Morgunblaðið - 22.12.1990, Side 16

Morgunblaðið - 22.12.1990, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1990 Malarastúlkan fagra Geisladiskar Oddur Björnsson Franz Schubert: Die schöne Miillerin Gunnar Guðbjörnsson, tenór Jónas Ingimundarson, píanó Upptaka: Haildór Víkingsson, hljóðritað í Víðistaðakirkju, Hfj. Útg.: Steinar. Schubert samdi tvo söngvabálka við kvæði þýska skáldsins Wilhelm Miiller, Malarastúlkuna fögru og, skömmu fyrir andlátið, sjálfa Vetr- arferðina. Enda þótt malarastúlkan standi nokkuð í skugganum af Vetrarferðinni (hvaða sönglög gera það ekki?), er hún undrafögur tónsmíð, hjartnæm í bestu merk- ingu orðsins, því ferskleiki og hug- myndaauðgi tónanna upphefja tak- markanir textans — segja það sem skáldið vildi sagt hafa, og það svo eftirminnilega að enn í dag tökum við þátt í hugarvíli malarasveinsins ástfangna, og látum hrífast niðri tær! „Enginn skilur annars manns gleði og sorg. Okkur finnst sem við séum að nálgast hvort annað, en höldum samt áfram að ganga hlið við hlið,“ er haft eftir Schubert. Nú hafa þeir Gunnar Guðbjöms- son og Jónas Ingimundarson tekið að sér að færa okkur þessar söngvaperlur ómengaðar á geisla- diski, og eiga þó í samkeppni við yfirburðalistamenn útlenda. Einsog menn vita er flutninur ljóða’söngva einhver erfíðasta grein sönglistar- innar, a.m.k. ef tónskáldin heita Franz Schubert og Hugo Wolf, því það þarf ekki aðeins tæknilega fágun heldur og íhygli og þá skyggnigáfu og fullkominn trúnað, sem næst aðeins með ákveðnum þroska. Vissulega væntir maður mikils af þessum unga söngvara, sem hefur stundað sitt framhaldsnám hjá heimsþekktum kennurum eftir nám hér heima í Nýja tónlistarskó- lanum undir leiðsögn Sigurðar V. Demetz. Hann hefur haldið tón- leika hér heima og erlendis og sungið í óperum, og gert hljóðritan- ir með Royal Philharmonic Orc- hestra og Academy of St. Martin in the Fields. Nú siðast söng hann Malarastúlkuna hér heima við mikla hrifningu. Jónas Ingimund- arson píanóleikari stundaði m.a. nám hjá Árna Kristjánssyni og framhaldsnám í Vínarborg. Hann hefur einnig haldið fjölda tónleika á íslandi og erlendis, og eftirsóttur hefur hann verið sem undirleikari — sem er auðvitað rangnefni á hlut- verki píanóleikarans í hinni þróuðu list þjóðasöngsins. Menn eins og Schubert gerir þeim sem flytja sönglögin hans jafnt undir höfði, hlutverk beggja er í hæsta máta vandasamt. I rauninni hefur þegar verið fjall- að um túlkun þeirra félaga á Mal- arastúlkunni fögru af dómbærari mönnum en mér, og mitt hlutverk því nánast að vekjá athygli á þess- um geisladiski, sem bregst ekki væntingum manns — án þess að farið sé í samanburð eða elt ólar við einhver atriði (einsog t.d. að draga sumsstaðar skýrar fram raddlínur í píanóþættinum, sbr. fyrsta sönginn). Upptakan er ágæt (Halldór Víkingsson), enda þótt hljómur píanósins virki stundum eilítið „prósaískur". Sem Halldór á líklega enga sök á! Hin mesta gersemi, og tilvalin jólagjöf handa unnendum ljóða- söngs. Tímamóta Gling-gló Hljómplötur Árni Matthíasson Þegar Sykurmolamir ákváðu að taka sér leyfí frá störfum snemma á árinu, gat hver maður séð að sveitarmenn myndu fást við tón- list. Sú varð og raunin og Jass- hljómsveit Konráðs Bé. hefur verið áberandi í skemmtanahaldi síðustu mánuði, en þó hefur meira borið á Tríói Guðmundar Ingólfssonar og Björku Guðmundsdóttur, sem hafa verið að troða upp með gömul íslensk og erlend dægurlög. Fyrir stuttu kom út platan Gling-gló með hljóðritun þeirra á 14 íslenskum