Morgunblaðið - 07.11.1990, Síða 47

Morgunblaðið - 07.11.1990, Síða 47
47 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MÍÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1990 KNATTSPYRNA Hovuard Kendall Kendall aftur til Everton Howard Kendall yfirgaf Man- chester City í gær og tók við stjóminni hjá Everton. Kendall var áður í fimm ár hjá félaginu og undir hans stjórn náði liðið glæstum ár- angri. Hann hélt til Bilbao á Spáni 1987, en fór aftur til Englands í mars og kom Manehester City á rétt- an kjöl. Colin Hai-vey var rekinn frá Ever- ton fyrir skömmu, en talað er um að hann verði aðstoðarmaður Kend- alls. Drög að samningum við leikmenn á borðinu STEFNT er að því aðleggja fram tillögur um félagaskipti leik- manna, samning milli leikmanna og félaga og afnám áhuga- mannareglna KSÍ á ársþinginu, sem ferfram um næstu mán- aðarmót. Störf milliþinganefndar um þessi mál voru kynnt á fundi með fulltrúum félaganna um helgina og kom fram vilji um að leggja tillögur nefndarinnar fram frekar en að fresta málinu um enn eitt ár. Asíðasta þingi var samþykkt veigamikil breyting á áhuga- mannareglum KSÍ þess efnis að greiða mætti leikmönnum fyrir afrek. í kjölfarið var skipuð fímm manna milliþinganefnd og henni gert að skila tillögum í formi reglugerðar fyrir næsta ársþing. Nefndin hefur starfað vel á árinu, safnað gögnum frá nágrannalönd- unum og sett saman drög að til- lögum. Hún boðaði til fundar með fulltrúum félaganna og var góður hljómgrunnur fyrir tillögunum. Staða hlutaðeigandi { drögum að tiliögu um reglu- gerð um stöðu' félaga og leik- manna er gengið út frá því að leikmenn verði áfram áhugamenn, en þeim sé heimilt að gera samn- inga við félög og taka við greiðsl- um innan þess ramma, sem reglu- gerðin kveður á um. Samninga má aðeins gera samkvæmt staðal- formi frá KSÍ, ekki má gera lengri en tveggja ára samninga og þeir faUa úr gildi við fall um deild. Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ á að halda utan um málin og skera úr deiiumálum. Drög að stöðluðum leikmanna- samningi liggja einnig fyrir, þar sem tekið er tillit til hagsmuna hlutaðeigandi, og er stuðst við ámóta form frá Danmörku og Svíþjóð. Félagaskipti Nefndin lagði einnig fram á fyrrnefndum fundi drög að ákvæðum um félagaskipti samn- ingsbundinna leikmanna innan- lands, en þar er gert ráð fyrir ákveðnum greiðslum milli félaga, sem byggjast á grunngjaldi og margfeldi af því, þó aldrei hærra en sem samsvarar sexföldu grunngjaldi. Gengið er út frá af- reksstuðli í fimm þrepum. Við röðun í þrep er aldur leikmanna hafður til hliðsjónar, annars vegar fjöldi landsleika alls og hins vegar undanfai'in tvö til fjögur ár eftir aldri, leikir í öðrum en a-landsliði og leikjafjöldi í 1. deild. { drögunum er gert ráð fyrir að samninga- og félagaskipta nefndin ákvarði þrep fyrir leik- mann, sem er ekki íslenskur ríkis- borgari eða varð það fyrir innan við fjórum árum, með hliðsjón af mati íslenskra leikmanna. Nefndin ræddi einnig félaga- skipti að sumarlagi og telur ástæðu til að liðka urn fyrir þeim fram að ákveðnum tíma, en loka síðan á þau fram til loka keppn- istímabils. Engir átthagafjötrar Á kynningarfundinum kom fram ánægja með tillögurnar. Bent