinni sem hann fór fyrir. Sagði talsmaðurinn að sér- stakur hópur manna hefði unnið að áætlun þessari og hefði öllum undir- búningi verið lokið 27. ágúst 1980. Áætlunin var hins vegar aldrei fram- kvæmd því fjórum dögum síðar féll- ust pólskir kommúnistar á kröfur verkfallsmanna. í septembermánuði undirrituðu síðan stjórnvöld og verk- fallsmenn samning er heimilaði stofnun Samstöðu, fyrsta fijálsa verkalýðsfélagsins austan Járn- tjaldsins. I desember 1981 sneru stjórnvöld hins vegar snögglega við blaðinu og bundu enda á starfsemi Samstöðu með herlögum. Sagði tals- maðurinn að þær aðgerðir allar hefðu verið fullmótaðar sex mánuðum áð- ur, í júní 1981, en þá var Wojciech Jaruzelski, leiðtogi pólskra kommún- ista. Jaruzelski hefur verið forseti Póllands frá því kommúnistar afsö- luðu sér einræði í pólsku samfélagi en ferli hans lýkur síðar í þessum mánuði er fram fara ftjálsar forseta- kosningar í landinu. Talsmaður innanríkisráðuneytis- ins greindi ennfremur frá því að ör- yggislögreglan pólska hefði hugsan- lega hlerað einkasamtöl Jóhannesar Páls páfa II er hann kom til Póllands 1979, 1983 og 1987. Alltjent hefði fundist lítill hljóðnemi í íbúð þeirri sem páfa var fengin í Jasna Gora- klaustri í suðurhluta Póllands í þau þrjú skipti sem hann hefur heimsótt föðurland sitt. Talsmaðurinn sagði að hljóðneminn hefði verið óvirkur þegar hann fannst og ógerlegt væri að segja til um hvenær hann hefði hætt að koma að tilætluðum notum. Sovétríkin: Lýðveldin verða ekki neydd í ríkjasambandið ■ segir talsmaður Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta Moskvu. Reuter. GRÍGORÍJ Revenko, ráðgjafi Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna, sagði í gær að sovésk stjórnvöld myndu ekki reyna að neyða sovésku lýðveldin finimtán til að undirrita samning um nýtt ríkjasamband, sem kveða mun á um breytt tengsl þeirra við Sovétstjórnina í fram- tíðinni. Hann bætti þó við að áætlun Gorbatsjovs um að koma á markaðshagkerfi kæmist ekki í framkvæmd nema öll lýðveldin undirrituðu samninginn. Sovéska stjórnin og leiðtogar flestra lýðveldanna hafa hafið við- ræður um samninginn en Gorb- atsjov vill að gengið verði frá honum fyrir lok ársins. Eystrasaltslöndin þijú taka ekki þátt í viðræðunum. Revenko ítrekaði þá afstöðu sov- éskra stjórnvalda að þau lýðveldi sem vildu segja skilið við Sovétríkin þyrftu að semja um það í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar. Margir telja hins vegar að slíkt skilyrði útiloki í raun úrsögn úr Sovétríkjunum. Revenko sagði að sovésk stjórn- völd myndu ekki grípa til neinna aðgerða til að koma í veg fyrir að lýðveldin lýstu yfir sjálfstæði. Hann kvað ekki koma til greina að „hlekkja lýðveldin í ríkjasamband“, slíkt kynni ekki góðri lukku að stýra. Hins vegar þyrftu öll lýðveld- in að undirrita samninginn til að hægt yrði að koma efnahagsáætl- unum Gorbatsjovs í framkvæmd. Stjórn Rússlands telur að áætlun Gorbatsjovs gangi ekki nógu langt og hefur boðað mun róttækari að- gerðir. „Ef Rússland undirritar ekki samninginn yrði varla um ríkjasam- band að ræða. Ég álít hins vegar að Rússum sé ekki stætt á öðru en að skrifa undir og að þeir átti sig á því,“ sagði Revenko. Hann kvaðst einnig telja að stjórn Níkolajs Ryzhkovs forsætis- ráðherra segði af sér eftir undirrit- un samningsins og ný stjórn yrði mynduð. Ungverjarí Evrópuráðið Catherine Lalumiere, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, óskar utanrík- isráðherra Ungveijalands, Geza Jeszensky, til hamingju með aðild landsins að Evrópuráðinu á fundi í Róm. Ungverjar eru fyrsta ný- fijálsa þjóðin í Austur-Evrópu til að hljóta fulla aðild að ráðinu sem lýðræðisríki álfunnar stofnuðu á sínum tíma. Við fögnum því að Sveinn Hjörtur Hjartarson gefur kost á sér til framboðs fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjaneskjördæmi í næstu al- þingiskosningum. Þingmaður Reykjaneskjördæmis þarf að kunna góð skil á þörfum þéttbýlis- ins í nágrenni Reykjavíkur og jafn- framt á höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar, sjávarútveginum. Sveinn Hjörtur sameinar þetta hvort tveggja og við hvetjum þig, kjósandi góður, til að tryggja honum þriðja sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjör- dæmi 10. nóvember nk. Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs Albert K. Sanders, fyrrv. bæjarstjóri, Njarðvík Þengill Oddsson, læknir, Mosfellsbæ Guðni Stefánsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs Stefanía Gunnarsdóttir, snyrtifræðingur, Garðabæ Hilmar Sigurðsson, bæjarfulltrúi, Mosfellsbæ Axel Axelsson, skipstjóri, Hafnarfirði Halldór Jónsson, form. fulltrúaráðs sjálfstæðisf. í Kó Guðrún Lárusdóttir, útgerðarmaður, Hafnarfirði Hlynur Guðjónsson, form. Týs, Kópavogi Birna Friðriksdóttir, bæjarf ulltrúi, Kópavogi Sigurjón Sigurðsson, læknir, Kópavogi Þórður S. Óskarsson, forstöðumaður, Seltjarnanesi Atli Dagbjartsson, barnalæknir, Kópavogi Arnór L. Pálsson, bæjarfulltrúi, Kópavogi Ævar Guðmundsson, framkvæmdastjóri, Seltjarnarnesi Jón Kr. Snæhólm, form. utanríkismálanef ndar SUS Þorsteinn Erlingsson, skipstjóri, Keflavík Hafsteinn Reykjalín, framkvæmdastjóri, Kópavogi Gunnar Benediktsson, húsasmiður, Mosfellsbæ >. Kristín Líndal, varabæjarfulltrúi, Kópavogi Halla Halldórsdóttir, form. sjálfstæðiskvennafél. Eddu, Guðrún Stella Gissurardóttir, nemi, Kópavogi Þorgerður Aðalsteinsdóttir, fyrrv. formaður Breiðabliks, Stefán H. Stefánsson, forstöðumaður, Kópavogi. Sigurður H. Guðmundsson, sóknarprestur, Hafnarfirði Kosningaskrifstofa Hamraborg 5, símar 41290 og 41244.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.