Morgunblaðið - 22.12.1990, Síða 19

Morgunblaðið - 22.12.1990, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1990 19 Á LANDAKOTI eftir Pál Sigurðsson Haustið áður en ég tók stúdents- próf lá ég nokkrar vikur á Landa- kotsspítala. Ég lá á stofu 2 í gamla spítalanum sem nú er löngu horfinn. Þar lágu 10 aðrir sjúklingar. Þarna sá ég dr. Bjama Jónsson fyrst að starfi og nú eru 45 ár síðan. Hann kom venjulega tvisvar á dag á stofu- gang eldsnemma á morgnana og aftur síðla dags. Ég sé hann fyrir mér birtast í dyrunum, hávaxinn, sterklegan, kvikann í hreyfíngum og alltaf í heilum læknaslopp hnepptum að aftan. Yfírskeggið kolsvart svo og hárið, röddin djúp, skýr og skip- andi. Það báru allir greinilega mikla virðingu fyrir honum, sumir virtust jafnvel smeykir við hann. Síðar átti ég eftir að kynnast Bjarna betur sem stúdent og aðstoðarlæknir og 10 árum seinna sem samstarfsmaður hans á spítalanum um 14 ára skeið. í mínum huga hafa dr. Bjarni og Landakot verið óaðskiljanleg síðustu hálfa öld. Það var því með mikilli tilhlökkun sem ég opnaði bók hans „Á Landakoti" er ég fékk hana í hendur. Og ég varð ekki fyrir von- brigðum, en við lestur bókarinnar þótti mér sem nafn bókarinnar hefði verið betra „Dr. Bjarni á.Landakoti“. í bókinni tekst Bjarna í stuttu máli að draga saman mikinn söguleg- an fróðleik um íslenska heilbrigðis- þjónustu og íslenska læknastétt en sérstaklega um þá starfsemi sem verið hefur á Landakoti síðan spítal- inn var stofnaður þar 1902 og þann þátt sem hann og aðrir starfsmenn þar hafa átt í brautargengi spítalans. í formála segir Bjami reyndar að bókin sé hvorki saga Landakots né ævisaga hans. Þetta má satt vera en í reynd verður bókin þetta hvort. tveggja þó hvorug frásögnin sé tæm- andi, því vissulega er þetta aðeins hluti af ævisögu dr. Bjarna. Bjami skiptir bók sinni í 26 kafla auk formála og skráa. Fyrsti hluti bókarinnar er sögulegt yfírlit um jörðina Landakot sem var í upphafí hjáleiga frá landnámsjörðinni Vík. Þá rekur hann komu katólskra til íslands á 19. öld og skýrir frá upp- mna og starfi reglu St. Jósefssystra en sú regla varð til í litlum bæ í S-Frakklandi á 17. öld. Systrareglan var frá byijun líknarregla og hefur verið það alla tíð. Eftir niðurlægingu frönsku stjómarbyltingarinnar náði reglan sér aftur á strik á 19. öld og breiddist þá út víða um lönd. Árið 1856 fóm fjórar systur þessarar reglu til Kaupmannahafnar til að stunda líknarstörf og trúboð og aðrar fjórar systur úr þessum systrahópi í Danmörku fóm síðan til íslands 1896 og það var upphaf að spítalastarfí St. Jósefssystra hér á landi. í bókinni er rakinn í stuttu máli sorgarsaga sjúkrahússbygginga hér í Reykjavík á síðustu og þessari öld en sérstaklega er rakin byggingar- saga Landakotsspítala sem tók til starfa 1902 svo sem fyrr segir. Tvennt er sérstaklega tekið fram, sem er nú flestum gleymt en tengist þessari byggingarsögu, það er ann- ars vegar gerð Landakotsbmnns sem þá var besta vatnsból í Reykjavík og nokkur ár eftir það og fyrsta stór- virkið sem dýnamit var notað við í Reykjavík. Hitt mannvirkið var fyrsta holræsið í Reykjavík sem lagt var frá spítalanum og niður að sjó sem nú er Ægisgata. Þetta holræsi mun enn vera í notkun svo ekki hef- ur verið kastað til þess höndum. Það er mjög fróðlegt að lesa sam- antekt dr. Bjarna um fyrstu læknana sem völdust að Landakoti og tengsl þeirra við læknavísindi þeirra tíma, bæði í Evrópu og vestan hafs. Jafn- framt þessu koma frásagnir af fyrstu botnlangatökum hérlendis, bæði á Akureyri og í Reykjavík, og það er alveg ljóst að tilkoma Landakotsspít- ala hefur gjörbreytt allri aðstöðu til lækninga og þeir ágætu læknar sem þá vom starfandi hérlendis fengu þarna kærkomið tækifæri til þess að iðka læknislist sína og beita þeirri þekkingu sem þeir áttu yfir að ráða. Dr. Bjarni bytjar starf sitt á Landakoti í ársbyijun 1936 og ljóst er að honum eru tveir atburðir sér- „Ég tel bók dr. Bjarna vera mikla heimild um lækning- ar hér á landi á þessari öld og um þær breytingar sem orðið hafa og framþróun á sjúkrahússþætti heilbrigð- ismálanna.