Morgunblaðið - 30.12.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.12.1990, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990 Hvers er helst að minnast frá árinu 1990? Þegar árið er að líða í aldanna skaut líta menn oft til baka, ekki síður en fram á við, og rifja upp atburði líðandi árs. Man þá hver eftir því sem hann hefur skipt mestu á einn eða annan hátt. Til þess að gefa nokkra mynd af því sem markverðast kann að virðast í byggðum landsins á árinu, hefur Morgunblaðið, eins og undanfarin ár, leitað til nokkurra fréttaritara sinna víðsvegar um landið og fengið þá til að rifja upp það, sem þeim hefur þótt markverðast af innlendum og erlendum vettvangi og úr heimabyggð. Pistlar fréttaritaranna fara hér á eftir. JENS í KALDALÓNI: Birti eftir fellibylji Haf- skipsmáls Vandi er úr vöndu að ráða, verðugast að gera skil. Hvað hér hefur helst til dáða, daga ársins orðið til. Eng'um þarf á óvart að koma, að hinn feiknalegi snjóavetur og langt frammá vor, setti ómældan svip á lífið og tilveru alla. Snjó- mokstrar og samfelldar hríðar langtímum saman, þreyta hug- ann og lama í allri þeirri óvissu sem framvinda hugans stefnir til. En slíkur snjóavetur mun enginn jafnþungur verið hafa frá 1910, þeim annálaða snjóavetri, sem löngum var kallaður snjóa- veturinn mikli 1910. En það má með annálum teljast að ein ær lifði af harðindin norður í Jökulfjörðum, og bar 2 lömbum í vor, en var úr þeirri helju heimt í hús inn um miðjan apríl. Hrútlamb gekk með henni úti, sem þó að endingu varð Rebba að bráð. En minnisstæðasti atburður þessa árs er að mínu mati dómurinn í hinu svokallaða Hafskipsmáli. Þá varð sem upp birti loks eftir alla þá feiknalegu fellibylji sem hér hafði um loft og láð geisað, með þeim ofsaágöngum, að um þau ár og daga sá gaddur beit sárt um margan vangann, en sem með þess- um dómi loks svo upp rofaði að sást í heiðan himin. Hvort sem þessi dómur verður látinn standa, eða áfrýjað á æðra stigi verður sá end- ir ekki síður annáll þessa árs um langan veg, sem þó sitt uppá hvem máta útleggst í því viskunnar formi, sem þeir best til hafa að bera, sem þar um öllu ráða. En minnisverðasti atburður minn á þessu ári var á áttræðisafmælinu er ég augum leit helli þann: Paradís- arhelli sem sagan segir að Hjalti Magnússon hafi í útlegð sinni verið falinn í 17 ár, að ráðum unnustu sinnar, og síðar eiginkonu Önnu á Stóruborg, en sú saga er einhver sú stórbrotnasta einveldiskúgun, sem í skjóli auðs og valds að beitt var þeim tii handa sem minna máttu sín að taldir voru, en þó þeim burð- um gæddir, að á síðustu stundu að bjargað gat þessi óverðskuldaði út- lagi ofureflinu frá drukknun úr Markarfljóti á síðustu stundu. Og auðvitað varð ég montinn af þeim heiðri er félag fréttaritara Morgunblaðsins: Okkar menn sæmdu mig heiðursnafnbót sem félagi á áttræðisafmælinu, og færi þeim miklar þakkarkveðjur fyrir og góðar óskir. STEINUNN ÓSK KOLBEIN SDÓTTIR, HVOLSVELLI: Umræða um flutning* SS eykur bjart- sýni í friðsældinni á Hvolsvelli er erf- itt að setja sig í spor stríðshrjáðra íbúa jarðarinnar. Að þeir skuli vera jafn margir og raun ber vitni árið 1990 er ótrúlegt en ótrúlegra er þó of- beldið sem hermenn beita óbreytta og saklausa borgara. Ekki er það aðeins að menn missi allan lýðræðislegan