lögum og tveimur erlendum á geisladisksútgáfu. Hverri kynslóð er hollt að endur- meta dægurtónlistararfínn og hljómsveitir hafa verið með tilburði í þá átt síðustu ár. Ekki hefur þó borið mikið á því að menn séu að endurútsetja eldri lög; frekast er reynt að herma sem nákvæmast eftir. Björk, Guðmundamir og Þórður láta lönd og leið slík sjónar- mið og öll eru lögin, sem flestum eru kjmn, endurútsett með mikilli sveiflu af hljóðfæraleikurunum, en Björk túlkar svo textann upp á nýtt. Skemmst er frá því að segja að platan er ein af perlum íslenskr- ar dægurtónlistar og eftirminnileg- asta plata þessa árs. Líklega stendur í einhvetjum að lögin skuli ekki hljóma nákvæm- lega eins og forðum, en aðrir kæt- ast, því með þessari útgáfu eru þau Björk að skapa eitthvað nýtt sem þó stendur á gömlum merg. Mesta hrifningu vekja á plötunni lögin Kata rokkar, Bella símamær, Það sést ekki sætari mey, Gling- gló, Tondeleyo, Litli tónlistarmað- 'urinn, Pabbi minn og I dansi með þér. Guðmundur Ingólfsson á sann- kallaðan stjömuleik á plötunni og sannar enn hvílíkur virtúós hann er á píanóið. Einnig vekur athygli samleikur þeirra Guðmundar Steingrimssonar og Þórðar Högna- sonar, en Þórður er löngu orðinn bassaleikari í fremstu röð. Þeir fé- lagar njóta sín vel í inngangi laga og milliköflum, en þó sveiflan sé ekki síður mögnuð í söngköflum, hverfa þeir í skuggann af söng Bjarkar. Hún hefur hása og ótrú- lega sveigjanlega rödd, með nánast yfírnáttúrulegri raddbeitingu sem fellur vel að sveiflunni. Líklega eiga þó einhveijir eftir að fetta fíngur út í raddbeitinguna, enda fer hún yfírleitt ekki troðnar slóðir. Kannskivar einhver góður Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir • Miep Gies: Hjálparhellan. Alison Leslie Gold færði í letur Þorsteinn Thoararensen íslenskaði Útg. Fjölvi 1990 Þeir mörgu sem hafa lesið dag- bók gyðingastúlkunnar Önnu Frank, hafa séð leikritið sem var gert eftir henni eða kvikmyndina sem seinna kom til sögunnar, muna án efa eftir hollensku stúlkunni Miep sem ásamt Henk, vini sínum og seinna eiginmanni, var aðal- hjálparhella Frank- og van Daan- fjölskyldnanna þegar þær vora í felum á stríðsáranum. Miep annað- ist innkaup fyrir þær frúmar og vitjaði þeirra eins oft og hún mátti. Stundum reyndi hún að létta þeim lífið með smálegum uppákomum eins og að færa þeim gjafír eða baka köku handa fólkinu sem hírðist áram saman í felustaðnum. Anna Frank víkur oft að Miep og hennar þætti í lífi þeirra og milli þeirra var vinátta. Miep er nú um áttrætt og það er ekki fyrr en nú að hún segir sögu sína eins og hún horfír við 'henni. Miep var fædd í Austurríki en var send á bamsaldri til fóstur- foreldra í Hollandi vegna skorts og erfiðleika í heimalandi hennar eftir heimsstyijöldina fyrri. Hún ílentist í Hollandi og fór eftir þetta aðeins til Austurríkis sem gestur. Miep fór að vinna í fyrirtæki Ottos Franks en hann hafði tekið til bragðs að flýja með fjölskyldu sinni frá Þýskalandi þar sem af- staða nasista til gyðinga gerði hon- um lífið óbærilegt. Milli þeirra Miep og Ottos Franks myndast smátt og smátt vinátta og hún var öðra hveiju boðin á heimili þeirra og komst þá í kynni við konu hans og dæturnar Margot og Önnu. Einlæg- ur og opinskár persónuleiki Önnu virðist hafa höfðað til hennar. Þeg- ar Henk og Miep fóra að draga sig saman kynntist hann einnig fjöl- skyldunni. Miep lýsir á eftirminnilegan hátt áranum fyrir styijöldina þegar nas- istar eru hvarvetna að hreiðra um sig og hversu fjarri