“ staklega minnisstæðir frá þessum tíma. Annars vegar er bmninn í Keflavík 30. desember 1935 en skað- brenndir sjúklingar úr þeim bmna vom einmitt komnir á spítaíann dag- inn sem hann byrjaði þar og hitt er Pomquoi Pas? slysið í september 1936. Bjarni segir svo frá: „Þegar Matthías fór með mig í líkhús spítal- ans sem var í kjallara í austurenda hússins sá ég sjón sem ég aldrei hafði séð áður og aldrei síðan. Það vom lík 22 manna sem lágu þar á flekum hlið við hlið. Þetta var skips- höfnin af Pourquoi Pas?, dr. Jean Charcot og lið hans“.....Þar sem við stóðum og horfðum á valköstinn sagði Matthías: „Ég ætla að biðja yður að smyijá þessi lík. Því verður að vera lokið á morgun““. Lýsingu dr. Bjarna á þessari smurningu líkanna ættu allir læknastúdentar og læknakandidatar að lesa. Hún lýsir í hnotskurn þeim kröfum sem þá voru gerðar til ungra lækna og hvernig þeir brugðust við. Lýsing dr. Bjarna á viðskiptum Landakots við sjúkratryggingarnar, opinbera fjármálaaðila og daggjalda- nefnd em nokkuð á einn veg. Hann telur að spítalinn hafí frá því fyrsta verið metinn minna en aðrir spítalar og ævinlega að kalla verið vanþakk- að starf hans og þeir menn sem þar unnu aldrei settir á sama békk og læknar annarra spítala. Bréf Bjarna sem hann skrifar sem yfirlæknir spítalans, sem birt eru orðrétt í bókinni til landlæknis, fyár- málaráðherra, borgarlæknis og fleiri aðila, gætu verið kénnslubókardæmi um rökfastan málflutning og einarða skoðun án málalenginga. Ég sagði fyrr að þetta væri bæði saga Landakots og dr. Bjarna. Dæmi um þetta tel ég vera sérstaklega tvo kafla, kaflann um berkla og aðgerð- ir við þeim og kaflann um höfuðslys. í þessum þáttum bókarinnar lýsir Bjarni annars vegar námsför sinni vestan hafs að stríði loknu 1947- 1949 og námsferð til Kaupmanna- hafnar 1956-1957. Bandaríkjaferðin var farin til frekara náms í bæklunar- lækningum. í þeirri ferð kynnti Bjarni sér sérstaídega skurðaðgerðir til festingar á hrygg, bæði vegna berkla í hrygg og annarra sjúkdóma þar, og eftir að hann kom heim gerði hann íj'ölmargar skurðaðgerðir af þessu tagi á berklasjúklingum og raunar öðrum sjúklingum með sjúk- dóma sem fengu af því bót. Um þess- ar skurðaðgerðir ritaði Bjami síðan doktorsritgerð sína á árinu 1953. Ferðin til Kaupmannahafnar var far- in til að læra sérstaklega meðferð höfuðslysa. í Kaupmannahöfn dvald- istBjarni á taugaskurðdeild ríkisspít- alans hjá frægasta taugaskurðlækni Dana og eftir heimkomuna haustið 1957 og til ársloka 1971 komu öll höfuðslys landsins til meðferðar á Landakoti hjá dr. Bjama ef sjúkling- arnir á annað borð lifðu það af að komast á spítala. Dr. Bjami var hamhleypa til allra verka. Á þessu sviði vann hann verk sem fáir hefðu leikið eftir. Þegar hann var á landinu þá var hann á vakt allan sólarhringinn alla daga og til hans komu öll höfuðslys sem fyrr segir í 15 ár og hann þurfti að vera viðbúinn að gera erfiðar aðgerð- ir á þeim hvort sem var á degi eða nóttu. Þetta er ótrúlegt vinnuálag og sem dæmi er tekið að um eina helgi í júní 1970 frá laugardegi frá kl. 14 og til mánudags kl. 22.30 fékk hann til meðferðar og aðgerðar 5 höfuð- slys og þá var Bjami rúmlega sex- tugur. I bókinni er gert grein fyrir þeirri læknaskipan sem er á Landakoti en það hefur alla tíð verið frábrugðið því sem er á öðrum spítölum hér á landi þar sem læknar eru ekki fastr- áðnir nema aðstoðarlæknar og allir sérfræðingar bera fulla ábyrgð á sjúklingum sínum. Skýrt er frá stofn- un fyrstá læknaráðs á sjúkrahúsi hér á landi það var haustið 1968. Ég