rétt og eigur sínar, heldur er sumum mis- þyrmt á hrottalegan hátt og aðr- ir drepnir fyrirvaralaust. Allt þetta viðgengst og endurtekur sig í sífellu svo sem dæmin sanna í Kúvæt, ísrael og víðar. En svo við hverfum aftur til Hvolsvallar hefur árið 1990 markað á margan hátt tímamót fyrir íbúana hér. Umræðan um flutning Sláturfélags Suðurlands á Hvoisvöll hefur lyft brúnum margra og aukið mönnum bjartsýni, eftir nokkurra ára deyfð í atvinnulífinu og atvinnuleysi. Nú er ekki lengur talað um að selja eigumar og flytj- ast til Reykjavíkur. Nú metur fólk kostina við að búa úti á landi, í fallegu og friðsælu umhverfi þar sem gott er að ala upp bæði börn og gróður. Fréttaritara er þetta hugleikið þar sem hann fluttist hingað fyrir einu ári. Hér þarf hús- móðirin ekki að vera bílstjóri fyrir bömin sín ef þau vilja taka þátt í einhveiju tómstundastarfi. Hér sér hver fjölskyldumeðlimur um sig, á hjóli eða fótgangandi. Og nóg er framboðið af félagsstarfi, bæði fyr- ir börn og fullorðna. En undirstaða alls er að fólk hafi atvinnu og geti þannig séð fyrir sér og sínum. Þann- ig getur hver búið þar sem honum hentar. Valfrelsið er mikilvægt í þessu sem öðru. Umræða um umhverfismál hefur verið allnokkur á þessu ári, m.a. í tengslum við stofnun umhverfis- ráðuneytis. Þetta ráðuneyti ætti að hvetja almenning til umhverfis- verndar. Við verðum að kunna að umgangast móður náttúra með virðingu og af varkámi. Hreinieiki landsins á að verða aðalsmerki íslenskrar framleiðslu og útflutn- ings um ókomin ár. íslendingar eiga ekki að þurfa að hræðast innflutn- ing erlendra Iandbúnaðarafurða. Við eigum að geta boðið afurðir okkar stoltir fram sem heilsusam- legar, ómengaðar vörar. Framtíð íslensks atvinnulífs liggur í hrein- leika landsins sem við verðum að varðveita og bæta frá því sem nú er. Uppi í fjalli hér fyrir ofan þorpið blasir upplýst ártalið 1990 við sem brátt mun breytast í 1991. Við hver áramót fyllist mannfólkið lotn- ingu fyrir almættinnu og biður þess að nýtt ár megi færa því farsæld og frið. HAUKURINGÓLFS- SON, GRENIVÍK: Snjóþyngsli o g ófærð vik- um saman Þar sem mitt aðalstarf um nokk- urra ár skeið hefur verið akstur með vörur og póst til og frá Grenivík fer ekki hjá því að mér séu snjóþyngsli og ófærð vikum saman sl. vetur minnisstæðust. Er ekki laust við að ég kvíði aðeins fyrir komandi mánuðum vegna þess að síðan ég hóf þetta starf hafa veturnir orðið verri og verri. En margs er að minnast. Á síðastliðnu sumri fór hópur fólks úr Grýtubakkahreppi til Nor- egs að heimsækja vinabæinn Stryn. Samtals fóru héðan 49 manns. Þetta er nokkuð hátt hlutfall af íbúafjölda. Ef sama hlutfall hefði farið frá Akureyri, væru það um 1.800 manns, eða um 9.000 frá Reykjavík. Með í förinni var kirkju- kór Grenivíkursóknar sem hélt marga konserta í Stryn og ná- grenni. í sumar var vígð ný sundlaug á Grenivík. Gamla sundlaugin var orðin gömul, eða frá Iýðveldisárinu 1944. Það sem hvað athyglisverðast var við vígslu nýju laugarinnar var að sami maðurinn synti fyrsta sprettinn og í þeirri gömlu fyrir 46 árum, nú áttatíu og eins árs gam- all og enn í sömu sundskýlunni. Iþróttafélagið á staðnum, Magni, hélt upp á 75 ára afmæli sitt á árinu með heilmikilli hátíð. Magni hefur líka ærna ástæðu til að fagna því gengi