hugmyndafræði Hitlers virðist vera eðli Hollend- inga. En samt fór nú þar eins og annars staðar að ýmsir aðhylltust stefnu nasista og gengu ótilneyddir til samvinnu við þá fyrir og eftir hemám Hollands. Frásögnin eftir að hernámið er skollið á og gyðingaofsóknimar magnast stöðugt er athyglisverður lestur í hvívetna. Kannski Miep sé líka orðin nægilega fjarlæg þessum atburðum í tíma til að geta komið þeim frá sér án þess tilfínningasemi eða ofstopi ráði ferðinni. Bókin gefur okkur út af fyrir sig ekki nýja sýn á Önnu Frank en undirstrikar margt í dagbókinni og skýrir ýmislegt. Miep las ekki dag- bókina fyrr en fjöldamörgum áram eftir að hún kom út. Hún segir að ýmislegt hafi komið sér á óvart. Meðal annars hve spennan í felu- staðnum milli aðþrengdra íbúanna varð mikil. Þegar hún og Henk komu í heimsókn reyndu íbúamir að njóta gestakomunnar og höfðu ekki ágreining í hámælum. Miep segist þó hafa gert sér grein fyrir að sambýlið gerði miklar kröfur til þeirra en hún hafí ekki áttað sig á því strax. Hún segir frá því er Otto Frank snýr heim úr fangabúðunum. Hann veit að kona hans er látin en vonar að dæturnar hafí lifað af. Sú von deyr fljótlega. Seinna kvæntist Otto Frank á nýjan leik og flutti með konu sinni til Sviss. Hann lést 1980. Ég held að þessi bók sé holl lesn- ing þeim sem láta sig skipta hvað gerist í heiminum í kringum þá. Þorsteinn Thorarensen hefur þýtt bókina á gott mál. Hornafjarðarhrossin eftir Matthías Á. Mathiesen Út er komið 2. bindi ritverksins „Jódynur", ritverk um hesta og mannlíf í Austur-Skaftafellssýslu. Eins og fram kemur í formála Egils Jónssonar alþm., sem nú sér um útgáfuna, svipar þessu bindi til þess fyrra. Saman fara greinar um ræktun Hornafjarðarhrossanna, hestamennsku og frásagnir af at- búrðum í Austur-Skaftafellssýslu, þar sem hestar koma jafnan við sögu. I upphafí bókarinnar ritar Egill þátt sem hann nefnir „Til móts við n ýja öld“. Þar er að fínna mikinn fróðleik um upphaf að félagslegu samstarfi í hrossarækt og stofnun Hestamannnafélags Homfirðinga. Frásagnir af fyrstu kappreiðum 17. júní 1908 og stofnun hesta- mannafélagsins sækir Egill í Hóla, þar sem þess hefur verið gætt að frásagnir af svo merkum atburðum yrðu til á spjöldum sögunnar og þeir því skráðir fyrir þá sem áhuga hefðu í framtíðinni. Þar era að verki bændumir í Hólum, þeir Hjalti Jónsson og Þor- bergur Þorleifsson, alþingismaður, en þeir rituðu dagbækur, sem geyma ómetanlegan fróðleik, m.a. um þessi málefni. Steinunn B. Sig- urðardóttir ritar og athyglisverðan þátt um Þorberg Þorleifsson, alþm., manninn sjálfan, búskap hans, en þó einna mest útbreiðslu hans á homfírskum hestum og byggir á því sem Þorbergur hefur ritað í dagbækur sínar. Það verður vart mikið ritað um homfírsk hross eða mannlíf yfirleitt í Hornafírði fyrri hluta þessarar aldar svo nafn Þorbergs Þorleifs- sonar, sem var alþingismaður þeirra Austur-Skaftfellinga 1934-39, sé ekki mjög víða nefnt, slíkur forystu- maður hefur hann verið þar eystra. í bókina ritar Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráðunautur, um rækt- un hornfírskra hrossa. Sú ræktun hefur verið margslungin. Margar ættkvíslir af sama meiði og mjög mismunandi mikil skyldleikaræktun eftir því hvar borið er niður. Þor- kell lýsir kynnum sínum af hornf- irskum hrossum og hinum mörgu úrvalsgripum sem þar hafa verið. Staðfestir hann m.a. skoðun mína frá ritdómi um 1. bindi Jodyns, þar sem ég vék að Sleipni 539, sem því miður nýttist þar eystra alltof stutt, hveiju sem um