starfaði á spítalanum þegar þeta var og átti nokkurn þátt í samningu þeirrar reglugerðar sem sett var ráð- inu sem raunar að mestu er enn í gildi. Hugmyndin um stofnun lækn- aráðs var ekki að stofna kröfugerðar- hóp fyrir lækna heldur einkum að stofna eftirlitsaðila með starfínu á Páll Sigurðsson spítalanum og var í rauninni fyrsta hugmyndin að því gæðaeftirliti sem nú er mikið rætt og vaxandi í tísku að taka upp. í allri bók dr. Bjarna skín í gegn virðing hans á St. Jósefssystrum og starfí þeirra hér á landi. Ég trú því að þetta sé gagnkvæmt frá þeirra hendi því í raun bar dr. Bjarni í áratugi höfuð og herðar yfír aðra lækna á Landakoti. Lýsingu á systir Gabriellu geta allir tekið undir sem hana þekkja: „Systir Gabriella kom út hingað 1937 ... en tók við stjórn og stýrði skurðstofu í hálfan íjórða tug ára. Systir Gabriella er smávaxin og nett og leit ekki út fyr- ir að hafa mikið þrek en það er mis- sýning. Aldrei var svo mikið lagt á grannar herðar hennar að hún ekki lyfti því. Hún var viðræðugóð, þægi- leg í umgengni, hæglát og brosmild og vakti traust“. Systir Hildegard tók við stöðu pri- orinu 1958. Bjarni lýsir vel starfí hennar og raunar allra systranna. „Hún var dugleg og stjómsöm og kom með gust nýrrar aldar inn í klaustur og spítala ... Systir Hilde- gard naut þess að hafa samstiiltan hóp sér við hlið. Systumar gengu í hvaða störf sem var, smátt eða stórt þegar þess þurfti og ætíð með ljúfu geði að því er séð varð. Sýndist hver systir hafa verið margra manna maki. Það þurfti ekki að halda fundi eða standa í deilum og þvinga fram meirihluta ákvarðanir. Nú starfa við spítalann hjúkrunar- forstjóri, hjúkmnarframkvæmda- stjóri, fræðslustjóri og ritarar þess- ara embætta eins og tíðkast á öðrum spítölum hér á landi af líkri stærð, auk þess ræstingarstjóri og inn- kaupastjóri. Öllum þessum störfum gegndi systir Hildegard. Auk þess var hún forstöðukona spítalans og Bjami Jónsson framkvæmdastjóri og yfírmaður klaustursins". Svo sem kunnugt er seldu St. Jó- sefssystuu ríkinu spítala sinn og hættu rekstri hans 1. janáur 1977. Þessari breytingu er lýst mjög skil- merkilega í bókinni svo og stofnun sjálfseignarstofnunarinnar sem nú rekur spítalann. Dr. Bjami hætti sem yfírlæknir 1. janúar 1980 og hafði þá gegnt því starfí í rúm 20 ár en verið tengd- ur spítalanum svo sem fyrr segir með ýmsum hætti síðan 1936. Dr. Bjami er nú rúmlega áttræður þegar hann sendir frá sér þessa bók. Það em engin ellimerki á bókinni og raunar varla á Bjama sjálfum enn. Ég tel bók dr. Bjama vera mikla heimild um lækningar hér á landi á þessari öld og um þær breytingar sem orðið hafa og framþróun á sjúkrahússþætti heilbrigðismálanna. Ég tel bókina nauðsynlegan lestur öllum þeim sem að heilbrigðismálum starfa og hún gefur góða innsýn í starf og baráttu læknis sem hefur verið brautryðjandi á sviði skurð- lækninga hér á landi. Auk þess þá er bókin fagur minnisvarði um St. Jósefssystur og það mikla starf sem þær unnu íslendingum í áratugi. Ég læt setningu úr bókarlokum Bjama vera niðurlag þessara hug- leiðinga minna: „Spítalinn heldur áfram á vegferð sinni. Hann hefur aldrei verið betur búinn til að sinna hlutverki sínu en nú. En það hefur ekki fengist átakalaust. Ekkert sem er nokkurs virði fæst án baráttu, það sem kemur fyrirhafnarlaust er einsk- is virði“. Þannig hugsa aðeins vígreifir bar- áttumenn. Höfundur er ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu. ” ___ ___ _____.__ ★ Stærsta ★ plaggata- ★ verslun ★ lantfsins N______________ I1 I I í II- K I I C I II I I III II S II M I fl 0 Opiö laugardag 09.00 23.00 Sunnudag Mánudag 0B.GG-12.G0 Stærð: 97 x 147 cm, verð 13.900. Tilb'oð til jóla kr. 11.900. RAMMA MIÐSTOÐIN SIGTUNI 10-SIMI 25054 ★ eitir ★ Stærö 66 x 86 cm

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.