Alþýðublaðið - 30.01.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 30.01.1959, Blaðsíða 10
/Aki Jakobsson Og i Mrisfján Eiriksson hæstaréttar- og héraðs- domslögmena. Málflutningur, innheimta, tsamningagerðir, fasteigna- ©g skipasala. Laugaveg 27. Sími 1-14-53. Hreingernðngar. Vanir menn. Fljót afgreiðsla. Símar: 34802 — 10731. ARI JONSSON, [eflvíkingar! IjSuðurnesjamenn! Innlánsdeild Kaupféiags Suðurnesja greiðir vður hæstu fáanlega vexti af i'nnstæðu yðar. Þér getið verið örugg um sparifé yðar hjá oss. ICaupfélag Suðurnesja, Faxabrauí 27. Éúsnæðismiðlunin Bíla og fasteignasalan Vitastíg 8A. Sími 16205 IftinningarspjöSd DAS ÍSst hjá Happdrætti DAS, Vest- trrveri, sími 17757 — Veiðafæra- »-verzl. Verðanda, sími 13786 — Sjómannafélagi Reykjavíkui «ími 11915 — Jónasi Bergmann. Háteigsvegi 52, sími 14784 — Bókaverzl. Fróða, Leifsgötu 4, gími 12037 — Ólafi Jóhannss., Eauðagerði 15, sími 33096 — Hesbúð, Nesvegi 29 — Guðm. Andréssyni, gullsmið, Laugavegi 50, sími 13769 — í Hafnarfirði l Pósthúsinu, sími 50267. Láfið okkur aðstoða yður við kaup og sölu bifreiðarinnar. Úrvalið er hjá okkur. AÐSTOD við Kalkofnsveg. Sími 15812. Ræða Emils Jónssonar Franiliald ar 5. síðu. er margt ógert, og nauðsyn- legt að það sé gert sem fyrst. , En þegar um það er að ræða, ! að forða þjóðinni frá botn- lausri verðbólgu þá tel ég langt frá að útilokað sé, að grípa til nokkurs niðurskurð- ar á gjaldáhlið fjárlaganna. Þó að æskilegt vseri að kom- ast hjá honum, er þó enn æskilegra að losna við þá verðbólguþróun, sem nú blas- ir beint við, ef ekki verður að gert. Á það má líka benda, að sú stefna hefur víða gefizt vel, að hið opinbera dragi sig frekar í hlé með sínar fram- kvæmdir, þegar hin almenna framleiðslustarfsemi er í blóma, og frekar skortir inn- lenda menn til hennar heldur en hið gag'nstæða. Ríkissjóður komi svo til með auknar fram kvæmdir þegar hallar undan | fæti hjá einstaklingunum. Ég tel það því síður en svo neina goðgá, þó að til þessa yxði gripið nú að einhverju litlu leyti. Þegar þessar tölur allar eru teknar saman vantar ekki mikið á að hægt sé að ná end- unum saman og engan veginn útilokað að það sé hægt án nýrra skatta. Það má að vísu segja, að hér sé teflt á tæp- asta vað og það er rétt, en það sýnir aðeins að farið hefur verið eins skammt í því að leggja byrðar á almenning og frekast má telja mögulegt. Ef til vill má af þessu draga þá ályktun að nauðsynlegt hefði verið að ganga lengra en gert er í frumvarpinu, en líkur séu fyrir því, að vænta megi skilnings almennings á nauðsyn þess, sem gert er. 4. Það hafa í umræðunum komið fram aðfinnslur út af því, að ekki væri um leið og þetta frumvarp væri afgreitt, gengið frá fjárlögunum til þess að hægt væri að sjá í heild, hver afgreiðsla máls- ins yrði. Út af því er aðeins það að segja, að til þess hefur ekki verið nokkur tíma fyrir núverandi ríkisstjórn. Samn- ingunum við bátana varð að ganga frá, sem næst áramót- um, og það tókst, svo að róðr- ar gátu hafizt á réttum tíma, en þó þannig að greiða verður nú úr útflutningssjóði nærri 7 milljónir króna vegna hinn- ar háu vísitölu janúarmánað- ar. Ef menn ættu að bíða með > lausn þessa máls, eftir því að fjárlög væru afgreidd um leið mundi það kosta enn hærri greiðslu fyrir febrúarmánuð og gera allt málið miklu tor- leýstara vegna hinna auknu útgjalda, sem það mundi valda. Hefur því hiklaust ver- ið horfið að því ráði að freista að leysa eitt atriði í einu, og vænti ég að háttvirt- ir alþingismenn skilji það og geri sér grein fyrir, að annað er ekki hægt, nema með stór- lega auknum útgjöldum fyrir útflutningssj óð, sern þá yrði að afla sérstakra tekna til. Þegar líka tekið er tillit til þess að tímanum frá þingsetn ingu 10. október og til jóla var eytt í einskis nýtt þras um málið án þess að komast að nokkurri niðurstöðu. Því er haldið fram af andstæð- ingum frumvarpsins að með því sé freklega gengið á rétt verkalýðsins og launþeganna yfirleitt. í fyrsta lagi er því haldið fram, að til þessara samtaka hafi ekki verið leit- að, og ekkert tillit til þeirra tekið við undirbúning málsins. 