félagsins hefur trúlega ekki verið betra frá stofnun þess. Þar er jafnt um að ræða árangur í knattspyrnu, fijálsum íþróttum og borðtennis. í byijun ársins bættist togari í flota Grenvíkinga, Frosti ÞH 229. Frósti, sem áður hét Hjalteyrin II EA, er um 300 tonn og er fyrsti togarinn í eigu Grenvíkinga. Frosti hefur aflað sæmilega á árinu og setti meðal annars sölumet í Bret- landi í sumar. Af erlendum vettvangi er sjálf- sagt öllum minnisstæðust' innrás íraka í Kuwait og er ekki séð fyrir endalok þess máls. Trúlega gerast þar hlutir sem fólki verða minnis- stæðastir um næstu áramót. Jens Guðmundsson Sturla Páll Sturluson Gunnar E. Hauksson FRÍMANN ÓLAFS- SON, GRINDAVÍK: Náttúruöflin minntu á si g og smæð mannsins ÞEGAR líður að áramótum ár hvert lítur maður ósjálfrátt til baka yfir farinn veg og rifjar upp hvað árið bar í skauti sér. Þó er eins og það geymist best sem ger- ist í nánasta umhverfi eða með eigin þátttöku en það sem er fjar- lægara hverfur úr minni. A Arið 1990 var rétt nýbyijað þegar Grindvíkingar sem og aðrir íbú- ar við sjávarsíðuna á Suðurnesjum og Suðurlandi voru minntir á nátt- úraöflin og smæð mannsins gagn- vart þeim. Þá skall á inikill stormur og stórflóð sem olli miklum skemmd- um í Grindavíkurhöfn og á sjóvarna- görðum í Grindavík. Tjón af völdum veðursins skipti tugum milljóna og mikil vinna við endurbætur. Fyrir mikla mildi urðu mannskaðar engir. Nýr og glæsilegur frystitogari, Hópsnes, kom til heimahafnar í mars og er til marks um hve sjávarútveg- ur stendur traustum fótum í Grindavík. Óbreyttur meirihluti var í bæjarstjórn Grindavíkur eftir sveit- arstjórnarkosningar og Jón Gunnar Stefánsson var ráðinn bæjarstjóri þriðja kjörtímabilið í röð. Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Mikill áfangi náðist í málefnum aldraðra á sjómannadaginn þegar heimili aldraðra var vígt. Það hlaut nafnið Víðihlíð og þar með rættist langþráður draumur gamalla Grindvíkinga að eyða ævikvöldinu nálægt heimaslóðum. Einkennilegar deilur risu upp milli stjórnar Heilsugæslustöðvar Suður- nesja og tveggja tannlækna sem hafa gert við tennur Grindvíkinga einu sinni í viku*Deilt var um upp- setningu tannlæknastofu í nýbygg- ingu heilsugæslustöðvar og endaði deilan með því að tannlæknarnir settu lögbann á frekari framkvæmd- ir við innréttingar tannlæknaaðstöðu en nýr tannlæknir með búsetu í Grindavík var væntanlegur. Ekki sér fyrir endann á þeirri deilu en á með- an býður fullbúinn tannlæknastóll í læstu herbergi. Haustið bar einnig í sér óvissu í síldarsamningum í Grindavík. Nú tók þó steininn úr og engin leið var til síldarsölusamninga. Það hefur mikil áhrif á stað eins og Grindavík sem hefur verið ein hæsta söltunarstöð undanfarin ár og miklir peningar fóru úr atvinnulífinu. Innanlands tóku sveitarstjórnar- kosningar mikið rúm með vorinu en setning bráðabirgðalaga á samninga opinberra starfsmanna vakti hörð viðbrögð og persónuleg skoðun er að ekki hafi verið reynt til þrautar að fara samningaleiðina. Undirritað- ur minnist orða fjármálaráðherra er hann talaði um samninginn sem tímamótasamning en þegar að efnd- um kom var komið annað hljóð í strokkinn. Erlendis stendur Persaflóadeilan upp úr og vonandi leysist hún án

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.