var að kenna. Verð- ur tæplega um að kenna of litlum kunnugleika á hrossum f Homa- fírði, ef aðeins hefðu verið skoðaðir foreídrar Sleipnis, Sörli frá Borgum og hryssan Vala 2921 frá Miðfelli og þeir ættstofnar, sem að þeim standa. í Iok greinar sinnar víkur Þor- kell að breytingum, sem eru nú að verða þar eystra í hrossarækt. Hann spyr sjálfan sig hvort ekki sé ástæða til að halda í sérræktun kjamanum úr homfirsku harðjöxl- unum? Ég er honum algjörlega sammála og vísa aftur til fyrri rit- dóms, þar sem undirstrikað er að erfðablöndun verður að vera gerð af mikilli þekkingu, gætni og þolin- mæði svo sérkenni og erfðaeigin- leikar ræktaðra ættstofna hverfi ekki.. Þau Úlfar Antonsson, Sævar Kristinn Jónsson, Guðmundur Jóns- son og Steinunn B. Sigurðardóttir rita greinar um Árnaneshrossin, Mýrarhrossin, Fomustekkahrossin og Hólahrossin. Hér er að fínna mikinn fróðleik um þessar hrossaættir frá því um síðustu aldamót, upphaf þeirra og skyldleika og er ættarvefur þeirra sýndur í myndritum svo menn geti betur áttað sig á skyldleika þeirra. Væri fróðlegt að sjá og rekja skyld- leika og hæfileika, ef til væri tölvu- forrit þar um. Þá rita þeir Steinþór Gestsson, fyrrv. alþm. og formaður L.H. í eina tíð, um áhrif homfírskra hrossa á hrossarækt Árnesinga og Óskar Indriðason, bóndi, sérstaklega um Blakk 129, sem keyptur var 1933 frá Homafirði af Hrossaræktarfé- lagi Hranamanna. Mat þessara mætu hestamanna er misjafnt, sem eðlilegt er um áhrif þeirrar stofn- blöndu sem þar hefur átt sér stað. Eins og 1. bindi hefur þessi bók að geyma fjölda greina, sem segja frá mannlífinu í Austur-Skaftafells- sýslu, auk þess sem kunnir hesta- menn segja frá markverðum ferðum sínum, Sigrún Eiríksdóttir, Volas- eli, Gunnar Egilsson, Grund, Guð- mundur Sæmundsson, Höfn, Sig- urður Björnsson, Kvískeijum, Þor- steinn Jóhannsson, Svínafelli, Sveinn Bjamason, Skaftafelli, Öm Ó. Johnson, Reykjavík, Ari Bjöms- son, Kvískeijum, og að lokum era þýddir kaflar úr bókinni íslands- ævintýri, sem landmælinga- og kortagerðarmaðurinn J.A. Beckett ritaði, en hann starfaði að rann- sóknaverkefnum á Vatnajökli sumarið 1932, ásamt nokkram er- lendum vísindamönnum. Þýðendur eru Ásta Bjömsdóttir og Haukur Þorleifsson. Allar era þessar frásagnir með einum eða öðrum hætti samofnar samskiptum hests og manns í Austur-Skaftafellssýslu. Sumar frásagnirnar eru um síðustu ferðir sem famar vora um langa vegu þar um slóðir og geyma því merkilegar og skemmtilegar frásagnir reyndra ferðamanna um leiðir ferðamanna á íslandi öldum saman. Alls staðar koma hornfírsku hrossin við sögu og lýsa greinarhöfundar skoðunum sínum á þeim, en samdóma era þeir um mikla hæfíleika hrossa- kynsins þar eystra, sterkbyggð hross, þolin og vitur með eiginleik- um gæðingsins. Oft eru hrossin í lykilhlutverki og um margt værum við ófróðari ef þeirra hefði ekki notið við. Hrossaræktar- og hestamanna- félag Homfirðinga á þakkir skilið fyrir áframhald á útgáfu þessari, sem prýdd er fjölda merkra mynda. Er á engan hallað þó nafn Egils Jónssonar, alþm., sé nefnt sérstak- lega varðandi þetta bindi. Áhugavert verður að fá lokabindi þessa merka og fróðlega ritverks um hesta og mannlíf í Austur- Skaftafellssýslu, þar sem fram hef- ur farið með sérstökum hætti rækt- un hrossakyns sem skarað hefur fram úr og átt sinn stóra þátt í því virðingarheiti sem hesturinn hefur hlotið, „þarfasti þjónninn". Höfundur er fyrsti þingmaður Reykjaneskjördæmis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.