1 öðru lagi er því haldið fram að hér sé um óhóflega mikla og óþarfa kjaraskerðingu að ræða og í þriðja lagi er sagt, að með lagaboði á þennan hátt sé verið að taka samningsrétt inn af launþegasamtökunum. 'Mér þykir rétt að athuga þessi atriði ögn nánar. Um fyrsta atriðið er það að segja, að málið var borið und- ir bæði launþegasamtökin og Stéttarsamband hænda áður en það var lagt fram, og þess- um aðilum sagt, að ef þeir hefðu athugasemdir að gera, mundi verða leitazt við að taka þær til greina, ef þær færu ekki í bága við megin stefnu frumvarpsins. Athuga- senidir komu frá Stéttasam- bandi bænda, Alþýðusam- bandi íslands, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og Landssambandi íslenzkra út- vegsmanna og hafa nú lagfær ingar, og sumar allþýðingar- miklar, verið teknar inn í frumvarpið samkvæmt þeirra óskum. Það er því fjarri því að vera rétt að ekki hafi ver- ið til þessara samtaka leitað, heldur þvert á móti. Stéttasamband bænda lýsti sig samþykkt þeirri stefnu, sem í frumvarpinu felst, ná- lega helmingur af stjórn Al- þýðusambands íslands fjórir af níu töldu, að þing sam- bandsins síðast liðið haust hafi ekki tekið afstöðu gegn þeirri leið, sem felst í frum- varpinu. Bandalag starfs- manna ríkis og bæja telur fyr- irhugaðar aðgerðir ríkisstjórn arinnar miða í rétta átt, og Landssamband íslenzkra út- vegsmanna telur niðurfærslu leiðina hafa ýmsa kosti fram yfir aðrar leiðir. Fiskimanna og farmannasamband íslands, Samband íslenzkra banka- manna og Iðnnemasamband íslands voru einnig kvödd til, en hafa ekki gefið um- sögn. Ég get því ekki annað sagt en að leitað hafi verið til allra hugsanlegra aðila um athugun á frumvarpinu og að undirtektir allra aðila, sem fram hafa komið, nema kom- rriúnistanna og Hannibals Valdimarssonar í Alþýðusam- bandi íslands hafi verið já- kvæðar og var þó sú tíðin að hæstviriur sjöundi þingmað- ur Reykvíkinga, Hannibal Valdimarsson, var á því, ekki alls fyrir löngu, að reynt yrði að fara þá leið, sem frumvarp- ið gerir ráð fyrir. — í næst síðasta tölublaði „Vjnnuimar“ í nóvemh. síðast liðnum, sem Alþýðusamband íslands gefur út og hann er ritstjóri að, segir hann, að framleiðslan eigi að taka á sig nokkurn hluta byrðanna, ríkissjóður eigi að sýna við- leitni til sparnaðar og auk þess geti hann staðið undir nokkurri niðurgreiðslu nauð- synjavara. Álagning eigi að lækka, ríkið og sveitarfélög og einstaklingar eigi að draga nokkuð úr fjárfestingu, bænd ur eigi að lækka framleiðslu vörur sínar og segir hann „hví eiga verkamenn að svara með því að falla frá nokkrum stig- um af kaupi sínu. Nýja vísi- tölu á að taka upp í stað þeirr ar gömlu.“ Þetta sagði Hanni bal Valdimarsson í nóvember áður en hann fór úr ríkis- stjórninni. 5. Hér er lýst nákvæmlega þeirri stefnu, sem í frumvarp- inu felst. En af einhverjum ástæðum virðist hann nú hafa skipt um skoðun eftir að hann fór úr ríkisstjórnhini, það er kannski mannlegt en það er ekki stórmannlegt. Um kaup- skerðinguna er það að segja, að það liggur liós+ fyrir, hver hún verður, eða 5,4%. Er þó teflt á tæpasta vað eins og ég hefi áður lýst, og ég vil und- irstrika, að allar aðrar að- ferðir, sem til mála koma, og athugaðar .hafa verið, mundu hafa kostað almenning meira, beint og óbeint, þannig að segja má, að hér hafi ekki verið margra kosta völ, en hitt má fullyrða, að þetta sé skásti kosturinn, þegar á allt er lit- ið. — Það er líka rétt að taka fram hér, að með niðurfærsl- unni samkvæmt frumvarpinu verður kaupmáttur launa þó heidur meiri, heldur en hann var í október síðast liðnum. Síðasta hálmstrá