var á að með þeim féllu gölluð plögg úr umferð, en félög hafa gert samninga við leikmenn, sem hafa að mati ýmissa bundið menn átthagafjötrum. Þá kom fram að félög, sem vilja gera samning við leikmenn, skapi sér vinnufrið og geti þar af leiðandi skipulagt starfið betur. Morgunblaðið/Júlíus Einar G. Sigurdsson hleypir af gegn FH í gærkvöldi. Hann gerði fimm mörk í leiknum. HANDKNATTLEIKUR FH-Selfoss 22:18 Kaplakriki, íslandsmótið, 1. deild — VÍS-keppnin — þriðjudag 6. nóvember 1990. Gangnr leiksins: 0:2, 1:3, 3:3, 6:6, 7:9, 8:10, 8:11, 9:11, 9:12, 14:12, 14:14, 16:14, 17:15, 19:17, 19:18, 22:18. Mörk FH: Guðjón Árnason 10, Óskar Helgason 4, Hálfdán Þóiðarson 3, Gunnar Beinteins- son 3, Pétur Petersen 2. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 11 (þar af 3 er knötturinn fór aftur til mótheija), Guðmundur Hrafnkelsson 3. Utan vallar: Engum vísáð útaf. Mörk Selfoss: Sigurður Þórðarson 5, Einar G. Sigurðsson 5/2, Siguijón Bjarnason 4, Gústaf Bjarnason 2, Stefán Halldórsson 1, Erlingur Klemenzson 1. Varin skot: Gísii Felix Bjamason 10/1 (þar af 1 er knötturinn fór aftur til mótheija). Utan vaiiar: 6 mínútur. Áhorfendur: Um 400. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. . Naumur FH-sigur á nýliðunum Selfyssingar komú íslandsmeisturum FH í opna skjöldu í Hafnarfirðinum í gærkvöldi — utan vallar sem innan. Leikmenn liðsins voru mjög frískir í fyrri hálfleik og höfðu forystu, 11:8, er gengið var til búningsklefa. Og frammi- staða áhangenda liðsins var ekki verri. Það var engu líkara en leikurinn færi fram fyrir austan. Selfyssingar voru léttir á sér í fyrri hálfleik, Skapti gerðu laglega hluti og höfðu greinilega gaman af verkefninu. Hallgrímsson Heimamenn, aftur á móti, voru annað hvort með hugann við skrífar flugið til Tyrklands í dag, eða Evrópuleikinn þar á föstudag- inn. Að minnsta kosti ekki við leikinn í gær. Engu líkara var en þeir væru með blý í skónum. En í síðari hálfleik breyttist leikurinn nokkuð: Selfyssingar gerðu aðeins sjö mörk, FH-ingar hins vegar 14 og sigruðu nokk- uð örugglega. Selfyssingar sýndu á köflum að þeir geta leikið góðan handknatt- leik. Sóknarleikur liðsins er mjög agaður — stundum einum of, þannig að menn þora ekki að taka af skarið. FH-ingar voru langt frá sínu besta og verða heldur betur að taka sig saman í andlitinu ef þeir ætla að standa sig gegn Tyrkjunum. FRJALSAR Heimsmethafar í bann i veir heimsmethafar í fijálsum íþróttum Bandaríkjamennirnir Randy Barnes I I og Harry „Butch" Reynolds hafa verið dæmdir í keppnisbann eftir að hafa fallið á iyfjaprófi. Reynolds, sem á heimsmetið í 400 metra hlaupi, keppti , á móti í í Mónakó 12. september og í ljós kom að hann hafði neytt anbaol- { ískra stera, þeirra sömu og urðu Ben Johnson að falli. Sömu efni fundust í sýni Barnes, heimsmethafa í kúluvarpi, sem tekið var eftir, að hann hafði sigrað á móti í Malmö í Svíþjóð. í fyrra. i i i J Atli frá keppni framyfirjól úRsur Knattspyrna Evrópukeppni meistaraliða: (2. umferð, síðari leikir. Samanlagl i sviga). CSKA Sofia—Bayern. Miinchen..0:3 (0:7) - Roland Wohlfarth (16.), Stefan Effen- berg (78.), Alan Mclnally (84.) UEFA-keppnin: Inter Bratislava—Köln......0:2 (1:2) - Armin Götz (57.), Olaf Janssen (62.) Bor. Dortmund—Craiova (Rúm.) .1:0 (4:0) Michae! Zorc (39.) Bordeaux (Fra)-Magdeburg (Þýs)..1:0 Jean-Marc Feireri (58.) England Deildarbikarinn, þriðja umferð: Portsmouth—Chelsea..............2:3 Swindon—Sheffield Wednesday.....0:1 • Margir leikir eru á dagskrá Evrópukeppn- innar í dag. Þar á meðal viðureign Dynamo Moskvu og Napoli. Diego Maradona fór ekki með félögum sínum í Napolí liðinu í fyrradag; sagðist ekki ætla að leika en gaf svo sem ’enga skýringu á því! Hann flaug slðan i einkavél til Moskvu í gær en ef marka má umm^eli forráðamanna félagsins var ekki ljóst hvort hann fengi að leika með. Atli Hilmarsson ATLI Hilmarsson handknatt- leiksmaður, sem leikur með Granollers á Spáni, verður að gangast undir uppskurð í nára 29. nóvember. Hann hefur einnig verið meiddur í baki og hefur því ekki getað ieikið með liði sínu að undan- förnu. tli byrjaði keppnistímabilið mjög vel og var ávallt markahæsti • leikmaður liðsins. Liðið má varla við þessum missir því spænski landsliðsmaðurinn í liðinu, Alex Franch, fór í upp- skurð vegna ökklameiðsla í gær og verður ekki með næsta mánuð að minnsta kosti. Forráðamenn Granollers hafa verið að leita að leikmanni í stað Atla og hefur Sovétmaðurinn, Alexander Tsjúmentsjev verið nefndur í því sambandi. Tsjú- mentsjev er 28 ára og hefur leik- ið yfir 200 landsleiki fyrir Sov- étríkin og hefur verið fyrirliði landsliðsins undanfarin ár. Þjálf- ari og formaður Granollers fóru til Kanaríeyja til að fylgjast með Tsjúmentsjev í Evrópuleik með sovéska liðinu Dynamo Altrakan í síðustu viku. EM Barcelona-Fram: „Markmiðið að gera betur en síðast“ Framarar mæta liði Barcelona í kvöld á Spáni. Þetta er síðari viðureign liðanna í 3. umferð Evr- ópukeppni bikarhafa en Barcelona vann þá fyrri 2:1 í Laugardal. „Það getur allt gerst. Markmiðið er að gera betur en síðast,“ sagði Pétur Ormslev, fyrirliði Fram, sem kemur inn í liðið á ný, ásamt Við- ari Þorkelssyni. Þeir voru báðir í banni í fyrri leiknum. Fram tapaði 0:5 á Nou Camp fyrir Barcelona 1988. faóm FOLK ■ SAUÐKRÆKINGAR hafa gífurlegan áhuga á körfubolta enda hefur liðið leikið mjög vel í vetur. Eftir leikinn gegn KR komu um 150 manns á Hótel Mælifell og fylgdust með leiknum af mynd- bandi. Vélin með liðinu og spólunni kom rétt fyrir miðnætti en áhugas- amir Sauðkrækingar létu sig hafa það að vaka til kl. 2. ■ ALLIR leikir Tindastóls eru teknir upp á myndband af körfu- knattieiksdeildinni. Síðan er hægt"*^ að leigja spólur og það er mikið gert á togurunum þar sem þessar spólur hafa leyst aðra vinsæla teg- und af hólmi. ■ LEIFUR Garðarsson, körfu- knattleiksdómari, fór illa með Axel Nikulásson í leik KR og Vals í gær. Axel var ekki sammála Leifi í dómgæslunni og þegar þolinmæð- in var á þrotum sagði hann: „Ertu ekki að fylgjast með leiknum?“ Leifur svaraði að bragði: „Ég er að reyna það en hann er bara svo leiðinlegur.“ í kvöld Tveir leikii' verða í kvöld í 1. deild karla í handknattleik: KR og Stjarnan mætast í Laugar- dalshöll og Haukar fá Valsmenn í heimsókn í íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði. Báðir leikir hefjast kl. 20.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.