Morgunblaðið - 22.12.1990, Síða 17

Morgunblaðið - 22.12.1990, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DBSEMBER 1990 17 Iris Murdoch UNGMENNAFELAGIÐ Sljarnan í Garðabæ í samvinnu við íþrótta- og tómstundaráð stendur fyrir Stjörnujólaballi á Þorláksmessu kl. 17.00-19.00 í félagsmiðstöð- inni Garðalundi í Garðaskóla. Magnús Kjartansson ásamt hljómsveit mun sýngja jólalög og stýra jólatrésskemmtuninni. Þekkt- ir skemmtikraftar koma í heimsókn s.s. Bubbi Morthens, Laddi, Begga frænka ásamt jólasveinum og fleiri. GJOF sem gleður.... BUXNAPRESSA Hvítar - svartar - brúnar. Verð kr. 9.400 stgr. Einar Farestvett&Co.hf. Borgartúni 28, sími 622901. UM 4 stoppar vlA dymar H0KUS PÓKC/íí!!! VERTU MEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000 nema í rugluðu heilabúi Arrowbys en skiptir ekki höfuðmáli. Það þótti mér umhugsunarverð- ara hversu persónur bókarinnar, svo listilega vel og skýrlega sem þær eru dregnar, eru óraunveru- legar og vöktu aldrei með mér samúð. Þó var áhuginn bundinn við lesturinn. En samt. Þegar manni þykir ekki dálítið vænt um persónurnar eða getur fengið að nálgast þær á einhvern hátt er þá ekki samt eitthvað að? Kannski og kannski ekki. Af hálfu útgefanda er bókin ákaflega óaðgengileg, letur of smátt og alltof þétt á síðunum, þetta er meiriháttar massi og óað- gengilegur. Ég las þessa bók á ensku skömmu eftir hún kom út fyrir tólf árum. Þýðandi sleppur fyrir horn en ekki meira en svo. SAGA UM MEINLOKU Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Iris Murdoch: Hafið, hafið Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi Útg. Iðunn 1990 Hafið, hafið er saga um mein- loku. Atburðarásin er nánast ab- súrd en heldur áhuga lesandans vakandi alla stund. Charles Arrow- by er aðalpersóna sögunnar. Hann er sextugur leikhúsmaður og sögu- maður. Gengið er út frá því að Arrowby hafi verið meiri háttar áhrifavaldur í leikhúslífinu og no- tið mikillar hylli og virðingar. Nú hefur hann fengið sig fullsaddan af þeim lokaða heimi sem honum finnst lífið í leikhúsinu vera. Hann hefur leitað út úr erli og þysi og þráir einfalt fábrotið líf. Hann sest að við hafið, í Svörtunöf. En honum eru ekki gefin grið. Gamlir draugar virðast vaktir upp, þeir gestir taka að venja komur sínar til hans sem hann fýsti að forðast þegar hann dró sig út úr skarkala borgarinnar. Þeir trufla hann og gera hann ráðvilltan, samt getur hann ekki án þeirra verið. En þessu fylgir sálarstreð og vafst- ur sem hann ræður ekki við. Einn góðan veðurdag uppgötvar Arrowby að þarna í grenndinni býr Hartley, æskuástin hans sem yfir- gaf hann af einhveijum óskiljan- legum ástæðum fyrir áratugum. Hún býr þarna með manni sínum, Ben, og syninum, Titusi. Lesanda grunar að Ben hafi komist á snoð- ir um ástarsambandið og gæti staðið í þeirri röngu trú að Titus sé í rauninni sonur Arrowbys. Arroby fær þá meinloku að Hartley hafi aldrei gleymt honum og elskað hann alla tíð og nú Jólagleði í Garðabæ ákveður hann að gera gangskör að því að bjarga henni úr hjóna- bandi sem hann er sannfærður um að hafi alltaf verið misheppnað. Fyrst reynir hann með góðu að fá hana til að skilja við mann sinn en hún lætur ekki segjast og þá grípur hann til þess ráðs að ræna henni og loka hana inni í húsinu dögum saman. Hann reynir að beita áhrifum sínum svo að hún vilji ílendast hjá sér. Ýmsir koma við sögu meðan þetta sérstæða umsátur stendur yfir og undarlegir atburðir gerast og næsta óhugnan- legir. Það er reynt að koma Arrow- by fyrir kattarnef og pilturinn Títus finnst látinn í fjöruborðinu. Loks tekst að fá Arrowby til að átta sig á að best sé að hann leyfi Hartley að fara en þar með er meinlokunni ekki eytt. Hann held- ur áfram á sjúklegan og þrákelkn- islegan máta að sannfæra sjálfan sig og aðra um þá miklu ást sem milli þeirra sé. Þegar Hartley flýr land með manni sínum rennur eilít- il glæta upp fyrir honum. Hugrenningum þeim sení bær- ast í sjúkum huga Arrowbys er lýst mjög skýrt, reyndar svo ljóslif- andi að mjög auðvelt er að skynja sögsviðið og atburði þó fáránleik- inn sé í það mesta. í hugann kem- ur áleitin spurning að lokum: Kannski sagan hafi aldrei gerst

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.