andstæð- inga frumvarpsins er það, að útgerðarmenn hafi fengið of góða samninga, og þess vegna séu greiðslurnar úr ríkissjóði eða útflutningssjóði til þeirra of háar. Út af því vil ég að- eins segja, að í samninga- nef n dinnivið'útivegs mennvoru menn úr öllum stjórnmála- flokkum, sem sæti eiga á Al- þingi, og að það var samhljóða álit þeirra allra, að hagstæð- ari samningum við útgerðar- menn hafi ekki verið unnt að ná, enda hafi þeir ekki fengið bætur sínar hækkaðar, nema sem svaraði hækkun í til- kostnaði og að bátarnir mundu ekki hafa getað farið af stað, ef þær hefðu verið ákveðnar nokkru sem næmi lægri. — Þá er síðasta athugasemd- in, og sú sem lögð hefur verið hvað mest áherzla á, að með þessu frumvarpi sé verið að taka samningsréttinn af verka lýðsfélögunum. Þetta er hin herfilegasta firra. Félögin halda sínum samningsrétti, og eru frjáls að því að gera hvað þau vilja í þessu efni. Samningsrétturinn er ná- kvæmlega hinn sami og áður. Hins er svo vænst að þau at- hugi vel sinn gang áður en þau gera ráðstafanir til hækk unar á ný og rjúfa þannig þann varnarvegg, sem hér er verið að rey.na að reisa gegn verðbólguflóðinu. — Hér er um nákvæmlega sams konar aðgerðir að ræða og gerðar voru 1956 af fyrrverandi rík- isstjórn, og þær, sem boðaðar voru af forseta Alþýðusam- ’bands Islands í „Vinnunni" í nóvember síðast liðnum áður en hann fór úr ríkisstjórn- inni. Sambandið við launa- stéttirnar í þessum málum getur verið með tvennu móti: 1) að reyna samkomulag fyr- irfram við forustumenn sam- takanna, sem þó hafa raun- verulega ekkert umboð til samninga, því aö það vald er hjá hinum ýmsu félögum sjálfum, og ekki hjá neinum frammámönnum beirra. Þar getur eingöngu verið um per- sónulegt álit að ræða og ekk- ert annað. — 2) að gera ráð- stafanirnar, og á þann hátt að reynt sé að gæta fyllstu sanngirni, og láta svo félögin, dæma sjálf á eftir. Þetta síð- ara er það, sem nú er verið að gera, og þó í samráði við heildarstjórnir þessara sam- taka, eftir því, sem fært hef- ur þótt. — Frumvarp það, sem hér liggur fyrir, er tilraun til að leysa mikinn vanda, ekki ein- göngu almennings og launa- stéttanna, heldur þjóðarinnar allrar, Fyrrverandi ríkisstjórn vék sér undan vandanum og það hefur komið í hlut Al- þýðuflokksins að gera tilraun ina. Stefna hans er ljós, og flokkurinn stendur einhuga um hana. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur lýst sig fylgjandi henni og vitað var að Fram- sóknarfíokkurinn hefur verið inniá sömu hugsun Alþýðu- bandalagsmenn léðu máls á að fylgja þessari lausn líka, ef þeir yrðu í stjórn. en hafa nú snúizt til harðrar and- stöðu. Ef frumvarpið nær sam- þykki á Alþingi, sem enn er þó ekki vitað, ríður mikið á að þjóðin taki því með skiln- ingi og af raunsæi, og láti ekki ginnast af skrumkend- um og ábyrgðarlausum full- yrðingum andstæðinganna. Á afstöðu þjóðarinnar til þess- ara ráðstafana veltur að lok- um allt.. Hún hefur það í hendi sér, hvort tilraunin tekst eða ekki. Hennar verður að taka lckaákvörðun í málinu. En tilraunin hefur þá verið gerð, tilraun, sem ég fyrir mitt leyti er sannfærður um að ber í sér þá hagstæðustu lausn, sem hægt er að ná, nú, eins og komið er fyrir íslenzka al- þýðu, og þjóðina alla. Hannes Framriald af 4. síðu getu. Svo er auðvitað annað ! mál, að æskilegt væri að unnt 1 væri að hafa verðið miklu lægra, t. d. bíóverð, en þá verður bara að fá peningana einhvers staðar annars staðar frá, og mikið væri gott ef einhver vildi taka það að sér.“ Ilannes á horninu. LúSvík Gizurarson héraðsdómslögmaður, Klapparstíg 29. Sími 17677. Seljum málverk, silfur ©g anfikmuni Látið vita sem fyrst um það, sem þér viljið selja á næstunni. Listmunaiippbnð Sigurðar Benediktssonar. Austurstræti 12 — Sími 1-37-15 10 30. jan. 1959 — Alþýðublaðlð 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.